Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Þetta reddast! Kvikmynd eftir Börk Gunnarsson sem segir af drykkfelldum blaða- manni sem kominn er á síðasta séns, bæði í ástarmálum og starfi. Til að bjarga sambandinu skipu- leggur hann rómantíska ferð á Snæfellsnes en er skipað af yfir- manni sínum að fara í vinnuferð í Búrfellsvirkjun. Blaðamaðurinn ákveður að bjóða kærustunni með í vinnuferðina en við Búrfell gerist margt óvænt. Í aðalhlutverkum eru Björn Thors, Jón Páll Eyjólfsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Guðrún María Bjarnadóttir. Beautiful Creatures Kvikmynd byggð á samnefndri skáldsögu og segir af ungri konu, Lenu, sem þarf að velja milli ljóss og myrkurs á 16 ára afmæli sínu en í fjölskyldu hennar eru allir gæddir yfirnáttúrulegri orku. Ungur mað- ur verður ástfanginn af Lenu og reynir að koma í veg fyrir að hún gangi myrkrinu á vald. Leikstjóri er Richard LaGravenese og í aðal- hlutverkum eru Alice Englert og Alden Ehreinreich. Rotten Tomatoes: 45% 21 and Over Jeff Chang á 21 árs afmæli og til að fagna því ákveða vinir hans að fara með honum út á lífið. Vandinn er sá að morguninn eftir á Chang að þreyta mikilvægasta próf ævi sinn- ar. Vinum hans tekst engu að síður að sannfæra hann um að sletta ör- lítið úr klaufunum. En kvöldið verð- ur ekki jafnrólegt og til stóð. Leik- stjórar eru Jon Lucas og Scott Moore og í aðalhlutverkum eru Jonathan Keltz, Justin Chon, Miles Teller og Sarah Wright. Enga sam- antekt á gagnrýni er að finna um myndina enn sem komið er. Flóttinn frá jörðu Teiknimynd sem segir af geimver- um, sk. Bláverjum, sem svara neyð- arkalli frá jörðu. Hetja bláveranna, Scorch Supernova, fer fremstur í flokki Bláverja í björgunarleið- angrinum og komast þeir að því að jörðin er býsna hættulegur staður fyrir geimverur. Leikstjóri er Cal Brunker og af helstu leikurum í ís- lenskri talsetningu má nefna Ævar Þór Benediktsson, Viktor Má Bjarnason, Sólmund Hólm Sól- mundarson, Hjálmar Hjálmarsson, Selmu Björnsdóttur, Lilju Nótt Þór- arinsdóttur og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. Um leikstjórn talsetn- ingar sá Tómas Freyr Hjaltason. Rotten Tomatoes: 27% Þess má að lokum geta að Ósk- arsverðlaunamyndin Argo hefur verið tekin aftur til sýninga í Sam- bíóunum Egilshöll og kvikmynda- klúbburinn Svartir sunnudagar sýnir gamanmyndina Pee-wee’s Big Adventure í Bíó Paradís á sunnu- daginn kl. 20. Bíófrumsýningar Geimverur og gallagripir Gleðskapur Úr gamanmyndinni 21 and Over sem frumsýnd verður í dag. Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg verður formaður dómnefndar kvikmyndahátíðar- innar í Cannes í ár sem hefst 15. maí. Spielberg er einhver þekktasti kvikmyndaleikstjóri heims og hlaut nýjasta kvikmynd hans, Lincoln, tvenn Óskarsverðlaun sunnudaginn sl. Spielberg frumsýndi eina af sín- um þekktustu myndum, E.T., á há- tíðinni í Cannes árið 1982 og hefur verið tíður gestur á henni æ síðan. Hann hefur margsinnis verið beð- inn um að leiða dómnefndina og hefur nú loksins þekkst boðið. Formaðurinn Steven Spielberg. Spielberg verður formaður í Cannes Myndlistarhópur Hlutverkaseturs í Reykjavík opnar þriðju sýningu sína í 002 galleríi í Hafnarfirði í dag kl. 17. Galleríið er í íbúð 002, Þúfu- barði 17 sem er heimili og sýning- arrými Birgis Sigurðssonar, mynd- listarmanns og rafvirkja. Sýnendur vinna í ýmsa miðla, sýna m.a. bæk- ur, tússteikningar og málverk unn- in með olíu á tréplötur og striga. Verkin voru unnin í fyrra á mynd- listarnámskeiðum í Hlutverka- setrinu undir leiðsögn listkenn- aranna Önnu Henriksdóttur, Svöfu Bjargar Einarsdóttur og Hildar Margrétardóttur. Sýningin verður opin til kl. 21 í kvöld og um helgina milli kl. 14 og 17. Hún stendur að- eins yfir þessa helgi. Myndlist Frá einu af myndlistar- námskeiðum Hlutverkaseturs. Hlutverkasetur í 002 galleríi Íslenskir og erlendir listamenn munu í dag og á morgun sýna borgarbúum afrakstur lista- mannadvalar sinnar hér í borg undanfarnar tvær vikur á Make Space Initiative sem er samstarfs- verkefni hátíðanna The Festival á Íslandi og ANTI í Finnlandi. Lista- mennirnir eru Satu Herrala og Mari Keski- Korsu frá Finnlandi, hin sænsk/danska Juli Reinartz og Eva Ísleifsdóttir. Listamennirnir hafa unnið með borgarbúum að verkefnum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að meðal þeirra viðburða sem boðið verði upp á sé fyrirlestraröð í salt- vatnspottinum í Laugardalslaug og að flugdrekum verði flogið með það að markmiði að „kæla jörðina á túninu við Norræna Húsið“ og að kveikt verði í húsi í miðbænum en þó ekki í bókstaflegum skiln- ingi. Með því síðastnefnda er átt við verkefni Evu Ísleifsdóttur, Cry Havoc, sem felst í því að „eitt hús hefur verið valið í samráði við borgarbúa sem þeir telja að eigi að brenna í Reykjavík“, eins og því er lýst. Frekari upplýsingar má finna á thefestival.is. Flug Flugdrekar koma við sögu í verkefninu Make Space Initiative. Kveikt í húsi á Make Space Initiative AFP 100/100 R.Ebert 100/100 Entertainment Weekly DENZEL WASHINGTON Frá Óskars- verðlauna- leikstjóranum sem færði okkur Forrest Gump og Cast Away – Robert Zemeckis 2 ÓSKARSTILNEFNINGAR 3 14 3 óskarstilnefningar “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan SÝND Í 3D(48 ramma) -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is L L 21 AND OVER Sýndkl.8-10 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU Sýndkl.4 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D Sýndkl.4 FLIGHT Sýndkl.6-9 VESALINGARNIR Sýndkl.6-9 THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.4 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar m.a. Besta leikkona í aukahlutverki 12 12 12 Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna! ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS DANIEL DAY-LEWIS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -EMPIRE 21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10 14 THIS IS 40 KL. 8 12 / DIE HARD 5 KL. 10.20 16 JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.50 12 21 AND OVER KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 14 21 AND OVER LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.40 L THIS IS 40 KL. 8 - 10.45 12 DIE HARD 5 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 HÁKARLABEITA 2 KL. 3.30 L DJANGO KL. 5.40 - 9 16 “MÖGNUÐ MYND Í ALLA STAÐI” -V.J.V., SVARTHÖFÐI - H.S.S., MBL Yippie-Ki-Yay! JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THIS IS 40 KL. 10.30 12 KON-TIKI KL. 5.30 - 8 12 LIFE OF PI 3D KL. 8 - 10.40 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 6 L LINCOLN KL. 6 - 9 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.