Morgunblaðið - 12.03.2013, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Á meðan margir
eldri borgarar í Hafn-
arfirði bíða eftir að-
kallandi hjúkr-
unarrými er vægast
sagt dapurlegt að
horfa á St. Jósefsspít-
alann lokaðan eftir þá
óréttlátu ákvörðun
stjórnenda Landspít-
alans með samþykkti
velferðarráðherra að
loka spítalanum. Guðbjartur Hann-
esson hafði áður gefið fyrirheit um
að legudeild almennra lyflækninga
yrði þar haldið áfram.
Og slíkt var tillitsleysið við Hafn-
arfjarðarbæ, sem á eignarhlut í
spítalanum, að það var fyrst í sjón-
varpsfréttum sem bæjarstjóri fékk
vitneskju um lokun spítalans. Það
er því ekki ofmælt í ályktun sem
Öldrunarsamtökin Höfn í Hafn-
arfirði gerðu um þetta mál 8. des.
2011 að lokun St. Jósefsspítala er
stjórnvöldum til „ævarandi skamm-
ar“.
Að svipta bæjarfélag með næst-
um 27 þúsund íbúa öllum aðgangi
að sjúkrahúsi sem þar hafði verið
starfrækt af myndarskap í 85 ár er
slíkt hneyksli og áfall fyrir Hafn-
firðinga sem síst mátti búast við og
hefur valdið réttlátri reiði og sorg
bæjarbúa. Því verður að berjast
fyrir opnun spítalans og krefjast af
þeim, sem bjóða sig fram í kom-
andi alþingiskosningum að skýra
frá viðhorfi sínu til þessa máls og
mikilvægis öflugrar heilsugæslu í
heimabyggð.
Réðu blekkingar
lokun spítalans?
Í Fjarðarpóstinum 10. jan. sl. er
athyglisverð grein eftir Gunnhildi
Sigurðardóttur, fv. yfirhjúkr-
unarkonu St. Jósefsspítala. Þar
kemur fram að hún
minnist þess að ein af
ástæðunum fyrir lokun
spítalans og hann ætti
því ekki lengur rétt á
sér var að tæki og
lækningabúnaður væri
úrelt. Annað kom í
ljós. Þessi tæki sem
flutt voru til Landspít-
alans og velunnarar
höfðu gefið St. Jós-
efsspítalanum reynd-
ust að sögn lækna
Landspítalans í mjög
góðu ástandi og bættu þar úr
brýnni þörf vegna vanrækslu yf-
irvalda á endurnýjun tækja. Því er
spurt: Réðu blekkingar um ástand
tækja úrslitum um lokun St. Jós-
efsspítalans?
Óþarfa fjárútlát
látin njóta forgangs
Samkvæmt lögum hlýtur sú
frumskylda að hvíla á stjórnvöldum
að heilbrigðismál og hagsmunir
sjúklinga hafi forgang við ráðstöfun
almannafjár. Það hafa valdhafar
ekki gert, þegar milljörðum er var-
ið í ýmsan óþarfa og ólögbundin
verkefni. Má þar t.d. nefna millj-
arða í „monthúsið“ Hörpu, um-
deilda umsókn í ESB, afmælisgjöf
til Háskóla Íslands, 1,5 milljarðar
kr., árlega 400 milljónir kr. til
stjórnmálaflokka og fjárútlát og
skuldbindingar vegna gæluverkefna
þingmanna.
Þegar litið er til slíkrar ráðs-
mennsku með skattfé almennings,
sem hlýtur að bitna á velferð og
hagsmunum sjúklinga, verður ekki
annað sagt en að óréttmætar
ástæður hafi átt þátt í lokun St.
Jósefsspítalans.
Framtíð spítalans verður
að tryggja
Þeim hugmyndum sem fram hafa
komið, að húsnæði St. Jósefsspítala
verði notað til annars en hjúkr-
unar, hljóta flestir Hafnfirðingar að
vera andvígir og það er andstætt
því hlutverki sem spítalanum var
ætlað í upphafi. En St. Jós-
efsreglan lét byggja spítalann árið
1926, hann var stækkaður 1954 og
1975 og er nú sem áður í góðu
ástandi. Því má ekki gefast upp í
baráttunni fyrir opnun spítalans og
þá einkum í þágu aldraðra.
Það veldur vonbrigðum að þing-
menn skyldu ekki á sínum tíma
taka lokun St. Jósefsspítalans til
sérstakrar umræðu á alþingi. Og
furðulegt er að öldrunarþjónusta
skuli ekki sett í öndvegi hjá þeim
flokkum, sem nú eiga fulltrúa á al-
þingi og hversu fáa málsvara hinir
öldruðu virðast eiga þar.
Vita ekki þingmenn að þegar St.
Jósefssystur seldu ríkissjóði og
Hafnarfjarðarbæ spítalann 1987
var salan á þeim forsendum St.
Jósefssystra, sem fulltrúar rík-
issjóðs féllust á, að áfram yrði þar
þjónusta við sjúklinga? Ástæða
Hafnarfjarðar fyrir þátttöku í
kaupum spítalans var að tryggja
áframhaldandi sjúkraþjónustu í
þágu bæjarbúa.
Megi sú von rætast að aftur eigi
eftir að blómstra hjúkrunarþjón-
usta á St. Jósefsspítala og minn-
ingin um fórnfúst starf St. Jós-
efssystra lifa þar um alla framtíð.
Óréttlát lokun
St. Jósefsspítalans
Eftir Árna
Gunnlaugsson » Og slíkt var tillits-
leysið við Hafnar-
fjarðarbæ, sem á eign-
arhlut í spítalanum, að
það var fyrst í sjón-
varpsfréttum sem bæj-
arstjóri fékk vitneskju
um lokun spítalans.
Á́rni Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Þar sem ég hef
unnið mikið með fötl-
uðum á mínum
starfsvettvangi hafa
málefni fatlaðra skipt
mig mjög miklu, sér-
staklega aðgengi
þeirra að tóm-
stundum. Flest okkar
geta sótt tómstundir
án mikilla hindrana,
þar sem aðgengi að
flestum íþrótta- og
menningarbyggingum er til fyr-
irmyndar, en af hverju er aðgengi
fyrir fatlaða í þessum byggingum
ekki til fyrirmyndar? Það stendur
í lögum að það megi ekki útiloka
neinn hóp/einstaklinga í þjóðfélag-
inu frá að sækja sér afþreyingu og
tómstundir. En það er samt eins
og fatlaðir séu útskúfaðir í þjóð-
félaginu, hindrað að þeir geti
stundar tómstundir.
Það er komið árið 2013 og þótt
margt hafi breyst í málefnum fatl-
aðra varðandi tómstundir má
margt breytast svo að fatlaðir geti
stundað íþróttir, tómstundir og af-
þreyingu að vild. Margar ástæður
geta verið fyrir því að fatlaðir
stunda ekki tómstundir sem þeir
vilja sækja, t.d. hafa íþróttafélög
ekki nægilegt framboð af nám-
skeiðum fyrir fatlaða, mennta-
stofnarnir bjóða ekki nægilegt
framboð af afþreyingu og íþrótta-
og menningarbyggingar bjóða
ekki gott aðgengi fyrir fatlaða ein-
staklinga. Það er mín
skoðun að allir eigi
sama rétt til að
stunda og sækja sér
tómstundir og afþrey-
ingu, sem gefa lífinu
tilgang og auka lífs-
gæði einstaklings. En
það er mín skoðun að
í þessu „velferðarþjóð-
félagi“, sem stjórnvöld
hæla sér svo af að við
búum í, virðist sem
einstaklingar sem
þurfa stuðning við að
sækja sér afþreyingu og tóm-
stundir séu ekki taldir þess virði
að hjálpa. Svo ég spyr, viljum við
lifa í þjóðfélagi þar sem enginn
náungakærleikur er til staðar?
Stjórnvöld verða að fara að for-
gangsraða málefnum og setja
meira fjármagn í málefni fatlaðra,
svo að þeir geti stundað tóm-
stundir sem þeir eiga rétt á, eins
og aðrir einstaklingar í þessu
þjóðfélagi sem við búum í. Fatl-
aðir eru ekki annars flokks ein-
staklingar.
Tómstundir og fatlaðir
Eftir Sigríði G.S.
Sigurðardóttur
Sigríður G. S.
Sigurðardóttir
» Fatlaðir virðast vera
annars flokks þegar
kemur að því að velja
sér tómstundir.
Höfundur er nemandi við Háskóla Ís-
lands og stundar nám í tómstunda- og
félagsmálafræði.
Húsnæðisbólur hafa
myndast á Íslandi og
víða annars staðar á
undanförnum árum.
Íbúðaverð hækkar í
takt við aukna eft-
irspurn og aukið að-
gengi að húsnæð-
islánum með lágum
vöxtum. Á endanum er
búið að skrúfa svo upp
verðið að það er ódýr-
ara að byggja nýtt húsnæði en að
kaupa notað. Vandamálið er svo að
þegar verðbólgan eykst þá hækka
lánin, sem eru tryggð með neyslu-
vísitölu. Þetta er í sjálfu sér allt í
lagi ef íbúðaverð myndi hækka í
samræmi við verðbólguna. Vanda-
málið er bara að ef laun þeirra sem
eiga að borga af þessum lánum
hækka ekki að sama skapi, þá á
endanum lendir fólk í greiðsluerf-
iðleikum. Enn verra er ef það kem-
ur síðan samdráttur á íbúðamark-
aði, þá lækkar verð húsnæðis, en
lánin lækka ekki, heldur halda
áfram að hækka. Á endanum hefur
verðmæti eigna hækkað minna en
uppreiknuð lán. Fólk nær því ekki
að halda í við, annarsvegar að auka
laun sín og hinsvegar að greiða
hraðar niður en sem nemur verð-
bótaaukningu lánanna.
Mig undrar reyndar að það hafi
ekki fyrir löngu verið komið upp
húsnæðiskerfi á Íslandi þar sem all-
ir geti keypt sitt eigið húsnæði. En
það eru nokkrir þættir sem þyrfti
að laga til að slíkt gæti gengið upp.
Það er vel hægt að koma slíku kerfi
á laggirnar. Það er mjög ein-
kennilegt að það skuli
vera þrenns konar
mismunandi opinbert
verðmat á fasteignum.
Þ.e.a.s. fasteignamat,
brunabótamat og
markaðsverð. Hvað af
þessu er hið raunveru-
lega verðmæti? Er það
ekki það sem það kost-
ar að byggja hús-
næðið? Með einu sam-
ræmdu mati (sem við
getum kallað húsnæð-
ismat) væri hægt að
komast hjá húsnæðisbólum, því
húsnæðisverð myndi alltaf leita í
það verð sem væri næst kostn-
aðarverði, því með lögbindingu
lánshlutfalls í hámark 100% af
þessu samræmda mati verða bank-
ar að taka veð í einhverju öðru en
húnsæðinu. Það er líka áhættu-
sækni að kaupa húsnæði á helmingi
hærra verði en sem nemur bruna-
bótamati. Ef húsið brennur fæst
aldrei meira en helmingurinn borg-
aður af húsinu. Eigandinn situr því
uppi með áhættu af veðsetningu
sem er hærri en nemur raunveru-
legu verðmæti hússins, ef það er
byggt upp á nýtt.
En auðvitað verður alltaf til
markaðsverð og þeir sem eiga pen-
inga munu kaupa húsnæði á hærra
verði. En það mun ekki hafa áhrif á
lánamarkaðinn og veðsetningu. Það
mun þá alltaf verða til innistæða
fyrir húsnæðisbólum, nema að fjár-
málastofnanir gerist óvarlegar í út-
lánum og láni án veða. Með slíkum
lögum myndi fólk aldrei skulda
meira en 100% af verðmæti eignar
og ekki væri heldur hægt að gera
fjárnám umfram 100%.
Af hverju er t.d. hægt að fá lán til
30 ára til íbúðakaupa og svo eftir 30
ár er aftur hægt að fá lán í sömu
fasteign til næstu 30 ára, en það er
ekki hægt að fá lán til 60 ára í byrj-
un?
Nýtt húsnæðiskerfi
Með því að afnema verðtryggingu
lána og lengja greiðslutíma lána í
samræmi við greiðslugetu fólks, allt
upp í 75 ár, og bjóða lága vexti eins
og annars staðar á Norðurlönd-
unum, ætti flestum að gefast tæki-
færi að kaupa sitt eigið húsnæði.
Hægri grænir (www.xg.is) hafa lagt
fram ítarlega stefnuskrá til að leysa
vandamál heimilanna og taka upp
réttlátara húsnæðiskerfi þar sem
enginn er skilinn útundan. Það er
borgaraleg skylda okkar Íslend-
inga, sem fámennrar þjóðar að sjá
til þess að allir hafi þak yfir höfuðið.
Það er eitt af grundvallarmannrétt-
indum í fámennu landi þar sem
allra veðra er von. Hvort sem það
eru aldraðir, öryrkjar eða allur al-
menningur þá eigum við að tryggja
það að allir hafi þak yfir höfuðið.
Afnemum sérhagsmunagæslu og
tryggjum almenningi lágmarkskjör
og mannréttindi í þessu landi.
Samræmt húsnæðiskerfi
Eftir Sigurjón
Haraldsson »Húsnæðisbólur eru
oft undanfari fjár-
málakreppa. Með sam-
ræmdu mati og lögbind-
ingu lánshlutfalls væri
hægt að komast hjá hús-
næðisbólum.
Sigurjón Haraldsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
ER ÞÖRF Á
MARGSKIPTUM
GLERAUGUM?
MARGSKIPT
GLER
-25%