Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegna mikils álags eru uppi hug- myndir um að flytja tjaldsvæðin í Landmannalaugum og þjónustu við ferðafólk til innan svæðisins eða jafn- vel út á jaðar hálendisins og að gera nýjar gönguleiðir til að létta álagi af Laugaveginum svonefnda. Unnið er að gerð rammaáætl- unar fyrir Fjalla- bakssvæðið, eða Suðurhálendið. Það nær inn í þrjú sveitarfélög, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Skaft- árhrepp, og nær yfir 4% Íslands. Inn- an þess eru afar fjölsóttir ferða- mannastaðir og náttúruperlur, svo sem Landmannalaugar, Fjallabaks- leiðir, Þórsmörk, Hekla, Torfajökull, Laki og Langisjór. Stýrihópur sveitarfélaganna kynnti stöðu verkefnisins á málstofu sem haldin var á Hvolsvelli í fyrra- kvöld. Fjölmenni var á fundinum eða 90 til 100 manns. 150 þúsund manns í Laugar Gísli Gíslason, landslagsarkitekt hjá Steinsholti sf., segir að í verkefinu felist stefnumörkun sveitarfélaganna í skipulagi samgangna og ferðaþjón- ustu á þessu svæði, meðal annars um það hvar skuli byggja upp þjónustu við ferðafólk. Auðvelda þarf flæði ferðafólks um svæðið, meðal annars til að styrkja það til ferðaþjónustu en einnig til að létta álagi af vissum stöð- um. Gísli bendir á að gott skipulag dreifi álagi og stýri auk þess upp- byggingu í samræmi við þarfir ferða- fólks og öryggi. Fjallabakssvæðið er fjölsóttasti hluti miðhálendisins. Kannanir sýna að um það bil 70% gistingar á hálend- inu eru á þessu svæði. Um fjórðungur erlendra ferðamanna leggur leið sína í Landmannalaugar, eða hátt í 150 þúsund manns á ári, og 14-15% koma einnig í Þórsmörk. Íslendingarnir eru þá ótaldir. Mikill gegnumakstur er um Land- mannalaugar því aðeins 5-10% sem þangað koma gista. „Svæðið hefur mikið aðdráttarafl og þannig áhrif á nærsveitir því fólkið gistir í byggð,“ segir Gísli. Þær meginlínur eru að myndast innan hópsins að uppbygg- ing þjónustu við ferðafólk verði skipulögð í jaðri hálendisins, frekar en miðlægt uppi á miðhálendinu. „Mikilvægt er að byggja upp á stöð- um sem hægt er að reka ferðaþjón- ustu á allt árið og styrkja með því byggðirnar,“ segir Gísli. Gísli segir að mikið álag sé á gönguleiðinni úr Þórsmörk í Land- mannalaugar, Laugaveginum svo- nefnda, og hann að margra mati orð- inn ofsetinn. Hugmyndin er að skilgreina nýjar gönguleiðir til að létta álaginu af Laugaveginum. Í þeim tilgangi verður lagt til að brúað- ar verði ár, til dæmis Skaftá við Sveinstind og Skælinga. Allir eru sammála því að taka þurfi til hendinni í Landmannalaugum, að sögn Gísla. Þar hefur Ferðafélag Ís- lands rekið skála og ferðaþjónustu í áratugi. Sá möguleiki er ræddur að flytja hluta starfseminnar til innan svæðisins, til að létta álagi af gróð- urlendinu næst laugunum, eða færa hana út fyrir svæðið. Jafnframt yrði umferð ökutækja inn á svæðið tak- mörkuð. Gísli segir að ekki séu komnar fram tillögur um hvert starfsemin verði flutt. Nefnir þann möguleika að flytja tjaldsvæðin að Sólvangi, við gatnamót Fjallabaksleiðar nyrðri, að Landmannahelli eða alveg út á jaðar hálendisins. Hugmyndin er að gera Húsadal að miðstöð ferðaþjónustunnar í Þórs- mörk. Forsendan fyrir því er að göngubrú verði gerð á Markarfljót og þannig opnuð heilsársleið úr Fljóts- hlíð. Sú hugmynd hefur lengi verið í umræðunni en Gísli segir að vilji sveitarfélaganna liggi fyrir og nú sé unnið að deiliskipulagi. Opnaðir gluggar til umræðu Gísli tekur fram að stýrihópurinn hafi engar tillögur gert ennþá, á fund- inum á Hvolsvelli hafi frekar verið opnaðir gluggar til umræðu um mál- ið. Reiknar hann með að tillögur verði lagðar fyrir sveitarstjórnirnar í vor. Þær geta leitt til þess að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi. Málið ætti að komast í höfn á árinu. Álaginu dreift á fleiri staði  Rammaáætlun fyrir Fjallabakssvæðið miðar að því að auðvelda flæði ferðafólks og létta álagi af vinsælustu stöðunum  Hugmyndir uppi um að færa tjaldsvæðin frá Landmannalaugum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landmannalaugar Hugmyndir eru uppi um að færa tjaldsvæðið í Landmannalaugum út fyrir svæðið til að létta álagi á viðkvæman gróður við laugarnar. Gísli Gíslason Við Langasjó Náttúruperla og fjölsóttur ferðamannastaður. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Ný sending af Tacx trainerum Verð frá 59.900 kr. til 259.000 kr. „Þetta er skemmtileg vinna. Ég er að kynnast fólki úr hinum sveit- arfélögunum sem hefur opn- að fyrir manni nýja glugga. Ég tel að það sé best að vinna saman að þessum málum á svæðum sem liggja saman,“ segir Sigurgeir Guð- mundsson á Hellu, fulltrúi í stýri- hópnum. „Mér sýnist allir vera að tala sama tungumálið, fólk frá Umhverfisstofnun, úr ferða- þjónustunni og heimamenn. Það er hlutverk okkar að útfæra skipulagið þannig að við getum skilað þessu fallega umhverfi til komandi kynslóða, ekki síðra en það er í dag,“ segir Sigurgeir. Viljum skila vel af okkur SIGURGEIR GUÐMUNDSSON Sigurgeir Guðmundsson Þeim ferðamönnum sem sækja Grímsey heim hefur fjölgað mikið síðastliðin fimm ár. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar. Ferjan Sæfari siglir til eyjarinnar þrisvar sinnum í viku allt árið um kring. Ár- ið 2007 fóru 3.088 manns með ferj- unni en í fyrra voru þeir rúmlega tvöfalt fleiri eða 6.535. Á sumrin eru erlendir ferðamenn í meirihluta. Síð- ustu sumur hafa skemmtiferðaskip farið að venja komur sínar til Gríms- eyjar en næsta sumar er áætlað að fjögur slík hafi þar viðkomu. Vinsældir Grímseyjar aukast Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.