Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
AFP
Lögreglumenn í Ishinomaki-borg í Japan fínkemba
leðjukenndan árbakkann í leit sinni að líkamsleifum
fórnarlamba flóðbylgjunnar sem skall á austurströnd
Japans 2011. Í gær voru tvö ár liðin frá jarðskjálftanum
stóra sem leiddi til flóðbylgjunnar. Talið er að nær
19.000 manns hafi látið lífið í hamförunum.
Fórnarlamba flóðbylgjunnar enn leitað
Helsti sakborningurinn í hópnauðg-
unarmáli sem kom upp á Indlandi í
desember síðastliðnum fannst látinn
í gærmorgun í fangaklefa sínum.
Talsmenn Tihar-fangelsis í Nýju-
Delí segja að hann hafi tekið eigið líf
en fjölskylda hans og verjandi sögðu
að hann hefði verið myrtur og gagn-
rýndu aðstæður í fangelsinu.
Sakborningurinn, Ram Singh,
keyrði strætisvagn og var einn af sex
mönnum sem ákærðir hafa verið fyr-
ir mannrán, hrottalega nauðgun og
morð á 23 ára gamalli konu sem var á
heimleið úr kvikmyndahúsi ásamt
unnusta sínum í desember síðast-
liðnum. Málið vakti öldu mótmæla á
Indlandi gegn kynbundnu ofbeldi
gagnvart konum.
Fjölskylda Singhs ásakaði starfs-
fólk fangelsisins og sagði að hann
hefði ekki getað hengt sig sjálfur
vegna áverka á hendi sem hann hlaut
fyrir nokkrum árum. Þá hefði Singh
tjáð fjölskyldu sinni að sér hefði ver-
ið ítrekað misþyrmt í fangelsinu af
samföngum sínum.
Atvikið mun ekki hafa nein áhrif á
réttarhöldin yfir hinum sakborning-
unum fimm að sögn ónefnds lög-
reglumanns. Þeir hafa allir lýst yfir
sakleysi sínu. Fjórir mannanna eiga
yfir höfði sér dauðarefsingu en sá
fimmti er undir lögaldri og hans bíð-
ur því allt að þriggja ára fangelsi.
sgs@mbl.is
Aðalsakborningur
finnst látinn
Fjölskylda hans ásakar fangaverði
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kardinálar kaþólsku kirkjunnar
verða í dag lokaðir inni í páfakjörs-
salnum í Vatíkaninu til þess að taka
þátt í kjöri á nýjum páfa. Þeir mega
ekki fara þaðan út fyrr en búið er að
kjósa nýjan páfa. Boðað var til kjörs-
ins í kjölfar þess að Benedikt XVI.
sagði óvænt af sér fyrir aldurs sakir.
Til að ná kjöri þurfa tveir þriðju af
kardinálunum að kjósa sama mann-
inn. Eftir hverja atkvæðagreiðslu
eru gefin reykmerki út til almenn-
ings og er reykurinn svartur ef ekki
hefur tekist að útkljá kjörið en hvít-
ur þegar úrslitin eru ljós.
Fáir útvaldir koma til greina
Þó að allir kaþólskir karlmenn séu
í kjöri er staðreyndin sú að einungis
örfáir af kardinálunum 115 eru taldir
eiga raunhæfan möguleika á því að
verða næsti páfi. Oftar en ekki hefur
páfakjörið þó komið á óvart og er
stundum sagt að sé maður páfi við
upphaf þess verði maður kardináli
áfram þegar því lýkur.
Á meðal þeirra sem helst eru tald-
ir koma til greina er Brasilíumaður-
inn Odilo Scherer, erkibiskupinn af
Sao Paolo. Scherer þykir alþýðlegur
og er einn af fáum kardinálum sem
hafa tekið sér samfélagsmiðla í þjón-
ustu sína. Það sem helst gæti staðið
honum fyrir þrifum er að einungis 19
af kardinálunum 115 eru frá róm-
önsku Ameríku og því þarf Scherer
að fá bandamenn annars staðar frá.
Annar kardináli sem þykir koma
sterklega til greina sem eftirmaður
Benedikts XVI. er Ítalinn Angelo
Scola, erkibiskupinn af Mílanó. Talið
er að hann gæti tekið af festu á þeim
hneykslis- og spillingarmálum sem
skekið hafa Páfagarð á undanförnum
misserum. Yrði Scola kjörinn myndi
það þýða að Ítali væri aftur kominn á
páfastól eftir 35 ára fjarveru.
Verður næsti páfi
ekki evrópskur?
Páfakjörið hefst
í dag 115 kardi-
nálar taka þátt
AFP
Líklegur Erkibiskupinn Odilo Sche-
rer þykir koma til greina sem páfi.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kosningabaráttan fyrir komandi
forsetakosningar í Venesúela er
hafin af fullum þunga. Nicolás Mad-
uro, varaforseti Hugos heitins Chá-
vez, kallaði mótframbjóðanda sinn,
Henrique Capriles, fasista eftir að
hinn síðarnefndi hafði ásakað Mad-
uro um að notfæra sér andlát Chá-
vez til þess að vinna sér inn fylgi.
Kosningarnar verða haldnar 14.
apríl næstkomandi.
Capriles tilkynnti framboð sitt á
sunnudaginn. Hann bauð sig einnig
fram gegn þáverandi forseta, Hugo
Chávez, árið 2012 en beið þá lægri
hlut. Talið er að Capriles muni eiga
á brattann að sækja í baráttunni
næstu vikur en skoðanakannanir
sýna 14 prósentustiga mun á milli
hans og Maduros. Capriles hóf bar-
áttuna á því að gagnrýna Maduro,
sem nú gegnir starfi forseta fram
að kosningum, og sagði hann vera
„valdasjúkan“.
Capriles ásakaði Maduro um að
hafa leynt þjóðinni því hversu veik-
ur Chávez hefði verið en hann lést í
liðinni viku eftir að hafa glímt við
krabbamein í tvö ár. Spurði Capri-
les hvort einhver vissi hvenær Chá-
vez hefði látist í raun.
Maduro svaraði fyrir sig í sjón-
varpsávarpi, þar sem hann stóð fyr-
ir framan mynd af Chávez, að
Capriles hefði kastað grímunni og
að undir henni glitti í andlit fasist-
ans.
Hörð barátta framundan
um forsetastól Venesúela
AFP
Frambjóðandi Henrique Capriles tilkynnti framboð sitt til forseta Venesú-
ela á sunnudaginn. Bar hann mótframbjóðanda sinn þungum sökum.
Henrique
Capriles fer fram
gegn Maduro
Sænska prins-
essan Lilian lést
á heimili sínu í
Stokkhólmi í
fyrradag, 97 ára
að aldri.
Lilian sem var
velsk fyrirsæta
kynntist Bertil,
frænda Karls
Gústafs Svíakon-
ungs í London
árið 1943. Hún skildi tveimur ár-
um síðar við þáverandi eiginmann-
inn, leikarann Ivan Craig. Gústaf
Adolf, afi núverandi konungs,
neitaði að leggja blessun sína yfir
hjónaband prinsins og þessarar
fráskildu almúgastúlku. Það var
ekki fyrr en 33 árum síðar, eða
árið 1976 er Karl Gústaf tók við
krúnunni, að þau máttu loks eig-
ast.
Svíþjóð
Lilian prins-
essa látin
Lilian
Svíaprinsessa.
VICTORINOX
HNÍFAR
Laugavegi 29 - sími 552 4320
www.brynja.is - brynja@brynja.is
Lykilverslun við Laugaveg
síðan 1919
Áratuga þekking og reynsla
1.147
kr
25 CM
4.840 kr
18 CM
3.330 kr
22 CM
9.380 kr
15 CM
6.485 kr
Gaffall
3.115 kr
4.795 kr