Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Veturinn hjá okkur var á milli jóla og nýárs, ég held í þrjá daga sam- fellt,“ sagði Garðar Ólason, útgerð- armaður í Grímsey í gær. „Jú takk, það er allt gott að frétta af fólki og fiskiríi hér við heimskautsbaug og það hefur bara verið líflegt hér síð- ustu vikurnar.“ Enn loðnudreifar allt í kringum eyjuna Garðar segir að tíðarfar hafi ver- ið einstakt frá áramótum og hita- stig iðulega farið í 7-8 stig, en það sé nokkuð sem fólk á þessum slóð- um eigi ekki að venjast á þorra og góu. „Túnblettir við hús eru farnir að grænka og það styttist í að við förum að smyrja sláttuvélar og brýna hnífana,“ segir Garðar hlæj- andi. Sjö bátar hafa undanfarið landað í Grímsey og er aflinn ýmist salt- aður hjá Sigurbirni ehf., sem gerir út þrjá báta, eða landað hjá Fisk- markaði Grímseyjar. Sigurbjörn gerir m.a. út Þorleif EA, 75 tonna bát, sem verið hefur á netum í vet- ur, en Grímseyjarbátar eru ýmist á netum, línu eða handfærum og hef- ur afli verið jafn og góður. Eftir að loðnan flæddi yfir jókst veiði á fær- in og segir Garðar að enn sé tals- vert af loðnudreifum allt í kringum eyjuna. „Það hefur verið hægt að róa nánast alla daga frá því um ára- mót,“ segir Garðar. „Þorleifur EA lagði netin 4. janúar og síðan var róið samfleytt í 20 daga, en þá var gefið frí í nokkra daga. Síðan var róið nánast upp á hvern dag í febr- úar. Þorleifur hefur mest komið með 24-5 tonn eftir daginn og í hús- inu höfum við oft tekið á móti hátt í 30 tonnum á dag. Núna er hins veg- ar allt að fyllast og undanfarið höf- um við orðið að takmarka það sem berst að landi. Í staðinn fyrir sjö trossur höfum við fækkað þeim nið- ur í fimm á Þorleifi.“ Verðlækkun á saltfiski Hann segir að langmest hafi fengist af þorski, sem fari í salt eins og ufsinn. Það sem berist á land hjá þeim af ýsu, karfa og fleiri tegund- um fari á fiskmarkaðinn. Aðspurð- ur segir hann að til þessa hafi geng- ið vel að losna við saltfiskinn, en verðið hafi lækkað mikið. „Ef mað- ur losnar ekki við saltfiskinn á föst- unni fram að páskum þá losnar maður aldrei við hann,“ segir Garð- ar Ólason í Grímsey. Veturinn var á milli jóla og nýárs  „Allt gott að frétta af fólki og fiskiríi við heimskautsbaug“  Einstök blíða Morgunblaðið/ÞÖK Sjaldgæft Garðar Ólason segir að veðrið hafi leikið við Grímseyinga. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Margir Íslendingar hugsa sér gott til glóðarinnar um páskana og fara í frí til útlanda. Bæði er boðið upp á 3-4 nátta borgarferðir sem og lengri sólarferðir um páskana. Hjá ferða- skrifstofunum sem Morgunblaðið hafði samband við virðast sólarferð- ir njóta mikilla vinsælda en uppselt er í margar þeirra. Tómas J. Gestsson hjá Heims- ferðum segir að páskaferðirnar séu að seljast heldur betur en í fyrra. Uppselt er í tvær ferðir til Tenerife og uppselt er í aðra ferðina af tveim- ur til Kanaríeyja. Sömuleiðis eru fá sæti eftir í ferð til Alicante. Ferð á vegum Heimsferða til Costa Del Sol er næstum uppseld en þangað eru margir golfarar að fara um páskana. Eftir páska, í apríl og maí, bjóða Heimsferðir upp á 3-4 nátta borg- arferðir eins og undanfarin ár. Sala í þær gengur vel að sögn Tómasar og á heildina litið aðeins betur en í fyrra. Áfangastöðum hefur fjölgað undanfarin ár en í ár er boðið upp á ferð til Bratislava í fyrsta skipti og er sú ferð uppseld. Nokkrar ferðir til annarra borga eru þegar uppseld- ar en þó eru enn laus sæti í ferðir til hinna ýmsu borga í Evrópu. Gengur hraðar að selja í sólina Hjá ferðaskrifstofunni Vita er allt að því uppselt í páskaferðir í sólina, en boðið er upp á fjórar ferðir til Te- nerife og Kanaríeyja um páskana. Um er að ræða svipað framboð af ferðum og undanfarin ár. Einnig er boðið upp á fjögurra nátta borgar- ferðir um páskana til Dublin, Ed- inborgar og Bilbao sem er nýr áfangastaður. Sala í borgarferðirnar gengur aðeins hægar en síðustu ár að sögn Björns Guðmundssonar, markaðsstjóra Vita. Hann segir það þó þekkt að kaupákvörðun um styttri borgarferð sé tekin seinna en þegar um er að ræða lengri sólar- ferð. Sala í borgarferðirnar taki jafnan við sér þegar nær dregur. Einnig er boðið upp á borgarferðir til Madrid og Rómar í vor. Ásókn í golfferðir hjá Vita hefur hefur aukist að sögn Björns. „En það er býsna lokað mengi engu að síður, þ.e. þessi golfhópar sem eru að fara, þó alltaf sé einhver nýliðun. Ásóknin hjá okkur er heldur að aukast.“ Hjá Úrvali-Útsýn er að seljast upp í páskaferðirnar. Örfá sæti eru laus í tvær ferðir til Alicante og Kanaríeyja en uppselt er til Te- nerife. Þá eru örfá sæti laus í borg- arferð til Dublin. Steinunn Tryggva- dóttir, sölustjóri hjá Úrvali-Útsýn, segir að framboð á páskaferðum sé mjög svipað og í fyrra. Hún segir að hraðar seljist upp í ár en í fyrra. Vel bókast í vorferðir Steinunn segir að bókanir í vor- ferðirnar gangi vel. „Við erum með svipað framboð og í fyrra. Í sam- anburði við sama tíma í fyrra þá er- um við að bóka meira fram í sum- arið. Við finnum fyrir aukningu í bókunum á sumarferðum,“ segir Steinunn. Spurð um golfferðir þá segir Steinunn að það sé stækkandi mark- aður. Úrval-Útsýn selji meira af slíkum ferðum og hafi aukið fram- boð á þeim síðan í fyrra. Grimmt er sótt í sólina um páska  Einnig töluverð ásókn í borgarferðir  Heilt yfir gengur sala betur en í fyrra Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sól Margir Íslendingar ætla að liggja á sólarströnd um páskana. Páskaferðir » Algengt er að ferðaskrif- stofur bjóði upp á 10-12 nátta ferðir í sólina um páskana. » Helstu áfangastaðir eru Te- nerife, Kanaríeyjar og Alicante. Einnig er boðið upp á 3-4 nátta borgarferðir í kringum páska. » Töluvert framboð er á ferð- um til borga sem eru Íslend- ingum að einhverju leyti fram- andi, s.s. Ljubljana, Bratislava og Bilbao svo einhverjar séu nefndar. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Í þessum hlýindum á góu hefur grááninn aðeins ruglast í ríminu og hætti sér upp úr sverðinum, trúlega allt of snemma,“ segir Erling Ólafs- son, skordýrafræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. „Þessi teg- und ánamaðka er greinilega að vakna af dvalanum og þar sem ég fór um í Hafnarfirði á sunnudaginn, eft- ir úrkomusama og hlýja nótt, var augljóst að gráánarnir höfðu látið ginnast úr vetrarsvefninum og voru skríðandi til allra átta á blautum stéttum.“ Erling segir það sennilega ekki sérlega sniðugt hjá gráána að vera kominn á stjá efst í klakalausum sverðinum, ólíklegt sé annað en að frjósi það sem eftir lifir vetrar. Al- gengara sé að ánamaðkar birtist á yfirborðinu í byrjun apríl og þá sé eins og þeir láti allir til skarar skríða á sama degi. „Allt í einu birtist hers- ing af þeim á yfirborðinu eins og smellt sé fingrum. Það hafa margir talað um það við mig að á þessum degi sé moldarlykt í lofti í mildu og röku veðri. Þeir sjást þá víða á stétt- Grááni ruglast í ríminu  Ein tegund ánamaðka lætur ginnast úr vetrarsvefninum  Algengt að hersing þeirra birtist á yfirborði í aprílbyrjun Ljósmynd/Erling Ólafsson Grááni Sennilega hefði verið betra að þreyja þorra og góu í moldinni. um og fólk gengur og hjólar yfir þá í hrönnum,“ segir Erling. Einkar algengur í görðum Í pistli á heimasíðu Náttúru- fræðistofnunar kemur fram að hér á landi eru tíu tegundir ánamaðka. Grááni er einkar algengur í görðum og hefur jafnan þann háttinn á að skríða upp úr moldinni í miklum fjölda einn úrkomusaman og hlýjan vordaginn þegar útmánuðir hafa runnið sitt skeið. Þá koma herskarar þeirra upp úr blómabeðum og grasflötum og skríða út á blautar stéttir til að stefna marklaust hver í sína áttina, segir m.a. á ni.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Berjaætur leggjast í flakk Silkitoppur eru glæsilegir fuglar. Þær verpa í norð- anverðri Skandinavíu og fylgja þaðan barr- skógabeltinu austur um Rússland og í Norður- Ameríku. Þær eru miklar berjaætur. Þegar fæðu- framboðið minnkar leggjast þær í flakk og sjást þá í vestanverðri Evrópu, m.a. hér á landi. Þær koma yf- irleitt í byrjun vetrar en hverfa svo á brott þegar líða tekur á, vanalega í apríl.Árið 2011 ílentist eitt parið og verpti og kom upp ungum í Mývatnssveit. Þessi fugl sem myndin er af var ásamt nokkrum öðrum í tré á Siglufirði. Og spurst hefur af þeim fleiri víða um land. Erling Ólafsson segir gráána tví- mælalaust einn af vorboðunum, en þeir séu af ýmsu tagi. Eflaust sýnist sitt hverjum um hver er hinn eiginlegi vorboði. Nátt- úrufræðistofnun hefur lýst eftir hugmyndum fólks um það hver sé helsti vorboðinn í hugum þess. Á heimasíðu NÍ eru myndir sem minna á vorið, nefna má hóffífil, túnfífil, sílamáf, spóa, hrossagauk og heiðlóu. Margir vorboðar SITT SÝNIST HVERJUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.