Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 71. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Lengsti morgunninn í lífi mínu 2. Strætóbílstjórinn fannst látinn 3. Sigmundur Davíð kýldur á balli 4. Ekki eina marmaramálið »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dísella Lárusdóttir sópransöng- kona þreytir um þessar mundir frum- raun sína á sviði Metropolitan- óperunnar í New York, þar sem hún fer með lítið hlutverk í óperunni Fran- cesca da Rimini eftir Ítalann Ricc- ardo Zandonai (1883-1944). Sýningar hófust í síðustu viku. Umrædd ópera er sjaldheyrð og hefur t.d. ekki verið sýnd á Metropol- itan í liðlega aldarfjórðung. Gagnrýn- endur eru ekki yfir sig hrifnir af tón- listinni en ausa lofi á leikmynd og búninga. Bein útsending verður frá Metropolitan í Sambíóinu í Kringl- unni nk. laugardag, 16. mars kl. 16. Dísella, sem er dóttir Lárusar heitins Sveinssonar trompetleikara og Sig- ríðar Þorvaldsdóttur leikkonu, hefur áður verið til vara í nokkrum hlut- verkum hjá óperuhúsinu. Dísella í beinni frá Metropolitan  Sigur Rós lauk tæplega mánaðar ferðalagi um Evrópu með tvennum tón- leikum í Brixton Academy í London í lok síðustu viku. Þessi evrópski þáttur er hluti af langri heimsreisu sem held- ur áfram í lok þessa mánaðar í Vestur- heimi. Dómar um tónleikana hafa birst í nokkrum fjöl- miðlum; síðdegisblaðið Evening Standard í Lond- on gaf þeim fimm stjörn- ur af jafnmörgum mögulegum, en í Financial Times og The Times fékk sveitin þrjár stjörn- ur. Sigur Rós fær fína dóma í Englandi Á miðvikudag Suðaustan og austan 3-8 m/s. Dálítil slydda eða snjókoma S- og V-lands og hiti um frostmark, frost 0 til 5 stig. Á fimmtudag Austan og síðar norðaustan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil og við suðausturströndina. Snjókoma með köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg breytileg átt, dálítil él norðan- og austantil en dálítil snjókoma eða slydda um vestanvert landið. VEÐUR Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknatt- leik, hefur nú til skoðunar tilboð frá norska félaginu Molde um að taka við þjálf- un kvennaliðs félagsins í handknattleik. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var Einar í heimsókn hjá Molde um nýliðna helgi og hefur í hyggju að gefa félag- inu svar, hvort hann hrökkvi eða stökkvi, fyrir lok þess- arar viku. »1 Fer Einar til Noregs í sumar? Kári Kristján Kristjánsson, landsliðs- maður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Wetzlar, gekkst undir aðgerð á dögunum þar sem fjarlægt var góðkynja æxli úr baki leikmanns- ins. Hann útilokar ekki að geta verið með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur gegn Slóven- um í undan- keppni EM sem fram fara í næsta mánuði. »1 Góðkynja æxli fjarlægt úr baki Kára Kristjáns Sigurður Ragnar Eyjólfsson, lands- liðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, sagðist merkja framfaraskref frá síð- ustu tveimur leikjum hjá íslenska landsliðinu í tapleiknum við Kínverja, 1:0, í Algarve-bikarnum í Portúgal í gær. Á morgun mætir íslenska lands- liðið Ungverjum í lokaleiknum á mótinu en þjóðirnar bítast um níunda sætið í mótinu. »4 Þriðja tapið á Algarve – Ungverjar á morgun ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Spunaspil og fantasíur nefnist vin- sæll valkúrs í ensku 433 sem stendur nemendum í Verzlunarskóla Íslands til boða. Hlutverkaspil eru notuð sem útgangspunktur í kennslunni, þá lesa nemendur einnig fantasíu- bækur og vísindaskáldsögur; að sjálfsögðu á ensku. „Ég hef kennt ensku í mörg ár og það er erfitt að finna leið til að fá þau til að halda sig við enskuna allan tím- ann. Þetta er vænleg leið til þess,“ segir Ármann Halldórsson, ensku- og heimspekikennari í Versló. Kennsluaðferðin byggist á hug- myndum Terry Gunnell, prófessors í þjóðfræði og fyrrverandi ensku- kennara við Menntaskólann við Hamrahlíð til fjölda ára. Með kennslu í gegnum leik segist Ármann ná fram mörgum mikil- vægum þáttum. Nefna má: sam- skiptafærni, orðaforðinn eykst, ímyndunaraflið örvast, þá fá nem- endur tilfinningu fyrir frásögn; hvernig spenna og drama myndast og ritun eflist. „Þetta er ákveðin leið til að tjá sig, nota tungumálið og hreinlega vera til,“ segir Ármann. Heimspekispil á teikniborðinu „Ég er að hugsa um leiðir til að þróa spilin sem tæki í heimspeki- kennslu,“ segir Ármann. Sem dæmi nefnir hann að í sið- fræðikennslu yrði sett upp tiltekið vandamál sem yrði leyst í gegnum hlutverkaleik. Þar myndi nemandinn gegna ákveðnu hlut- verki og yrði settur í kringumstæður sem hann tækist á við. „Að þessu loknu yrði hægt að nota þetta sem mjög frjóan undirbúning í því hvernig sið- ferðilegar ákvarðanir eru teknar. Hvað er karakterinn að hugsa í til- teknum aðstæðum og svo framvegis. Ég sé þann vinkil að nota spilin sem spennandi flóru út frá því,“ segir Ármann. Hann bendir á að með því að leika fólk í tilteknum aðstæðum næst fram annað sjónarhorn en það sem fæst með því að lesa um það ein- göngu í bók. „Í raun og veru væri hægt að nota spil í heimspeki í öðrum kennslu- greinum, örva skilning, áhuga og gera námið skemmtilegt. Spennandi viðbót við verkfærakistu kennar- ans,“ segir Ármann að lokum. Hann heldur erindi á fræðslufundi Félags heimspekikennara á morgun kl. 20 í Verzlunarskóla Íslands. Spunaspil og fantasíuheimur  Þróar spil og hyggst nota í heimspekikennslu Morgunblaðið/Styrmir Kári Kennslustund Nemendur í enskukúrsinum Spunaspil og fantasíur í Versló, Sveinbjörn Hávarsson, Hlynur Snær Hilmarsson og Þórarinn Óðinsson, yfir þeim vofir Ármann Halldórsson, ensku- og heimspekikennari. Hlutverkaspilið „Dungeons and Dragons“ útleggst á íslensku Drekar og dýflissur og kom fyrst út árið 1974. Hægt er að spila það á marga vegu en almennt séð er það einn sem stjórnar sögunni og hver leik- maður er með persónublað. Stjórnandinn mælir fyrir um hvað þurfi að gera, hvaða verkefni þurfi að leysa o.s.frv. Ef nemendur spiluðu leik- inn í heimspekilegu samhengi myndi sá sem stjórnar sögunni koma leikmönnum í siðferðislega klípu. Þannig mætti hugsa sér að leikmennirnir stæðu frammi fyrir ákveðnum háska og þyrftu að velja um hvort þeir bjargi eigin skinni eða hjálpi einhverjum öðrum. Þeir þyrftu alltaf að haga sér í sam- ræmi við þá persónu sem þeir leika því hver persóna hefur til- tekin einkenni. Styrkir raunveruleikann HLUTVERKALEIKURINN DREKAR OG DÝFLISSUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.