Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 12
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Of mikið peningamagn er nú í um- ferð í íslensku hagkerfi sem mun að óbreyttu ýta undir verðbólgu og eignabólu og gera afnám hafta ill- mögulegt á næstu árum. Þessa miklu peningaprentun má líta á sem eftirstöðvar af fjármálabólunni 2004-2008 sem er nauðsynlegt að hreinsa upp til þess að smækka bankakerfið og ná nýju jafnvægi í efnahagslífinu. Annars er hætta á viðvarandi óstöðugleika og þrýstingi til veikingar krónunnar næstu miss- erin þegar aðlögunin finnur sér far- veg með verðbólgu er lækkar virði peningaprentunar að raunvirði. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, lektors í hagfræði við Háskóla Ís- lands og efnahagsráðgjafa GAMMA, en hann flutti á föstudaginn var er- indi í Háskóla Íslands um þá hættu sem peningaprentun áranna 2004- 2008 skapar fyrir íslenskt fjár- málakerfi. Nú séu um 1.600 millj- arðar króna af lausu fé í umferð og sú upphæð hafi nánast staðið í stað frá 2008. Hins vegar séu neikvæðir raunvextir innlána smátt og smátt að vinna raunpeningamagn niður. Peningar á óverðtryggðum banka- bókum hafi hægt og bítandi brunnið upp sem sjáist vel á því að hlutfall peningamagns af landsframleiðslu hafi verið um 113% í árslok 2008 en sé nú um 93%. Það sé þó miklu meira en áður hefur þekkst í sögu landsins. Telur Ásgeir að líklega þurfi að ná því niður í 60-70% til þess að jafnvægi náist í peningaframboð- inu – jafnvægi milli peningamagns og verðmæta í hagkerfinu. Það feli í sér að annaðhvort þurfi að brenna upp 400-500 milljarða kr. með verð- bólgu eða draga úr peningamagninu með öðrum hætti. Eftirstöðvar fjármálabólunnar Að sögn Ásgeirs varð hið mikla peningamagn til annars vegar eftir lækkun bindiskyldu innlána og út- lánaþenslu 2003-2007 og hins vegar vegna hjálparaðgerða Seðlabankans til þess að bæta lausafjárstöðu við- skiptabankanna árið 2008. Þetta tvennt hafi orðið til þess að mikið af innistæðum í krónum safnaðist fyrir á bankareikningum. „Krónurnar tóku síðan að leita burt af landinu árið 2008 með tilheyrandi gengisfalli krónunnar, en útflæðið var síðan stöðvað með haftasetningu. Þannig má líta á höftin sem fyrst og fremst leið til þess að tryggja verðmæti of mikillar peningaprentunar sem hafi verið langt umfram verðmæta- sköpun landsins. Höftin koma í veg fyrir útflæði fjármagns og gengisfall krónunnar en þess í stað beina þau peningunum að eignamörkuðum og geta hæglega valdið eignabólu þegar hið innilok- aða fjármagn leitar í alla þá fjárfest- ingarkosti sem eru til staðar hér á landi. Nú þegar hefur sambland hafta og mikillar lausafjárgnóttar lækkað langtímavexti verulega og mun án efa leiða til hækkunar á hlutabréfum og fasteignaverði á næstu misserum.“ Ásgeir heldur áfram og segir vandamálið við afnám hafta samt ekki snúa eingöngu að „snjóhengju“ sem þurfi að bræða heldur snúist það mun fremur um að íslenska fjár- málakerfið sé yfirfullt af lausu fjár- magni sem gæti hæglega leitað úr landi um leið og gjaldeyrismark- aðurinn verður opnaður. Eftir því sem peningamagnið sé meira í um- ferð, þeim mun veikari fótum standi íslenska krónan og þurfi stuðning af stærri gjaldeyrisforða. Vandinn við of stórt bankakerfi Fjármálakerfið sé of stórt. „Peningamagn er að mestu leyti innistæður í bankakerfinu og ef pen- ingamagn er umfram það sem landið getur borið hlýtur það einnig að fela í sér að fjármálakerfið sé umfram þörf landsins. Allar aðgerðir til þess að minnka peningamagn í umferð eru um leið aðgerðir til þess að smækka fjármálakerfið. Í hnotskurn er vandinn sá að það er enn of mikið af fólki og fjármagni bundið í fjár- málageiranum. Til að mynda er eigið fé bankanna um 500 milljarðar og þýðir krafa um 10-15% arðsemi því 50-75 milljarða í hagnað á ári. Bæði gírunarhlutfall, þ.e. hlutfall eigin fjár og útlána, og arðsemi bankanna er mjög lágt ef litið er framhjá uppfærslu eigna eftir fjár- málahrunið. Kreppa og síðan fremur kraftlítill hagvöxtur hefur enn sem komið er haldið aftur af nýjum út- lánum í fjármálakerfinu. Hins vegar býr íslenskt bankakerfi ennþá yfir gríðarlegum gírunarkrafti til þess að auka útlán og auka peningamagn í umferð með hærri peningamargfald- ara. Og allir rekstrarhvatar bank- anna hljóta að ganga í þá átt að láta reglulegan rekstur skila viðunandi arðsemi,“ segir Ásgeir sem telur umframframleiðslugetu bankanna – þ.e. gríðarlega mikið eigið fé og lausafé – bjóða hættunni á útlána- bólu heim í framtíðinni. Hann telur einsýnt að semja verði um niður- færslu á 900 milljarða hreinni krónu- eign þrotabúanna. Eignir fv. vaxta- munarfjárfesta séu um 400 ma. og er þetta fé stundum nefnt snjóhengja. Það skipti höfuðmáli fyrir framvind- una hvernig farið verði með þessar krónur í náinni framtíð. Morgunblaðið/Ómar Reykjavík frá Hallgrímskirkjuturni Eftirstöðvar hrunsins hafa enn áhrif í hagkerfinu. Ýtir undir verðbólgu og þrýstir niður gengi  Lektor segir alltof mikið magn peninga í umferð á Íslandi 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Ásgeir segir að hægt hafi meira á hagkerfinu en spáð var og í þannig árferði standi rekstur bank- anna ekki undir arðsemiskröfunni. Með líku lagi muni störfum í fjármálakerfinu fækka með því að starfsfólk gömlu þrotabúanna ljúki verkefni sínu. Ásgeir telur að knýja verði erlenda kröfuhafa, þ.m.t. vogunarsjóði, til að gefa eftir hluta krafna. „Í uppgjöri við kröfuhafana verða þeir að gefa töluverðan afslátt af krónueignum sem þeir eiga. Við munum aldrei geta borgað út 900 milljarða króna hreina eign þrotabúanna í íslenskum krón- um og kröfuhafarnir vita það sjálfir. Það er fyrir- sjáanlegt að í því uppgjöri muni Seðlabankinn eignast mjög mikið af krónueignum sem bankinn þarf síðan að taka til sín og úr umferð. Á síðasta árinu sem bankarnir lifðu voru 300 til 400 milljarðar settir út í kerfið í endurhverfum viðskiptum með veði í svoköll- uðum ástarbréfum. Síðan við hrun bankanna töpuðu þessi bréf verðgildi sínu að mestu og þessir peningar urðu eftir í kerfinu. Það sem þarf að gerast í þessu uppgjöri er að ná peningum til baka, minnka lausafé í umferð og leggja þannig þrýsting á að bankakerfið smækki. Með því minnka líka líkurnar á því að gengi krónu falli verulega við afnám haftanna. Um leið þarf mun minni gjaldeyrisvaraforða til að verja gengi krónunnar.“ Bankafólki muni fækka frekar TÍMAMÓT HJÁ BÖNKUNUM Ásgeir Jónsson E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 9 5 9 *M ið a ð vi ð b la n d a ð a n a ks tu r BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 Sölumenn okkar eru komnir í páskagírinn og bjóða margar gerðir af sparneytnum fjórhjóladrifnum bílum á spennandi páskatilboði Verið velkomin í reynsluakstur og látið sölumenn okkar gera ykkur spennandi tilboð í nýjan fjórhjóladrifinn bíl – fyrir páska. SPENNANDI TILBOÐ SHIFT_ SKYNSAMLEG KAUP Hrikalega gott verð SKEMMTILEGASTI KOST URINN Ef þú vilt góðan jepplin g með öllu DACIA DUSTER – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. NISSAN X-TRAIL – 4x4 Dísil, sjálfskiptur. Verð 6.690 þús. kr. Eyðsla: 5,1 l/100 km* Eyðsla: 7,1 l/100 km* SHIFT_ VINSÆLASTI SPORTJEPPINNSamkvæmt Umferðarstofu 2012 NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn bensínsparnað ur SUBARU XV – 4x4 Bensín, beinskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 6,6 l/100 km*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.