Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Margrét Vignisdóttir byrjaði í fjallamennsku árið 2009, þá 18 ára, en hefur sinnt áhugamálinu af slíkum krafti að það er nú orðið að hennar aðalatvinnu. Hún dreif sig ásamt vinkonu sinni á 42 daga fjallamennskunámskeið í Síle árið 2010, vann um tíma við leiðsögn á Nýja-Sjálandi og er nú í fullu starfi sem leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Þegar Margrét sneri aftur frá Síle fannst henni afar erfitt að hefja aftur hefðbundið menntaskólanám. „Elsk- an mín góða, eftir Síle þá get ég þetta bara ekki lengur. Að setjast niður og lesa bók er bara ekki hægt, ekki nema hún sé þá bara um fjallamennsku. Að læra stærð- fræði það er bara … einbeitingin er bara einhvers staðar allt annars staðar.“ Margét stundar nú nám í fjallamennsku við FAS og er ánægð með námið. Skipulag námsins sé gott. Í bóklega hlutanum sé farið yfir afar gagnlega hluti og í verklega hlutanum sömuleiðis. „Mér finnst svo skemmtilegt við þetta nám að maður fær rosalegt magn af upplýsingum á stuttum tíma. Þetta er mjög sniðugt fyrir þá sem eru að byrja en líka þá sem eru lengra komnir.“ Margrét segir greinilegt að stelpum fari fjölgandi í fjallamennsku. „Það er alltaf að verða auðveldara fyrir okkur að komast í hópinn.“ Fjallaþrá Margrét slakar á í kennslustund á fjöllum. Fjöllin toga fastar en stærðfræðin  Byrjaði 18 ára og hefur leiðsögn að aðalatvinnu Tökum á skulda- og greiðsluvanda heimilanna Í þágu heimilanna › Verðtrygging á húsnæðis- og neytendalánum verði ekki almenn regla › Auðveldum afborganir af húsnæðis- lánum með skattaafslætti › Fellum niður skatt þegar greitt er inn á höfuðstól húsnæðislána í stað þess að greiða í séreignarsjóð › Leyfum skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots › Afnemum stimpilgjöld Markvissar og raunhæfar aðgerðir í þágu heimilanna sem má koma í framkvæmd án tafar. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Það er vel við hæfi að fyrsti mennta- skólinn sem býður upp á nám í fjalla- mennsku skuli vera Framhaldsskól- inn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) sem er til húsa á Höfn í Hornafirði. Óvíða má finna eins marga ögrandi fjallatinda og freistandi jökla eins og þar um slóðir. Nú stunda átta nem- endur nám í fjallamennsku sem sér- grein til stúdentsprófs frá skólanum en umsjónarkennari fjallabraut- arinnar hugsar lengra og hærra - hann segir tíma til kominn að æv- intýraferðaþjónusta verði kennd á háskólastigi á Íslandi. Ragnar Þrastarson, umsjón- arkennari fjallamennskubsviðs FAS, bendir á að ævintýraferðamennska - s.s. fjallgöngur, ísklifur og flúðasigl- ingar - njóti sífellt meiri vinsælda. Því sé nauðsynlegt að ferðaþjón- ustan á Íslandi geti boðið upp á vel menntaða leiðsögumenn í slíkum ferðum. Fjallamennskunámið í FAS sé liður í því. Um er að ræða 60 ein- inga jafngildi eins árs náms til stúd- entsprófs. Ragnar segir að nemendur vilji flestir halda áfram að mennta sig í fjalla- mennsku þegar stúdentsprófi lýk- ur en enn sem komið er sé ekkert akademískt nám á háskólastigi í boði í þessari grein hér á landi. Nemendur neyðist því til að leita til Kanada eða Noregs með tilheyrandi kostnaði. Það var einmitt það sem Ragnar gerði, hann skráði sig til náms í Thompson Rivers háskólanum í Kanada (www.tru.ca) og lauk tveggja ára diplóma-námi í æv- intýraferðaþjónustu. Þrír aðrir Ís- lendingar hafa lokið námi við sama skólann. „Við erum alveg samkeppn- ishæf við Kanada og Noreg. Ísland er lítið land en við erum með allt til alls,“ segir hann. Ragnar hefur verið í viðræðum við skóla á höfuðborgarsvæðinu um að bjóða upp á háskólanám í samvinnu kanadíska háskóla og nýtt Félag fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Til að byrja með yrði námið eins árs dip- lóma-nám fyrstu tvö árin en síðar lengt í tveggja ára nám. Stefnt er að því að bjóða upp á námið 2014. „Það er engin spurning að það er þörf á menntuðum ævintýraleiðsögumönn- um á Íslandi,“ segir Ragnar. Fara í 10 daga vetrarferðir Fjallamennskunámið í FAS skipt- ist í bóklegt og verklegt nám. Bók- legi hlutinn fjallar m.a. um jarð- fræði, jöklafræði, veðurfræði, leiðsögn og ferðaþjónustu á fjöllum og í óbyggðum. Umfangsmesti áfanginn fjallar um stjórnun hópa og skipulagningu ferða. Verklega námið fer annars vegar fram í þremur 10 daga ferðum með kennara og sérfræðingum á þeim sviðum sem verið er að fjalla um; rötun, klettaklifur, þverun straum- vatna, ísklifur, sprungubjörgun og svo framvegis. Hins vegar þurfa nemendur að skipuleggja sjálfir ferðir sem þau fara í á eigin spýtur. „En ég fylgist auðvitað vel með þeim á meðan,“ segir Ragnar. Ljósmynd/Ragnar Þrastarson Fjallamennska Nemendur borga 5.000 kr. í skólagjöld eins og aðrir. Í skólanum fá þau lánaðan allan sérhæfðan búnað, s.s. tjöld, mannbrodda og ísaxir. FAS hefur fengið styrki til að kaupa þennan búnað. Ragnar Þrastarson segir að margir vilji taka þátt í þessu þróunarverkefni og aðstoða skólann við að koma þessu námi á koppinn. Myndin hér að ofan er tekin í kennslustund.  Kennari í fjallamennsku vinnur að því að leiðsögn í ævintýraferðum verði kennd á háskólastigi  Hafa þurft að leita til Noregs og Kanada eftir háskólanámi í fjallamennsku  Allt til alls á Íslandi Ævintýri á háskólastigi Ragnar Þrastarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.