Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Andri Karl, Baldur Arnarson, Egill Ólafsson og Una Sighvatsdóttir Vantrauststillaga Þórs Saari, þing- manns Hreyfingarinnar, var felld með 32 atkvæðum gegn 29 á Alþingi. Var þetta önnur atlaga Þórs að van- trausti en hann dró þá fyrri til baka 21. febrúar og útilokaði ekki í kjöl- farið að leggja hana fram á ný. Þingmönnum var mörgum hverj- um heitt í hamsi í umræðum um til- löguna og voru framíköll ófá. Atkvæði féllu eftir flokkslínum. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingar- innar studdu tillöguna. Það gerði einnig Lilja Mósesdóttir, en Jón Bjarnason sat hjá í atkvæðagreiðsl- unni. Fyrrverandi félagi þeirra í VG, Atli Gíslason, var fjarverandi. Öll eru þau þrjú utan flokka. Allir þing- menn Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði gegn til- lögunni, eða samtals 32 þingmenn. Stjórninni ber að fara frá Þór Saari kynnti tillögu sína svo: „Tillagan … er svohljóðandi með leyfi forseta: Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið og efnt til almennra þingkosn- inga. Fram að kjördegi sitji ríkis- stjórn skipuð fulltrúum allra flokka á þingi … Með hliðsjón af því grund- vallaratriði í lýðræðisríkjum að allt vald komi frá þjóðinni virðist ríkis- stjórnin ganga í berhögg við augljós- an vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá. Slíkri ríkisstjórn er eðli málsins samkvæmt ekki stætt að vera við völd og ber því að fara frá.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra gagnrýndi tillöguna. „Háttvirtur þingmaður velur í raun heimskulegustu leið sem hægt er að hugsa sér í núverandi stöðu; ræðst til atlögu við helstu samherja sína í málinu og kallar eftir banda- lagi við þá sem helst hafa barist gegn nýrri stjórnarskrá með málþófi og klækjabrögðum sem aldrei fyrr. Verði tillagan samþykkt er það vís- asta leiðin til að ná engum árangri í stjórnarskrármálinu … Hið eina sem kemur í veg fyrir afgreiðslu málsins er fordæmalaust málþófs- ofbeldi þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Ríkisstjórnin rúin trausti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, túlkaði van- traustið á þennan veg: „Ég hef áður staðið í þessum ræðustól og sagt að ríkisstjórnin sé rúin trausti. Það er það sem þetta vantraust snýst um … Þessi tillaga sem hér liggur fyrir í dag fjallar um það mál sem oft á tíðum hefur sýnt í hnotskurn ranga forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Ég og flutnings- maður tillögunnar erum jafn ósam- mála í því máli og tveir menn geta orðið um nokkurt mál,“ sagði Bjarni en sem fyrr segir studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins tillöguna. Skýli sér á bak við Þór Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra sakaði stjórnarand- stöðuflokkana um að fela „sig á bak við hið … breiða bak Þórs Saari“. „Dapurlegast er hlutskipti Sjálf- stæðisflokksins. Eru menn búnir að gleyma landsdómsmálinu? Ég er ekki búinn að gleyma því. Það var mér þungbært og erfitt og er það enn,“ sagði Össur sem rifjaði upp að Bjarni Benediktsson hafi á sínum tíma viknað í ræðustól þegar hann ræddi „herförina“ að Geir Haarde, „réttilega“. „Og hver var það sem valdi þá þeim ágæta manni hæðilegustu köp- uryrðin sem íslensk tunga á að geyma? Það var háttvirtur þingmað- ur Þór Saari,“ sagði Össur. Því væru það ill örlög Sjálfstæðisflokksins að gerast nú málaliði Þórs Saari. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ekkert hafa verið rætt um til- lögu að nýrri stjórnarskrá. „Svoleið- is að það er nú erfitt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að halda því fram að það mál hafi verið stöðvað með málþófi stjórnarandstöðu þegar það er ekki byrjað að ræða það.“ Morgunblaðið/Ómar Spennufall Þingmenn standa upp eftir atkvæðagreiðsluna. Þetta er önnur vantrauststillagan sem lögð er fram gegn stjórninni. Sú fyrri var felld 2011. Vantrauststillaga felld  32 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögu Þórs Saari en 29 með henni  Forsætisráðherra segir Þór hafa valið heimskulegustu leiðina í stöðunni „En tillagan sem hér hefur verið lögð fram mun ekki leiða til neins góðs og ekki neins nýs. Hún mun fyrst og fremst valda því að kosningum þarf að flýta um tvo daga og ógilda þá utankjörfundaratkvæða- greiðslu sem hafin er,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylk- ingar, á Alþingi í gær. Hann sagði dapurlegt að Þór Saari og Bjarni Benediktsson „fallist í kæfandi faðmlag“. Þar „sameinist öfgaöflin“ um „kyrrstöðu vonleysisins“. „Kæfandi faðmlag“ Þórs og Bjarna Árni Páll Árnason Fyrrverandi forstöðumaður milli- bankamarkaðar í fjárstýringu Glitn- is, Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, var í gær dæmdur í eins árs óskil- orðsbundið fangelsi fyrir innherja- svik í Héraðsdómi Reykjaness. Manninum var gefið að sök að hafa selt hlutabréf sín í Glitni að andvirði 20 milljóna króna á nokkurra mán- aða tímabili árið 2008, þrátt fyrir að hafa búið yfir innherjaupplýsingum í öllum tilvikum er vörðuðu lausafjár- stöðu bankans sem hann varð áskynja í starfi sínu. Ákæran var í þremur liðum, fyrri liðirnir tveir vörðuðu sölu hlutabréfa í mars og apríl 2008. Í þessum tveim- ur liðum telur dómurinn að upplýs- ingar sem ákæruvaldið vísi til teljist til innherjaupplýsinga, þær hafi ekki verið gerðar opinberar og verið lík- legar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð í Glitni ef þær hefðu verið opinberar. Þriðji ákæruliður- inn varðar sölu hlutabréfa um miðj- an september 2008. Um þennan ákærulið segir dómurinn m.a. að sýnt þyki að ákærði hafi búið yfir ná- kvæmum og tilgreindum upplýsing- um um yfirvofandi veðköll, sem markaðurinn hafði ekki og hefðu án efa haft marktæk áhrif á hlutabréf í Glitni. Forstöðumaðurinn fyrrverandi er fæddur 1976 og í dómsorði er honum gert að sæta upptöku á 19,2 millj- ónum króna, þ.e. ávinningi hans af sölu hlutabréfa í Glitni eftir skatta. Þá er ákærða gert að greiða verj- anda sínum tvær milljónir króna í þóknun. Dæmdur í árs fangelsi fyrir innherjasvik  Seldi hlutabréf í Glitni banka fyrir 20 milljónir árið 2008 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrot Glitnir féll í október 2008 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköp- unarráðherra, gagnrýndi tillögu Þórs Saari. „Ég held að þessi vantrauststillaga sé sennilega það furðulegasta og fjarstæðukenndasta sem hér hefur verið borið á borð, eins og umræðan um hana hefur sýnt,“ sagði Steingrímur sem taldi að Þór ætti heldur að flytja vantraust á Sjálfstæðisflokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn kemur alltaf úr kafinu í lokin og kemur í veg fyrir að við komumst lönd né strönd með stjórnarskrána vegna þess að það á ekki að breyta henni nema eins og Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa hana,“ sagði Steingrímur. „Það fjarstæðukenndasta“ ATVINNUVEGARÁÐHERRA VAR HARÐORÐUR Steingrímur J. Sigfússon léttur fiskréttur ’ Það er komið nýtt þríeyki fram í ísl. stjórnmálum … Þór Saari yfir- formaður og varaformennirnir Bjarni Benediktsson … og Sigmundur Davíð.“ Steingrímur J. Sigfússon ’ Mér er slétt sama þó hæstvirtur utanríkisráðherra Össur Skarphéð- insson gjammi hér enn einu sinni … Það er ekkert óheiðarlegt við þetta hæst- virtur utanríkisráðherra. Stundum færi þér betur að þegja.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir ’ Það er algjörlega ljóst að það eru þessir þrír flokkar sem ætla í kosn- ingabandalag og Framsóknarflokkurinn verður ekki í því bandalagi, þannig að það sé tekið af skarið strax með það; ekki frekar en í bandalagi með öðrum flokkum.“ Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks framsóknarmanna, vísar til meints bandalags Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar. ’ Ég tel þessa atkvæðagreiðslu um vantraust og þingrof sjö vikum fyrir kosningar gott dæmi um það sem fólk vill ekki sjá frá Alþingi Íslendinga.“ Katrín Jakobsdóttir ’ Það að þröngva málinu núna í at- kvæðagreiðslu gerir það að verkum að málið lokast, það koma kosningar og næsta þing verður að segja af eða á, því verður stillt upp við vegg, já eða nei, viljið þið allan pakkann eða ekkert? Við höfum verið að segja … að þessi leið kunni að vera vísasta leiðin til að fara með alla heildarendurskoðunina rak- leiðis í ruslakistuna.“ Guðmundur Steingrímsson ’ Þetta er fyrsta stjórnarskráin okk- ar, þar sem okkur öllum var boðið að taka þátt … Svona tækifæri mun ekki bjóðast aftur.“ Birgitta Jónsdóttir Orðrétt af Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.