Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
mán. - fös. 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
einfaldlega betri kostur
Gegn krabbameini í körlum
Mottumars
5% af allri mottusölu rennur
til krabbameinsfélagsins
Fyrsta skóflustunga að Húsi íslenskra fræða sem
mun hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menn-
ingardeild Háskóla Íslands var tekin í gær. Það
var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra, sem tók fyrstu skóflustunguna. Í
húsnæðinu verða m.a. ýmis sérhönnuð rými fyrir
varðveislu, rannsóknir og sýningar á skinn-
handritunum, kennslu og fleira.
Hefjast handa við Hús íslenskra fræða
Morgunblaðið/Kristinn
Heildarframkvæmdum lýkur eftir rúm þrjú ár
Vonast er til að mál Davíðs Arnar
Bjarnasonar verði tekið fyrir hjá
dómstóli í Antalya í Tyrklandi í
dag eða á morgun en það hefur þó
ekki verið staðfest. Honum hefur
verið skipaður opinber verjandi og
fylgist aðalræðismaður Íslands
með vörninni.
Davíð sem búsettur er í Svíþjóð
var ásamt unnustu sinni á ferð í
Tyrklandi þegar hann var handtek-
inn á flugvelli, gefið að sök að hafa
reynt að smygla fornmun úr landi.
Marmarasteinn sem hann keypti á
markaði fannst í farangri hans við
farangursskoðun.
Fulltrúi frá skrifstofu aðalræðis-
manns Íslands í Ankara fór til
Antalya um helgina og hitti Davíð,
að sögn Péturs Ásgeirssonar,
sviðsstjóra í utanríkisráðuneytinu.
Hann segir að ekkert hafi komið
fram um það hvenær málið verði
tekið fyrir. Pétur getur þess að
ræðismaðurinn hafi útvegað Davíð
lögfræðiaðstoð um helgina, þar til
opinber verjandi var skipaður, og
muni ræðismaðurinn sem sjálfur er
lögmaður fylgjast áfram náið með
málinu.
Litlar upplýsingar veittar
Aðalræðismaðurinn, Sélim Sari-
ibrahimoglu, sagði við fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is, í gær að
aðstoðarmaðurinn hefði nálgast öll
dómsskjöl og hyggst veita nánari
upplýsingar um málið í dag.
Foreldrar Davíðs fóru á fund
með fulltrúum utanríkisráðuneytis-
ins í gær. Þóra Birgisdóttir, unn-
usta Davíðs, sagðist í gærkvöldi
litlar upplýsingar hafa fengið um
Davíð. Vonast væri til að mál hans
yrði tekið fyrir í dag eða á morgun
og að hann gæti hugsanlega fengið
sig lausan gegn tryggingu þar til
réttarhöldin hæfust. Fulltrúi ræð-
ismannsins hefði laumað til hans
peningum svo hann gæti keypt sér
mat því hann hefði ekkert fengið að
borða frá því að hann var handtek-
inn. „Það eina sem var sagt var að
hann væri skelkaður og liti illa út.
Ég vissi það fyrir og var ekki að fá
neinar nýjar fréttir,“ sagði Þóra.
Þóra sagði slæmt að vita ekki
hvar Davíð væri staddur. „Þetta er
allt svo leyndardómsfullt og lítið
gefið upp,“ sagði hún. helgi@mbl.is
Óvíst um fyrirtöku máls
Davíð Erni Bjarnasyni skipaður opinber verjandi Að-
alræðismaður Íslands fylgist með málinu
„Það er einfalt, hér er miklu meira en nóg,“ segir Víðir
Jónsson, skipstjóri á frystitogaranum Kleifabergi RE-7,
sem er að veiðum í Barentshafi. „Það er mikið af fiski og
mjög góður fiskur. Hann er fullur af hrognum.“
Kleifabergið er sunnarlega í Barentshafi, á svonefnd-
um Lófótenmiðum. Hann segir að fá skip séu þar að veið-
um en nú sé komið annað íslenskt skip. Hinir íslensku
togararnir eru norðar í Barentshafi. „Við reynum að
stilla veiðunum í hóf til að hafa hráefnið alltaf ferskt.“
Lækkandi verð á afurðum kemur illa við skipverja og
útgerð Kleifabergsins, eins og aðra. Víðir ber saman tvo
túra með árs millibili. „Í byrjun árs í fyrra fór Kleifaberg-
ið á þetta svæði og fiskaði fullfermi sem lagði sig á 298
milljónir. Nákvæmlega tólf mánuðum síðar fórum við á
sama svæði og sigldum heim með fullfermi en sá túr lagði
sig á 216 milljónir.“ Víðir bætir því við að ekki bæti veiði-
leyfagjaldið starfsaðstöðuna. Hann nefnir sem dæmi að
uppsjávarveiðiskip sem fiskaði fyrir 420 milljónir í janúar
hafi þurft að greiða af því 24 milljónir í veiðileyfagjald.
Frystitogari sem aflaði fyrir 150 milljónir í sama mánuði
hafi greitt 15 milljónir. „Einhvers staðar er eitthvað mjög
skakkt. Það er vegið harkalega að frystitogaraútgerðinni
sem þó er nauðsynleg til þess að sækja dýpra og á fjar-
lægari mið og nýta allar afurðir. Við höfum séð verðfall
áður og pjakkað okkur út úr því en við pjökkum okkur
ekki út úr hamförum af mannavöldum. Þetta stoppar
bara. Ég sé ekki að það sé neinum til góðs, nema þeir vilji
senda krókabátana og sjá hvort þeir geti sótt þetta,“ seg-
ir Víðir. helgi@mbl.is
Stillum veiðunum í hóf til
að hafa ferskt hráefni
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Togari Kleifabergið er frystitogari Brims og var áður
gert út frá Ólafsfirði. Togarinn er nú í Barentshafi.
Skipstjórinn á Kleifabergi
segir vegið að frystitogurum
Þrjú skip Björgunar eru að dæla
sandi úr Landeyjahöfn. Vinnan
gengur ágætlega, að sögn Ægis
Sverrissonar, skipstjóra á Perlu, á
meðan gott er veður, bætir hann
við.
Stærsta skipið, Sóley, er að
grynnka á rifinu utan við Land-
eyjahöfn, Dísa í hafnarmynninu og
minnsta skipið, Perla, vinnur innan
hafnar. Perla náði aðeins að hefja
dælingu í síðustu viku, áður en
óveðrið skall á, en skipin tóku síðan
til starfa á fullu í gærmorgun. Dælt
er allan sólarhringinn. „Þetta tekur
allt sinn tíma, ekki er hægt að
setja nein tímamörk á það. Þetta
ræðst af veðri og vindum,“ segir
Ægir.
Þórhildur Elín Elínardóttir, upp-
lýsingafulltrúi Siglingastofnunar,
segir að dæla þurfi í nokkuð marga
daga til þess að jafn stórt skip og
Herjólfur geti athafnað sig í höfn-
inni. Herjólfur hefur ekki siglt til
Landeyjahafnar frá því í lok októ-
ber að hann varð fyrir óhappi þar í
höfninni. Ferjan siglir því til Þor-
lákshafnar. helgi@mbl.is
Þrjú skip
dæla allan
sólarhringinn
Opnun hafnarinnar
ræðst af veðri
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð-
herra segir mikilvægt að hafa varann
á þegar komi að uppbyggingu á orku-
frekum iðnaði.
Hún svarar því
hins vegar ekki af-
dráttarlaust hvort
hún styðji stjórn-
arfrumvarp um
ívilnanir vegna
stóriðju á Bakka.
Jón Gunnars-
son, Sjálfstæðis-
flokki, spurði
Svandísi á Alþingi
í gær hvort hún
styddi frumvarp Steingríms J. Sig-
fússonar um ívilnanir vegna stóriðju á
Bakka. Hann sagði að þegar þingið
væri að vinna á þessum síðustu dög-
um sem lifa af þessu þingi væri nauð-
synlegt að fá upplýsingar um hvort
ágreiningur væri um málið í stjórn-
arflokkunum.
„Það þarf að hafa varann á þegar
um er að ræða slík áform,“ sagði
Svandís í svari sínu. „Hver á að
standa vörð um umhverfismálin ef
ekki umhverfisráðherrann?“
Svandís sagði að sama ætti við um
orkunýtingu þó að orkukostir væru
komnir í nýtingarflokk. Hún tók fram
að það sama ætti við um olíunýtingu á
Drekasvæðinu. „Þar þarf að hafa var-
ann á,“ sagði Svandís.
Jón sagðist skilja þetta svar á þann
veg að hún væri með mikinn fyrirvara
við þetta mál og myndi ekki styðja
það á þingi. Hann bað Svandísi að
leiðrétta sig ef hann skildi hana ekki
rétt. Svandís kom upp í ræðustól öðru
sinni og notaði ekki tækifærið til að
leiðrétta þingmanninn.
egol@mbl.is
Mikilvægt að stíga
varlega til jarðar
Svandís
Svavarsdóttir