Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Leikskólanum Sunnuhvoli í Garða- bæ verður breytt í ungbarnaleik- skóla fyrir börn á aldrinum 12-24 mánaða á næstu misserum. Í tilkynningu frá Garðabæ segir, að með þessu vilji bæjarstjórn koma betur til móts við fjölskyldur yngstu barnanna í Garðabæ. Engin breyting verði hjá þeim börnum sem séu nú þegar í leikskóla á Sunnuhvoli nema foreldrar óski eft- ir flutningi í annan leikskóla. Breytingin á starfi leikskólans verður gerð í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn verður í haust en þá verður deild yngri barnanna, Bangsadeild, breytt í ungbarna- deild um leið og börnin sem þar eru núna flytjast á Fiðrildadeild. Börn sem þá verða tekin inn í leikskólann dvelja þar í eitt ár. Ljósmynd/Af vef Sunnuhvols Að leik Börn á Sunnuhvoli í skólanum. Sunnuhvoll verður ungbarnaleikskóli Árleg byssusýn- ing Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vest- urröst verður haldin laug- ardaginn 2. og sunnudaginn 3. mars frá kl. 11- 18 í húsakynnum safnsins. Fram kemur í tilkynningu að á sýningunni verði fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis, m.a. úr einka- söfnum. Jóhann Vilhjálmsson, byssu- og hnífasmiður, verður á staðnum og kynnir sín verk og félagar úr Bog- veiðifélagi Íslands kynna sína starf- semi og sýna veiðiboga. Byssusýning í Veiði- safninu um helgina Alþjóðlegur bænadagur kvenna er í dag, 1. mars, en hann er haldinn ár- lega í yfir 170 löndum, þar á meðal á Íslandi. Fyrstu bænirnar biðja stúlkur á Tonga í Suður-Kyrrahafi og þær síðustu eru beðnar 35 stundum síð- ar í nágrannaríkinu Vestur- Samóaeyjum. Alþjóðlegur bæna- dagur kvenna hefur verið haldinn á Íslandi í rúma hálfa öld. Konur úr Hjálpræðishernum höfðu lengst af forystu um þetta starf. Alþjóðlegur bæna- dagur kvenna í dag STUTT Albert Kemp Fáskrúðsfirði Þegar þjóðvegur 1 er ekinn niður Breiðdalsheiði blasir við Breiðdalur yfir 30 km langur með fallegum fjallahring og miklum sléttum grasi- vöxnum. Fyrsti bærinn á vinstri hönd þegar niður er komið er Þor- grímsstaðir. Þar hefur um langan tíma verið rekinn sauðfjárbúskapur en nú hefur orðið breyting á því þótt enn séu nokkrar kindur í fjárhús- unum. Fyrir nokkrum árum keyptu hjón- in Jón B. Stefánsson og Guðrún Sveinsdóttir jörðina, en þau komu bæði frá Reykjavík, Jón er bygg- ingaverkfræðingur og Guðrún lög- fræðingur. Þau eru nú að hefja gisti- rekstur á staðnum og hafa þau í sameiningu endurhannað bygging- arnar. Nefna þau gistihúsið Silfur- berg. Klettabelti gleður augað Íbúðarhúsinu hafa þau breytt og byggt við það sólstofu sem nýtist sem borðstofa. Er hún einkar fallega hönnuð með tilliti til útsýnisins úr stofunni en þar gefur að líta kletta- belti sem gleður augað og er ekki of nálægt húsinu. Hlöðuna hafa þau stækkað og gert þar nútímaleg herbergi af mikl- um hagleik þar sem allt er gert til að gestir geti dekrað við sig. Utan dyra er heitur pottur í glerkúpli og gufu- bað og þegar inn er komið eru sturt- ur og búningsaðstaða. Gamla hlaðan hefur verið gerð upp með samblandi af gömlu og nýju. Þar er setustofa og æfinga- aðstaða fyrir gólfíþróttir, þar eru nýttir saman gamall og nýr viður sem fer einkar vel saman. Salurinn hefur götumynd og eru gömlu hurð- irnar af hlöðunni nýttar innandyra, Verður hugmyndaflugið eitt að ráða hvað er þar á bakvið. Gluggar eru þar sem sér inn í fjárhúsið úr hús- unum svo hægt verður fyrir gesti að fylgjast með sauðburði meðan hann stendur yfir. Helga Jónsdóttir, dótt- ir þeirra hjóna, verður hótelstýra og ætlar hún að opna gistihúsið 15. apr- íl og hafa opið fram í nóvember. Helgu, sem er lögfræðingur að mennt, hefur langað til að prófa nýtt starf á nýjum stað í fallegu um- hverfi. Hún mun reka húsið með gistingu og morgunmat en hægt verður að panta mat með fyrirvara ef þess er óskað á vefsíðunni Silfur- berg.com. Bóndabænum breytt  Hjónin Jón B. Stefánsson og Guðrún Sveinsdóttir eru að hefja gistihúsarekstur á Þorgrímsstöðum í Breiðdal Í gömlu hlöðunni Hlöðuhurðin er nú orðin til prýði í setustofunni í hlöðunni. Morgunblaðið/Albert Kemp Eigendurnir Hjónin Guðrún Sveinsdóttir og Jón B. Stefánsson framan við íbúðarhúsið á Þorgrímsstöðum. Íslensk hönnun Sendum fermingargjafirnar frítt innanlands! www.jens.is www.uppsteyt.is Síðumúla 35 Kringlunni og 11.900.- 10.800.- Fermingar 2013 12.900.- 12.300.- 7.600.- 11.400.- 7.900.- 9.900.- 7.900.- 8.200.- Formaður Lögmannafélagsins er ósammála ríkissaksóknara um að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að lögreglumenn hlusti á samtöl verj- enda og sakborn- inga, sem tekin eru upp í síma- hlerunum, eins og fram kom í máli Sigríðar J. Frið- jónsdóttur í sam- tali við Morgun- blaðið í gær. „Ég fagna því að ríkis- saksóknari hafi skilning á áhyggjum lögmanna af því að í hlerunum á síma sakbornings komi fram upplýsingar úr trúnaðar- samtölum sakbornings og verjanda,“ segir Jónas Þór Guðmundsson, for- maður Lögmannafélagsins. Hann er þó ósammála ríkissak- sóknara um að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að lögreglumaður hlusti á upptökur af trúnaðarsamtölum. „Ýmsar leiðir má skoða til úrbóta. T.d. að hlutlaus aðili eyði upptökum með símtölum verjanda og sakborn- ings áður en lögregla fer yfir upp- tökur,“ segir Jónas. Eins hljóti að vera til tæknilegar útfærslur um að upptaka stöðvist þegar hringt er úr hleruðum síma í tiltekin símanúmer. Þá leggur Jónas til að við upp- kvaðningu úrskurðar um símahlerun skipi dómari sakborningi sérstakan lögmann, án vitundar hans, sem hefði það hlutverk að gæta hags- muna sakbornings og þeirra sem hann talar við. „Auk þess tel ég blasa við að treysta þarf trúnaðarskyldu lögmanna, sem ekki hafa verið skip- aðir verjendur, við umbjóðendur sína. Virðast rannsóknaraðilar og ríkissaksóknari líta svo á aðheimilt sé að hlera trúnaðarsímtöl þessara aðila og að ákærendur geti notað gögn um þau sem sönnunargögn í sakamálum, jafnvel þótt lögmaður- inn liggi ekki undir grun um að hafa framið afbrot. Því eru lögmenn ósammála og telja það ótæka niður- stöðu sem ekki getur staðist í rétt- arríki,“ segir Jónas. vidar@mbl.is Getur ekki stað- ist í réttarríki  Lögreglan hlusti ekki á samtöl Jónas Þór Guðmundsson Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð um nálgunarbann margdæmds rúm- lega þrítugs ofbeldismanns gagnvart 16 ára gamalli stúlku. Stúlkan á við fíkniefnavanda að stríða og hefur oft verið vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Það var Barna- verndarnefnd Reykjavíkur sem fór fram á nálgunarbannið. Stúlkan hefur verið í harðri neyslu fíkniefna og í félagsskap sem talinn er henni hættulegur, eins og kemur fram í dómsorði. „Telpan hafi litla innsýn í vanda sinn og þá hættulegu stöðu sem hún sé í. Hafi það verið mat sóknaraðila að til þess að ná tök- um á vanda hennar væri nauðsynlegt að vista hana á langtímameðferðar- heimil fjarri þeim félagsskap sem hún sæki í og hafi það verið gert með hennar samþykki,“ eins og þar segir. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur barst tilkynning frá þeim stað þar sem stúlkan var vistuð að hún ætti í samneyti við manninn. „Þar kom fram að hún hefði talað um að hafa orðið vitni af grófum ofbeldisverkum s.s. barsmíðum varnaraðila og fylgt honum eftir þegar hann hefði ásamt vinum sínum innheimt vímuefna- skuldir. Þá leiki grunur á kynferð- islegu sambandi þeirra sem staðfest- ur hafi verið af öðrum skjólstæð- ingum.“ Bannað að koma nálægt 16 ára stúlku  Er margdæmdur ofbeldismaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.