Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Það er ekkert planað,“ segir Ævar Örn Guðjónsson tamninga-maður og bætir við að það sé tæpt á því að það verði veislu-höld á þriðjudagskvöldi. Ævar Örn segir að starfið taki mest- allan sinn tíma. „Ég sé um umhirðu á um þrjátíu hestum, held þeim hreinum, fóðra þá og þjálfa. Starfið er eiginlega frá morgni til kvölds.“ Ævar Örn segir að það breytist lítið þó að hann eigi afmæli enda hverfi vinnan ekkert frá mönnum þó að þeir verði árinu eldri. Ævar Örn hefur tengst hestamennskunni frá blautu barnsbeini og segir að hann hafi dottið í ævistarfið vegna mikils áhuga á hestum. „Ég byrjaði á því að fara á hestbak í sveitinni eins og gerist og geng- ur og þetta var bara það sem hugur minn stefndi að.“ Ævar Örn tel- ur sig hafa verið lánsaman mann. „Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni finnst skemmtilegast,“ segir Ævar Örn sem er í sambúð og á tæplega þriggja ára dóttur. Þó að hestamennskan sé fyrirferðarmikil á Ævar Örn sér önnur áhugamál og segir hann að hann hafi mjög gaman af öllum íþrótt- um. Ævar Örn spilar bæði körfubolta og knattspyrnu í frístundum sínum. „Ég æfði þetta sem unglingur en eðlilega þá fór mestur tími minn í annað en þessar íþróttir. Ég hef samt mjög gaman af því,“ segir Ævar sem segir það vera lykilinn að lífinu að hafa gaman af því. sgs@mbl.is Ævar Örn Guðjónsson 32 ára Ljósmynd/Mathilde Bögh Mikill hestamaður Ævar Örn Guðjónsson á Sjarma frá Vatnsleysu á ræktunarbússýningu á Landsmóti 2012. Forréttindi að fá að vinna við áhugamálið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Selfoss Amelía Þóra fæddist 28. ágúst kl. 19.41. Hún vó 2.960 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Íris María Bjarkadótt- ir og Russell Andrew Fain. Nýr borgari I ngimar fæddist á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi 12.3. 1928 og ólst þar upp. Hann var í barnaskólanum á Drangsnesi til 1941, lauk prófum frá Unglingaskólanum á Hólmavík 1943, stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrúta- firði 1944-46 og lauk íþróttakenn- araprófi frá Íþróttakennaraskóla Ís- lands á Laugarvatni 1949. Ingimar var leikfimikennari Barna og unglingaskólans á Drangs- nesi 1950-53 og í Varmahlíð 1951 og kenndi jafnframt íþróttir á hverju sumri en þó einkum sund í Bjarnar- firði 1950-72 og í Krossnesi í Víkur- sveit, var skólastjóri Barnaskólans á Klúku í Bjarnarfirði 1955-72 sem þá var heimavistarskóli. Hann var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kaldr- ananeshrepps 1965-75 og bóndi í Framnesi í Bjarnarfirði 1970-77 er þau hjónin fluttu til Reykjavíkur. Ingimar Elíasson, fyrrv. kennari og bóndi – 85 ára Morgunblaðið/Styrmir Kári Demantsbrúðkaup Ingimar og kona hans, Ásta Vigdís, en í næsta mánuði eiga þau 60 ára brúðkaupsafmæli. Hagyrðingur og skóla- maður af Ströndum Morgunblaðið/Styrmir Kári Afmælisbarnið Ingimar hefur verið að velta því fyrir sér að skrá endur- minningar sínar enda hefur hann frá ýmsu að segja á langri ævi. Heiðurshjónin Geir Reynir Tóm- asson tannlæknir og Maria Elf- riede Tómasson húsfrú eiga 70 ára brúðkaupsafmæli í dag. Geir fæddist 24.6. 1916 og er því orð- inn 96 ára, en Maria fæddist 26.7. 1921 og er því 91 árs. Þau giftu sig í Köln í Þýskalandi á stríðsárunum þar sem Maria er fædd og Geir var í tannlækna- námi. Geir starfrækti eigin tannlækna- stofu í Reykjavík um langt árabil og þar til hann varð áttræður, fyrst við Þórsgötu, síðan í Dom- us Medica og loks við Sólvalla- götu. Þau hjónin búa enn í eigin íbúð við Hávallagötu og sjá um sig sjálf. Árnað heilla Platínubrúðkaup ÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR VORU AÐ KOMA! Vertu fyrstur, fáðu þann besta! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Eigum allskonar bíla, langar þig í einn? Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Ertu með kaupanda? Skjalafrágangur frá 14.990 kr. Löggildir bílasalar tryggja öryggi beggja aðila Fylgstu með okkur á facebook Sölulaun frá 39.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.