Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Kæra fjölskylda, mínar dýpstu samúðarkveðjur, Emilía Þorsteinsdóttir. Þegar ég horfi yfir farinn veg hugsa ég um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ferðalögin, bíltúrana, sundferð- irnar. Allar þessar litlu stundir sem okkur þóttu svo sjálfsagðar á þeim tíma eru mér ómetanleg- ar núna þegar þú ert farinn. Söknuðurinn er mikill, Andri minn, en eins og Jói pabbi þinn sagði þá höfum við kannski bara ákveðinn tíma á þessari jörð og þú notaðir þinn tíma svo sann- arlega til hins ýtrasta. Við töl- uðum oft um það hvað tímarnir voru góðir þegar við þeystum Hringbrautina hér um árið á leið í Suðurbæjarlaug með Kids í gangi, passlega kærulausir og al- gjörlega áhyggjulausir. Það var alltaf á planinu að endurtaka leikinn en við Þórhallur gerum það bara í staðinn. Við gleðitilefni samgladdist þú manni alltaf, það var einn af þín- um mörgu kostum. Mér þótti svo vænt um þegar þú hringdir, fyrstur allra, þegar Þórhallur Berg fæddist til þess að óska mér til hamingju. Og því þegar þú hringdir síðar þar sem þú hundskammaðir mig fyrir að skíra fyrir austan mun ég seint gleyma. Þú vildir alltaf taka þátt í því sem við vinirnir gerðum og þú skilur mikið eftir þig. Þú varst frábært og svo hlýr, Andri, og hefur fráfall þitt kennt mér margt. Þú varst svo mörgum kostum gæddur, hlýr, jákvæður, drífandi en umfram allt frábær vinur, og ég mun reyna eins og ég get að tileinka mér þá á leið minni að verða betri maður. Ég er leiður yfir því hve lítið við vor- um saman síðustu ár en fjar- lægðin gerði okkur erfitt fyrir. Það stöðvaði þig þó ekki þegar þú keyrðir landið þvert og endi- langt til þess að eyða verslunar- mannahelginni með mér og mín- um. Eins og við mátti búast tókst þér að heilla þá sem þú hittir upp úr skónum og þú varst ekki bú- inn að vera lengi hjá mér þegar þú varst rokinn af stað ásamt tengdapabba um allar sveitirnar á mótorhjólinu hans. En þannig varstu, það var svo auðvelt að kynnast þér. Við hlustuðum mikið á tónlist saman og finnst mér við hæfi að láta bút úr lagi Megasar fylgja með. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas.) Ég mun alltaf minnast þín og ég mun alltaf sakna þín en til- hugsunin um að þú verðir sá fyrsti sem tekur á móti mér þeg- ar við hittumst á nýjan leik gleð- ur hjarta mitt mikið. Þinn vinur að eilífu og lengur. Vilhjálmur Freyr Hallsson. Það er þyngra en orð fá lýst að í dag séum við að kveðja hann elsku Andra okkar. Hlýjan og einstakan ungan mann sem átti svo mörg og stór verkefni fram- undan. Minningar um góðar stundir eiga þó alltaf eftir að ylja þegar við í framtíðinni hugsum til elsku Andra og minnumst hans. Það er stutt í brosið á þeim stundum. Ótrúlegustu hlutir urðu að veruleika í návist Andra og því kynntumst við best á ferðalögum okkar með honum, Jóa og Ingu. Uppátækjasemin og hugamyndaflugið áttu sér lausan taum og það gladdi ávallt samferðamenn hans. Sögurnar og minningarnar lifa um alla tíð. Hlýleikinn sem fylgdi Andra, einstakri kveðju hans og faðm- lagi verður til þess að við minn- umst hans alltaf með söknuði, hlýju og virðingu. Minning þín lifir, elsku Andri. Elsku Jói, Inga og fjölskylda, guð gefi ykkur styrk og kraft. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Páll, Dagbjört og Anna Kristín. Elsku Andri var góður vinur okkar. Andri var hinn mesti gleði- gjafi. Hann gladdi okkur með uppátækjasemi og skemmtileg- um fíflalátum, var einstakur kar- akter og vinur allra. Alls staðar þar sem Andri kom var mikil gleði og mikið hlegið. Við eigum óteljandi minningar sem við er- um búnar að rifja upp síðustu daga og hlæja mikið á þessum erfiðu tímum. Má þar nefna ein- staka frammistöðu Andra í hæfi- leikakeppni Setbergsskóla. Þar fékk hann nemendur og kennara til að emja úr hlátri og verður því seint gleymt. Andri skilur eftir sig stórt skarð í vinahópnum sem verður aldrei fyllt og við munum sakna góðs vinar sárt. Sendum fjölskyldu og vinum dýpstu samúðarkveðjur. „Ekkert sem hjartað gefur frá sér er tapað – það er geymt í hjörtum ann- arra.“ Alexandra Dögg, Ágústa, Dagný Lóa, Fanney Rós, Fjóla, Íris, Jóhanna Rún, Sara Margrét, Sóley og Vala. Elsku Andri, það er skrítið að sitja hér og skrifa þessa grein. Strákum er oft lýst sem uppá- tækjasömum en það hefur líkleg- ast aldrei verið eins satt og í þínu tilfelli. Við bjuggum í sömu göt- unni en þrátt fyrir það tókst ekki einlægur vinskapur með okkur fyrr en á seinni hluta grunn- skólaáranna. Hugsanlega var það einmitt uppátækjasemin sem mér fannst þægilegra að fylgjast með úr fjarlægð en að vera beinn þátttakandi í. En sá tími sem ég hlaut þau forréttindi að fá að þekkja þig var svo sannarlega ótæmandi uppspretta af góðum minningum og sögum sem munu fylgja mér að eilífu. Stundum var eins og þú værir í fullri vinnu við það eitt að skemmta vinum þínum. Það sést einna best núna þegar við vinir þínir hittumst og rifjum upp all- ar þær skemmtilegu sögur sem þú gafst okkur að maður þekkir varla helminginn af þeim. Ég kemst ekki hjá því að fá það á til- finninguna að ég hafi alltaf bara séð toppinn á ísjakanum þínum þrátt fyrir mikinn vinskap okkar. Það var margt sem við brös- uðum saman og missniðugt var það eins og gengur og gerist hjá unglingsstrákum. Sameiginlegt með öllu var þó hve skemmtilegt það var og hversu mikið við gát- um alltaf helgið að því. Nú koma upp í hugann allir skemmtilegu hrekkirnir þínir, eins og þegar þú sendir mynd- bandið af mér í Fyndnar fjöl- skyldumyndir á Skjá 1. En jafn- vel þó að grínið væri stundum á kostnað manns sjálfs þá var aldr- ei hægt að vera reiður við þig, maður hló bara með. Þú greipst líka hugmyndir á lofti og framkvæmdir þær en það gat t.d. leitt af sér fyrirvaralausa bíltúra til Keflavíkur, í Humar- húsið á Stokkseyri, Borgarfjörð- inn eða að skoða eldgos. Stund- um hafði ég enga hugmynd um hvert förinni var heitið þegar lagt var af stað, en áfangastaður og markmið ferðarinnar var hvort sem er aukaatriði í þínum félagsskap. Einnig rifjast nú upp allir tím- arnir í gamla bílnum mínum sem við höfðum farið með upp í skiltagerð til bróður þíns og merkt eins og kappakstursbíl, með sportrönd og keppnisnúmer á hurðinni. Þrátt fyrir að vera hálfveiklulegur 12 ára gamall Su- zuki Swift verður langt þangað til ég mun finna bíl sem mér mun þykja jafn væntum og gömlu dósina sem við skreyttum saman skellihlæjandi. En þrátt fyrir allan hama- ganginn sem vissulega einkenndi mikið af því sem við tókum okkur fyrir hendur eru einnig margar rólegri minningar. Sérstaklega áður en við fengum bílpróf löbb- uðum við iðulega saman heim frá vinum okkar. Þá dugði heimferð- in oft ekki og við gátum staðið úti og haldið spjallinu áfram um allt og ekkert þangað til kuldinn rak okkur að lokum inn. Andri, þín er sárt saknað og þú munt aldrei gleymast. Allar þær sögur og fallegu minningar sem ég á um þig mun ég varð- veita út ævina. Að lokum vil ég í senn sam- hryggjast og þakka foreldrum og bræðrum Andra kærlega fyrir okkar samverustundir undan- farna daga. Kristinn Einarsson. Við eigum margar minningar með þér þar sem við röltum um bæinn og kíktum á kaffihús þar sem við sátum í dágóðan tíma og fygdumst með nánasta umhverf- inu. Það var alltaf svo gaman að tala við þig um lífið og tilveruna. Eftir að við fluttum til Sví- þjóðar var alltaf svo gaman að fá bréf frá þér og enn skemmti- legra þegar þú komst til okkar í heimsókn. Það var alltaf jafn fyndið að hlusta á túlkun þína á Svíum, það var allt svo bra bra hjá þeim sagðir þú. Þú hafðir mikið yndi af bókum og áttum við margar samræður varðandi bækur og rithöfunda. Þú varst mjög glöð og stolt þegar við ákváðum að mennta okkur og sagðir okkur að þú hefðir sjálf viljað mennta þig. Við vorum alltaf velkomin að koma til þín, hvort sem það var í heimsókn, að gista og jafnvel búa hjá þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Með miklum söknuði kveðjum við þig, elsku amma. Sofðu vært og dreymi þig um sumar og sól. Þín barnabörn, Ásgeir Þór, Rut og Ríkey Jóna. Elsku amma Jóhanna. Ekki áttum við von á því að við værum að hitta þig í hinsta sinn þegar við heimsóttum þig upp á Höfða nokkrum dögum fyrir andlát þitt. Þú varst svo glöð og jákvæð en líkaminn þinn orðinn lélegur og talaðir þú mikið um ferðalög þín til Ítalíu og hve þig langaði mikið að kíkja þangað einu sinni enn með henni Heiðu systur þinni. Talaðir líka mikið um afa Gunna í þessari heimsókn og hefðir óskað þess að hann hefði nú byrjað að ferðast miklu fyrr með þér, því loksins þegar hann fór að fara með þér í sólina þá langaði hann að fara fljótlega að skipuleggja aðra ferð í sólina með þér. Ykkur þótti þetta svo gaman og þú lifðir alveg fyrir þessar ferðir í sólina. Hitinn átti alltaf svo vel við þig. En núna eruð þið komin á sama stað og vonandi hafið þið bara fundið hvort annað og líður vel. Við systkinin eigum endalaust af skemmtilegum og góðum minningum um þig. Heimili þitt og afa var eins og okkar annað heimili. Við vorum hjá ykkur alla daga. Fórum nán- ast daglega í hesthúsið með afa og það var fátt betra en að koma heim þreyttur og svangur og þú amma tilbúin með heitan mat handa þreyttu og svöngu barna- börnunum. Þú varst mjög góður kokkur og bakari. Og þú gast alltaf töfr- að fram alls kyns rétti úr ís- skápnum og gerðir þetta allt svo girnilegt. Við vorum alltaf svo velkomin og leið okkur mjög vel hjá ykkur í Jörundarholtinu. Þú varst alltaf að baka, og brauðin þín voru sko í miklu uppáhaldi og tertan þín sem var bökuð mjög reglulega með sult- unni á milli og glassúrnum ofan á, allt var þetta svo gott og fór maður aldrei svangur frá þér. Og eitt var alltaf svo skemmtilegt, maður gat alltaf átt von á því að þegar maður kæmi næst til þín þá væri stofan í Jörundarholtinu alls ekki eins útlítandi og maður sá hana síð- ast. Þér þótti svo gaman að breyta og gerðir það mjög reglulega og sást sko alveg alein um það að draga þungu hús- gögnin um allt. Þú leyndir oft mjög á þér, þú varst mjög góður penni og sá maður oft eftir þig mjög falleg ljóð og vísur sem þú varst að dunda þér að semja. Einnig teiknaðir þú mjög vel og sér- staklega svona andlitsmyndir. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á tísku og það var svo gaman að fylgjast með því. Fram á síðasta dag varstu að spá í hverju mað- ur var í, hvar maður keypti skóna sína, tösku eða peysu og alltaf langaði þig í allt þetta sem við stelpurnar vorum í. Þú varst yndisleg amma og þökkum við innilega fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Erum heppin að hafa átt svona góða ömmu og afa og verðum alltaf þakklát fyrir það. Hvíldu í friði, elsku amma. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) (Höf. ókunnur.) Jóhanna Sigurðardóttir og Gunnar Sigurðsson. Ég þakka Guði löngu liðinn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið allt í kringum þig. Svo líða dagar, ár og ævitíð Ingibjörg Jónína Baldvinsdóttir ✝ Ingibjörg Jón-ína Baldvins- dóttir, húsfreyja í Brattahlíð, fæddist í Glæsibæ í Stað- arhreppi 29. októ- ber 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 16. febrúar 2013. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Bergsstaðakirkju 22. febrúar 2013. og ýmsum blikum slær á loftin blá. Í sorg og gleði alltaf varstu eins og enginn skuggi féll á þína brá. Svo brast á élið, langt og kólgukalt og krafan mikla um allt sem gjalda má. Og fljótið niðar enn sem áður fyrr og ennþá flúðin strýkur næman streng. Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl og bjarta kyrrð – í minningu um þig. (Oddný Kristjánsdóttir) Minning þín lifir sem ljósið bjarta. Guð blessi minningu þína, elsku frænka mín. Ásta Laufey Egilsdóttir og fjölskylda. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Við sendum okkar bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR ELÍASDÓTTUR, Öldugötu 48, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks gjörgæsludeilda Landspítalans í Fossvogi og við Hringbraut fyrir góða umönnun og hlýhug í hennar garð. Jón Halldór Bjarnason, Elías Árni Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Bjarni Þorgeir Jónsson, Lovísa Ósk Jónsdóttir, Hlynur Stefánsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, SIGRÍÐAR HELGU SIGFÚSDÓTTUR snyrtifræðings, Helgubraut 15, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga 11-B, hjúkrunarfræðingum Heima- hlynningar LSH og starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð. Björn Gíslason, Þorsteinn Björnsson, Sóley G. Karlsdóttir, Anna Lilja Björnsdóttir, Ragnar Garðarsson, Finnbjörn Már Þorsteinsson,Sigríður Ragnarsdóttir, Tinna Ósk Þorsteinsdóttir, Benedikt Björn Ragnarsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, PÁLS SIGURÐSSONAR fyrrverandi mjólkurbússtjóra, Ísafirði. Karitas Pálsdóttir, Baldur Geirmundsson, Kristín Pálsdóttir, Sveinn Scheving, Júlíana Pálsdóttir, Kristján Finnsson, Guðný Pálsdóttir, Sigurður Bessason og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.