Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Mörgum er enn í ferskuminni þegar Ólöf Arn-alds kvaddi sér hljóðsaf alvöru með fyrstu
breiðskífu sinni, Við og við, snemm-
árs 2008. Fæstir vissu hvaðan á þá
stóð englasöngurinn og platan þótti
þá þegar örugg um sæti meðal þess
besta er árið yrði gert upp. Gekk það
eftir enda skífan hreinasta afbragð.
Næsta plata Ólafar, Innundir skinni,
var á margan hátt frábrugðin en
rauði þráðurinn, röddin sem Ólöf
beitir nánast eins og hljóðfæri út af
fyrir sig, var á sínum stað og þeir
sem heillast höfðu með hrifust af
þeirri plötu með það sama.
Nokkuð kveður við nýjan tón á
nýjustu plötu Ólafar. Bæði er að í
fyrsta sinn eru öll lögin á plötunni
sungin á ensku, og þá er stemningin
í heild afskaplega lágstemmd og ró-
leg. Það má því segja að hér sé kom-
in kassagítarplatan hennar, sam-
anborið við þær fyrri.
Platan hefst á kunnuglegum nót-
um, laginu „German Fields“. Fín-
asta lag þar sem hinn dillandi söng-
stíll nýtur sín bráðvel. Reyndar er
tempóið í laginu með því hraðasta
sem gerist á plötunni og hægist um í
framhaldinu. Við tekur röð af lögum
sem mestanpartinn eru frábærar
lagasmíðar en inni á milli eru eilítið
síðri lög. „Return Again“, „A Little
Grim“, „Fear Less“, „Onwards
Upwards“ og titillagið eru öll fram-
úrskarandi fín en önnur skortir svo-
lítið upp á töfrana sem maður er
hálfpartinn farinn að gera ráð fyrir
þegar Ólöf er annars vegar.
Segja má að hér sé komin að-
gengilegasta plata hennar hingað til,
og í því er sumpart styrkur falinn en
einnig nokkur Akkilesarhæll.
Hin þjóðlagaskotna músík sem
hún flutti á Við og við, var öll á ís-
lensku og hljómaði helst eins og tón-
list frá hendi álfa og huldufólks;
hvert snilldarlagið rak annað, og
hvert og eitt þeirra greip í og kallaði
eftir frekari hlustun. Þá var hið
draumkennda yfirbragð Innundir
skinni ekki síður heillandi og aftur
voru lagasmíðarnar framúrskarandi,
nokkurn veginn óslitið út í gegn.
Hér ber svo við að nokkur laganna
renna þægilega hjá, skreytt hinum
fallega söng Ólafar en ná ekki að
krækja í hlustirnar og setjast á
minnið. Mörg lögin eru sem fyrr
segir frábær en þau eru það ekki öll.
Kannski er maður bara orðinn of
góðu vanur frá hendi hennar og ger-
ir óraunhæfar kröfur núorðið? Um
það skal ósagt látið en hitt er víst að
Ólöf kann þá list að semja tónlist
sem grípur hlustandann á þann hátt
að hann gleymir því ekki. Það mun
hún gera, aftur og aftur, og mikil
ósköp sem það væri gaman að heyra
hana yngja aftur á íslensku. Sum-
staðar dansa enskir textarnir nefni-
lega á mörkum þess að verða óþarf-
lega barnalegir, en hinn einlægi
söngur Ólafar heldur þessu öllu
saman innan marka.
Með Ólöfu á plötunni leikur alda-
vinur hennar og samstarfsmaður til
margra ára, Skúli Sverrisson, og
ekki er að sökum að spyrja að bassa-
leikur hans ljær músíkinni vigt bæði
og vídd. Allt í allt er Sudden Eleva-
tion gæðagripur þó að platan fari
máske ekki með hlustandann í jafn
afgerandi ferðalag og fyrri skífur
hennar.
Lágstemmt og einfalt
Sudden Elevation bbbmn
Sudden Elevation er þriðja hljóðvers-
plata Ólafar Arnalds. Ólöf syngur og
leikur á kassagítar, ásamt því að semja
öll lög og texta. Skúli Sverrisson leikur
á bassa ásamt því að hljóðblanda. Klara
Arnalds leggur til bakrödd, Dagný Arn-
alds spilar á píanó og Magnús Trygva-
son Elíassen leikur á slagverk í fjórum
lögum. One Little Indian gefur út. 2013.
JÓN AGNAR ÓLASON
TÓNLIST
Gæðagripur „Ólöf kann þá list að semja tónlist sem grípur hlustandann á
þann hátt að hann gleymir því ekki,“ skrifar rýnir um plötu Ólafar Arnalds.
Tilkynnt var í gær að þýska raf-
hljómsveitin Kraftwerk myndi koma
fram á lokatónleikum Iceland Air-
vawes-hátíðarinnar næsta haust, 3.
nóvember, í Eldborgarsal Hörpu.
„Að fá Kraftwerk til að loka Ice-
land Airwaves eru fyrir mér, og
ábyggilega öðrum, fréttir áratug-
arins,“ segir Grímur Atlason, fram-
kvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar,
í gær þegar hann greindi frétta-
manni mbl.is frá tónleikunum. Hann
sagði að hljómsveitin myndi koma
hingað með mikla þrívíddartónleika,
sem hún hefur að undanförnu boðið
tónleikagestum upp á, meðal annars
á röð tónleika í Tate Modern-safninu
í London, „á vel völdum tónlist-
arhátíðum og í nokkrum stórkost-
legum borgum. Þetta er ekki hljóm-
sveit sem spilar hundruð tónleika á
ári“, segir Grímur. Margir breskir
fjölmiðlar gáfu tónleikunum í Tate
Modern fullt hús stiga og var sagt
um einstakan samruna tónlistar og
sjónrænnar upplifunar að ræða.
Þetta er í annað sinn sem Kraft-
verk kemur fram hér á landi. Fyrir
níu árum hélt hljómsveitin tónleika í
Kaplakrika sem uppselt var á. Í um-
fjöllun þakkaði Árni Matthíasson,
blaðamaður Morgunblaðsins, tón-
leikahöldurum sérstaklega „fyrir
það þjóðþrifaverk að fá Kraftwerk
hingað til lands“.
Í pistli sem Árni ritaði árið eftir
sagði hann Kraftwerk með helstu
hljómsveitum rokksögunnar og hún
væri „jafnáhrifamikil á sinn hátt og
Bítlarnir“ voru.
Poppfræðingurinn Arnar Eggert
Thoroddsen fjallaði ekki alls fyrir
löngu um Kraftwerk í pistli hér í
blaðinu og komst svo að orði: „Hlut-
verk hennar sem brautryðjandi í
tölvutónlist verður seint ofmetið.
Heilu tónlistarstefnunum var hrund-
ið af stað fyrir tilstilli hennar –
stundum fleiri en einni í einu og
sama laginu. Hipphopp, teknó, hús-
tónlist, „industrial“, nýrómantík; öll
þessi fyrirbæri eiga allt sitt meira og
minna undir Kraftwerk.“
Eins og Grímur segir geta tónlist-
arunnendur fagnað komu þessarar
merku sveitar, en hún kemur aðeins
fram á völdum stöðum á þessari tón-
leikaferð. Mun hún koma fram á sjö
hátíðum í Evrópu á árinu, þar á með-
al í Hróarskeldu og á Sónar-hátíð-
inni í Barcelona.
Félagarnir Ralf Hütter og Florian
Schneider fóru árið 1970 af stað með
tilraunaverkefnið sem þeir kölluðu
Kraftwerk í Kling Klang-hljóðveri
sínu í Düsseldorf. Innan nokkurra
ára voru þeir orðnir heimskunnir
fyrir byltingarkenndan elektrón-
ískan tónheiminn, sem þeir kölluðu
„hljóðmálverk“, þar sem þeir gerðu
ýmiskonar tilraunir með segulbönd
og hljóðgervla. Margir hafa sagt
Kraftwerk hafa skapað hljóðheim
hinar stafrænu aldar enda hefur tón-
list sveitarinnar, sem byggðist í upp-
hafi á framsæknum hljóðlykkjum og
rafrænum takti, haft ómæld áhrif á
tónlistarsköpun, ekki síður í dag en
fyrst þegar sveitin kom fram á sjón-
arsviðið.
Kraftwerk kemur fram
á Iceland Airwaves
Þrívíddarheimur Hljómsveitin Kraftwerk á tónleikum í Tate Modern-
safninu. Sérsköpuðum myndheimi er varpað á tjaldið fyrir ofan félagana.
Ljósmynd/Peter Böttcher
ÞRIÐJUDAGS
TILBOÐ Í DAG
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKARMYNDIR
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
VIP
OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL.5:20-8-10:40
OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 5:20
OZ:GREATANDPOWERFULVIP2DKL.5:20-8-10:40
ÞETTAREDDAST KL. 8 -10:10
BEAUTIFULCREATURES KL. 8 -10:40
FLIGHT KL. 8 -10:10
WARMBODIES KL. 8 -10:50
FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50
WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50
ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6
KRINGLUNNI
OZ:GREATANDPOWERFUL KL. 5:20 - 8
OZ:THEGREATANDPOWERFUL 3D KL. 10:10
ÞETTAREDDAST KL. 8 - 10:40
THIS IS 40 KL. 8 - 10:40
THE IMPOSSIBLE KL. 5:40
FJÖLSKULDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ
ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6
OZ:GREATANDPOWERFUL3DKL.5:20-8-10:40
OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL.6
IDENTITYTHIEF KL.5:30-8-10:30
FLIGHT KL.9-10:30
BEAUTIFULCREATURES KL.5:20
ARGO KL.8
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 5:30 - 8
IDENTITY THIEF KL. 10:40
ÞETTA REDDAST KL. 6 - 8 - 10:10
FJÖLSKULDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ
ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6
AKUREYRI
OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 5:20
OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 8
ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10
BEAUTIFUL CREATURES KL. 10:40
TILNEFND TIL 2
ÓSKARSVERÐLAUNA
R.EBERT
LA TIMES
DISNEY BÝÐUR ÞÉR Í HREINT MAGNAÐ FERÐALAG
TIL TÖFRALANDSINS OZ
K.N. EMPIRE
Töfrandisjónarspil!
BÍÓVEFURINN/SÉÐ & HEYRT
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ALICE INWONDERLAND
OG LEIKSTJÓRA SPIDERMAN ÞRÍLEIKSINS
FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTABLAÐIÐ
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
:
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 18. mars.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
SÉRBLAÐStórglæsilegt páskablað
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn
22. mars.
Páskablaðið
Matur, ferðalög
og viðburðir um
páskana verða meðal
efnis í blaðinu.