Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Háþróaður svefnbúnaður duxiana.com DUXIANA Ármúla 10 S-5689950 Kynnum nýjar gerðir af dýnum frá DUX. 50% afsláttur * af höfuðgöflum og rykföldum við kaup á nýju gerðunum. Ragnar Þrastarson, umsjón- arkennari fjallamennskusviðs Fjölbrautaskóla Austur-Skafta- fellssýslu, er í undirbúningshópi fyrir stofnun Félags fjallaleið- sögumanna á Íslandi. Félagið á að vera fagfélag fyrir þá sem starfa við leiðsögn á fjöllum og jöklum án þess að nota vélknúin ökutæki. Í leiðbeinandi reglum Ferða- málastofu, sem birtar verða inn- an skamms, um leiðsögn í fjall- lendi er miðað við þjálfunarkerfi félagsins. Leiðsögumenn eru gjarnan mjög vanir fjallamenn þótt þeir hafi ekki lokið þeim námskeiðum sem gert er ráð fyr- ir í þjálfunarkerfinu. Reynsla mikilvæg en einnig þörf á þjálfunarkerfi Ragnar segir að félagið nálgist málið með auðmýkt. Þeir sem vinni að stofnun félagsins haldi því alls ekki fram að þeir sem ekki hafi lokið þjálfunarkerfi fé- lagsins verði þegar í stað að hætta að fara með hópa á fjöll. „En einhvers staðar verðum við að byrja,“ segir hann. Reynsla skipti miklu máli en einnig sé þörf á ákveðnu þjálf- unarkerfi. Hann tekur skýrt fram að kerfið eigi ekki að verða til þess að rífa einhvern niður held- ur eigi að vera til upplyftingar fyrir alla. „Þetta á að vera fag- legt og upplýsandi og það hafa allir gott af því að fara á nám- skeið og rifja upp og læra nýja hluti,“ segir hann. Bratt Úr kennslustund í FAS. Fagleg og upplýsandi þjálfun  Undirbúa þjálfunarkerfi fyrir fjallaleiðsögumenn Páli Guðmundssyni, framkvæmda- stjóra Ferðafélags Íslands, líst ágæt- lega á að stofnsett verði rannsókn- arnefnd ferðaslysa sem myndi rannsaka slys sem verða við ferða- mennsku hérlendis en eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hafa fulltrúar Lands- bjargar rætt um möguleika á slíkri nefnd við stjórn- völd. Páli líst sömu- leiðis vel á að auka menntun fjallaleiðsögu- manna. Hann hef- ur ekki kynnt sér tillögur að þjálf- unarkerfi Félags fjallaleiðsögu- manna en mjög mikilvæg sé að ekki verði horft fram hjá reynslu. „Okkar fararstjórar eru margir með langa reynslu af fjallamennsku og gjarnan hámenntaðir á sínu sviði. Okkur hef- ur þótt ósanngjarnt að horfa fram hjá þessari reynslu og segja að menn geti ekki verið fararstjórar nema þeir hafi farið á fimm daga námskeið í fjallaleiðsögn. Ef við berum saman þessa reynslumiklu fararstjóra og tvítugan einstakling sem hefur tekið þetta próf, þá er ekki spurning um hvorn fararstjórann maður myndi velja,“ segir Páll. Hann tekur fram að fararstjórar FÍ hafi almennt lokið námskeiðum í ferðamennsku, skyndihjálp og rötun. Ferðafélagið býður aðallega upp á sumarleyfisferðir um svæði þar sem yfirleitt er lítil hætta á ferðum og kalla ekki á sérhæfða fjallaleiðsögu- menn. Á því eru þó undantekningar en þegar Ferðafélagið skipuleggur ferðir á brött fjöll eða um jökla er gerð krafa um að fararstjórar hafi lokið námskeiði um öryggi á jöklum og fjöllum og hafi reynslu af jökla- ferðum. Fjögur óhöpp á fjórum árum Páll bendir á að yfirleitt séu ferðir svokallaðra fjallahópa Ferðafélags- ins engar ofurfjallgöngur heldur fyrst og fremst ætlaðar til heilsubót- ar. Fyrir áramót varð þó óhapp í einni slíkri ferð. Þá var hópur á leið upp á Vatnsfellshorn, skammt frá Krýsuvík, þegar skyndilega hvessti og kona fauk um koll og rann niður hlíðina, lenti á grjóti og meiddist á læri. Tveir úr hópnum ætluðu að hjálpa konunni en runnu einnig í brekkunni og annar meiddist. Hluti hópsins var á svokölluðum hálkubroddum. Páll segir að hálku- broddarnir hafi dugað vel við ákveðnar aðstæður en fararstjórar eigi að meta hvenær aðstæður séu þannig að þeir dugi ekki lengur. „Við erum að skoða tillögur Landsbjargar um að nota skuli mannbrodda og ís- axlir í öllum ferðum yfir vetrartím- ann en okkur finnst það of strangar kröfur á mörg létt og einföld fjöll,“ segir Páll. „Um 48.000 manns hafa tekið þátt í fjallaverkefnum okkar sem hafa staðið í fjögur ár. Það hafa orðið fjögur óhöpp, tvisvar hefur fólk runnið en annars hefur fólk hrasað á göngustíg og dottið. Með stóraukinni þátttöku í útivist og fjallaferðum mun tölfræðin segja okkur að slysum mun einnig fjölga en nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að fyrir- byggja þau.“ Gott að vera á tveimur bílum Spurður um atvikið í Landmanna- laugum á mánudag, þegar bjarga þurfti fimm manns af þaki jeppa sem var fastur í á, segir Páll að það sé mikilvægt að menn fari ekki af stað nema þeir viti hvað þeir eru að gera. „Og það er góð regla að vera alltaf á tveimur bílum og besta reglan er að snúa við ef þú ert ekki öruggur um þær aðstæður sem þú ert í.“ Reynsla metin að verðleikum Páll Guðmundsson  Óhöpp fátíð hjá Ferðafélaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.