Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013
✝ Ásrún RagnaÞórðardóttir
var fædd á Ak-
ureyri 5. ágúst
1917. Hún lést á
Hrafnistu í Kópa-
vogi 21. febrúar
2013. Foreldrar
hennar voru Þórð-
ur Þórðarson, f. 22.
september 1863, d.
15. júní 1924, og
Una Bjarnadóttir,
f. 10. maí 1876, d. 13. september
1935. Systkini hennar samfeðra
voru Svava Þórðardóttir, f.
1889, d. 1951, Ebenharð Þór-
hallur Þórðarson, f. 1892, d.
1929, og Ólafur Guðberg Þórð-
arson, f. 1896, d. 1967. Hinn 11.
júlí 1945 giftist Ásrún Ragna
Karli Sigurðssyni vélstjóra, þau
skildu. Börn þeirra eru: 1)
Steinunn sérkennari, f. 10.3.
1946, gift Högna Birni Halldórs-
28.12. 1978, gift Bjarka Valtýs-
syni, þau eiga þrjú börn. c) Ingi,
f. 30.10 1990. Auk þess átti Ás-
rún Ragna Unni Þóru Jóns-
dóttur, f. 27.5. 1941, d. 16.4.
1976. Hún var gift Reyni Sig-
urðssyni, f. 20.1. 1939. Þeirra
sonur er Sigurður Steinar, f.
1.6. 1961, og á hann þrjár dætur
og eitt barnabarn.
Ásrún Ragna stundaði nám í
Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi í Eyjafirði fyrsta árið sem
hann var starfræktur veturinn
1937 til 1938. Eftir það flutti
hún á höfuðborgarsvæðið og
vann fyrir sér sem vinnukona á
ýmsum heimilum. Þau Karl hófu
búskap við Borgarholtsbraut í
Kópavogi 1945 en þar voru þau
meðal frumbýlinga. Þau bjuggu
þar til ársins 1967. Ásrún Ragna
stundaði ýmis verkakvennastörf
sem voru í boði á þeim tíma en
eftir að þau Karl fluttu á
Kleppsveginn í Reykjavík vann
hún á Kleppi þar til hún lét af
störfum vegna aldurs.
Ásrún Ragna verður jarð-
sungin frá Kópavogskirkju í
dag, 1. mars 2013, og hefst at-
höfnin kl. 13.
syni, f. 11.5. 1943,
d. 24.1. 1999.
Þeirra börn: a)
Halldór Karl, f.
28.12. 1974, sam-
býliskona Marín
Þórsdóttir og eiga
þau tvo syni. b)
Unnur Þóra, f. 9.8.
1978, gift Höskuldi
Borgþórssyni, þau
eiga tvö börn. 2) Jó-
hann framhalds-
skólakennari, f. 11.6. 1948,
kvæntur Ragnheiði Björns-
dóttur, f. 20.11. 1951. Þeirra
börn: a) Guðný Lára, f. 30.11.
1971, hún á þrjár dætur. b)
Klara Ásrún, f. 16.12. 1991. 3)
Þorbjörg bókasafnsfræðingur,
f. 19.5. 1955, gift Þóri Ingasyni,
f. 3.8. 1954. Þeirra börn: a)
Ragnar, f. 17.2. 1977, kvæntur
Birnu Guðnýju Björnsdóttur og
eiga þau tvö börn. b) Hildur, f.
Ragna er dáin. Södd lífdaga og
búin að halda upp á níutíu og fimm
ára afmælið sitt. Búin að biðja í
mörg ár að „hann“ kæmi og næði í
sig. Mig langar til að minnast
hennar í örfáum orðum.
Þega ég kynntist Rögnu
tengdamóður minni vann hún á
Kleppsspítalanum. Hún var nett
kona og snögg í hreyfingum og
sveif til vinnu sinnar yfir holtið frá
Kleppsveginum þar sem hún bjó.
Ragna var enn frá á fæti árið 2005,
87 ára gömul, þegar hún fór með
okkur mæðgum í Kvennahlaup
ÍSÍ.
Ragna var einn af frumbyggj-
um á Kársnesinu í Kópavogi, en
þar byggði hún og tengdafaðir
minn hús sem þau bjuggu í þar til
þau fluttu á Kleppsveginn. Þar bjó
Ragna nokkur ár eftir að þau
skildu en bjó síðan í Hamraborg-
inni þar til hún fékk íbúð í Sunnu-
hlíð. Það kom sér afar vel fyrir
mig og mína. Hún Klara Ásrún
fæddist nefnilega 1991 og stuttu
seinna flutti Ragna í Sunnuhlíð-
ina. Um svipað leyti komst Klara
inn á barnaheimili sem starfrækt
var þarna rétt hjá. Var upphaflega
byggt fyrir starfsfólkið í Sunnu-
hlíð en svo vantaði börn á það og
því komust aðrir að. Þegar tími
hennar var liðinn á daginn og við
foreldrarnir ekki tilbúnir að sækja
hana þá trítlaði amma út og náði í
þá litlu. Ég held að þetta hafi gefið
Rögnu heilmikið og var einnig
dægrastytting fyrir aðra íbúa
hússins sem fylgdust með. Þar átti
Klara margar góðar stundir með
ömmu sinni og öðrum íbúum húss-
ins.
Tvisvar bjuggum við Jóhann í
Danmörku og í bæði skiptin kom
Ragna í heimsókn. Fyrra skiptið
bjuggum við í Árósum og þá kom
Steina og hún í heimsókn og við
fórum í viku ferðalag til Noregs í
lítilli Hondu Civic, fjórir fullorðnir
og eitt barn með allan viðleguút-
búnað. Tjaldið rúmaði að vísu ekki
alla og því sváfu Steina og Guðný
Lára í bílnum, þetta var árið 1977.
Í seinna skiptið, 1998, vorum við í
Kaupmannahöfn og aftur kom
Ragna og þá fórum við til Borg-
undarhólms.
Ragna hafði gaman af ferðalög-
um, sérstaklega talaði hún um
þegar hún fór til Kanada og heim-
sótti frænda sinn þar. Þá kom al-
veg sérstakur glampi í augun á
henni þrátt fyrir allar flugurnar
sem þar voru.
Takk fyrir öll góðu árin. Hvíl þú
í friði.
Ragnheiður.
Amma mín Ragna hefur loks
fengið hvíld. Þegar ég sagði börn-
unum mínum það, vorum við sam-
mála um að hún væri að láta sólina
skína á okkur þann daginn. Við
kölluðum hana alltaf ömmu
Rögnu en seinna gaf ég dóttur
minni Ásrúnar-nafnið hennar.
Ömmu fannst það auðvitað hin
mesta vitleysa og fussaði og
sveiaði yfir öllu tilstandinu. En ég
veit að henni þótti vænt um það.
Hún var nefnilega bæði hlý og
mikill húmoristi og bjó til besta
grjónagraut í heimi og enn betri
kótelettur í raspi.
Þegar við krakkarnir vorum lít-
il, brýndi hún mikið fyrir okkur að
taka lýsi. Hún tók sjálf lýsi á
hverjum einasta degi og til að
sýna okkur hvað hún væri sterk,
tók hún um þumalfingurinn á okk-
ur og kreisti hann fast með tveim-
ur fingrum. Og hún var mjög
sterk. Hún kunni líka að sauma
listavel. Einu sinni plataði hún
okkur Unni frænku upp úr skón-
um fyrir ein jólin. Hún var alltaf
að láta okkur máta svuntu sem
hún var að sauma. Svuntan var
jólagjöf handa einhverri Soffíu frá
Akranesi, sem var á svipuðu reki
og við. Á einhverjum tímapunkti
uppgötvuðum við að það væri eng-
in Soffía á Akranesi til en veðmál-
ið á milli okkar frænknanna sner-
ist um hvor okkar fengi svuntuna
fínu. Á aðfangadag voru pakkarn-
ir með svuntunum allt í einu orðn-
ir tveir.
Elsku amma mín, takk fyrir
samveruna.
Þýtur í stráum þeyrinn hljótt,
þagnar kliður dagsins.
Guð er að bjóða góða nótt
í geislum sólarlagsins.
(Trausti Á. Reykdal.)
Hildur.
Komið er að kveðjustund. Mik-
ið hefur verið erfitt að horfa upp á
hana ömmu mína veslast upp síð-
ustu ár og fylgjast með lífinu fjara
út hjá henni. Amma var kona sem
fór ekki mikið fyrir og var afar
nægjusöm. Ég minnist hennar
sem afar góðrar konu sem gaman
var að vera hjá. Þegar ég var
yngri gisti ég oft hjá ömmu og afa
á Kleppsveginum og þá var ald-
eilis dekrað við mann. Alltaf fékk
ég ís og svo sat ég og hlustaði á
Dúmbó og Steina á hljómplötu á
meðan ég lék mér með dúkkur og
gamalt dót frá Tobbu frænku og
amma sat og heklaði. Þetta voru
góðar stundir. Þetta er víst leiðin
sem liggur fyrir okkur öllum, lífið
tekur enda.
Með þakklæti í huga og hlýju í
hjarta kveð ég ömmu mína í dag.
Megi minningin um yndislega
konu lifa í hjörtum okkar hinna
sem þekktum. Guð blessi elsku
ömmu mína.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem,)
Guðný Lára Jóhannsdóttir.
Hláturinn lengir lífið, það eru
orð að sönnu þegar mér nú verður
hugsað til Ásrúnar sem var íbúi í
sambýlinu Gullsmára þar sem ég
starfaði. Þetta með hláturinn var
þannig að þær Ásrún og Bíbí sátu
saman við matarborðið, önnur
heyrði fremur illa og gleymdi oft
heyrnartækjunum en hinni var
farin að daprast sjón, þær hjálp-
uðust oft að við að rétta eða segja
hvor annarri til með ýmislegt, en
Bíbí misheyrðist og Ásrún sá oft
ekki það sem máli skipti, þannig
að þær gátu haldið áfram við að
skemmta hvor annarri þar til úr
varð dillandi hlátur og allar hinar
átta konurnar hlógu innilega með
án þess að vita raunverulega af
hverju var hlegið. Ásrún hló og
smitaði okkur allar, ef til er lækn-
ingamáttur í hlátri þá leið öllum
betur eftir svona matar- eða kaffi-
tíma þegar þær stöllur voru í
stuði. Ásrún Ragna, en síðara
nafnið var það sem ættingjar og
vinir hennar notuðu og varð mér á
eitt skiptið er Þorbjörg, dóttir
hennar, kom að heimsækja
Rögnu, að vísa henni frá því hér
væri engin Ragna. Hvort nafnið
sem notað er þá var hún kona sem
hafði tekið á ýmsu í lífsins straumi
og var ekki þeirrar gerðar að gef-
ast upp. Hún var ekki par hrifin af
því að þurfa að styðja sig við
göngugrind og vann að því með
festu og ákveðni að losna við grip-
inn, vildi ganga í stigunum, því
stiginn styrkir. Þegar hún var
háttuð á kvöldin sá ég til hennar á
ganginum við herbergið þar sem
hún hafði handrið sem var á
veggnum til nota en hljóp fram og
til baka sem nam hálfum öðrum
metra tíu ferðir eingöngu til að
efla sinn eigin kraft, enda var hún
ánægð með börnin sín sem á þess-
um tíma voru að taka þátt í mara-
þoni og þau munaði ekki heldur
um að hlaupa einn daginn á
Fimmvörðuháls til að berja gosið
augum. Þennan áhuga og elju hafa
þau sennilega fengið í arf frá móð-
ur sinni. Ásrún hafði yndi af að
horfa á sjónvarpið þrátt fyrir að
sjónin hefði daprast og ýmiskonar
spurningaþættir og fræðsluþættir
voru í uppáhaldi og svo auðvitað
saknaði hún Hemma Gunn, ekki
nema von því þar var hlátur, gleði
og bjartsýni í hávegum höfð.
Ásrún var stolt af því að vera
Akureyringur og alltaf fylltist hún
gleði við að rifja upp veruna í Hús-
mæðraskólanum á Laugalandi.
Hún rifjaði upp síldarævintýrið á
Siglufirði og þá var glatt á hjalla,
þegar haft er í huga að þrjár aðrar
konur sem bjuggu í sambýlinu
voru frá eða höfðu búið á Siglu-
firði. Það má segja að fyrir okkur
hinar, sem ekki vorum á staðnum
þegar þessir tímar voru í algleym-
ingi, að við höfum næstum farið á
tímaflakk aftur til síðustu aldar
svo lifandi og skemmtileg var frá-
sögnin og gleðin við endurminn-
ingarnar. Ásrún var ekki hávaxin
kona en hún var stór kona og bauð
lífinu birginn, stóð á eigin fótum,
var stolt af börnum sínum og öðr-
um niðjum sem sjá á eftir ættmóð-
urinni og eiga góðar minningar
um sannan gleðigjafa og lífsins
hetju sem barnung varð móður-
laus og hefur nú haldið á vit hins
ókunna í handanheimi almættis-
ins og sennilega fengið gott faðm-
lag og dillandi hlátur fylgt með við
endurfundi við þá sem áður eru
gengnir í hóp engla alheimsins.
Blessuð sé minning Ásrúnar
Rögnu Þórðardóttur.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Ásrún Ragna
Þórðardóttir
við mættumst í blómunum, döns-
uðum stundum saman á rósum
því þannig var samveran við hann
Stebba. Hann fann blómin svo
ungur, tók vagninn úr Hafnar-
firði í Blóm og ávexti sem barn og
stóð hugfanginn og dáðist að
sköpunarverkinu. Þar fann hann
sína köllun og lífið var blómum
stráð. Stebbi rak búðina sína
Stefánsblóm sem var ein af fal-
legustu blómabúðunum í bænum.
Hann var selskapsmaður og að
koma til hans í búðina var stund-
um eins og að koma í kaffihús.
Þar var rennirí af fólki og eftir að
Stebbi var orðinn svo veikur að
hann gat ekki rekið sína búð leng-
ur kom hann alltaf þrisvar í viku á
Blómaverkstæði Binna. Þar svar-
aði Stebbi í síma og skrifaði út
reikninga og þangað komu allir
að hitta hann. Félagsveran elsk-
aði samneyti við aðrar manneskj-
ur enda var hann í ótal súpu-,
kaffi- og teklúbbum. Okkar vin-
átta var óslitin og við héngum
saman eins og gleyméreyjar á
kasmírpeysu.
Minningarnar líða hjá með
rósailmi. Við Stebbi tókum meira
að segja þátt í íþróttamótum sam-
an. Á besta aldri veiktist vinur
minn og var bundinn við hjólastól
eftir það. Hann tók veikindum
sínum af æðruleysi og einstöku
lundarfari sem einkenndi hann
alla tíð. Oft fór hann í innlögn á
Reykjalund. Eitt árið skráði hann
okkur í Reykjalundarhlaupið og
mitt hlutverk var að hlaupa með
hjólastólinn. Spáin var hráslaga-
leg og vitandi að minn maður
legði mikið upp úr huggulegum
klæðnaði þá áréttaði ég við hann
að klæða sig nú eftir veðri – vera
með húfu, trefil, ullarsokka og
lopapeysu. Stebbi sótti mig á bíl
sínum. Ég var kappdúðuð í
gönguskóm og föðurlandi. En
þarna sat hann undir stýri á lakk-
skóm, Armani-jakkafötum, með
silkiklút um hálsinn og í Burber-
rys-rykfrakka eins og við værum
að fara á Maxíms í París. Þannig
fórum við á íþróttamótið. Ég rúll-
aði Stefáni í sparifötunum sjö
kílómetra leið um Mosfellsbæinn
á föðurlandinu. En hann var
klæddur eins og aðalsmaður og
hló sér til hita í stólnum alla leið í
mark. Og við fórum í gleðigöngur
og áttum hamingjustundir og
Stebba tókst alltaf að láta fólki
líða svo vel. Hann var hjartahlýr
og trygglyndur vinur, einlægur
og sannur.
Með ásjónu ljúfa og bjarta og
alltof stórt hjarta. Þar var pláss
fyrir alla. Nú skilur leiðir um
stund en við hittumst aftur í
blómaröðinni síðar.
Ég þakka samfylgdina og leið-
ina okkar blómum stráðu.
Hjördís Reykdal Jónsdóttir.
Þegar ég frétti að vinur minn
Stefán Hermanns væri allur fóru
margar hugsanir í gang og um
leið vissi ég að hann væri hvíld-
inni feginn eftir margra ára
hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Stebbi blóma, eins og
hann var oftast kallaður, skilur
eftir sig góða minningu um góðan
mann.
Ég kynntist Stebba í Klepps-
holtinu þegar hann afgreiddi okk-
ur krakkana í Snorrasjoppu,
sennilega ekki eldri en 12 ára og
við eitthvað aðeins yngri. Þar má
segja að hann hafi hafið sinn
verslunarferil. Síðar lágu leiðir
okkar saman í gegnum veitinga-
rekstur en Stebba fannst fátt
skemmtilegra en að þjóna fólki,
hvort sem það var í sjoppunni
forðum daga eða að afgreiða hjá
Binna og seinna í sinni eigin
verslun; Stefánsblómum. Einnig
hafði hann gaman af að þjóna til
borðs, en hann vann á ýmsum
betri veitingastöðum borgarinn-
ar. Já, hann Stebbi kunni að
þjóna til borðs, fáir kunnu það
betur en hann. Honum tókst að
láta öllum líða vel í návist sinni
með sínu létta fasi og góðu þjón-
ustulund. Stebbi naut sín best í
margmenni og var mjög áhuga-
samur um fólk. Manngleggri
manni held ég að ég hafi ekki
kynnst en ég held satt að segja að
hann hafi þekkt deili á nær öllum
á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, en
Stebbi var Hafnfirðingur í húð og
hár og unni bæ sínum heitt.
Það var alltaf nóg að gera hjá
Stebba, hann vann í búðinni sinni
á daginn og á veitingastöðum á
kvöldin og um helgar. Það var
hans líf og yndi að vera innan um
fólk, þjóna því og aðstoða. Það var
því mikið reiðarslag þegar Stebbi
greindist með ólæknandi sjúk-
dóm fyrir um 25 árum sem olli því
að hann lamaðist smátt og smátt
og að lokum dró sjúkdómurinn
hann til dauða. Með ólýsanlegu
æðruleysi sagði Stebbi mér frá
greiningu lækna og hvert sjúk-
dómurinn myndi á endanum leiða
hann. Ég hlustaði á þennan smá-
vaxna mann verða á svipstundu
að stórum sterkum manni sem
tókst á við örlög sín af þvílíkri
skynsemi og yfirvegun að orð fá
ekki lýst. Þrátt fyrir að vera kom-
inn í hjólastól og háður allri að-
stoð heyrði ég hann aldrei kvarta,
þvert á móti hvatti hann mig og
vini sína áfram með góðvild sinni,
jákvæðni og hjartahlýju.
Þessi fátæklegu orð mín segja
svo sem ekki mikið um þennan
góða vin minn en þar sem ég hef
ekki tök á að fylgja honum langar
mig að þakka honum fyrir vinátt-
una og allar okkar samverustund-
ir sem aldrei hefur borið skugga
á.
Þakka þér fyrir allt, kæri vin-
ur, sem þú gafst mér á þeirri leið
sem við áttum saman. Ég veit að
þú ert kominn á stað þar sem þér
líður betur og ert laus við sjúk-
dóminn.
Farðu í friði kæri vinur, minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Jóhannes Viðar Bjarnason
og fjölskylda.
Þegar ég útskýrði fyrir barna-
barni mínu í vikunni að elsku vin-
ur minn hann Stebbi væri dáinn
spurði barnið: „amma, er þér þá
ekki illt í hjartanu?“
Mér er svo sannarlega illt í
hjartanu að missa þennan góða
vin sem ég þekkti svo vel í um 35
ár.Við kölluðum hann blóma-
prinsinn og í mínum augum var
hann sannkallaður prins sem
færði mér reglulega blóm án
nokkurs tilefnis.
Hann var vinamargur og dáður
af vinum sínum enda ávallt glaður
og einstaklega örlátur. Við Stebbi
áttum ógleymanlegar stundir
saman og þótt minningarnar um
þær valdi sárum söknuði þá finn
ég ekki síður fyrir gleði þegar ég
rifja þær upp.
Guð geymi Stefán og blessuð
sé minning hans.
Brynja Nordquist.
Kæri vinur, það er sárt að
kveðja eftir langa og trygga vin-
áttu, en ég held að þú hafir verið
tilbúinn í þessa ferð. Gömlu góðu
minningarnar ætla ég að geyma
og ylja mér við þegar ég hugsa til
þín, karlinn minn. Þú varst alltaf
svo sterkur, aldrei heyrði ég þig
kvarta yfir örlögum þínum gegn-
um árin. Þér fannst nú ekki leið-
inlegt að fara í veislur og hitta
fólk. Ég held að ég þekki engan
sem elskaði það jafnmikið og þú.
Þú naust þess að eiga trygga og
góða vini. Þú mundir eftir öllum
afmælum og ekki er þeir fáir
blómvendirnir frá þér gegnum
tíðina. Þú hringdir ævilega og
fylgdist með öllu og öllum. Elsku
vinur, við kveðjum þig að sinni og
biðjum góðan Guð að vera með
þér.
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá hjarta mínu berst falleg rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem ykkur er ætlað að gleðja.
(Höf. ók.)
Þínir vinir,
Ólöf og Bergmundur Elli.
Því að hvað er það að deyja annað en
að standa nakinn í blænum og hverfa
inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að
draga andann annað en að frelsa hann
frá friðlausum öldum lífsins,
svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund guðs
síns?
(Kahlil Gibran).
Við andlát Stebba okkar er það
sorg og söknuður, sem hreiðrar
um sig í brjóstum okkar, en jafn-
framt gleði yfir því að hann skuli
leystur frá þrautum sínum. Við
erum þakklát fyrir þann fjársjóð
minninga sem við eigum. Langa
og farsæla samleið höfum við átt,
eða allt frá því að hann kom til
okkar 9 ára gamall í Blóm og
ávexti og bauð fram krafta sína
sem sendill. Frá þessum tíma og
til dauðadags var hann sem einn
af Berndsen-fjölskyldunni. Hann
var um margt mjög einstakur og
þá sérstaklega öll hans umhyggja
gagnvart öðrum. Hann var mikill
gleðigjafi og miðlaði okkur sam-
ferðamönnum sínum af elsku
sinni. Hann kveikti loga gleðinnar
hvar sem hann fór og í andbyr
erfiðleika eða sorgar var hann
fyrstur til hjálpar og stuðnings.
Hann hafði mikla kímnigáfu og
oft var hlegið dátt og lengi að öll-
um sögunum hans. Hann átti líka
til að vera mjög þrjóskur og þver.
Til dæmis vildi hann ekki fyrir
nokkurn mun fara á hjúkrunar-
heimili og varð honum að þeirri
ósk sinni.
Hann tókst á við veikindi sín
með bros á vör og þvílíkri sálarró.
Aldrei var kvartað, alltaf þakkað.
Hann vissi að veislan hérna
megin var að líða undir lok og
hann kvaddi þennan heim sáttur
og saddur lífdaga. Við urðum öll
örlítið betri manneskjur fyrir að
umgangast hann Stebba okkar.
Að lokum langar okkur sér-
staklega að þakka Hartmanni og
Guðbjörgu fyrir einstaka um-
hyggju í hans garð og einnig sam-
starfskonu okkar, henni Öllu, fyr-
ir einstaka þolinmæði, umhyggju
og elsku á liðnum árum.
Það er höggvið stórt skarð í
fjölskylduna, en við samgleðj-
umst honum með himnaförina,
þar sem hann hvílist nú á græn-
um grundum, frjáls, – án fjötra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Ásta og Hendrik (Binni).
Fleiri minningargreinar
um Stefán Hermanns bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Stefán Hermanns