Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  50. tölublað  101. árgangur  GAMANLEIKRIT UM ALVARLEG MÁLEFNI VETURINN VAR Á MILLI JÓLA OG NÝÁRS SÖNGGLÖÐ SYSTKINI FRÁ VOPNAFIRÐI BLÍÐVIÐRI Í GRÍMSEY 4 UNNU TÓNKVÍSLINA 2013 10LA FRUMSÝNIR KAKTUS 39 Tónleikar til styrktar Ingólfi Júlíussyni, ljósmyndara og margmiðlunarhönnuði, og fjölskyldu hans voru haldnir í Hörpu í gærkvöldi. Ingólfur á í baráttu við bráðahvítblæði og hefur verið óvinnufær vegna veikindanna. Fjöldi listamanna kom fram, þ.á m. Ari Eldjárn, Hörður Torfason, Bodies, Dimma, Fræbbblarnir, Hellvar, Hljómeyki, Hrafnar, KK, Nóra, Nýdönsk, ÓP-hópurinn og Q4U. Ingólfur hefur lengi verið gítarleikari Q4U og spilaði hann eitt lag með hljómsveitinni. Styrktarreikningur Ingólfs er 0319-26-002052, kt. 190671-2249. gudni@mbl.is Stuð á styrktartónleikum Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónleikar til styrktar Ingólfi Júlíussyni ljósmyndara voru haldnir í Hörpu í gær Guðni Einarsson Baldur Arnarson Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun koma þeirri ósk meirihluta nefndarinnar á framfæri að þingfundur verði haldinn nk. mánudag í stað nefndafunda eins og starfsáætlun gerir ráð fyrir. Á dagskrá verði frumvarp til stjórnskipunarlaga. „Það er til þess að nægur tími gefist til að ræða þetta mikilvæga mál,“ sagði Valgerður. Hún sagði að nefndin hefði nú af- greitt framhaldsnefndarálit og breytingartillögur við frumvarpið. „Það er augljós vilji nefndarinnar að málið verði rætt, helst þegar á mánudag.“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Al- þingis lagði í gærkvöldi fram 87 blaðsíðna fram- ar til verulegar breytingar á tveim fyrstu greinum kafla sem nú heitir Mannréttindi. Eins mun vera lögð til talsverð breyting á greininni um dvalarrétt og ferðafrelsi. Sömu sögu er að segja um greinina um réttláta málsmeðferð sem mun hafa verið lengd frá upphaflegri tillögu. Grein um friðhelgi einkalífs mun einnig hafa verið breytt sem og grein um skoð- ana- og tjáningarfrelsi. Þá mun grein um upplýs- inga- og þátttökurétt hafa verið breytt verulega. Þónokkrar breytingar munu vera gerðar á kafl- anum um Alþingi. Óverulegar breytingar eru á kaflanum um ráðherra og ríkisstjórn en þar má nefna að grein um vantraust hefur verið breytt. Kaflinn um dómsvald er einnig lítið breyttur. Vilja aukaþingfund  Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar lagði fram 87 síðna framhalds- nefndarálit um stjórnarskrána  Óskað eftir að málið verði rætt á mánudag MViðamiklar breytingar »6 haldsnefndarálit um stjórnarskrárfrumvarpið og kynnti fjölmargar breytingartillögur, að sögn Vig- dísar Hauksdóttur, alþingismanns Framsóknar- flokks, sem situr nefndinni, í gærkvöldi. „Við erum að ljúka okkar vinnu og taka frum- varpið úr nefndinni. Við erum búin að leggja fram breytingartillögur. Málsmeðferðin í þinginu er hins vegar ófrágengin. Eftir því sem ég best veit er ekki búið að semja um hana,“ sagði Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingar og einn fulltrúa meirihlut- ans í nefndinni, í samtali í gærdag. „Allir meginannmarkarnir sem voru á frumvarp- inu eru meira og minna enn til staðar,“ sagði Birgir Ármannsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í nefndinni, að loknum fundinum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru lagð- „Hún sagði mér hreint og klárt að þetta [þ.e. launahækkanir hjúkrunarfræð- inga] ætti að fara líka til sjúkraliðanna og hún lofaði mér því að hún myndi halda fund með yfirmönnum Landspítal- ans til þess að gera þeim grein fyrir þessu,“ segir Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, um fund sem hún átti fyrir stuttu með Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í Katrínu Júlíusdóttur fjár- mála- og efnahagsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. »22 Fékk loforð um hækkun  Sólarlanda- ferðir um páskana eru óðum að selj- ast upp hjá ferðaskrifstof- unum. Lausum sætum í sólina er farið fækka verulega en örlítið hægar gengur að selja í borgarferðir um páskana. Viðmælendur Morgunblaðsins eiga von á því að kippur komi í sölu þeirra þegar nær dregur páskum. Framboð á ferðum er svipað og í fyrra en sala á ferðum hefur gengið heldur hraðar. Þá virðist sem ásókn í sumarferðir sé meiri enn í fyrra, t.a.m. hefur Úrval-Útsýn selt fleiri slíkar ferðir heldur en á sama tíma í fyrra. »4 Margir á leið í sólina um páskana Strönd Fólk í sólbaði.  Þrjú sveitarfélög vinna saman að rammaáætlun fyrir samgöngur og ferðaþjónustu á Fjallabakssvæðinu, eða Suðurhálendinu eins og svæðið er einnig nefnt. Tilgangurinn er að efla ferðaþjónustu en létta álagi af vinsælustu stöðunum. Meginhugsunin er að byggja upp þjónustu í útjaðri svæðisins, í stað þess að gera það í nágrenni Land- mannalauga, en annars staðar á há- lendinu. Til umræðu er að færa tjaldsvæðin frá Landmannalaugum til að hlífa viðkvæmum gróðri við laugarnar. »12 Létta álagi af vinsælum stöðum Landmannalaugar Vinsælt að tjalda. Frumvörp um stjórn fiskveiða voru afgreidd úr atvinnuveganefnd í gær- kvöldi. Þrír þingmenn Samfylkingar samþykktu frumvörpin með fyrir- vara og hafa þeir frest til þess að greina frá þeim. „Frumvarpið er lít- ið breytt frá því frumvarpi sem var á síðasta þingi. Breytingarnar eru fyrst og fremst ívilnandi og til þess að mæta þeim umsögnum sem komu síðasta vor,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður nefndarinnar. Einar K. Guðfinnsson, sem situr í nefndinni fyrir Sjálfstæðisflokk, tel- ur að meðferð málsins „skrípaleik“. „Frá upphafi var ætlunin að keyra þetta mál í gegn eins og það kom fram á þinginu og fyrirfram var búið að ákveða að hvað sem tautaði og raulaði, hvað sem hver myndi segja, þá yrði engu breytt. Og við það hef- ur þetta fólk staðið,“ segir Einar. Frumvarp um náttúru- vernd afgreitt úr nefnd Frumvarp til náttúruverndarlaga var sent úr umhverfis- og sam- göngunefnd í gærkvöldi. Stjórnar- liðar auk Atla Gíslasonar og Þórs Saari samþykktu frumvarpið. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Atvinnuveganefnd Fiskveiðistjórn- unarfrumvörp voru afgreidd í gær. Stjórnar- liðar með fyrirvara  Fiskveiðifrumvörp afgreidd úr nefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.