Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 38

Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 38
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í tíunda sinn á Ísafirði, 29. og 30. mars nk. í KNH skemm- unni, Grænagarði. Fjölmiðlamönn- um var boðið í kynningarferð vestur í gær af skipuleggjendum hátíð- arinnar og lentu þeir í rjómablíðu eftir að hafa notið stórfenglegs út- sýnis yfir snævi þakin fjöll. Á flug- vellinum var haldinn stuttur blaða- mannafundur, hátíðin kynnt og þeir tónlistarmenn og hljómsveitir sem koma fram í ár, 26 talsins. Má þar nefna Bubba Morthens sem kemur fram á hátíðinni í fyrsta sinn ásamt hljómsveit. Aðgangur er ókeypis og tónlistarmenn gefa allir vinnu sína sem og fjöldi sjálfboðaliða sem að henni kemur. Og ekki er verra að hin árlega Skíðavika Ísfirðinga hefst 27. mars og stendur fram yfir páska og því hægt að renna sér á skíðum á daginn og hlusta á góða tónlist á kvöldin. Er hægt að biðja um meira? Flugstöðvarfundurinn var á létt- um nótum og fulltrúar nokkurra fyr- irtækja, svokallaðir „foreldrar“ há- tíðarinnar sem styrkja hana, undirrituðu viljayfirlýsingu og var Pétur Magnússon (jafnan nefndur „fallegi smiðurinn“), kynnir hátíð- arinnar, notaður sem borð við góðar undirtektir viðstaddra. Rokkstjórinn og smalinn Jón Þór Þorleifsson, og þeir Kristján Freyr Halldórsson og Hálfdán Bjarki Hálfdánarson úr undirbúningsnefnd hátíðarinnar, fluttu ávörp sem og bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, Daníel Jakobsson, en hann brá sér einnig í hlutverk skíða- göngukennara nokkru síðar. Í máli þeirra kom meðal annars fram að hátíðin stæði og félli með þátttöku tónlistarfólksins sem gæfi vinnu sína og komust færri að í ár en vildu, sem sýnir hversu mikilvægur viðburður hún er orðin í tónlistarlífi Íslendinga. Bæjarstjórinn sagði ímynd hátíð- arinnar ,,lopapeysu og krúttlegheit“ og benti á rokkstjórann því til stað- festingar, klæddan íslenskri lopa- peysu og krúttlegur með eindæmum. Þá taldi bæjarstjórinn mikilvægt að fram kæmi að á Ísafirði væri aldrei vont veður og að hátíðin ætti að vera skemmtileg og jákvæð, fjöl- skylduskemmtun. Tónlistarmaðurinn Mugison, einn af stofnendum hátíðarinnar, komst ekki á fundinn þar sem hann er á tónleikaferðalagi með hljómsveitinni Of Monsters and Men en hann sendi frá sér yfirlýsingu sem Hálfdán las upp. Að loknum lestri þótti nauðsyn- legt að lesa hana upp aftur sökum skrautlegs orðfæris og fá íslenska þýðingu á yfirlýsingunni sem unnin var út frá Mugison-íslenskri orða- bók. Í stuttu máli óskaði Mugison öll- um velfarnaðar og sagði að sér litist vel á hátíðina í ár. Yfirlýsinguna má finna á vef hátíðarinnar, aldrei.is. Karlar féllu Að loknum blaðamannafundi var haldið upp í fjall. Þar brugðu fjöl- miðlamenn sér á gönguskíði; fulltrú- ar frá vef hátíðarinnar, Grapevine, Stöð 2, Morgunblaðinu og Rás 2. Enginn þeirra býr yfir mikilli reynslu eða þekkingu á þeirri tign- arlegu íþrótt og sást það greinilega á fyrsta rennsli. Blaðamaður Morg- unblaðsins renndi sér þó áfallalaust dágóðan spöl og taldi sig hafa náð tökum á tækninni. Að lokinni æfingu var blásið til fjölmiðlakeppni í skíða- göngu og kárnaði þá heldur gamanið. Var fjölmiðlamönnum skipt í lið eftir kynjum og sá sem hér ritar í liði með fulltrúum Rásar 2 og vefjar hátíð- arinnar. Töldu karlarnir sigurinn vís- an, þeir myndu bursta kerlingarnar en annað kom á daginn. Konurnar sigldu hægt en örugglega í mark en karlarnir duttu allir í snjóinn. Fulltrúi Rásar 2 komst með naum- indum aftur á fætur og niðurlæging karlaliðsins var alger. Til að bæta gráu ofan á svart var keppnin skrá- sett ítarlega af kvikmyndatökumanni Stöðvar 2. Skal leitað hefnda að ári, gefist þess kostur. Rjóð í kinnum hélt hersingin svo á Hótel Ísafjörð og snæddi þar dýrindis hádegisverð. Fjölbreytni lykilatriði Jón Þór hefur gegnt stöðu rokk- stjóra í þrjú ár og segir hann leyni- lega nefnd setta upp á hverju ári til að velja hljómsveitir og tónlist- armenn á hátíðina. „Það er erfitt að velja. Við fáum gríðarlega margar umsóknir og svo auðvitað kemur fyrir að við hringjum í suma og spyrjum hvort þeir vilji vera með,“ segir Jón Þór. ,,Við vilj- um fá fjölbreytni og tengja þetta vestur, fá heimamenn til þess að spila. Okkur finnst það vera einn til- gangur hátíðarinnar að ungu böndin sem eru að byrja fái tækifæri til að spila hér með Mugison og Bubba Morthens, fái tuttugu mínútur til að spila eins og þeir. Þannig verði allir jafnir, þekktum og óþekktum gert jafnhátt undir höfði. – Þið hljótið að vera sáttir við það að hátíðin sé komin á þann stall að þó svo að menn þurfi að gefa vinnu sína þá keppast þeir um að fá að koma fram á henni? ,,Já, og fólki finnst þetta rosa gam- an,“ svarar Jón Þór. Það sé ekki rukkað inn á hátíðina og kosturinn við það sé að fólk geti ekki verið heimtufrekt. ,,Ef þú fílar ekki hljóm- sveitina sem er að spila þá gerir það ekkert til því hún spilar bara í 20 mínútur og síðan kemur kannski hljómsveitin sem þú ert að bíða eftir. – Og ykkur hefur gengið vel að fá kostunaraðila? „Já, það hefur gengið vel og er mikilvægt. Það er svo mikill skiln- ingur hjá þeim sem við köllum for- eldra okkar, bakhjörlunum, að vera með því þeir vita að þetta fer beint í hátíðina. Við erum mjög heppin með þá sem eru með okkur,“ segir Jón Þór en mikill fjöldi fyrirtækja styrkir hátíðina. ,,Það er auðvelt að selja þetta, það er ekkert vesen, ekkert falið og þetta er orðið vörumerki sem við verðum að passa upp á. Við getum ekki selt þetta ódýrt heldur, fyrirtæki skilja alveg að það er gott að tengja sig við hátíðina. Þetta er fjölskylduhátíð og hefur verið blessunarlega laus við fyllirí og vitleysu.“ Skíði á daginn, tónlist á kvöldin Morgunblaðið/Helgi Snær Undirritunin Magnús Kristjánsson skrifar undir stuðningssamning á baki Péturs Magnússonar. Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri og smali, fylgist með.  Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin 29. og 30. mars  26 hljómsveitir og Bubbi Mort- hens kemur fram á hátíðinni í fyrsta sinn  Fjölmiðlamenn kepptu í kynjaskiptri skíðagöngu í gær Sigurvegarar Sveitina skipuðu þær Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, Stöð 2, Rúna Esradóttir rit- stjóri Aldrei.is og Anna Andersen frá Grapevine. Fall Fulltrúi Rásar 2, Ólafur Páll Gunnarsson, í göngubrautinni. Tilþrif Blaðamaður Morgunblaðsins tekst á við þyngdaraflið. 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 ER ÞÖRF Á MARGSKIPTUM GLERAUGUM? MARGSKIPT GLER -25% Abbababb Blind Bargain Borkó Bubbi Morthens Dolby Duro Feares Futuregrapher Hörmung Jónas Sig. Langi Seli og Skugg- arnir Lára Rúnars Monotown Mugison Ojba Rasta Oyama Prinspóló Ragga Gísla og Fjalla- bræður Rythmatik Samaris Sin Fang Skúli mennski Sniglabandið Stafrænn Hákon Valdimar Ylja Þeir sem koma fram FJÖLDI LISTAMANNA LEIKUR Á ALDREI FÓR ÉG SUÐUR 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.