Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
✝ Friðleifur Jó-hannsson
fæddist á Siglufirði
12. október 1944.
Hann lést á Landa-
kotsspítala 1. mars
2013.
Foreldrar: Jó-
hann Friðleifsson,
vélstjóri á Siglu-
firði, f. 5. júní 1906,
d. 19. apríl 1987, og
Svanhildur Björns-
dóttir, húsfreyja á Siglufirði, f.
28. ágúst 1912, d. 23. október
1961. Systkini: Alda, f. 1936,
Sigríður, f. 1943, og Jóhanna, f.
1951. Systkini samfeðra: Íris, f.
1932.
Friðleifur kvæntist 9. október
1970 Snjólaugu Sigurðardóttur,
f. 12. febrúar 1943, einkaritara
og síðar fulltrúa á skrifstofu for-
stjóra Landsvirkjunar. For-
eldrar: Sigurður Þórarinsson,
frá Menntaskólanum á Akureyri
1964 og með cand. oecon-
viðskiptafræðipróf frá Háskóla
Íslands 1970. Hann lauk bóklegu
námi til löggildingar endurskoð-
enda 1976. Friðleifur hóf störf
1970 hjá embætti ríkisskatt-
stjóra í Reykjavík og starfaði
þar alla sína starfstíð til ársins
2006 að undanskildu árinu 1982
er hann var starfsmaður á
endurskoðunarskrifstofu í
Reykjavík. Friðleifur var settur
skattstjóri Vesturlandsum-
dæmis á árinu 1991, forstöðu-
maður endurskoðunarsviðs hjá
ríkisskattstjóra 1992 og
forstöðumaður tekjuskatts-
skrifstofu þar 1993 en í kjölfar
veikinda starfaði Friðleifur sem
sérfræðingur síðustu ár sín hjá
embættinu. Hann var í stjórn
kjaradeildar ríkisstarfsmanna
innan Félags viðskipta- og hag-
fræðinga 1977-80 og formaður
1979-80. Átti sæti og var starfs-
maður í nokkrum opinberum
nefndum um skattamál á ár-
unum 1987-94.
Útför Friðleifs verður gerð
frá Langholtskirkju í dag, 12.
mars 2013, klukkan 13.
jarðfræðingur, f.
1912, d. 1983, og
Inga Þórarinsson,
f. Backlund 1918, d.
1993.
Börn Friðleifs og
Snjólaugar eru: 1)
Jóhann Sveinn
Friðleifsson, f. 30.
nóvember 1971.
Maki: Íris Stef-
ánsdóttir, f. 9. des-
ember 1973. Þeirra
börn: Sara Hlín, f. 2000, og Birk-
ir Ísak, f. 2002. 2) Sigurður Ingi
Friðleifsson, f. 17. október 1974.
Maki: Brynhildur Bjarnadóttir,
f. 7. febrúar 1974. Þeirra börn:
Valdís, f. 1999, Katrín, f. 2000,
Sindri, f. 2005, og Sölvi, f. 2009.
Friðleifur ólst upp á Siglu-
firði en bjó stærstan hluta ævi
sinnar í Seljahverfi í Reykjavík.
Hann fluttist í Mosfellsbæ 2006.
Hann útskrifaðist sem stúdent
Með örfáum fátæklegum orð-
um langar mig að minnast
tengdaföður míns, Friðleifs Jó-
hannssonar. Friðleifi kynntist ég
fyrst árið 1996 þegar leiðir okkar
Sigurðar sonar hans, tóku að
liggja saman. Ég man vel eftir
því þegar ég hitti Friðleif í
fyrsta skiptið sem ég kom á
heimili þeirra hjóna, hans og
Snjólaugar, sem þá var í Stalla-
seli. Hann heilsaði mér með
handabandi og laumaði sér svo í
eldhúsið að undirbúa matinn. Og
þannig finnst mér ég muna svo
vel eftir honum, að stússa í eld-
húsinu og undirbúa matinn fyrir
synina, tengdadæturnar og
barnabörnin sem voru alltaf svo
velkomin í mat á sunnudögum.
Friðleifur var rólegur maður,
hann var ekki maður mikilla
orða en það sem hann sagði
skipti máli. Oft var líka einhvers
konar glettni eða kímni undir-
liggjandi í orðum hans. Mér er
sérstaklega minnisstæð ræðan
sem Friðleifur hélt í brúðkaup-
inu okkar Sigga árið 1998. Þá
man ég að hann fór mörgum
fögrum orðum um mig, svo
mörgum að mér þótti það óverð-
skuldað. En þannig var hann,
hlýr og góður. Ég man líka vel
eftir stoltinu sem skein úr aug-
um hans þegar hann heimsótti
okkur hjónin á Landspítalann
árið 1999 og fékk að halda á
fyrsta barnabarninu sínu. Þau
hjónin heimsóttu okkur fjöl-
skylduna nokkrum sinnum til
Svíþjóðar þegar við bjuggum
þar, og eftir að við fluttum norð-
ur í land lögðu þau ósjaldan á sig
ferðlag til að vera með okkur.
Síðasta heimsóknin þeirra hing-
að norður til okkar var í haust,
en þá var Friðleifur orðinn nokk-
uð veikur og mun máttfarnari en
ég hafði áður séð hann. Engu að
síður gaf hann sér tíma til að
spjalla við barnabörnin, hlusta á
þau syngja og spila, og lesa með
þeim bækur. Ég á margar góðar
minningar um Friðleif og fyrir
þær er ég þakklát. Ég er um-
fram allt þakklát fyrir það að
börnin mín fengu að kynnast
honum og njóta hans. Og þó að
oft væri langt á milli okkar
vegna búsetu, þá veit ég að hann
fylgdist alltaf vel með okkur. Ég
mun gera mitt besta í því að
halda minningu afa Friðleifs á
lofti.
Elsku Snjólaug, þó að missir
okkar allra sé mikill, er þinn
hvað mestur. Megi góður Guð
styrkja þig og styðja á þeim erf-
iðu tímum sem framundan eru.
Elsku Siggi minn og börnin okk-
ar, Jóhann og fjölskylda, Guð
veri með okkur öllum.
Brynhildur Bjarnadóttir.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku afi, takk fyrir ferðalög-
in, ævintýrin og allar stundirnar
sem þú gafst okkur. Það var
skemmtilegt að spila og tefla við
þig. Þú hugsaðir vel um garðinn
ykkar ömmu í Stallaseli og tókst
alla þessa leiðinlegu fífla með
skrýtna græna tækinu þínu. Þú
gafst lífinu tilbreytingu og við
söknum þín.
Sara Hlín og Birkir Ísak.
Minningin um þegar ég hitti
Friðleif í fyrsta skipti, fyrir rúm-
lega fjörutíu og þremur árum, er
enn ljóslifandi í huga mér. Í jóla-
fríi frá námi mínu í Skotlandi er
ég staddur á stúdentaballi á Hót-
el Sögu, þegar ég geng fram á
borð þar sem Snjólaug systir mín
situr. Hún spyr mig hvort hún
megi ekki kynna mig fyrir vini
sínum. Þó að ég hafi lítið gert
nema kasta stuttri kveðju á Frið-
leif sannfærðist ég einhvern veg-
inn um það á augabragði að hér
færi ungur maður sem myndi
reynast systur minni góður og
traustur lífsförunautur. Fram að
þeirri stundu hafði kröfuharður
yngri bróðir alltaf séð einhverja
annmarka á þeim sem renndu
hýru auga til systur hans. Ég
gladdist því einlæglega, þegar ég
frétti af því ekki mjög löngu síðar
að Snjólaug og Friðleifur höfðu
heitbundist.
Aldrei síðan hef ég haft ástæðu
til að efast um þessa fyrstu sann-
færingu mína. Friðleifur var alla
tíð yfirvegaður og asalaus, en
duglegur og ósérhlífinn. Þannig
lagði hann á sig mikla vinnu við
að koma upp fallegu heimili fyrir
fjölskyldu sína í Stallaseli 9 og
halda því síðan vel við, enda mik-
ið snyrtimenni. Þangað var alltaf
notalegt að koma í heimsókn.
Hann gat verið nokkuð fámáll í
samskiptum, en var góður hlust-
andi og kom síðan með hnitmið-
aðar og hnyttnar athugasemdir,
sem hittu beint í mark. Viðhorf
hans einkenndust af því að styðja
við þá sem minna máttu sín. Hið
rólega og yfirvegaða yfirbragð
hans varð til þess að ung börn
hændust mjög að honum og leið
vel í návist hans og nutu þess
fleiri en synir hans tveir.
Erfið veikindi og vaxandi þrek-
leysi hin síðari ár reyndu mikið á
og ég dáðist mjög að því hvað
hann mætti þessum örlögum sín-
um af miklu æðruleysi og hug-
rekki. Góð umönnun og um-
hyggja systur minnar hjálpaði
vissulega mikið, en líklega skipti
hér ekki minnstu máli djúpstæð
og gagnkvæm virðing og traust
þeirra á milli sem einkenndi allt
þeirra hjónaband. Við Mary
kveðjum góðan mág með söknuði.
Sven Þ. Sigurðsson.
Nú er vinur okkar, Friðleifur
Jóhannsson, látinn eftir löng og
erfið veikindi. Snjólaug, æsku-
vinkona Hrefnu, giftist Friðleifi
meðan við bjuggum í Danmörku,
en fljótlega tóku þær upp sam-
band á ný þegar við komum
heim aftur og var mikil vinskap-
ur á milli okkar. Friðleifur var
mikill mannkostamaður og hafði
góða nærveru en var lítið fyrir
að trana sér fram. Hann var
traustur, rólegur og yfirvegaður
en hann var launfyndinn og
laumaði frá sér mörgum gull-
kornum á ólíklegustu stundum.
Hann vann nær alla sína starfs-
ævi hjá Ríkisskattstjóra og var
einn af æðstu yfirmönnum emb-
ættisins.
Fyrir tæpum tuttugu árum
var Friðleifur skorinn upp vegna
æxlis í heila og var það erfið
stund þegar þeim hjónum var til-
kynnt að ekki hefði verið hægt
að ná öllu æxlinu. Hann náði sér
þó ótrúlega vel og lifði eðlilegu
lífi með útivist, ferðalögum og
badminton og stundaði starf sitt.
Síðustu árin hrakaði heilsu hans
mjög og þá sérstaklega á síðasta
ári. En með þrautseigju og
æðruleysi tókst hann á við veik-
indin og við getum þakkað fyrir
hve lengi hann fékk að vera með
okkur.
Við fórum margar ferðir sam-
an bæði innanlands og erlendis.
Síðasta ferð okkar út fyrir land-
steinana var til Devon í Eng-
landi fyrir rúmlega fimm árum
en þar leigðum við okkur sum-
arhús og áttum saman ánægju-
stundir í fallegu umhverfi. Síð-
astliðið sumar vorum við hjá
þeim í nýju íbúðinni á Akureyri
sem þau kynntu sem sumarbú-
staðinn sinn. Þar dvöldum við í
góðu yfirlæti og skoðuðum sveit-
ir Eyjafjarðar í sól og sumaryl
og heimsóttum m.a. Sigga son
þeirra og Billu á Hrafnagili. Við
spiluðum saman badminton í
mörg ár og það var hart barist
um hvern bolta og kappið mikið
þó jafnvægi Friðleifs hafi beðið
varanlega skaða vegna veikind-
anna.
Við sendum ykkur, Snjólaug,
Jóhann, Siggi og fjölskyldur,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og jafnframt minnumst og
þökkum við allar þær góðu
stundir sem við áttum með Snjó-
laugu og Friðleifi.
Hrefna og Sigurður Gils.
Hann hafði góða nærveru.
Þetta er kannski það fyrsta
sem flýgur um hugann þegar
minnast á heiðursmannsins, vin-
ar míns og vinnufélaga Friðleifs
Jóhannssonar. Nærvera Frið-
leifs var einhvern vegin í stíl við
norðlenska nafnið hans. „Erfingi
friðar“.
Um hann ríkti friður.
Sem embættismaður í áratugi
var Friðleifur farsæll í störfum.
Í einkalífi var hann hamingju-
maður. Heilsan brást en heil-
brigð lífssýn brást ekki. Hann
naut virðingar og vináttu. Í sí-
bylju og örum breytingum á
skattareglum hélt Friðleifur sjó
og var hinn öruggi og trausti
skipverji sem alltaf var hægt að
reiða sig á. Kannski var það hinn
siglfirski uppruni hans sem
þannig lét til sín taka. Reyndar
er það haft eftir vönum sjómanni
sem verið hafði í skipshöfn með
Friðleifur
Jóhannsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn,
HAFSTEINN JÓNSSON,
Bárugötu 31,
verður jarðsunginn í Fossvogskirkju
miðvikudaginn 13. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Áróra Pálsdóttir.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SIGURÐUR ARTHÚR GESTSSON,
lést í faðmi fjölskyldunnar á deild 3-B,
Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 10. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Björgvin Kristjánsson, Sigríður Ingólfsdóttir,
Guðný Elíasdóttir,
Grétar Páll Stefánsson, Erla Sveinbjörnsdóttir,
Kristín Þóra Sigurðardóttir, Haraldur Ragnarsson,
Salbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Halldórsson,
Gestur Sigurðsson, Íris Huld Guðmundsdóttir,
Linda Sigurðardóttir, Páll J. Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir og mágkona,
DAGBJÖRT FJÓLA ALMARSDÓTTIR
frá Hellissandi,
Borgarheiði 14,
Hveragerði,
lést miðvikudaginn 27. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 14. mars kl. 13.00.
Kittý Arnars Árnadóttir, Pétur Ingi Haraldsson,
Eyrún Arnars Árnadóttir, Þorgrímur Óli Victorsson,
Emanúel Þór Þorgrímsson,
Danelíus Sigurðsson, Margrét Ellertsdóttir,
Alfreð Almarsson, Helga Haraldsdóttir,
Halldór Almarsson, Helena Jónasdóttir,
Sigfús Almarsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Pálmi Almarsson, Vilborg Sverrisdóttir,
Sveindís Almarsdóttir, Kjartan Snorrason,
Vignir Almarsson, Inga Yngvadóttir.
Ástkær faðir minn og tengdafaðir,
MAGNÚS ÞORSTEINSSON,
Vatnsnesi,
andaðist á Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði,
þriðjudaginn 5. mars.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju
laugardaginn 16. mars kl. 13.30.
Þorsteinn Magnússon, Anatta Ámundason.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR ÞORVARÐARDÓTTIR,
Stella,
Áshamri 35,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
laugardaginn 9. mars. Hún verður jarðsungin frá Landakirkju
laugardaginn 16. mars kl. 11.00.
Einar Jóhann Jónsson,
Reynir Elíesersson, Elísabet H. Einarsdóttir,
Gunnar R. Einarsson, Laufey Sigurðardóttir,
Jón Garðar Einarsson, Hrefna V. Guðmundsdóttir,
Anna Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda-
móðir, amma og systir,
MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR
sérkennari,
Logafold 65,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 8. mars.
Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 18. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á LÍF styrktarfélag og
Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík.
Brynjúlfur Erlingsson,
Ársól Margrét Árnadóttir,
Björn Brynjúlfsson, Hildur Björk Kristjánsdóttir,
Erlingur Brynjúlfsson, Anna Lilja Oddsdóttir,
Árni Brynjúlfsson,
barnabörn og aðrir ættingjar.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RANNVEIG ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR
ljósmóðir,
Digranesheiði 9,
sem lést á Hrafnistu, Boðaþingi, miðviku-
daginn 27. febrúar, verður jarðsungin frá
Digraneskirkju miðvikudaginn 13. mars kl.
15.00.
Rafn Hagan Steindórsson, Sigrún Guðjónsdóttir,
Jón Örnólfur Steindórsson, Ágústa M. Jónsdóttir,
Magni Gunnar Steindórsson, Marie-Ange R. Steindórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir, systir, mágkona og frænka,
BERGLIND VALDIMARSDÓTTIR,
Rósarima 5,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
8. mars.
Útför auglýst síðar.
Sara Sigurjónsdóttir, Helgi Már Veigarsson,
Sindri Sigurjónsson,
Sölvi Sigurjónsson, Arnhildur Karlsdóttir,
Kolbrún J. Kristjánsdóttir,
Valdimar Ásgeirsson,
Kristján Gunnar Valdimarsson,
Valdimar Agnar Valdimarsson, Helga Rúna Péturs,
Sigurborg Valdimarsdóttir, Jón Ólafsson,
Ásgeir Valdimarsson, Hulda Jeremíasdóttir,
barnabarn og systkinabörn.