Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hugar meira að þínum persónu- legu málum en ella á næstu vikum. Fjöl- skyldan býður þér allt það besta. Skipu- leggðu tíma þinn svo þú komist yfir hlutina. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þér finnist gaman að gefa öðrum ráð, þá verður þú að minnast þess að þú átt ekki að stjórna lífi annarra. Vertu rólegur, þú þarft ekkert að vita alla hluti. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Með þeirri samskiptatækni sem til er eiga boð milli vina ekki að dragast úr hömlu eða detta upp fyrir. Reyndu að missa ekki sjónar á velferð þinna nánustu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Spennan sem þú finnur til vegna yfir- vofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Stundum þurfum við að taka því sem að höndum ber. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt rekast á gamlan félaga þar sem þú áttir síst von á honum svo það verða fagnaðarfundir. Allt í einu finnst þér allt snú- ast um stöðu og frama. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fólk sýnir þér vinsemd um þessar mundir og á næstu vikum. Vertu opin/n fyrir breytingum sem tengjast börnunum. Vertu lítillátur, ljúfur og kátur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að verja sjálfan þig betur og hætta að hafa svona miklar áhyggjur af fólki sem þér finnst einblína á þig. Þú veltir fyrir þér lífinu og tilverunni þessa dagana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Gaumgæfðu líf þitt og kannaðu hvort þú vilt breyta til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnast aðrir gera of miklar kröfur til þín en veist ekki hvernig þú átt að komast undan þeim. Þú hefur sterka löngun til að brjótast út úr viðjum vanans. Hafðu ekki áhyggjur af tímanum, það liggur svo mikið á. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þeir þættir í fari þínu sem fram að þessu hafa valdið ánægju í vinahópnum virð- ast nú valda þér erfiðleikum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú beinir athygli þinni mest að hversdagslegum hliðum lífsins. Líklega getur einhver kennt þér eitthvað, til að mynda á sviði tækni eða vísinda. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sá hæfileiki þinn að gera hlutina að- laðandi gæti skipt sköpum í vinnunni í dag. Leitaðu hins gullna meðalhófs. Stundum ertu djúpur og aðra stundina ertu fullur af leik. Davíð Hjálmar Haraldsson gerðisér að yrkisefni fregnir af gull- fundi og væntanlegri gullleit hér á landi. Dregur gullið drós og hal, drjúgur sviti lekur þegar fólk í Þormóðsdal þarf að brýna rekur. Hjálmar Freysteinsson áttar sig á því að best er að treysta varlega merkingum á matvælum: Í eftirlitinu eru göt og oft við ljúgum. Hér er sjaldan hrossakjöt í hrossabjúgum. Hreinn Guðvarðarson kastaði fram afhendingu á Boðnarmiði á fésbókinni undir yfirskriftinni „Um tvo bridge-spilara-spekinga“: Af eigin visku allri svo og öðrum gögnum komust þeir í tígla tvo í tíu sögnum. Philip Vogler sendi sögu af því er hann var í heita pottinum með nokkrum skólapiltum: „Einn bættist við og var spurður hvort hann vildi ekki segja sögu. Eins og svo oft langaði mig strax að semja vísu með orðunum sem stuðluðu. Ég lauk við hana í sturtunni: Margt hef ég til mála lagt, það minnsta þó af viti. Hef þar með alla sögu sagt sæll að enginn nyti.“ Friðrik Hansen orti á sínum tíma: Þó að ég sé gleðigjarn og gangi á vegi hálum, er ég saklaus eins og barn í öllum kvennamálum. „Úr skúffuhorni“ er yfirskrift greinar Hannesar Péturssonar í Skagfirðingabók frá árinu 1973. Þar rifjar hann upp kveðskap Guð- mundar Jónssonar, bónda Árnason- ar á Kleif: „Einhvern tíma á færa- skaki kvað Guðmundur: Hér á að vera, hér á að bera niður, hér á að laga handfærin, hér á að laga þyrsklinginn. Eitt sinn kom Guðmundur heim úr Hólaneskaupstað. Verzlunarskip hafði hafnað sig þar nýverið. Þeir, sem heima sátu, spurðu hverjar vörur það hefði flutt til staðarins. Guðmundur anzaði því með vísu: Korn, salt, mjölið, klæðin fín, kolin, melís, rullu, klúta, sjölin, léreft, lín leirtau, þjöl, brauð, messuvín. Færra er nefnt girnilegra hluta í þessu stefi: Flýti ég mér fljótt að reyna að fara í verið, hef þó ekki neitt af neinu nema smérið.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af hrossabjúgum, bridds og gulli í Þormóðsdal Í klípu „BLA BLA BLA BLA BLA .. HÉRNA ER ÞETTA: „LÁTIÐ MIG FÁ ALLA PENINGANA!“ ÞÚ HEFÐIR NÚ GETAÐ SLEPPT ÖLLU ÞESSU VÆLI Á UNDAN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „AUÐVITAÐ ÞARFTU EKKI AÐ BORGA FYRIR STÓRA PITSU EF ÞÚ PANTAÐIR LITLA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að velja saman máltíð sem þið ætlið að deila. ÞETTA ER MERKILEGT FRÍMERKI. ÁHUGAVERT! TAKK FYRIR UPPLÝSINGARNAR! ÉG ER EKKI BÚINN! NEI SKO! FLÓTTA- LÚGAN ER AÐ LOKAST! STUNDUM SKIL ÉG EKKI HVERNIG ÞÚ KRÆKTIR Í MIG, FREKAR EN ALLIR UNGU VONBIÐLARNIR. VOGUN VINNUR, VOGUN TAPAR. Víkverji kann óneitanlega vel viðsig í Vesturheimi og er enn með kjötbragð í munni eftir að hafa grill- að besta fáanlega nautakjöt vestra svo til á hverju kvöldi í hálfan mánuð ekki alls fyrir löngu. x x x Sumir hafa reynt að eyðileggjaímynd norður-ameríska nauta- kjötsins með því að blanda sterum í umræðuna en nautaræktendur, sem Víkverji þekkir í Norður-Ameríku, segja óvarlegt að alhæfa slíkt. Vissu- lega séu svartir sauðir á meðal þeirra eins og víða annars staðar en þeir séu lítið brot af nautakjöts- framleiðendum í álfunni. x x x Þegar „nautakjöt“ er keypt í Vest-urheimi er það nautakjöt. Nautahakk er nautahakk og ribeye- steik er ribeye-steik. Ekki skemmir fyrir að hægt er að fá kg af besta kjötinu fyrir sem samsvarar um 1.700 kr., miðað við að dollarinn kosti 130 krónur. x x x Að undanförnu hefur verið sýntfram á að nautakjöt í Evrópu er víða ekki nautakjöt heldur blanda af nautakjöti og hrossakjöti. Svo langt hefur þetta gengið að nautakjöt sem ekki er nautakjöt, eins og til dæmis kjötbollur í Ikea, hefur verið inn- kallað í einhverjum löndum. Sagt var að þetta hefði farið illa í Dani sem vilja fá sínar kjötbollur í Ikea, sama hvað á gengur. Víkverja finnst þetta hin bestu meðmæli með hrossakjöti og skilur ekki hvers vegna framleiðendur merkja vöruna ekki rétt. Þeir eiga að halda hrossa- kjötinu á lofti frekar en að fela það. x x x En Íslendingar eru ekki barnannabestir í þessu efni. „Ekkert kjöt reyndist í nautaböku“ var fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram að innlend nautabaka var sögð inni- halda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vör- unnar. Lambahakksbollur frá sama fyrirtæki voru sagðar innihalda lamba- og nautakjöt en þar var ekk- ert nautakjöt. Þetta fær Víkverja til að hugsa vestur. víkverji@mbl.is Víkverji Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öll- um örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. (Jakobsbréfið 1:5) ÞARFNAST ÞÚ MEIRI ORKU TIL DAGLEGRA STARFA? Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Orkulausnir, henta einstaklingum sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda, svo sem einstaklingum með vefjagigt og þeim sem þurfa þjálfun eftir veikindi af ýmsum toga. Orkulausnir hefjast• 12. mars 8 vikna námskeið.• Þjálfun 2x í viku:• Þri og fim kl. 10:00 eða 15:00. Fræðsla um svefntruflanir, streitu, andlega• líðan og verki. Einstaklingsviðtal við hjúkrunarfræðing.• Þjálfari: Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari.• Verð kr. 16.900 pr. mán. (samtals 33.800 kr.• fyrir 8 vikur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.