Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Ég hef alveg prófað æf-ingastöðvar en það ermjög langt síðan. Það erbara ekki fyrir mig. Ég
fann það aftur á móti strax að þessi
gönguhópur er eins og sniðinn fyrir
mig. Ég sit við tölvuna allan daginn
og mig vantar hreyfingu og að kom-
ast út og að fá þessa útrás. Bæði er
svo gott að fá hreyfinguna en svo er
þetta svo andlegt líka. Þetta er al-
veg á við sálfræðitíma,“ segir Her-
borg Anna Magnúsdóttir, eða
Bogga eins og hún er alltaf kölluð,
um reynslu sína af Gönguhópi
Vatns og heilsu. Það voru þrír
íþróttakennarar, þær Ásdís Ingv-
arsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir
og Sigrún Hreiðarsdóttir sem stofn-
uðu gönguhópinn árið 2007. Þær
reka fyrirtækið Vatn og heilsa og
kenna vatnsfimi í Sundhöllinni á
Selfossi.
Tvö fjöll í mánuði
„Þær byrjuðu að hafa þetta
þannig að við gengum á þriðjudög-
um og fimmtudögum og það er enn
svo. Við göngum einhvern hring á
þriðjudögum og svo eru meiri æf-
ingar á fimmtudögum með kraft-
göngu eða gengið hratt og hægt til
skiptis þannig að við fáum meira út
úr því. Síðan bættust við inniæf-
ingar á mánudögum sem eru í
tækjasal. Við erum í uppstigum og
framstigum þegar við förum inn í
sal en leggjum að jafnaði meiri
áherslu á efri hluta líkamans þar.
Það er verið að leggja mikla áherslu
á að við náum upp þessu þoli sem
Ekkert mál að fara
á Hvannadalshnjúk
Þrisvar í viku koma um tuttugu galvaskir Selfyssingar og nærsveitungar saman
og æfa fyrir fjallgöngur undir leiðsögn íþróttakennara. Aðra hverja helgi sigrast
hópurinn saman á fyrirfram ákveðnum tindum. Í Gönguhóp Vatns og heilsu ríkir
mikill keppnisandi þar sem þátttakendum er mikið í mun að vera með fyrstu
mönnum hvort sem gengið er um götur Selfoss eða upp á hæstu tinda landsins.
Keppniskona Herborg Anna Magnúsdóttir, Bogga, segir keppnisskap sitt
hafa komið sér á óvart. Hér er hún á Hornfellsnípu á Skógaheiði.
Lærimeistarar Ásdís Ingvarsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir og Sigrún
Hreiðarsdóttir, kennararnir sem stýra gönguhópnum, á Þverártindsegg.
Golfáhugamenn ættu ekki að láta
vefsíðuna wamgolf.com fram hjá sér
fara þar sem birtast reglulegar fréttir
af þeim er þykja heimsins færastir
með kylfuna. Rýnt er í golfvelli og
meðal annars 100 bestu golfvellir
taldir upp samkvæmt Golf Digest.
Hinum ýmsum spurningum er velt
upp og leitast við að svara þeim og
þar er meðal annars spurt hvort 17.
hola á TPC Sawgrass á Flórída sé
raunverulega frægasta hola heims.
Holan sem gengur undir nafninu Isl-
and Green eða Eyjaflöt.
Ástæða fyrir frægð þessarar holu
er að miklu leyti bundin við það að
þetta er holan sem fólk þekkir þótt
það sé sneytt öllum golfáhuga. Þetta
er holan sem fólk sækist eftir að sjá
golfsnillinga heimsins klára eða
klúðra. Það þarf ekki atvinnumann til
að átta sig á því að það þarf atvinnu-
mann til gera vel á þessari holu.
Vefsíðan www.wamgolf.com
Frægð Hégómi áhugamanna er kitlaður þegar atvinnumenn gera mistök og
kannski einmitt þess vegna er 17. holan fræg því mistök eru möguleg og líkleg.
Frægasta golfhola heims?
Hönnuður mánaðarins á Hótel
Reykjavík Natura er með skemmti-
legu sniði nú í marsmánuði, en Sóley
Organics er vörumerki marsmánaðar.
Á Hótel Reykjavík fá áhugasamir
tækifæri á að kynnast hinum vinsælu
heilsuvörum með því að skella sér í
létt „mini spa“ með íslenskum jurt-
um. Uppistaðan í húðsnyrtivörunum
eru kraftmiklar íslenskar jurtir, eins
og villt handtínt birki og vallhumall
sem saman mynda grunninn í allri
Sóley-húðsnyrtivörulínunni.
Að baki Sóley Organics-húð-
snyrtivörunum er Sóley Elíasdóttir,
leikkona og heilsufrömuður.
Endilega …
… prófið mini
spa Sóleyjar
Heilsa Sóley Elíasdóttir tínir jurtir.
Hinn þaulreyndi breski fjallaklifrari
Simon Yates er væntanlegur til
landsins á fimmtudag en tilgangur
ferðar hans hingað er að kynna nýja
bók sína The Wild Within sem er
þriðja bókin sem hann gefur út.
Simon Yates, sem verður fimm-
tugur á árinu, hefur marga fjöruna
sopið og einsetur sér að fara helst
ótroðnar slóðir í fjallaklifri.
Hann varð heimsfrægur árið 1985
fyrir klifurferð með félaga sínum Joe
Simpson um vesturhlíð Siula Grande
í Perú en hann klippti á fjallalínu fé-
laga síns til að bjarga eigin lífi. Simp-
son gaf út verðlaunabókina Touching
the Void eða Snerting við tómið og er
samnefnd kvikmynd byggð á henni.
Ásamt því að kynna bók sína stefn-
ir hann á að klífa eitthvað hérna en
engin plön eru komin á hreint sem
stendur samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins.
Yates heldur fyrirlestur um bók
sína í sal Ferðafélags Íslands í Mörk-
inni á fimmtudaginn kl. 20.00 og er
öllum frjálst að hlýða á hann. Að-
gangseyrir er 1.000 krónur.
Kynnir bók sína og klífur fjöll í leiðinni
Fjallagarpur og frumkvöðull
væntanlegur til landsins
Morgunblaðið/Eyþór
Kaldur Simon Yates vill helst klífa fjöll sem enginn hefur stigið fæti á.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Ókeypis
lyfjaskömmtun
Borgartúni 28, sími 553 8331, lyfjaborg.is
- sjálfstætt apótek
Kíktu við
hjá okkur í
Borgartúni 28
og fáðu nánari
kynningu á
þjónustunni