Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að
Egyptar til forna þjáðust af æða-
kölkun. Hingað til hefur sjúkdóm-
urinn einkum verið tengdur við
lesti síðari tíma eins og reykingar,
ofát og hreyfingarskort.
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru birtar í gær í læknatímaritinu
Lancet. Segir þar að æðakölkun í
fornaldarmönnum sýni að sjúkdóm-
urinn tengist venjulegri öldrun
manna en sé ekki tengdur sér-
staklega mataræði eða lífsstíl.
Rannsóknin bendi jafnframt til
þess að ekkert sé hæft í því að með
því að taka upp mataræði fyrri tíma
sé hægt að forðast sjúkdóminn.
Niðurstöðurnar þýði þó ekki að
lífsstíll manna skipti engu máli þeg-
ar áhættuþættir sjúkdómsins eru
vegnir og metnir.
AFP
Múmía Forn-Egyptar þjáðust af æða-
kölkun, rétt eins og nútímafólk.
Múmíur með
lífsstílssjúkdóma
FRAKKLAND
Saksóknarar í
mútumáli Silvios
Berlusconis hafa
krafist þess að
réttarhöldin yfir
honum haldi
áfram en Berlus-
coni hefur dvalið
á sjúkrahúsi síð-
ustu daga vegna
meintrar sýk-
ingar í augum.
Dómarar í málinu hafa kallað til
lækni sem á að staðfesta hvort
eitthvað ami að forsætisráð-
herranum fyrrverandi. Réttar-
höldin hafa tekið tvö ár og átti
dómur að falla í mars en ólíklegt
þykir að það muni takast héðan í
frá.
Berlusconi enn í
lagaflækjum
Silvio Berlusconi
ÍTALÍA
Kanadíski „mannætumorðinginn“
Luka Rocco Magnotta, sem vakti
heimsathygli síðasta sumar fyrir
ódæði sitt, var dreginn fyrir rétt í
Montreal í gær. Hann á yfir höfði
sér lífstíðardóm verði hann fund-
inn sekur um að hafa myrt kín-
verska nemann Lin Jun og mis-
þyrmt líki hans. Magnotta neitar
allri sök.
Mannætumorðingi
dreginn fyrir rétt
KANADA
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sameiginleg heræfing Suður-Kóreu-
manna og Bandaríkjamanna hófst í
gær en aukin spenna hefur verið í
samskiptum Norður- og Suður-Kór-
eu síðan Sameinuðu þjóðirnar sam-
þykktu nýjar refsiaðgerðir gagnvart
Norður-Kóreu vegna tilrauna lands-
ins með kjarnorkuvopn. Norður-
Kóreumenn brugðust ókvæða við
heræfingunni og sögðu hana vera
ígildi stríðsyfirlýsingar. Þá rufu þeir
neyðarsímalínu sem er á milli
ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum.
Reyndu Suður-Kóreumenn tvisvar
að ná sambandi í gegnum línuna en
án svars.
Undanfari árásar?
Þá birti Rodong Sinmun, helsta
dagblað Norður-Kóreustjórnar,
frétt í gær þar sem sagði að her al-
þýðulýðveldisins hefði lýst vopna-
hléssamkomulagið frá 1953 sem batt
enda á Kóreustríðið ógilt. Embætt-
ismenn í Bandaríkjunum og Suður-
Kóreu neita því að hægt sé að slíta
samkomulaginu einhliða en óttast er
að Norður-Kóreumenn séu að und-
irbúa árás eða aðrar ögranir á
grundvelli þessarar yfirlýsingar. Áð-
ur höfðu Norður-Kóreumenn hótað
því að gera kjarnorkuárás á Banda-
ríkin eða Suður-Kóreu.
Talið er ólíklegt að Kim Jong-Un,
leiðtogi Norður-Kóreu, muni hætta á
stríðsátök en óttast er að spennan
geti leitt til átaka sem hvorugur að-
ilinn vilji. Markmið Kim Jong-Uns
sé hins vegar tvíþætt: Í fyrsta lagi að
styrkja stöðu sína í valdakerfi Norð-
ur-Kóreu og á meðal hersins og í
öðru lagi að knýja Bandaríkjamenn
að samningaborðinu til þess að af-
létta refsiaðgerðunum.
Park Geun-hye, forseti Suður-
Kóreu, hefur sagt að Suður-Kóreu-
menn muni bregðast hart við öllum
ögrunum Norður-Kóreumanna og
hefna sérhverrar árásar sem gerð
yrði. Talið er að hún sé að reyna að
koma í veg fyrir að Norður-Kóreu-
menn geri árás með því að sýna fulla
hörku. Fyrirrennari hennar í emb-
ætti, Lee Myung-bak, var mikið
gagnrýndur þegar hann aðhafðist
ekkert í kjölfar þess að Norður-Kór-
eumenn létu stórskotahríð dynja á
Yeonpyeong-eyju árið 2010. Fjórir
Suður-Kóreumenn létust þá.
Kjarnorkuvæðist suðrið?
Bandaríska dagblaðið New York
Times segir að ástandið nú hafi ýtt
undir stjórnmálamenn sem vilji að
Suður-Kórea komi sér upp sínum
eigin kjarnorkuvopnum. Samkvæmt
skoðanakönnun eru tveir þriðju Suð-
ur-Kóreumanna á því að landið eigi-
að stíga slíkt skref. Segja stjórn-
málaskýrendur að ein útskýringin að
baki því sé vantrú á að Bandaríkin
muni koma Suður-Kóreu til aðstoðar
láti Norður-Kórea til skarar skríða.
Bandaríkjamenn halda enn úti um
28.500 hermönnum í landinu og
segja þann herafla til merkis um að
Suður-Kórea njóti verndar sinnar.
Umræðan um suðurkóresk kjarn-
orkuvopn bendir einnig til þess að al-
menningur þar sé orðinn vantrúaður
á að það muni takast að sannfæra
Norður-Kóreumenn um að láta sín
eigin kjarnorkuvopn af hendi.
Suður-Kóreumenn hafa ekki sóst
eftir kjarnorkuvopnum síðan Park
Chung-hee, faðir núverandi forseta
og þáverandi einræðisherra, lét þróa
slík vopn á áttunda áratug tuttug-
ustu aldar. Hann óttaðist að í kjölfar
Víetnamstríðsins myndu Banda-
ríkjamenn draga herlið sitt til baka
frá landinu. Stjórnvöld í Washington
náðu þá að sannfæra Park um að
Suður-Kórea gæti treyst á áfram-
haldandi hervernd Bandaríkjanna.
Segja vopnahléið frá
1953 ekki lengur í gildi
AFP
Hermenn Tæplega 6.000 nýir liðsforingjar voru skipaðir í suðurkóreska
hernum um daginn. Mikil spenna ríkir nú í samskiptum á Kóreuskaganum.
Spennan eykst
hröðum skrefum á
Kóreuskaganum
Sjá sölustaði á istex.is
Íslenska ullin
er einstök
Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun
Aðeins þrjú verð:
690 kr.390 kr.290 kr.