Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Viðræður eru hafnar um mögulega sameiningu
Gamma og Íslenskra verðbréfa. Hluthafafundur
Íslenskra verðbréfa samþykkti það í lok liðinnar
viku, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Íslensk verðbréf, sem eru með aðalskrifstofu á
Akureyri, eru sérhæft eignastýringarfyrirtæki
sem sinnir viðskiptavinum um allt land. Félagið
var stofnað árið 1987 og starfsmenn eru um 20.
Stærsti hluthafi félagsins er Íslandsbanki með
27,5% hlut og Eignasafn Seðlabanka Íslands er
sjötti stærsti hluthafinn með 6,4% hlut. Hlutir Ís-
landsbanka og Seðlabankans hafa verið í söluferli
frá febrúar 2012. Aðrir hluthafar eru til að mynda
lífeyrissjóðir. Eignir í stýringu hjá fyrirtækinu
námu um 130 milljörðum króna í árslok 2011.
Gamma rekur verðbréfasjóði og veitir einnig
fjármálaráðgjöf. Fyrirtækið er með um 24 millj-
arða króna í stýringu, samkvæmt vefsíðu sinni.
Gísli Hauksson hagfræðingur og Agnar Tómas
Möller verkfræðingur stofnuðu félagið eftir
bankahrun 2008. Starfsmannalistinn telur ellefu
manns. MP banki er stærsti hluthafinn með 27%
hlut, félag í eigu Gísla á 26%, félag í eigu Agnars á
26% og félag í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu
Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra FL Gro-
up, á 10%. Félag í eigu Guðmundar Björnssonar,
sem starfar hjá fyrirtækinu á 8% og Valdimar Ár-
mann, sem starfar þar einnig, á 3%. Ásgeir Jóns-
son, lektor við Háskóla Íslands er efnahagsráð-
gjafi hjá fyrirtækinu.
Íslensk verðbréf högnuðust um 163 milljónir
króna árið 2011, samkvæmt ársreikningi. Eigið fé
nam 441 milljón og eiginfjárhlutfallið var 27%,
reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Gamma hagnaðist um 125 milljónir árið 2011.
Eigið fé félagsins nam 221 milljón og var eiginfjár-
hlutfallið 77%, reiknað samkvæmt lögum um fjár-
málafyrirtæki.
Fram hefur komið í fréttum að Gamma stýri
fasteignasjóði fyrir fagfjárfesta sem eigi íbúðir á
höfuðborgarsvæðinu. Fyrst eru íbúðirnar í útleigu
en með tímanum er stefnt að því að selja þær fyrir
hagstætt verð.
Íslensk verðbréf og
Gamma skoða sameiningu
Morgunblaðið/Ómar
Akureyri Aðalskrifstofa Íslenskra verðbréfa er á
Akureyri. Félagið er með um 20 starfsmenn.
Samanlagt eigið fé
fyrirtækjanna árið 2011
væri 662 milljónir króna
Umfangsmikil í sjóðstýringu
» Íslensk verðbréf voru með 130 milljarða
króna í árslok 2011 í eignastýringu. Fyrir-
tækið var stofnað árið 1987.
» Gamma er með um 24 milljarða króna í
stýringu. Fyrirtækið var stofnað árið 2008.
» Íslensk verðbréf högnuðust um 163 millj-
ónir króna árið 2011.
» Gamma hagnaðist um 125 milljónir árið
2011.
Pioneer Bay, gámaskip Samskipa
lagðist að bryggju á Höfn í Horna-
firði fyrir helgi til þess að lesta
loðnuafurðir sem fara eiga á Jap-
ansmarkað. Í fréttatilkynningu frá
Samskipum kemur fram að þetta er
fyrsta gámaskip félagsins sem
leggst að bryggju á Höfn, síðan árið
2000.
Heildarburðargeta skipsins er
um 5.500 tonn en það tekur rúm-
lega 500 20 feta gámaeiningar
(TEU). Frá Austfjörðum hélt skipið
með afurðirnar til Hollands.
„Pioneer Bay er sama skip og
Samskip munu nota á nýrri sigling-
arleið sem kynnt var fyrir skömmu.
Skipið fer þá frá Reykjavík til Ísa-
fjarðar og verður þar hinn 19.
mars. Daginn eftir verður skipið á
Akureyri og siglir þaðan til Reyð-
arfjarðar og svo áleiðis til Imming-
ham í Bretlandi og Rotterdam í
Hollandi með viðkomu í Kollafirði í
Færeyjum segir í fréttatilkynning-
unni frá Samskipum.
Höfn Pioneer Bay leggst að bryggju
á Höfn í Hornafirði.
Lestaði
loðnuafurðir
á Höfn