Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Flórgoðar af sama vatninu, pör eða nágrannar sem höfðu búið sumar- langt hlið við hlið, eiga sér vetrar- stöðvar hvorir á sínum stað. Þannig kom t.d. í ljós að pör fóru hvort í sína áttina að hausti og dvaldist annar fuglinn í Noregi og hinn við Skot- landsstrendur yfir veturinn. Svo komu þau aftur heim að vori, strengdu sín heit að nýju, gerðu sér hreiður á sama stað og ólu upp unga.“ Þannig greinir Þorkell Lindberg Þórarinsson, líffræðingur og for- stöðumaður Náttúrustofu Norðaust- urlands, frá merkum niðurstöðum rannsóknar starfsmanna stofnunar- innar á vetrarstöðvum íslenskra flórgoða, en þær voru að mestu óþekktar. Niðurstöðurnar hafa nú þegar aukið þekkingu varðandi far- hætti og vetrarstöðvar flórgoða. Þorkell segir að það hafi til að mynda komið verulega á óvart hversu óháðir sambýlisfuglar eru hver öðrum í vetrarorlofinu. Við rannsóknina eru svokallaðir dægurritar (e. geolocator) festir á fætur fuglanna til þess að rannsaka farhætti og vetrarstöðvar. Verkefnið hófst árið 2009 og hafa nokkrir flór- goðar verið merktir á hverju ári. Alls hafa 46 fuglar nú verið merktir með dægurritum, þar af tíu í fyrra- sumar, og hafa 15 merki endur- heimst nú þegar. Nokkuð tryggir varpstaðnum Dægurritar safna upplýsingum um birtutíma. Út frá þeim er hægt að reikna staðsetningu á hverjum tíma, náist merkið aftur. Þessi tækni hefur einnig verið notuð til að skrá ferðir ritu, skúms og skrofu hér á landi. Fuglarnir voru veiddir og merktir á hreiðrum og er byggt á að þeir komi aftur á sama stað ári síðar. Þorkell segir að flórgoðinn virðist vera nokkuð tryggur varpstaðnum. Niðurstöður rannsókna Náttúru- stofunnar staðfesta vetrarstöðvar við Bretlandseyjar, Noreg og Ís- land. Hér sjást flórgoðar í litlum mæli að vetrarlagi á suðvesturhorni landsins og á Austfjörðum. Út frá upplýsingum sem fengust úr dægurritum má líka sjá hversu lengi flórgoðarnir voru að ferðast til og frá vetrarstöðvum. „Flórgoði hef- ur ekki þótt sérlega flinkur flug- fugl,“ segir Þorkell. „Hann er vatna- fugl af guðs náð og hálfankanna- legur á flugi, stéllaus, með lappirnar aftur úr búknum. Það vafðist þó ekki fyrir honum að fljúga heim frá Skot- landi á aðeins einum sólarhring. Það finnst okkur vel af sér vikið.“ Fjölgað hratt á síðustu árum Flórgoði er eini fulltrúi sinnar ættar, goðaættarinnar, sem verpir hér á landi en tegundin finnst víða á norðurhveli. Eins og aðrir goðar er hann sérstæður að byggingu og sér- hæfður að vatnalífi. Hann fer aldrei á land, ekki einu sinni til þess að verpa, því hann byggir sér flot- hreiður á vötnum sem hann festir yfirleitt uppi í stör eða víðibrúskum sem slúta út í vötn af bökkum. Nú er talið að um þúsund pör séu í íslenska flórgoðastofninum og hefur fjölgað hratt á síðustu tveimur ára- tugum. Lægst fór fjöldi flórgoða- para niður í um 300 um 1990 og var stofninn þá talinn í hættu. Talið er að um 80% íslenskra flórgoða sé að finna í Mývatnssveit og lág- lendisvötnum í Þingeyjar- sýslum. Rannsóknirnar voru einkum gerðar á Víkinga- vatni, en einnig á Ástjörn í Keldu- hverfi. Morgunblaðið/Ómar Vatnafugl af guðs náð Mest útbreiðsla flórgoða er í Þingeyjarsýslum þar sem hann finnst víða á vötnum og tjörnum. Nýjar rannsóknir sýna meðal annars að hann getur verið röskur flugfugl. Saman á sumrin en óháð að vetri  Merkar niðurstöður rannsóknar á vetrarstöðvum íslenskra flórgoða  Pör fóru hvort í sína áttina að hausti  Komu heim á Víkingavatn að vori og strengdu heit sín að nýju  Hefur fjölgað á síðustu árum Við Norður-Atlantshaf er, auk ís- lenska flórgoðastofnsins, lítill stofn í Skotlandi og annar í Noregi, sem er jafnstór eða stærri en sá íslenski. Þróunin hefur verið sú á síðustu árum að flórgoða hef- ur fækkað mjög í Noregi, á sama tíma og fjölgað hef- ur hér að sögn Þorkels. „Þetta hefur vakið spurningar um hvort meiri tengsl séu á milli stofnanna í Norður- Atlantshafi en áður var talið. Nú hefur verið staðfest að íslenski stofninn hefur að ein- hverju leyti vetursetu í Noregi og við útilokum því ekki að tengsl séu á milli fjölgunar hér og fækkunar þar. Þegar flórgoða hafði fækkað mjög hér á landi fyrir um tveimur áratugum voru margir þættir nefndir sem ástæður þeirrar þró- unar, sem lýst var sem hruni. Vissulega er flórgoðinn vegna sér- hæfingar sinnar viðkvæmur fyrir hvers konar röskun á því votlendi sem hann byggir afkomu sína á, en meintir orsakavaldar fækkunar- innar hér á landi ríma frekar illa við fjölgunina sem orðið hefur síð- an. Við viljum því skoða þróun flór- goðastofnsins hér með hliðsjón af vetrarstöðvum og í samhengi við það sem gerst hefur í löndunum í kringum okkur. Nú þegar er hafið samstarf meðal vísindamanna í löndunum þremur um slíkar rann- sóknir,“ segir Þorkell. Tengsl á milli stofna SAMSTARF MEÐAL VÍSINDAMANNA Þorkell Lindberg Þórarinsson Áslaug Arnolds- dóttir hjúkrunar- fræðingur fór um helgina til Úsbekistans, en næstu mánuði mun hún sem sendifulltrúi RKÍ starfa með Al- þjóða Rauða krossinum við uppbyggingu heilbrigðisverkefna í Mið-Asíu. Í Úsbekistan hefur Áslaug aðset- ur í Tashkent, höfuðborg landsins. Hún mun einnig starfa í Kasakstan, Kírgistan, Tadsjikistan og Túrk- menistan. Víða er neyð í þessum löndum og á vegum Rauða krossins er nú unnið að því að greina þörf fyrir aðstoð og móta stefnu. Um 20 ár eru síðan Áslaug hóf störf fyrir Rauða krossinn. Á þeim tíma hefur hún farið til starfa víða, svo sem í Georgíu, Írak, Líbanon, Eþíópíu, Úganda, Pakistan, Haítí og Líbíu. sbs@mbl.is Áslaug send á vakt- ina í Úsbekistan Áslaug Arnoldsdóttir Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.