Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Stjarnvísindamenn hafa í fyrsta skipti reiknað út snúningshraða of- ursvarthols í miðju nærliggjandi stjörnuþoku með nákvæmum hætti. Lengi hefur verið talið að slík svarthol snúist gríðarlega hratt og og stækki mikið þar sem þau sjúga til sín gas, ryk, stjörnur og annað efni. Alþjóðlegur hópur vísinda- manna, sem notaði meðal annars Nustar-sjónauka NASA sem nýlega var tekinn í notkun, hefur nú stað- fest þá kenningu en hann komst að því að snúningshraði risasvarthols- ins nálgist ljóshraða, eða um 1,08 milljarða kílómetra á klukkustund. Sú vitneskja getur hjálpað þeim í að skilja hvernig svarthol vaxa. Niður- stöður þeirra voru birtar í vísinda- tímaritinu Nature í síðustu viku. Talið er að slík risasvarthol sé að finna í miðju allra stjörnuþoka en massi þeirra er á við milljónir ef ekki milljarða af sólinni okkar. Þyngdarafl svarthola er slíkt að ekki einu sinni ljós sleppur úr greipum þeirra. Vísindamenn geta hins vegar fundið þau með því að mæla röntgengeislun frá þeim. AFP Ferlíki Teikning NASA af risasvartholi í miðju stjörnuþoku. Massi þeirra getur verið á við milljónir eða milljarða stjarna eins og sólarinnar okkar. Risasvarthol sem snýst nálægt hraða ljóssins Vegfarendur taka myndir af hluta af Berlínarmúrnum sem enn stendur nærri járnbrautarstöð í Austur- Berlín. Um 25 metrar af þessum hluta múrsins víkja þó á næstunni fyrir nýjum íbúðabyggingum sem eiga að rísa við ána Spree. Listamenn og aðgerðasinnar sem hafa skreytt múrinn eru ósáttir við að hluti þessara sögulegu minja verði fjarlægður og hafa mótmælt þeirri ákvörðun borgaryfirvalda. AFP Enn kvarnast úr Berlínarmúrnum Bruce Reynolds, heilinn á bak við lestarránið mikla á Bretlandi árið 1963, lést í gær, 81 árs að aldri. Hann fór fyrir flokki glæpamanna sem frömdu eitt frægasta lest- arrán sögunnar þegar þeir rændu póstlest á milli Lond- on og Glasgow þann 7. ágúst það ár. Ræningjarnir höfðu jafnvirði rúmra sex milljarða króna að núvirði á brott með sér. Fimmtíu ár verða liðin í ár frá glæpnum sem hefur verið viðfangsefni fjölda kvikmynda og bóka. Reynolds lagði á flótta eftir ránið og faldi sig í Mexíkó og Kanada með konu sinni og ungum syni. Hann var hins vegar handtekinn árið 1968 þegar hann sneri aftur til Bretlands. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir hlut- deild sína í ráninu sem þótti óheyrilega langur dómur á þeim tíma. Árið 1995 skrifaði hann æviminningar sínar í bókinni „Sjálfs- ævisaga þjófs“ þar sem hann rakti meðal annars hvernig hann leiddist út á braut glæpa eftir að hafa upp- haflega reynt að komast að í blaða- mennsku. Frumkvöðull ránsins Lestarræninginn Reynolds hafði verið heilsuveill um einhverra mánaða skeið og lést í svefni að sögn sonar hans sem hafði annast hann síðustu dagana. „Þetta var vissulega vel skipulögð aðgerð og Reynolds var frumkvöðullinn. Þetta er lítið brot af sögunni,“ segir Leonard Read, lögreglufulltrúi hjá Scotland Yard sem hafði hendur í hári Reynolds eftir langa leit.  Höfuðpaur frægasta lest- arráns sögunnar er látinn Ræningi Bruce Reynolds árið 1968 „Aðgerðin var vel skipulögð“ FÍB AÐILD SPARNAÐUR OG ÖRYGGI FÍB AÐILD MARGBORGAR SIG Lögfræðiráðgjöf FÍB Aðstoð Þétt afsláttarnet Allt þetta innfalið og meira til! Ársaðild FÍB er aðeins kr. 6.600 Kynntu þér málið á fib.is eða í síma 414-9999 Tækniráðgjöf Eldsneytisafsláttur Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skúlagötu 19 101 Reykjavík Sími. 414 9999 fib@fib.is www.fib.is LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 www.siggaogtimo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.