Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
✝ Ólafur Jóhann-esson, fv. fram-
kvæmdastjóri,
fæddist á Hvamm-
stanga í V-Hún. 17.
des. 1923. Hann lést
2. mars sl. For-
eldrar hans voru
Jóhannes Jónsson,
f. í Huppahlíð í Mið-
firði 1886, d. 1968,
og Soffía Jóns-
dóttir, f. á Geira-
stöðum í Sveinsstaðahr. í A-
Hún., f. 1885, d. 1973. Systkini
Ólafs eru: Jóhanna, 1915-2005,
Jón Þorbergur, 1916-1996, Jósep
Jón Þorbjörn, 1918-1970, Jónína
Helga, 1920-2009, Þorlákur
Magnús Grétar, 1921-1987, Ingvi
Pálmi Grétar, f. 1922, Margrét
Sigurbjörg, f. 1927, og Anna
Ingibjörg, f. 1928. Ólafur ólst
upp á Hvammstanga og var í
sveit í Huppahlíð í Miðfirði.
Hann flutti ungur til Reykjavík-
ur.
Ólafur kvæntist 21. janúar
1950 Borghildi Kjartansdóttur
frá Þórisholti í Mýrdal, f. 23.
september 1922, d. 2. ágúst 2012.
Áttu þau þrjú börn en áður átti
Ólafur eina dóttur. Börn Ólafs
eru: 1) Sjöfn, leikskólastjóri, f.
11. nóv. 1944, maki Gunnar Ingi
Jónsson, f. 17. mars 1937. Börn
dóttir þeirra Maja Valestrand
Björnsdóttir, f. 26. júlí 2011. 4)
Þór, rafeindavirki, f. 15. okt.
1961, kvæntur Lindu Björgu
Þorgilsdóttur, f. 31. ágúst 1965.
Börn þeirra eru a) Sunna f. 22.
ág. 1984, unnusti hennar er
Andri Steinn Jóhannsson, f. 21.
feb. 1984, b) Emil, f. 21. ág. 1989,
unnusta hans er Kristín Björg
Kristjánsdóttir, f. 18. okt. 1991,
og þeirra börn Dagur Freyr, f.
16. maí 2010, og Emilía Mist, f. 2.
maí 2012, c) Urður, f. 13. des.
2000.
Ólafur starfaði sem ungur
maður hjá Vinnufataverksmiðj-
unni hf. og stundaði síðan versl-
unar- og tungumálanám. Hann
vann á Labour Office breska
setuliðsins og síðan við sölu-
mennsku. Í nokkur ár vann
hann við fjármál og samn-
ingagerð hjá Vagni E. Jónssyni
hrl. Þá var hann skrifstofu-
maður á Vinnuheimilinu á
Reykjalundi í fjögur ár. Þá hóf
hann störf hjá Vöruhappdrætti
SÍBS. Hann starfaði í 43 ár hjá
happdrættinu, fyrst sem skrif-
stofustjóri en síðan lengst sem
framkvæmdastjóri þess. Ólafur
sat í fjölda nefnda fyrir SÍBS og
var í stjórn Múlalundar um ára-
bil. Um tíma lék hann í dans-
hljómsveitum og var meðal ann-
ars í Mandolínhljómsveit
Reykjavíkur. Síðustu árin dvaldi
Ólafur á Hjúkrunarheimilinu
Eir og naut góðrar umönnunar.
Útför Ólafs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 12. mars 2013,
kl. 13.
hennar eru: a) Ásta
Margrét, f. 18. ág.
1962, eiginmaður
hennar var Óskar
Þór Sigurðsson, f.
26. mars 1960, d.
2007, og þeirra
börn Bjarki, f. 1.
júní 1999, og Birta,
f. 1. júní 1999; b)
Þórir Örn, f. 8. jan.
1964, eiginkona
hans er Svava
Kristjánsdóttir, f. 22. mars 1975,
og þeirra sonur Ívar, f. 25. jan.
2011. Börn Þóris og fyrri eig-
inkonu, Guðlaugar Ágústu
Kjærnested, eru: Örn, f. 18. ág.
1989, og Hildur, f. 2. apríl 1991.
2) Unnur, kennari og versl-
unarmaður, f. 9. júní 1954, gift
Pálma Matthíassyni, f. 21. ág.
1951. Dóttir þeirra er a) Hanna
María f. 25. sept. 1975, eig-
inmaður hennar er Davíð Freyr
Oddsson, f. 26. nóv. 1974, og
þeirra börn Unnur María, f. 27.
okt. 2003, Pálmi Freyr, f. 11. okt.
2006, og Helgi Freyr, f. 20. júní
2012. 3) Kjartan Jóhannes, dós-
ent við Háskólann í Bergen, f. 5.
feb. 1956, kvæntur Báru Björg-
vinsdóttur, f. 23. júlí 1954, sonur
þeirra er a) Björn, f. 17. júlí 1983,
unnusta hans er Monika Valestr-
and Nordtveit, f. 1. jan. 1987, og
Hann afi minn er lagður af
stað í ferðalag. Ferðalag þar sem
amma bíður hans á leiðarenda,
tilbúin að leiða hann á nýjan stað.
Margs er að minnast á stundu
sem þessari. Heimili afa og ömmu
í Langagerðinu er sá staður sem
ég á líklega flestar minningar frá,
enda mitt annað heimili allt þar til
þau fluttu þaðan þegar heilsan fór
að bresta. Amma iðulega í eldhús-
inu að elda eitthvað gott eða sitj-
andi við saumavélina og afi að
fletta í bók eða spila á píanóið.
Afi var alla tíð mjög bók-
hneigður og ég var varla farin að
halda höfði þegar hann var farinn
að kenna mér hvernig ætti að
opna nýja bók án þess að skemma
kjölinn. Ekki var ég miklu eldri
en þriggja ára þegar hann settist
niður með mér og las fyrir mig
Sálminn um blómið eftir Þórberg
Þórðarson.
Annað mikið áhugamál hjá afa
voru ferðalög. Þau amma ferðuð-
ust mikið hér áður fyrr, hvort
sem það var innanlands eða utan,
og ekki leiddist afa að segja okk-
ur barnabörnunum sögur frá
þeim ferðalögum og sýna okkur
myndir. Stundum fengum við
Emil bróðir að fara með þeim í
sumarbústaðarferðir í Mýrdal-
inn. Oftar en ekki var þá farið
með okkur í bíltúr um nágrennið
og okkur sagt frá helstu stöðum,
enda fannst afa mikilvægt að við
þekktum landið okkar.
Það er óneitanlega skrítið að
hugsa til þess að í Langagerði er
engin amma sem tekur á móti
okkur með nýsteiktum kleinum
og enginn afi að spila Für Elise á
píanóið. En ég veit að þau eru
sameinuð á ný og sjálfsagt sitja
þau á skýi einhvers staðar, hald-
ast í hendur og fylgjast með fjöl-
skyldunni. Afi og amma munu
alltaf eiga sérstakan stað í hjarta
mínu og ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að upplifa svo margt
með þeim og læra af þeim.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Sunna Þórsdóttir.
Nú hefur afi í Langó lokið lífs-
göngu sinni. Það var ekki langt á
milli kveðjustunda afa og ömmu.
Einungis örfáir mánuðir og það
var þeim líkt. Þau voru sjaldan
fjarri hvort öðru og hafa nú sam-
einast á ný í himnaríki.
Afi var vandaður maður,
traustur og vel af Guði gerður.
Hann var hógvær og lítið fyrir að
trana sér fram. Honum þótti
þægilegra að fá fólk í heimsókn
en að sækja fólk heim. Í Langa-
gerðinu sat hann gjarnan í stóln-
um sínum, sneri pípuhreinsaran-
um hring eftir hring og ræddi
málin af áhuga án þess að leggja
dóm á menn eða málefni. Umræð-
urnar snerust gjarnan um listir,
menningu og rökræna hugsun
um leið og hann laumaði einni og
einni lífsreglu að okkur unga fólk-
inu. Afi var vel lesinn og átti stórt
bókasafn. Flestar bækurnar voru
jafn vel geymdar í huga hans og
hillum heimilisins. Það var alltaf
hægt að fletta upp í afa þegar leit-
að var eftir gullkornum úr bók-
menntum eða mannkynssögunni.
Afi vann í happdrætti oftar en
flestir eða á hverjum degi í 43 ár
þegar hann var framkvæmda-
stjóri Vöruhappdrættis SÍBS.
Starfið veitti honum gleði og
gæfu enda stuðningur við málefni
sem honum var kært. Hann hafði
sjálfur veikst ungur, misst mátt í
öðrum fæti og síðar háð baráttu
við berkla. Ég naut þeirra for-
réttinda að vinna með afa í nokk-
ur sumur. Áður en ég hóf störf
kallaði hann mig til sín og fór yfir
vel valdar reglur sem ég átti að
fylgja. Hans góðu ráð hafa nýst
mér vel í leik og starfi.
Afi var framsýnn maður en
um leið varkár. Hann vildi vita
hverju breytingar gætu skilað ef
í þær væri ráðist. Þetta ásamt
góðum hæfileikum og lipurð
veitti honum farsæld í starfi.
Heima vildi hann hafa allt í föst-
um skorðum. Í Langó var alltaf
rólegt og notalegt að dvelja. Þar
var stundum sem tíminn stæði í
stað. Afi spilaði gjarnan á píanó
eða mandólín og amma sat við
hannyrðir. Ys og þys hversdags-
lífsins náði ekki inn til þeirra. Afi
kom alltaf á sama tíma heim úr
vinnu. Amma var með heitan mat
í hádeginu sem hófst á sömu
mínútunni dag hvern nema
kannski daginn sem afi lenti í
smávægilegu umferðaróhappi og
amma lagði af stað fótgangandi á
móti honum til að leita skýringa
á töfinni. Í þessu sem öðru voru
þau amma og afi samstiga. Þau
gengu lífsgönguna saman og
hugsuðu vel og fallega hvort um
annað.
Garðurinn í Langagerðinu var
fallegur. Þau lögðu sig bæði fram
við garðræktina og nutu þess að
sitja í gróðurhúsinu, njóta nær-
veru hvort annars eða gesta með
kaffisopa í bolla og dást að fal-
legum rósum, blómum og trjám.
Allar rósirnar áttu sína sögu og
voru tileinkaðar einhverjum í fjöl-
skyldunni. Blómin og trén áttu
líka sína sögu. Plönturnar fengu
sömu hlýju og nærgætni og fólkið
í kringum þau.
Afi vann líka í happdrætti lífs-
ins og var þakklátur fyrir ömmu
og fólkið þeirra. Við unnum stóra
vinninginn þegar við fæddumst
inn í fjölskylduna þeirra.
Með þakklæti og hlýju bið ég
góðan Guð að blessa minningu afa
og ömmu í Langó. Lífsgöngu
þeirra er lokið en blik fallegra
minninga munu ylja okkur um
ókomin ár.
Hanna María Pálmadóttir.
Það voru gleðifréttir, sem bár-
ust æskuheimili okkar í Þórisholti
á öndverðu ári 1949 frá Borghildi
systur okkar. Hún hafði þá dvalið
á Vífilsstaðahæli undanfarin ár
og haldið okkur milli vonar og
ótta hvort hún ætti yfirleitt aft-
urkvæmt af þeirri stofnun fremur
en svo margir aðrir sem biðu þar
örlaga sinna. Ný berklameðul
voru þá að komast í notkun, sem
hún svaraði þegar í stað.
Einnig fréttist um sama leyti
að hún hefði fundið lífsförunaut,
hann Ólaf Jóhannesson, og var
það upphaf að farsælu hjóna-
bandi til æviloka.
Í minningunni vakir fyrsta
heimsókn þeirra að Þórisholti.
Það var sumarveður í Mýrdaln-
um, út úr bílnum steig þessi svip-
hreini maður, með bjartan augn-
svip og breitt bros, yfirvegaður,
skýrmæltur og gagnorður. Sam-
an stofnuðu þau heimili inni í
Vogahverfi og giftust í byrjun árs
1950.
Haustið 1951 kom á vegum
Sambands íslenzkra berklasjúk-
linga (SÍBS) fjölleikaflokkurinn
Sirkus Zoo frá Evrópu og slóst ég
í för með hópi nemenda Skóga-
skóla á sýningu sem haldin var í
risastóru tjaldi við flugskýli á
Reykjavíkurflugvelli. Ólafi var
falið að kynna atriðin á sýning-
unni.
Það vakti stolt mitt að heyra
rödd hans hljóma í hátalarakerfi
hússins með raddblæ og fram-
setningu, sem hver útvarpsþulur
eða atvinnuleikari hefði verið full-
sæmdur af.
Veturinn 1954-55 átti ég því
láni að fagna að eiga athvarf hjá
systrum mínum, Borghildi og
Guðríði, sem þá höfðu stofnað
hemili, hvor í sínum enda þriðju
hæðar á Hverfisgötu 34 og var
samgangur þeirra mjög náinn.
Þar naut ég fæðis og félagsskap-
ar.
Heimili Borghildar var mótað
af föstum reglum. Unnur dóttir
þeirra var á öðru ári og Ólafur
kom gangandi úr vinnu sinni frá
skrifstofu SÍBS í Austurstræti í
hádegismat, las yfir Þjóðviljann
og skimaði Morgunblaðið.
Honum var hljómvísi í blóð
borin, og lék fyrr á árum í Man-
dólínhljómsveit Reykjavíkur og
munu upptökur frá þeim tíma
finnast í fórum Ríkisútvarpsins.
Síðar sótti hann tíma í píanóleik
og lék stundum fyrir okkur af
stakri lipurð og mátti þar greina
ögun í því sem öðru, sem hann tók
sér fyrir hendur.
Ólafur hafði á æsku- og ung-
dómsárum hlotið fötlun eftir
mænuveiki og síðar berklaveiki,
sem háði hans göngugetu. Hann
komst þó allra sinna ferða hjól-
andi og gangandi en þetta ár
keypti hann lítinn Moskovits; lík-
lega úr fyrstu sendingu þeirra
bíla til landsins. Hann hafði áður
ferðazt vítt og breitt um landið á
vegum SÍBS og var því þaulkunn-
ugur landinu. Nú gátu þau ekið
og skoðað þessa staði og margar
áttu þau ferðir á hans æskuslóðir
í Miðfirði að ótöldum ferðum í
Mýrdalinn.
Síðustu ár hafði heilsu þeirra
hjóna farið hrakandi, en þau nutu
góðrar aðhlynningar á Eir, en
Borghildur lézt í ágúst síðastliðn-
um. Að leiðarlokum voru þau
södd lífdaga, en minning um góða
systur og mág lifir.
Sigurgeir Kjartansson.
Heiðurshjónin Borghildur
Kjartansdóttir og Ólafur Jó-
hannesson hafa nú bæði kvatt
þennan heim. Ósjálfrátt reikar
hugur minn næstum hálfa öld
aftur í tímann. Ég er á leið í starf-
sviðtal hjá SÍBS, sem þá var á
Bræðraborgarstíg 9, í hnéháum
hvítum gúmmístígvélum og
rennblaut undir regnhlífinni því
það er skýfall. Á þröskuldinum
hika ég og fer úr stígvélunum því
fyrir innan blasa við ljós silfurgrá
teppi á öllum gólfum. Aldrei hafði
ég séð svo fallega skrifstofu enda
hafði ég áður unnið á ríkisskrif-
stofu sem leit út eins og pakkhús.
Ég vildi ráða mig til þriggja mán-
aða því þá beið mín annað og
meira spennandi starf. Ekki gat
mig grunað þá að hjá þessu fyr-
irtæki ætti ég eftir að starfa í
nokkra áratugi og gegna starfi
framkvæmdastjóra síðustu sjö
árin. Fljótt skynjaði ég þó hið
ótrúlega ævintýr sem SÍBS stóð
fyrir.
Þótt skrifstofan væri falleg, þá
þekktist þar ekki bruðl. Ólafur
fór vel með fé. Hann var einstak-
ur yfirmaður og afar seinþreyttur
til vandræða. Segja má um
stjórnunarstíl hans, að hann var
„öðruvísi“ og laus við alla venju-
hugsun. Kaldhamraður húmor
hans var þekktur og gat blekkt
fólk við fyrstu kynni. Hann var
einstaklega músíkalskur og kunni
ógrynni sönglaga erlendra en þó
fyrst og fremst íslenskra. Á skrif-
stofu sinni söng hann fullum hálsi
um póstinn sem gisti á Gríms-
stöðum á Fjöllum, hríslu á græn-
um bala eða borgina sem sefur
rótt við opna glugga. Hann var
mikill íslenskumaður og lét aldrei
frá sér nema vandaðan texta. Rit-
hönd hans var óvenju fögur.
Hann var fagurkeri á öllum
sviðum, lék vel á píanó og ekki
má gleyma mandólíninu, las fag-
urbókmenntir og unni myndlist.
Hann kunni líka að meta góðan
mat og eðalvín en bara í hófi.
„Fólk verður að sýna sjálf-
stjórn!“ sagði hann stundum og
urðu þau orð að einskonar orð-
taki á skrifstofunni. Heimili
þeirra hjóna bar þess merki að
þar bjó smekklegt menningar-
fólk sem unni fegurð án íburðar.
Allt lék í höndum þeirra beggja.
Borghildur var mikil handa-
vinnukona enda saumaði hún
fyrir Parísartískuna í mörg ár.
Allt var svo fallegt sem hún
gerði.
Garðinn sinn ræktuðu þau eins
lengi og þau höfðu heilsu til. Þar
uxu margar viðkvæmar og fágæt-
ar jurtir og eðalrósir ilmuðu móti
gestum. Að vetrinum komu
þrestir alla leið inn í eldhús til að
fá sér rúsínur úr höndum Borg-
hildar. Svo gæfir verða fuglar að-
eins í návist fólks sem ber virð-
ingu fyrir lífinu. Þau voru
samhent hjón á öllum sviðum og
aðeins nokkrir mánuðir skildu
þau þegar þau kvöddu. Ólafur var
alla tíð mjög ástfanginn af konu
sinni. Það fór ekki fram hjá nein-
um. Ábyggilega var það gagn-
kvæmt þótt hún hefði ekki mikið
orð á því. Borghildur hafði það
alfallegasta hár sem hægt er að
hugsa sér, hvítljóst silkihár Þór-
isholtsættarinnar og himinblá
augu. Hún var afburða vönduð og
glæsileg kona.
Við hjónin nutum þeirrar gæfu
að eignast Borghildi og Ólaf að
vinum. Sú vinátta er okkur dýr-
mæt og henni fylgja skemmtileg-
ar minningar.
Fjölskyldunni sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Helga Friðfinnsdóttir.
Ólafur
Jóhannesson
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinsemd við andlát og jarðarför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HALLDÓRU VALGERÐAR
HJALTADÓTTUR,
Suðurlandsbraut 58,
áður Hvassaleiti 28.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu
Mörk, 3. hæð, fyrir einstaka umönnun.
Þórður F. Ólafsson,
Margrét María Þórðardóttir, Guðmundur Gunnarsson,
Anna Halldóra Þórðardóttir, Þórhallur Jóhannesson,
Gunnhildur Þórðardóttir, Þór Tómasson,
Ólafur Þórðarson, Donna Fumoso,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GYÐU ÓLAFSDÓTTUR.
Stefán G. Stefánsson, Hafdís Hannesdóttir,
Ella Stefánsdóttir,
Gunnar Haukur Stefánsson, Arnþrúður Jónsdóttir,
Berta Ósk Stefánsdóttir, Markús Þ. Þórhallsson,
Stefán Örn Stefánsson, Lína Björg Tryggvadóttir,
Þórunn Snjólaug, Gyða,
Rebekka Rut og Þórunn Hafdís.
✝
Ættingjar og vinir, við þökkum ykkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
SNJÓLAUGAR SVEINSDÓTTUR,
Lóuási 30,
Hafnarfirði.
Nærvera ykkar hjálpaði á erfiðri stundu.
Sérstakir þakkir eru færðar Fjallafreyjum, skólasystrum
Snjólaugar úr handavinnudeild, starfskonum í Drafnarhúsi,
starfskonum á Landakoti og starfskonum í Holtsbúð,
Vífilsstöðum.
Jónas Brjánsson,
Helga Hrönn Jónasdóttir, Grímur T. Tómasson,
Freyr Grímsson,
Urður Grímsdóttir,
Brjánn Jónasson, Andrea Rúna Þorláksdóttir,
Kári Björn Brjánsson,
Haukur Jónasson.
Í minningu föður og afa.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Kristinn
Sigurðsson
✝ Kristinn Jó-hann Sigurðs-
son fæddist í Kefla-
vík 22. júlí 1928.
Hann andaðist 9.
febrúar 2013 á
Hrafnistu, Boða-
þingi. Kristinn var
jarðsunginn frá
Hafnarfjarð-
arkirkju 25. febr-
úar 2013.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig Guð í
hendi sér.
Megi englar þér unna,
megi árur bægja hættu
frá.
Megi ást alltumlykja þig,
megi ávallt rætast hver
þín þrá.
Og bænar enn ég bið að
ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.
(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson)
Hafðu þökk fyrir allt. Minning
þín mun lifa.
Edda Guðrún, Sveinn,
Sigrún Arna og Ásta Guðný.