Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Halldór Fannar Halldórsson fagnar 29 ára afmæli sínu í dag.Aðspurður segist hann ekki hafa skipulagt mikil veisluhöldí tilefni dagsins. „Það verður kannski farið í bíó eða fengið sér eitthvað gott að borða,“ segir Halldór Fannar sem starfar í Tækniskólanum auk þess að vera Herbalife-leiðbeinandi. „Ég hjálpa fólki að breyta um lífsstíl t.d. varðandi næringu og hreyfingu, í raun er þetta alhliða lífsstílsþjálfun. Oft er erfiðast að standa sig sjálfur, þetta snýst um að vera besta útgáfan af sjálfum sér og hjálpa öðrum við það sama,“ segir Halldór sem stefnir á að marka dýpri spor á þessum vettvangi í framtíðinni. Halldór Fannar er mikill íþróttaáhugamaður, hefur m.a. leikið knattspyrnu með Fjölni í 1. deild og auk þess hefur hann stundað fleiri íþróttir en almennt gengur og gerist. Síðasta árið hefur hann verið að ná sér eftir fótbrot, en um þessar mundir stundar hann bandí einu sinni í viku auk þess sem hann byrjaði nýlega aftur í skvassi. Þá hefur hann æft handknattleik auk þess að hafa prófað júdó. Þá er Halldór Fannar farinn að hlakka til sumarsins enda ætl- ar hann að fylgjast vel með félögum sínum í Fjölni í 1. deildinni í knattspyrnu. Halldór Fannar hefur einnig lagt stund á golf. „Ég var kominn niður í 4,3 í forgjöf en hef verið í afturför undanfarin 2-3 ár og er núna með 5,6. En ég ætla mér að koma forgjöfinni niður í sum- ar og stefni að því að keppa á mótaröðinni,“ segir Halldór Fannar að lokum. Halldór Fannar Halldórsson 29 ára Líkamsrækt Halldór Fannar á ekki í vandræðum með að finna leiðir til að halda sér í formi, hér má sjá hann glaðan á Helgafelli. Margar aðferðir til að halda sér í formi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Selfoss Karen Ösp fæddist 29. janúar 2012 kl. 17.45. Hún vó 3.405 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Aníta Dís Káradóttir og Friðrik Freyr Friðriksson. Nýir borgarar Reykjavík Ingólfur fæddist 2 maí. Hann vó 3.602 g og var 52 cm langur. Forleldrar hans eru Olga Kristrún Ing- ólfsdóttir og Sveinn Rúnar Reyn- isson. J ón Ögmundur fæddist í Reykjavík 1.3. 1943 og ólst þar upp á Bjarnarstígnum og síðan við Miklubrautina. Hann var í Austurbæj- arskólanum og Gagnfræðaskóla Austurbæjar, lauk stúdentsprófi frá MR 1963, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1971, stundaði framhaldsnám í þjóðarétti við Harvard Law School í Cambridge 1971-72 og lauk LLM- prófi þaðan 1972. Jón var fulltrúi í almennri deild og alþjóðadeild utanríkisráðuneytisins 1972-74, sendiráðsritari í París 1974- 77 og jafnframt varafastafulltrúi hjá OECD og UNESCO, sendiráðsritari í Moskvu 1977-79 en var þá veitt lausn frá störfum að eigin ósk. Jón var deildarstjóri í viðskipta- ráðuneytinu 1979-80, sinnti lög- fræðistöfum og ritstörfum í Reykja- vík 1980-83, m.a. þýðingu á Jón Ögmundur Þormóðsson skrifstofustjóri - 70 ára Rithöfundurinn Jón Ögmundur hvílir sig á lestri og skriftum í bókasafni í Harvard í Cambridge. Auðvitað er lífið haf- sjór af tilvitnunum Talstöðvasamband Jón Ögmundur og sonasonurinn, Elías Funi Þormóðs- son, ræða málin í sófanum með hjálp labbrabbtækjanna. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist Föndur Föndraðu fyrir ferminguna Úrvalið er hjá okkur Föndur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.