Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þig langar til þess að gera eitthvað sem þú ert ekki vanur í dag, eitthvað óvenju- legt. Vertu á varðbergi og reyndu að vera í þínu besta pússi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt hafa gaman af því að kaupa eitthvað sem eykur virðingu þína í augum annarra. Segðu bara bless og hlutirnir gera sig upp sjálfir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það eru skemmtilegar blikur á lofti og ef þú heldur rétt á spöðunum geturðu átt ánægjulega stund með þínum nánustu. Við- urkenning frá speglinum gerir sálinni gott. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Þú verður beðinn um sérstakan greiða en vinsældir þínar geta þó gert þetta óvenju snúið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það hentar þér alls ekki að hanga heima eins og stendur. Láttu vini þína vita hversu mikilvægir þeir eru þér, þeir munu endur- gjalda þér það og meira til. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum og miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir. Nú er tekið eftir þér svo fáðu aðra í lið með þér til þess að ná mark- miði þínu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Lífið er einfaldlega þannig að þú vinnur í dag og ann- ar á morgun. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu það ekki hafa áhrif á þig þótt fólk í kring um þig sé með uppsteyt og læti. Sinntu sjálfum þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Meiriháttar atvinnutækifæri kem- ur upp. Sýndu þó umburðarlyndi því frekja og hroki er orðið daglegt brauð allt í kringum okkur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er yfir margan þröskuldinn að fara til að ná því takmarki sem þú hefur sett þér. Kröfur manna eru mismunandi og aðal- atriðið er að vera sáttur við sjálfan sig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Alvarlegar samræður við yfirmenn eða valdhafa af einhverju tagi beinast að framtíðarhorfum þínum. Dagurinn í dag er kjörinn til fasteignaviðskipta. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér hefur vegnað vel og þú nýtur virð- ingar samstarfsfólks. En þér er alveg óhætt að hafa meiri trú á samstarfsmönnum þínum. Karlinn á Laugaveginum læturvel af sér í Hveragerði, saknar þó kerlingarinnar og kjötsins, en segist farinn að venjast grænmet- inu – trefjarnar fara vel í maga, bætir hann við, og hér er mikið fugla- og dýralíf allt í kringum okk- ur: Ég í gær heyrði gaggið í tófunni. Hund-garmurinn veifaði rófunni og rak upp smá vofs, eitt bofsara bofs - mér best þykir spínat á góunni! Í Bragfræði síra Helga Sigurðs- sonar eru dæmi um 84 bragarhætti af ætt úrkasts. Þar er þetta úrkast úr Líkafróns rímum Sigurðar Breiðfjörð: Rifin allrá og ötuð föt sá á þeim konum huldu varla götin göt á garmskinnonum. „Rímur fyrir 1600“ er dokt- orsritgerð Björns K. Þórólfssonar og gefin út af Hinu íslenska fræða- félagi í Kaupmannahöfn árið 1934. Þar er margt skemmtilegt og sér- viskulegt að finna sem gefur tilefni til að rifja upp, að það þótti tíð- indum sæta, þegar sá hæggengi maður sást hlaupa á eftir stræt- isvagni! Þar segir: „Úrkast er úr dönsum komið. Háttinn á Tristramskvæði vantar ekki annað en stuðlasetningu til þess að vera rjett úrkast stýft: Tristran háði bardagann við heiðinn hund. Þar hlaut margur blóðuga und af þeirra fund. Þetta er frægur dansháttur og hefur gengið víða um lönd. Hann er kominn til Norðurlanda sunnan að, undir honum var ort bæði á Frakk- landi og Ítalíu.“ Björn tekur dæmi af því að rímnaskáld geri að gamni sínu um viðburði í sögunum. Hallur Magn- ússon orti út af drápi Kols kropp- inbaks: Kroppinbakur kyrr og spakr kraup þá niður að láði pretta vakr og prýði slakr prestfund ekki náði. Hefnd er vökt en holdið dökt haft frá stórum rentum hann dó svo snögt að gat ei glögt gjört sitt testamentum. Enginn sér hvað auðnan lér æfin trú eg svó linni greinir ei hér hann gæfi með sér grand fyrir sálu sinni. Svo er Rósu lýst: Gekk hún út með geðlegt hár Geirmon fylgdi sprundi andlit bjart og augun klár og alt sem kjósa mundi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Spínat og gaggið í tófunni Í klípu „ÞAÐ ER RÉTT HJÁ HONUM, ÉG ER FULLKOMNUNARSINNI. ÉG VAR TIL DÆMIS FULLKOMLEGA ÁNÆGÐ ÁÐUR EN VIÐ KYNNTUMST.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ÁTTIR AÐ BIÐJA UM SMÁ VÍN MEÐ MATNUM, EKKI SMÁ VIN!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... traustur bakhjarl. HJÓNABANDS- RÁÐGJÖF HVAÐ ÆTLI SÉ TIL Í KVÖLDMAT? SENNILEGA BARA AFGANGAR. Á KJÖTHLEIFUR AÐ VERA SVONA Á LITINN? ÉG SKAL SÆKJA LITA- SPJALDIÐ. ÞETTA ERU NÚ MEIRI VILLIMENN- IRNIR SEM VIÐ HÖFUM LENT Í! EKKI VERA SVONA FORDÓMA- FULLUR, HRÓLFUR. KANNSKI ER BARA VONDUR HÁRDAGUR HJÁ ÞEIM ÖLLUM. Helgin var viðburðarík í enskuknattspyrnunni. Það liggur svo sem fyrir hvar meistarabikarinn hafnar en sitthvað annað á eftir að kljá út. Má þar nefna hvaða lið koma til með að fylgja Manchester- liðunum í Meistaradeild Evrópu að ári. Liverpool hleypti spennu í þá keppni með dramatískum sigri á Tottenham Hotspur í frábærum leik á Anfield. Það þýðir að Rauði herinn eygir enn veika von um að verða í hattinum þegar glíman um Evrópu- bikarinn, sem ekkert enskt félag hefur unnið oftar, hefst næsta haust. Fróðlegt verður að sjá hvaða áhrif tapið hefur á Tottenham sem farið hefur á kostum undanfarnar vikur. Staða liðsins er ennþá sterk en stuðningsmenn Tottenham þekkja það þó betur en margir af biturri reynslu hvernig það er að missa meistaradeildarsæti út úr höndunum á elleftu stundu. Á móti kemur að Tottenham hefur ekki áð- ur verið með Gareth Bale í slíkum ham. x x x Eftir leikinn á Anfield var skipt yf-ir á Old Trafford, þar sem Man- chester United tók á móti Chelsea í bikarnum. Óvenjulegt að horfa upp á Rauðu djöflana missa niður tveggja marka forskot og það á heimavelli. Raunar voru þeir Fergu- synir stálheppnir að tapa ekki leikn- um, David de Gea varði meist- aralega frá landa sínum, Juan Mata, í blálokin – með tánni. Ótrúlega flinkur að verja með fót- unum, De Gea. Raunar mun flinkari en með höndunum. Hann hlýtur að hafa bakgrunn í handboltamark- vörslu, drengurinn. Aumingja Fernando Torres. Keyrður í svörðinn af Rio Ferdin- and en sýndi samt engin svipbrigði, varð hvorki reiður né hissa. Ferdin- and er þó ekki búinn að bíta úr nál- inni með þann undarlega gjörning. x x x Á Loftus Road vann QPR sinnannan leik í röð. Er Harry Houdini loksins kominn á kreik? Fyrir aðeins tveimur vikum virkaði liðið dauðadæmt en nú vantar það bara fjögur stig til að komast úr fall- sæti. Hver veit? víkverji@mbl.is Víkverji Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag- inn. (Sálmarnir 71:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.