Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 28
✝ Oddfríður LiljaHarðardóttir fæddist í Reykjavík 23. desember 1941. Hún lést á líkn- ardeild LSH 16. febrúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Hörður Guðmundsson, f. 7.5. 1918 í Reykja- vík, d. 9.2. 1999, bakarameistari, ökukennari og bílstjóri í Reykja- vík, og Steinunn Kristjánsdóttir, f. 5.4. 1916 í Reykjavík, d. 29.6. 2008, skrifstofumaður í Reykja- vík. Bræður Lilju eru Guð- mundur Þorbjörn Harðarson íþróttakennari, f. 10.2. 1946, kvæntur Rögnu Ragnarsdóttur, og Kristján Harðarson vélstjóri, f. 15.7. 1948, kvæntur Ruth Guð- bjartsdóttur. Hinn 11. júlí 1964 giftist Lilja Jóni Þór Jónssyni, f. í Reyjavík 8.12. 1942, fram- reiðslumanni. Þau skildu. For- eldrar Jóns Þórs voru Jón B. Jónsson sjómaður, f. 19.4. 1908, d. 20.12. 1997, og Helga Eng- ilbertsdóttir húsmóðir á Ísafirði, f. 3.3. 1912, d. 23.3. 2005. Árið 1993 kynntist Lilja Þórði Guðmannssyni, f. í Reykjavík 1.2. 1951, sjómanni. Foreldar mæðraskóla í Danmörku. Eftir heimkomu vann Lilja ýmis störf í verslun og þjónustu, t.d. í Al- þýðubrauðgerðinni og við ís- formagerð þar til hún hóf nám í Hjúkrunarskóla Íslands í ág. 1960. Hún útskrifaðist í okt. 1963 og hóf störf á Sjúkrahúsi Akraness og starfaði þar þar til um mitt ár 1964. Hún vann á Lsp. næstu árin, fyrst á hand- lækningadeild, en svo á skurð- deild er hún hóf framhaldsnám í skurðhjúkrun, sem hún lauk í okt. 1967 og hélt áfram störfum á skurðdeild, deildarstjóri 1969 til 1971. Eftir sumarafleysingar 1971 á Patreksfirði var hún ráð- in á slysadeild Borgarspítalans. Hún tók við deildarstjórastöðu þar 1. jan 1972. Þar starfaði hún nánast óslitið til 1. nóv. 1988 er hún færði sig yfir á skurðdeild St. Jósefsspítala, þar sem hún vann til starfsloka 31. des. 2001. Lilja tók að sér stuttar afleys- ingar úti um land og starfaði í Randers í Danmörku sumarið 1983. Hún sat í skyndihjálp- arráði Rauða kross Íslands 1986 til 1988 og var með þeim fyrstu sem mönnuðu Hjartabílinn svo- kallaða. Lilja hafði gaman af því að ferðast innan lands og utan. Á unglingsárum var hún virk í skátastarfi, söngelsk og mús- íkölsk. Síðar ferðaðist hún um landið og erlendis, mest með seinni manni sínum Þórði. Lilja verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstudag- inn 1. mars 2013, kl. 15. hans voru Guð- mann Sigurðsson verkamaður, f. 2.9. 1914, d. 17.10. 1983, og Ingibjörg Guðlaug Þórð- ardóttir, húsmóðir í Garði, f. 31.1. 1920, d. 28.8. 1998. Lilja og Þórður giftu sig 3. júní 2011. Sonur Lilju og Jóns Þórs er Hörður J. Odd- fríðarson, f. 9.11. 1964, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ. Eiginkona hans er Guðrún Björk Birgisdóttir, f. 11.8. 1958, skrifstofumaður hjá Icelandair. Synir þeirra eru, a) Birgir Þór, f. 2.7. 1989, háskólanemi og b) Emil Örn, f. 14.8. 1990, há- skólanemi, unnusta Rósa Björnsdóttir, f. 8.2. 1992. Yngri sonur Lilju er Arnar Oddfríðarson, f. 7.6. 1976, bak- ari. Eiginkona hans er Berglind Rós Davíðsdóttir, f. 24.9. 1985, bókari. Börn þeirra eru, a) Hörður Ingi, f. 28.4. 2010, b) Þórdís Lilja, f. 27.1. 2013, og c) Stella Rós, f. 27.1. 2013. Lilja ólst upp í Holtunum í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Gagnfræða- skólanum við Hringbraut 1958. Hún stundaði nám í eitt ár í hús- Kveðja frá sonum. „Og nú er sól að hníga – og gullnir glampar loga svo gliti slær á tinda og spegilsléttan sæ. Í fjarska synda svanir um sólargyllta voga og silfurtónar óma í kvöldsins létta blæ. Og kvöldsins töfrafegurð mitt hjarta með sér hrífur og heillar mig og leysir öll gömul tryggðabönd, og enn á ný minn hugur með sunnanblænum svífur á sólskinshvítum vængjum um minninganna lönd. Og þar er hlýrra og fegra en nokkurn gæti grunað, þar glampa hvítar hallir, þar ljómar allt og skín. þar syngja hörpustrengir um ástarinnar unað – og um þær slóðir liggja þau víða, sporin þín. Og núna, þegar haustar og hníga blóm og falla, þá heldur þú í norður og vegir skilja um sinn. og ef ég gæti handsamað himins geisla alla, ég hnýttu úr þeim sveiga að skreyta veginn þinn. Er hamast kaldur vetur og hríðin hvín á glugga og hauður allt er fjötrað í rammefld klakabönd, ég vildi geta sungið úr sál þér alla skugga og seitt þinn hug á ný inn í vorsins draumalönd. Ég þekkti ekkert indælla en vorsins töfraveldi – hver vissi nokkuð fegurra en heiðan júnídag, er heimur allur fagnandi hlær við sólareldi og hörpu allar kveða hið sama gleðilag? Og nú, er leiðir skiljast og vetur sest að völdum, Þá verður þetta síðasta kveðjuóskin mín; að vorið eigi í hjarta þínu völd á dögum köldum og vefji sínu fegusta skarti sporin þín! (Jón frá Ljárskógum.) Það skiptir miklu að eiga góða að, fólk sem elskar skilyrðislaust, styður og hvetur og gerir manni lífið léttara. Mamma var þannig. Hún blandaði sér ekki í málin, ef hún taldi okkur ráða við verk- efnin, en var til staðar ef við þurftum aðstoð. Við vorum ekki þeir auðveldustu í uppeldi og oft þurfti mamma að benda okkur á. Það var gert með ákveðni, rökum og samtali, við vissum ef henni mislíkaði og fundum ef henni lík- aði. Við uppnefndum hvor annan „uppáhaldið“ og „englabarnið“ eins og okkur væri mismunað. Þannig var það aldrei, þrátt fyrir að hún væri einstæð móðir sem lagði í að kaupa sér eigin íbúð og þröngt væri í búi, gætti hún þess að við fengjum það sem við þurftum. Hún gerði sem hún gat fyrir okkur, án þess að við sýnd- um því skilning hversu mikið hún lagði á sig fyrir velferð okkar. Hún sýndi barnabörnunum sínum áhuga og hafði áhuga á því hvernig þeim vegnaði. Hún sýndi þeim ákveðni og kenndi þeim ákveðin gildi. Þegar Þórður kom inn í líf mömmu mildaðist hún og fékkst loksins til að gera eitthvað fyrir sjálfa sig. Þau lögðust í ferðalög, eitthvað sem mömmu fannst eft- irsóknarvert og skemmtilegt. Þegar hún hætti að vinna fyrir 12 árum hættu þau Þórður nán- ast að sjást heima að sumri til, þau voru í útilegu. Þau ferðuðust einnig erlendis og höfðu ráðgert fleiri ferðir, sem ekki verða farn- ar því miður. Hún var svo hugulsöm að vera búin að undirbúa útförina sína að stórum hluta og við erum svo hlýðnir bræðurnir að við gerum það sem okkur er sagt, eins og venjulega. Elsku mamma, hvíl í friði. Við hugsum vel um Þórð. Hörður J. Oddfríðarson og Arnar Oddfríðarson. Elsku amma Lilja er nú geng- in til sinnar hinstu hvílu. Amma var okkur barnabörnunum alltaf ljúf og góð. Við þekkjum það af eigin raun og höfum verið svo heppnir að fylgjast með ástúð hennar og Þórðar gagnvart litla frænda okkar, Herði Inga, sem hefur verið svo heppinn að fá að kynnast ömmu okkar. Alltaf var hún reiðubúin að tjasla okkur saman og hugga eft- ir að við höfðum hlotið skrámur eða sprungnar varir enda var hún afbragðs hjúkrunarkona og enn betri amma. Amma Lilja var líka heppin að kynnast Þórði, sem hefur verið okkur Birgi Þór, Emil Erni og Herði Inga sem besti afi. Afi Doddi var henni einnig mikil hjálp í veikindunum. Saman und- irbjuggu þau okkur bræðurna fyrir stangveiðina og minnumst við allra góðu stundanna í fjöl- skyldustaðnum Iðu þar sem amma var alltaf vöknuð fyrir all- ar aldir til að fylgja körlunum sínum úr hlaði áður en fyrsta vaktin í ánni hófst. Þegar heim var komið í lok dags tók amma á móti okkur með dýrindis máltíð. Afmælið hennar ömmu verður jafnframt alltaf stór partur af jólunum í huga okkar. Þá kom fjölskyldan öll saman með ömmu og fór ekki svöng heim enda var varla hægt að komast í flottari kökuboð á Þorláksmessu en hjá ömmu í Hörðalandi. Amma sá um sína og fyrir það erum við ævinlega þakklátir. Og allar góðu minningarnar sem þú skildir eftir handa okkur eru ei- lífar, þó þetta jarðlíf sé það ekki. Hvíldu í friði, elsku amma okkar. Birgir Þór og Emil Örn Harðarsynir. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahil Gibran) Tilviljun réð því að fundum okkar Lilju bar fyrst saman þeg- ar ég var að feta mín fyrstu skref inn á þann starfsvettvang, sem átti eftir að vera okkur sameig- inlegur það sem eftir var. Ekki fór á milli mála að þar fór kraft- mikil kona en óvenju athugul, kona sem lagði sig fram um að rækja störf sín af alúð og kost- gæfni. Ekki löngu síðar urðum við mágkonur. Þá kynntist ég betur hve trygglynd hún var og vinföst enda bar aldrei skugga á þau fjölskyldutengsl. Það vil ég af einlægni þakka við leiðarlok. Það sópaði að Lilju hvar sem hún lét til sín taka. Hún var órög við að takast á við krefjandi verkefni hvort sem var sem deildarstjóri skurðdeildar Land- spítalans ellegar slysadeildar Borgarspítalans. Hún hafði ríka réttlætiskennd og lá yfirleitt ekki á skoðun sinni. En þó að Lilja væri glaðvær og oft bráðskemmtileg í dagfari sínu bar hún tilfinningar sínar ekki á torg. Andstreymi bar hún í hljóði og tókst á við það af eigin rammleik. Hún sagði oft að þegar starfs- ævinni lyki ætlaði hún að njóta þess að ferðast um heiminn. Þau hjónin létu það verða að veru- leika en því miður naut hún þess allt of stuttan tíma. Atorka Lilju og hugur beind- ist fyrst og fremst að velferð fjöl- skyldunnar og afkomendanna. Þegar henni auðnaðist að sjá ný- fædda tvíbura sem bættust í af- komendahópinn skömmu fyrir andlát hennar sagði hún og brosti: „Þær hafa Brautarholts- hendurnar.“ Aðdáunarvert var að fylgjast með hve Þórður, eiginmaður Lilju, annaðist hana af mikilli al- úð og umhyggju í veikindum hennar. Við Kristján og fjölskyldur okkar sendum Þórði, Herði og Arnari og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Ruth Guðbjartsdóttir. Fyrir rúmlega 40 árum kynnt- ist ég Lilju, og hefur sá vinskap- ur haldist alla tíð. Við Lilja geng- um í ITC-deildina Kvist sem var mjög lærdómsríkur og skemmti- legur félagsskapur. Eitt skipti fengum við það verkefni að skoða hvað erlend heiti á fyrirtækjum væru mörg. Við fórum í vett- vangskönnun og keyrðum niður Laugaveginn, þuldum upp öll nöfn erlendra verslana. Eitt nafnið olli okkur nokkrum heila- brotum en það var nafnið „ut- sala“, okkur fannst það slá svolít- ið skökku við, að hægt væri að hafa þetta nafn á verslun, það tók okkur svolítinn tíma að átta okkur á því að þetta var útsala í versluninni en ekki nafn, við fengum algjört hláturskast. Fyrir nokkrum árum fórum við Lilja í konuferð til Færeyja, þetta var algjör draumaferð, rétt sestar upp í vélina, búnar að fá Dimmalætting í hendur, kaffi- bolla og sína dúkkulísuna hvor sem við urðum að taka með okk- ur því vélin var lent áður en við vissum af. Myrna skemmti sé konunglega að sjá okkur með óopnaðar dúkkulísur. Við vorum að huga að annarri ferð, hún verður ekki farin úr þessu. Það var mjög gott að búa svona nærri þér, Lilja, þegar ég var heima bíllaus og drengirnir komu inn með gat á hausnum varstu ekki lengi að skella þér upp í „Citróinn“ og segja mér að hita kaffi eða eitthvað og passa þinn dreng, ég myndi bara gera illt verra með nærveru minni. Enda varð það viðkvæðið hjá sonum mínum ef þeir fengu skrámu: við förum bara til Lilju, hún vinnur á Slysó. Lilja mín, ég man hvað þú varst ánægð þegar þú hittir hann Þórð þinn, þið voruð svo dugleg að ferðast bæði utanlands og inn- an á húsbílnum ykkar sem ég kallaði hótel á hjólum. Það hrannast upp minningar sem mér eru kærar og ætla ég að ylja mér við þær þegar ég hugsa til þín. Lilja var góð vinkona og verður hennar sárt saknað í fjöl- skyldunni, bæði hér heima og í Færeyjum. Á kveðjustund er mér og fjölskyldunni þakklæti efst í huga að hafa kynnst þér, Lilja. Að lokum sendum við ykkur Þórði, Herði, Arnari, Guðmundi, Kristjáni og fjölskyldum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Olga og fjölskylda. Þegar við kynntumst Lilju stóð hún í fylkingarbrjósti ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, sem deildarstjóri á slysadeild Borg- arspítalans í Fossvogi. Þá ríkti gullöld í íslensku heilbrigðis- kerfi. Borgarspítalinn nýrisinn með glæstum húsakynnum, nýj- um tækjabúnaði og reyndu starfsfólki með brennandi áhuga á að gera veg heilbrigðisþjónust- unnar sem mestan. Í þá daga ríkti sú skoðun að vel rekin heil- brigðisþjónusta væri fjárfesting til framtíðar og þar var hlutur Lilju stór. Hún var reynslumikil, harðdugleg og skipulagði starf- semina af einstakri festu og fag- mennsku. Árin liðu hratt. Meðan Lilja hélt starfi sínu áfram á slysa- deildinni, fórum við til annarra starfa. Það var svo fyrir rúmum tveimur áratugum að við samein- uðumst á ný á skurðdeild St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. Þá upp- hófst einstök gleðirík samvinna með öllu því góða fólki, sem þar starfaði sem aldrei bar skugga á. Lilja var orðin þreytt á stjórn- unarstörfum, kaus nú að vinna við það sem hún best kunni, skurðhjúkrun. Hún var frábær inni á skurðstofu í erfiðum að- gerðum. Einbeitt, ákveðin með alla hluti á hreinu. Svo var hún líka svo skemmtileg, hláturkliður hljómaði jöfnum höndum á skurðstofu og frammi í kaffi- stofu. Við tókum fljótlega eftir því þegar hún kom til okkar á St. Jósefsspítala að hún varð öll já- kvæðari út í samfélagið. Við túlk- uðum þetta sem svo að við vær- um bara öll svo skemmtileg að Lilja kæmi ekki auga á þau þjóð- félagsmein sem hún áður hafði gagnrýnt. En okkur skjátlaðist. Það vorum ekki við sem kveikt- um þessa nýju sýn á lífið og til- veruna. Lilja hafði kynnst Þórði sjóara, sem upp frá þessu varð hennar tryggi og góði lífsföru- nautur til hinstu stundar. Þórður féll strax inn í hópinn okkar og hefur glætt og göfgað allar okkar samverustundir frá fyrstu kynn- um, hlédrægur en gamansamur með afbrigðum. Lilja hafði lýst því yfir fyrir árafjölda að hún ætlaði ekki að starfa í ellinni á spítala. Strax og 95 ára reglunni yrði náð skyldi hún draga saman seglin og eyða ævikvöldinu í ferðalög. Ég ætla að hætta á hádegi þegar sá dag- ur rennur upp sagði hún kot- roskin og hló innilega. Þá var nú gott að vera komin með Þórð upp á arminn. Þau keyptu sér húsbíl, fóru víða sumar eftir sumar, en meðan haust og vetrardrungi grúfði yfir ferðuðust þau um víða veröld eins og nýtrúlofuð alla daga. Þannig viljum við minnast okkar kæru vinkonu, sem tók lokasprettinn í þessu lífi af æðru- leysi og auðmýkt. Við, ásamt samstarfsfólki skurðdeildar St. Jósefsspítala, vottum Þórði vini okkar og af- komendum hennar okkar dýpstu samúð. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Ragnhildur B. Jóhanns- dóttir, Benedikt Sveinsson. Það var fallegur vetrardagur föstudaginn 15. febrúar síðastlið- inn, heiðskír himinn og sjávar- flöturinn spegilsléttur. Þetta var síðasti dagur Oddfríðar Lilju, hún dó þá um nóttina. Fagran sumardag í ágúst árið 1960 safnaðist hópur ungra stúlkna saman í anddyri Hjúkr- unarskóla Ísland til að hefja nám í hjúkrun. Það lá eftirvænting í loftinu. Fæstar okkar þekktust neitt áður. Ein stúlknanna vakti strax athygli okkar. Hún var myndarleg og glaðleg og gaf sig fljótt á tal við okkur hinar. Þetta varð til þess að við kynntust hver annarri fljótt og vel. Þannig var Lilja. Námstíminn í Hjúkrunar- skólanum var lærdómsríkur og skemmtilegur, bæði í leik og starfi. Það ríkti glaðværð og mik- ið var sungið. Það voru hljóð- færaleikarar í hópnum, þ.á m. Lilja sem spilaði á gítar. Hún var hrókur alls fagnaðar og kunni firnin öll af skemmtilegum lög- um. Námstímanum lauk og alvara lífsins tók við. Við hófum hjúkr- unarstörf á sjúkrastofnunum víðs vegar um land. Í öll þessi ár, sem nú eru liðin, hefur vinátta okkar haldist og enn hittumst við reglulega. Við höfum ferðast saman bæði innanlands og utan. Í hvert sinn, sem við hittumst verðum við aftur tvítugar og get- um endalaust rifjað upp skemmtileg atvik frá námstím- anum. Lilja var þar fremst í flokki. Hún hafði einstaklega gott minni og sagði svo skemmti- lega frá að við veltumst um af hlátri. Við munum sakna Lilju mikið og nafn hennar verður áfram á vörum okkar þegar við komum saman. Lilja var sterkur persónuleiki. Hún var trygglynd og hrein- skiptin. Það velktist enginn í vafa um skoðanir hennar og hún lét þær hiklaust í ljós. Lilja var dugnaðarforkur, hún vann krefj- andi starf og langan vinnudag. Frístundir voru því fáar hjá ein- stæðri móður, sem varð að sjá sér og drengjunum sínum far- borða. En Lilja kvartaði aldrei. Hún var ekki vön að bera tilfinn- ingar sínar á torg. Það leyndi sér ekki að Lilja bar hag sona sinna fyrir brjósti. Hún var afar stolt af þeim og gladdist innilega hvað þeim farnaðist vel í lífi og starfi. Ekki var ánægjan minni með sonarsynina og gleðin var mikil þegar von var á tvíburum, litlum stúlkum, sem fæddust í lok jan- úar sl. Andlit Lilju ljómaði, þeg- ar hún sagði frá þeim þar sem hún lá fársjúk á sjúkrastofunni. Það er sárt að vita að hún fékk ekki að sjá ömmubörnin sín þroskast og dafna. Síðastliðin 20 ár hafa verið Lilju heillarík. Þá kom Þórður inn í líf hennar. Hún bar það með sér að henni leið vel og hún naut lífsins. Þau ferðuðust vítt og breitt um landið og til áhuga- verðra staða utanlands. Í haust eru 50 ár liðin frá því við lukum námi við Hjúkrunar- skóla Íslands. Lilju verður sárt saknað á þeim tímamótum. Það er dýrmætt að hafa átt vináttu Lilju í öll þessi ár, allt frá því við hittumst fyrst á fögrum ágústdegi. Við vottum Þórði og sonum hennar, Herði og Arnari, og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hollsystur Lilju, Björk, Díana, Elísabet, Erna, Fjóla, Gunnhildur, Inga, Ingibjörg, Ída, Jóna Margrét, Linda, Ragnhildur og Þórunn. Margs er að minnast og af mörgu að taka þegar ég horfi til baka og hugsa um ævilanga vin- áttu okkar Lilju. Hún hefur verið hluti af lífi mínu frá því ég fædd- ist. Foreldrar okkar voru vinir og bjuggu í sama húsi. Ekki er örgrannt um að ég hafi litið upp til stúlkunnar sem bjó uppi og var tveimur árum eldri en ég. Stundum fengum við að fara upp á háaloft að leika okkur í friði fyrir yngri börnunum, því báðar vorum við elsta barn foreldra okkar. Árin liðu og 1954 flutti mín fjölskylda úr Meðalholtinu en vináttan var söm. Það sama ár vildi svo til að við fórum báðar vestur á Snæfellsnes til sumar- dvalar og tengdumst svo sterk- um böndum fólkinu á Ingjalds- hóli að í mörg ár fórum við þangað hvenær sem færi gafst. Tíminn leið og 1962 varð fjöl- skyldan á Ingjaldshóli fyrir miklu áfalli þegar tveir synir og tengdasonur fórust í hörmulegu sjóslysi, ásamt fleirum, með bát sínum Stuðlabergi. Við lásum þetta í blöðunum að morgni dags og þó að við værum í vinnu héld- Oddfríður Lilja Harðardóttir 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.