Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 VIÐTAL Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Í okkar hluta Evrópu, og sérstak- lega í Póllandi, teljum við evruna geta styrkt bönd okkar við Evrópu og við lítum á það sem lið í þjóð- aröryggi okkar. Við höfum slæma reynslu í fortíðinni og okkur finnst við öruggari innan Evrópu en utan,“ segir Elzbieta Bienkowska, byggða- málaráðherra Póllands. Hún var stödd hér á landi í vik- unni í boði Steingríms J. Sigfússon- ar, atvinnuvega- og nýsköpunarráð- herra, og ræddi meðal annars við hann, Guðbjart Hannesson velferð- arráðherra og Stefán Hauk Jóhann- esson, aðalsamningamann Íslend- inga í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Pólverjar íhuga nú að taka upp evruna en þeir hafa hingað til verið með sjálfstæða mynt, slotið. Bien- kowska segir að þrátt fyrir að það hafi bjargað Pólverjum fyrir horn að vera ekki með evruna þegar kreppan skall á þá sé upptaka henn- ar nú til umræðu. Landið muni upp- fylla Maastricht-skilyrðin árið 2015 en ekki hafi þó verið nefnd nein tímasetning um hvenær hugsanlegt væri að það gengi í evrusamstarfið. Hún segist trúuð á að vandamálin sem hafa steðjað að evrusamstarf- inu leysist farsællega. „Ég vona, og ég er bjartsýn á að aðildarlöndin geri sér ljóst að það sé betra að halda hópinn en að hugsa aðeins um eigin hag,“ segir hún. Hafa farið best með styrkina Það hefur komið í hlut Bien- kowsku sem ráðherra byggðaþróun- ar að úthluta stærstum hluta þess fjár sem Pólland hefur fengið í styrki úr byggðasjóðum Evrópu- sambandsins undanfarin ár en þeir nema jafnvirði um 11.200 milljarða íslenskra króna frá árinu 2007. Þetta eru hæstu styrkir sem nokk- urt aðildarríki hefur fengið. Það er meðal annars þessi reynsla hennar sem íslenskir ráðamenn vildu kynna sér. „Okkur hefur tekist að nota þessa styrki mun betur en sumum öðrum ríkjum, sérstaklega í Suður-Evrópu. Við erum stolt af því en auðvitað var það ekki auðvelt. Við erum búin að vera aðilar að ESB í níu ár [frá 2004] og það var margra ára átak að byggja upp stjórnkerfi til að stýra flæði styrkjanna,“ segir Bien- kowska. Féð hefur að miklu leyti farið í að byggja upp innviði landsins en ráð- herrann segir að Pólverjar hafi þurft að brúa bilið í önnur Evr- ópulönd á því sviði. Hún segir að það hafi komið mörgum evrópskum stjórnmálamönnum á óvart að Pól- verjar hafi staðið sig best Evrópu- ríkja í að deila út styrkjunum á réttan og viðeigandi hátt. Þetta hef- ur skilað sér í því að þeir byggða- styrkir sem Pólland fær í næstu fjárhagsáætlun ESB verða enn hærri en áður. „Það var skylda okkar að nýta þetta fé rétt. Við erum að fjár- magna verkefni sem gefa góða efna- hagslega raun og við förum rétt að því. Það var þess virði að byggja upp öflugt stjórnkerfi utan um veit- ingar styrkjanna jafnvel þó að skrif- finnskan sé fyrirlitin í Póllandi.“ Kreppan ekki bitið landið Aðild Póllands að ESB hefur ver- ið því afar hagfelld að mati Bien- kowsku. Pólland sé að nálgast önn- ur lönd Evrópu hröðum skrefum. Þannig hafi verg landsframleiðsla þar verið um 40% af meðaltali aðild- arríkjanna við inngönguna árið 2004 en nú sé hún yfir 70% af meðaltal- inu. „Styrkirnir þýða að kreppan hef- ur ekki bitið á okkur og að okkur hefur tekist að halda höfðinu fyrir ofan vatnið án þess að lenda í sam- drætti. Og það er mjög sýnilegt í Póllandi. Það eru skilti með stjörn- um ESB um allt land, allt frá stórum hraðbrautum niður í tungu- málakennslustofur í minnstu þorp- um,“ segir hún. Það er þó mikilvægt að Pólverjar láti Evrópusambandið ekki leið- beina sér of mikið að mati Bien- kowsku. „Við erum frábrugðin öðrum löndum og við verðum að hafa okk- ar eigin áætlanir og stefnu sem er ekki nákvæmlega eins og ESB. Við náum þó að uppfylla hana mun hraðar með styrkjunum,“ segir hún. Haldi fólkinu heima Stærsti hópur innflytjenda á Ís- landi er Pólverjar og segist Bien- kowska vel meðvituð um það. Hún segir það sína persónulegu skoðun að brottflutningur frá heimalandi sínu sé eitt stærsta vandamál þess. „Fólk finnur ekki vinnu og flytur þá úr landi. Þetta er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir á næstu árum, að halda fólki heima því að eftir að börn brott- fluttra fæðast erlendis er mjög erf- itt fyrir þá að flytja aftur heim,“ segir hún. Atvinnuleysi í Póllandi er nú um 12%. Byggðaþróunarstyrkirnir hafa skapað um 320.000 störf að sögn Bi- enkowsku en það þarf meira til. „Við erum fjörutíu milljóna manna þjóð. Þetta er talsverður fjöldi starfa en hann er ekki nægi- legur.“ Evrópa hluti af þjóðaröryggi landsins  Pólski byggðamálaráðherrann í heimsókn á Íslandi  Brottflutningur Pólverja ein mesta áskorunin sem landið stendur frammi fyrir  Heldur utan um hæstu styrki nokkurs lands frá Evrópusambandinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðherra Elzbieta Bienkowska hefur verið ráðherra byggðamála í Póllandi frá árinu 2007 og öldungadeildar- þingmaður frá árinu 2011. Hún hefur helgað starfsferil sinn byggðamálum og unnið mikið með ESB-styrki. Lögreglan í bænum Mexicali á landamærum Mexíkó og Bandaríkj- anna segist hafa lagt hald á kraft- mikla fallbyssu sem fíkniefna- smyglarar hafa sett saman úr tiltækum hlutum og notað til þess að varpa pökkum með marijúana yfir girðingu á landamærunum til Kaliforníu. Byssan var sett saman úr plast- röri og málmtanki sem notaði sam- þjappað loft úr gamalli bílvél. Pakkarnir sem byssan skaut yfir landamærin vógu allt að þrettán kíló. Hún fannst í síðustu viku eftir að bandarísk yfirvöld sögðu að þau hefðu fundið mikinn fjölda pakka sem virtist hafa verið skotið yfir landamærin. kjartan@mbl.is MEXÍKÓ Lögðu hald á „grasfallbyssu“ fíkniefna- smyglara við landamærin að Kaliforníu Stjórnvöld á Ind- landi ætla að koma á fót sér- stökum banka fyrir konur en það er liður í því að reyna að jafna hlut kynjanna í landinu. P. Chidamb- aram, fjár- málaráðherra Indlands, segist vonast til að öll til- skilin leyfi vegna starfseminnar liggi fyrir í október og að hún geti hafist fljótlega í framhaldinu. Þá segir hann að jafnvirði rúmra 23 milljarða króna hafi verið tekið til hliðar til að fjármagna bankann sem fyrir utan að lána konum á að vera mannaður af konum og vera stjórnað af þeim. Innan við helmingur Indverja er með bankareikning en seðlabanki landsins ætlar að veita fleiri leyfi fyrir bankastarfsemi til þess að reyna að auka fjármálaþjónustu í landinu. Nágrannaríkið Pakistan opnaði sérstakan kvennabanka árið 1989 og svipaðar stofnanir voru opnaðar í Tansaníu í Austur-Afríku árið 2009. Staða kvenna hefur verið í sviðs- ljósinu á Indlandi í kjölfar umfjöll- unar um hrottalegar nauðganir á ungum konum. Fjármálaráðherr- ann kynnti einnig að aðrir 23 millj- arðar verði lagðir í sérstakan sjóð sem á að hafa það að markmiði að bæta öryggi kvenna en indversk stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir aðgerðaleysi í því að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi í landinu. INDLAND Stefnt að opnun nýs banka fyrir konur Indverskar konur krefjast réttinda. Eldra fólk sem lítur heldur á nei- kvæðu hliðarnir í lífinu virðist lifa lengur en bjartsýnisfólk, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar rann- sóknar sem gerð var í Þýskalandi. Rannsakendurnir komust að því að fólk sem taldi að lífsánægja sín væri fyrir ofan meðaltal var 10% líklegra til að þjást af sjúkdómum og deyja yngra. „Það er mögulegt að svartsýni leiði til þess að eldra fólk hugsi bet- ur um sjálft sig og heilsu sína og það sé varara um sig gagnvart áhættuþáttum,“ segir Frieder Lang, einn rannsakendanna. Í rannsókninni voru þrír hópar fólks á mismunandi aldri beðnir um að meta lífsánægju sína og hvernig þeir teldu að hún yrði að fimm ár- um liðnum. Náði rannsóknin til tíu ára tímabils. ÞÝSKALAND Fýlupúkarnir lifa lengur en pollýönnurnar Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.