Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 2
Útskrift Nemendur munu hafa mikinn hag af að ljúka námi á tilsettum tíma. Mynd úr safni. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjárlagaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðu- neytisins telur að styrkur frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna (LÍN) til árlegs útskrift- arhóps nemenda geti numið allt að þremur milljörðum króna vorið 2017, nái tillögur í nýju stjórnarfrumvarpi um LÍN fram að ganga. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í gær. „Nái frumvarpið þeim tilgangi sínum að námsmenn fari að haga náms- framvindu sinni í samræmi við skipulag náms þannig að það eigi við þá alla má áætla með sama hætti að árlegur kostnaður við það næmi 4,7 mia.kr [milljörðum króna, innsk. blm],“ segir í um- sögn fjár- lagaskrifstof- unnar. Katrín Jak- obsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, sagði nýlega að kostnaður rík- isins vegna námsstyrkjanna yrði um tveir milljarðar króna á ári. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður Katr- ínar, sagði að hún hefði byggt orð sín á út- reikningum fjármálasviðs mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins. Það hefði komist að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn yrði um tveir milljarðar á ári. Umsögn fjármálaráðu- neytisins hefði ekki legið fyrir þá en það telji að kostnaðurinn verði meiri, eins og komi fram í umsögn þess. „Ráðuneytin hafa ekki notað sömu aðferð við útreikningana. Þau munu fara yfir þá í sameiningu,“ sagði Elías Jón. Milljarða munur á kostnaði  Kostnaður af LÍN frumvarpi 3-4,7 mia.kr Breytt námslán » Lagt er til í frum- varpinu að náms- menn sem ljúka grunnháskólanámi á þeim tíma sem skipu- lag náms gerir ráð fyrir fái námsstyrk. » Höfuðstóll náms- lánsins verður færð- ur niður um fjórðung m.v. grunnfram- færslu LÍN á Íslandi á hverjum tíma. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Pétur Sigurðsson, fasteignamiðlari í Mið- Flórída og eigandi fasteignasölunnar The Vik- ing Team Realty, segir að Íslendingar séu á ný farnir að sýna áhuga á húsnæðiskaupum á Flórída eftir að hafa haldið að sér höndum eins og aðrir frá kreppu. „Salan er aftur að fara í gang en Íslendingar eiga yfir 1.500 eignir á Flórída,“ segir hann. Pétur bauð til opins fundar á Grand Hótel Reykjavík í liðinni viku þar sem hann fjallaði um fasteignamarkaðinn á Flórída. Auk þess hélt hann lokaðan fund með Félagi fast- eignasala um sama mál. Að sögn Péturs hækkaði fasteignaverð á Flórída töluvert eftir 2000 og náði hámarki 2006. Síðan lækkaði það aftur og 2010 var það svipað og áratug fyrr en með aukinni eftir- spurn er það byrjað að hækka á ný, þó að verð- ið teljist enn vera lágt. „Verðhækkunin var 14,1% á liðnu ári,“ segir hann og bætir við að nú sé góður tími til fasteignakaupa í ríkinu. Pétur bendir á að þó að verðið sé hagstætt sé töluverður kostnaður við að eiga fasteign á Flórída, rétt eins og annars staðar. Hann nefn- ir í því sambandi að kostnaður vegna fast- eignagjalda, trygginga, umsjónar, umhirðu lóðar, viðhalds og rekstrar geti numið frá 500 til 1.000 dollurum á mánuði eða um 65.000 til 130.000 kr., en hafa megi upp í þennan kostnað með því að leigja fasteignina til lengri eða skemmri tíma. steinthor@mbl.is Íslendingar eiga 1.500 húseignir á Flórída  Aukin eftirspurn og verðið hagstætt AFP Flórída Hægt er að fá húseignir á góðu verði. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í tillögu frá stjórn hjúkrunarheim- ilisins Eirar vegna skuldavanda þess sem lagðar voru fram í gær, er lagt til að gefið verði út skuldabréf til að standa við skuldbindingar gagnvart þeim sem keypt hafa búseturétt í ör- yggisíbúðum sem Eir á. Skuldbind- ingarnar vegna þeirra nema tveimur milljörðum króna. Samtals skuldar heimilið átta milljarða króna. „Með þessu móti halda allir sínu. Þjónusta og búseta helst óbreytt, en síðan verður breytt tilhögun uppgjörs þegar íbúð er skilað. Þá verður greitt í formi skuldabréfs í stað beinnar peningagreiðslu,“ segir Jón Sigurðs- son, stjórnarformaður Eirar. Að sögn Jóns hefur fólk þrjár vikur til þess að fara yfir tillögurnar. Fái til- lögurnar ekki samþykki blasi við gjaldþrot heimilisins. Samkvæmt núgildandi samning- um skuldbindur Eir sig til að end- urgreiða íbúðaréttinn verðtryggt með 2% afskriftum á ári. Greiðslan fer til þeirra sem yfirgefa íbúðirnar eða erfingja þeirra. Á Eir eru í dag 155 hjúkrunar- heimilisrými, 12 endurhæfingarrými og sex skammtímarými. Þessi rekst- ur gengur vel og rekstrarniðurstað- an er jákvæð. Árið 2001 tók Eir í notkun örygg- isíbúðir sem kallaðar eru Eirarhús og eru þær 111 talsins en um 30 íbúð- ir standa auðar. Þær eru reknar und- ir Húsrekstrarsjóði Eirar og það er sá sjóður sem er í miklum fjárhags- vanda. Vandi sjóðsins tengist hjúkr- unarheimilinu vegna þess að örygg- isíbúðirnar og hjúkrunarheimilið eru rekin á sömu kennitölunni. Ef Hús- rekstrarsjóður getur ekki staðið við skuldbindingar sínar bitnar það því á allri starfseminni. Leggja til útgáfu skuldabréfs  Stjórn Eirar lagði fram tillögur um skuldavanda hjúkrunarheimilisins Eirar  „Með þessu móti halda allir sínu,“ segir stjórnarformaður  Gjaldþrot blasir við fái tillögurnar ekki samþykki Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Fróðengi 111 öryggisíbúðir eru í eigu hjúkrunarheimilisins Eirar. Tillaga stjórnar Eirar » Lagt er til að gefið verði út skuldabréf í stað eingreiðslu. » Skuldir vegna öryggisíbúða nema um tveimur milljörðum króna. » Fái tillögurnar ekki sam- þykki blasir við gjaldþrot, að sögn Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Eirar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Mér hefur liðið mjög vel á Morgunblaðinu og ég hef eignast þar mjög góða vini í gegnum ár- in. Ég hætti algjörlega sátt og á eftir að sakna margs. Það er á hreinu,“ sagði Brynja Jó- hannsdóttir, sem vann sinn síðasta vinnudag á Morgunblaðinu í gær. Þá var starfsævi hennar á Morgunblaðinu orðin rúmlega 43 ár. „Ég byrjaði að vinna á Morgunblaðinu 19. janúar 1970. Þá var ég nýkomin frá Danmörku og fékk tímabundið starf við afgreiðslu blaðs- ins,“ sagði Brynja. Hún var ráðin til að leysa af konu sem var að fara í fæðingarorlof í þrjá mánuði. Þegar tímabundnu ráðningunni lauk bauð Örn Jóhannsson, sem þá var skrif- stofustjóri, henni starf við áskriftarþjónustu. Þegar Brynja hóf störf var Morgunblaðið til húsa í Aðalstræti 6. Eftir nokkur ár var áskriftardeildin flutt í Skeifuna 19, þar sem prentsmiðja Árvakurs var einnig til húsa á þeim árum. Síðan flutti vinnustaðurinn í Kringluna 1 og loks í Hádegismóa 2 þar sem Morgunblaðið er nú til húsa. Brynja vann lengst í áskriftarþjónustunni en síðustu þrjú ár hefur hún starfað við móttöku- og skiptiborð. „Mér líkaði mjög vel að vinna hjá Morgun- blaðinu. Stundum finnst mér eins og ég hafi unnið hjá tíu fyrirtækjum á þessum tíma því við höfum gengið í gegnum svo miklar breyt- ingar,“ sagði Brynja. Hún sagði að mikil breyt- ing hefði orðið með tölvuvæðingunni um 1980 og þá hafist nýr kafli þegar læra þurfti allt upp á nýtt. Vinnustaðurinn stækkaði og starfsfólki fjölgaði og samskiptin breyttust með því. Brynja sagði að í Aðalstrætinu hefði verið líkt og fjölskyldustemning og allir þekkst. En hvers vegna hættir hún nú? „Ég er að komast á aldur og ég ákvað að njóta efri áranna á meðan ég er hress og frísk. Mér mun ekkert leiðast,“ sagði Brynja. Morgunblaðið þakkar Brynju fyrir ánægjulegt og farsælt samstarf og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni. „Mér mun ekkert leiðast“ Brynja Jóhannsdóttir lét af störfum í gær eftir rúmlega 43 ár á Morgunblaðinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Brynja Jóhannsdóttir Hún var ráðin tímabundið til starfa á Morgunblaðinu í janúar 1970. Nýliðinn febrúar fer í annála sem einn hlýj- asti febrúarmánuður frá upphafi veðurmæl- inga á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jóns- syni veðurfræðingi var meðalhitinn í Reykja- vík 3,8 gráður og er mánuðurinn því þriðji hlýjasti febrúar frá upphafi mælinga 1871, eða í 142 ár. Náði hann bronssætinu af árinu 1964, þegar meðalhitinn var 3,5 gráður. Efsta sætinu heldur sem fyrr árið 1932 (5,0 gráður) og 1965 (4,0 gráður) heldur öðru sætinu. Febrúar náði einnig þriðja sætinu í Stykkishólmi með 3,1 gráðu meðalhita, en þar hefur verið mælt síðan 1846. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum komst nýliðinn febrúar í 2. sætið með 4,8 gráða meðalhita, en þar hef- ur verið mælt síðan 1878. Á Akureyri var meðalhitinn 2,5 gráður og dugir það í 4. sætið frá upphafi mælinga árið 1882. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Milt Meðalhiti í borginni í febrúar var 3,8°C. Febrúar náði bronsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.