Morgunblaðið - 12.03.2013, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins er nú
yfirstaðinn og kemur
flokkurinn málefnalega
sterkur með glæsilega
forystu inn í næstu
kosningar.
Landsfundur þessi
fór einstaklega vel fram
og um 1.700 landsfund-
arfulltrúar tóku virkan
þátt í að móta stefnu
flokksins. Stóð forysta flokksins sig
einstaklega vel á fundinum og ber að
hrósa henni fyrir frammistöðuna.
Af málefnunum er helst að nefna þá
samþykkt að skoða galla banka- og
peningakerfisins eða eins og segir í
ályktun Sjálfstæðisflokksins um efna-
hags- og viðskiptamál: „Skoða skal af-
leiðingar þess að banka-
og fjármálastofnanir
geti aukið peningamagn
í umferð og þar með
valdið óhjákvæmilegri
verðrýrnun á gjaldmiðl-
inum með ábyrgð-
arlausri lánastefnu.“
Þarf varla að tvítaka
það að banka- og pen-
ingakerfið er gallað og
kyndir undir verðbólgu,
eignatilfærslum frá
þeim duglegri til bank-
ans og hættulegum
efnahagssveiflum. Getur því varla
neitt talist eðlilegra en að sérstaklega
verði skoðað hvort banka- og fjármála-
stofnunum verði óheimilt að búa til
ígildi peninga í formi lausra inni-
stæðna og í framhaldinu að peninga-
útgáfa, hvort sem hún er í formi seðla,
myntar eða lausra innistæðna, verði
eingöngu á hendi Seðlabanka Íslands.
Þá voru allar hugmyndir um að
selja Landsvirkjun slegnar út af
borðinu enda var það ljóst að það var
lítill vilji fyrir því á meðal landsfund-
arfulltrúa.
Róttækar hugmyndir um að taka
einhliða upp erlendan ríkisgjaldmiðil
voru einnig felldar á brott en til
málamiðlunar var hins vegar sam-
þykkt að skoða alla möguleika í þeim
efnum. Allir sjá þó að slík skoðun
mun aðeins leiða í ljós að einhliða
upptaka á erlendum ríkisgjaldmiðli
er allt of kostnaðar- og áhættusöm.
Stærsta samþykktin var þó vænt-
anlega hin einarða afstaða landsfund-
arfulltrúa um að hætta skuli aðild-
arferli Íslands að Evrópusambandinu
og það ekki tekið upp aftur án und-
angenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Jafnframt mótmælti landsfundur
íhlutun sendiherra Evrópusam-
bandsins á Íslandi í stjórnmála-
umræðu þjóðarinnar og taldi lands-
fundur, eins og segir í nýsamþykktri
stjórnmálaályktun um utanríkismál,
það: „… óhæfu að stækkunardeild
ESB haldi úti starfsemi hér þar sem
lagst er á sveif með einu stjórnmála-
afli gegn öðrum. Evrópusambandinu
verði gert að loka kynningar-
skrifstofu þess hér“.
Þessi samþykkt er afar mikilvæg í
ljósi þess að það er með öllu óvið-
unandi að Evrópusambandið haldi úti
hérlendis áróðursstofu sem hefur mik-
ið fjármagn milli handanna og veigrar
sér ekki við að beita blekkingum.
Ber sérstaklega að fagna þessari
samþykkt.
Landsfundur er æðsta vald flokks-
ins og þar setjast menn niður og ná
sátt um framgang mála. Á nýliðnum
landsfundi sættust landsfund-
arfulltrúar, í þéttsetnum sal með yf-
irgnæfandi meirihluta, á að hætta að-
ildarferlinu og þá sátt ber að virða.
Að öllu jöfnu er það afar mikilvægt
að sjálfstæðismenn sameinist í þess-
um kosningum og berjist fyrir góðu
gengi flokksins því sennilega hefur
það aldrei verið eins mikilvægt að
koma á stjórnmálalegum stöðugleika
og sá stöðugleiki næst aðeins með
góðu gengi Sjálfstæðisflokksins.
Eftir Viðar H.
Guðjohnsen » Á nýliðnum lands-
fundi sættust lands-
fundarfulltrúar með yf-
irgnæfandi meirihluta, á
að hætta aðildarferlinu
og þá sátt ber að virða.
Viðar H. Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur og
flokksbundinn sjálfstæðismaður.
Kraftmikill landsfundur
Markmið eru sett,
áföngum er náð, tíma-
mót verða. Fjallið er
klifið, toppnum er náð.
Þá koma í ljós nýir
toppar, ný markmið,
nýir áfangar.
Þrátt fyrir öll tíma-
mót og fjarlæg mark-
mið sem oft virðast eins
og lokatakmark þá
heldur lífið áfram. Þrátt
fyrir allt mótlæti, torfærur og brekk-
ur, baráttu og ósigra, og jafnvel þótt
ævinni ljúki, já jafnvel þrátt fyrir sjálf-
an dauðann, sem eru sannkölluð tíma-
mót, þá heldur lífið áfram og ekkert
fær það stöðvað.
Dauðinn er getur sannarlega verið
sársaukafullur endir á ævi mannsins.
Ekki síst fyrir þau sem eftir standa,
en oft líkn hinum látna. Hann er stað-
reynd sem enginn fær flúið og ekkert
fær breytt. Hann er hluti af lífinu.
Dyr til betra lífs, án sársauka og
sorgar. Lífs sem mun vara.
Ég á mér draum
Ég á mér draum um betra líf. Ég á
mér draum um betri heim. Þar sem
allir eru virtir, hver á
sínum stað, í sinni stétt
og stöðu. þar sem allir
eru mettir gæðum sann-
leikans. Þar sem allir fá
að lifa í réttlæti og friði.
Þar sem sjúkdómar,
áhyggjur og sorgir eru
ekki til. Og dauðinn að-
eins upphaf að betri tíð.
Laun himinsins, náð-
argjöf Guðs er kær-
leikur, friður og blessun.
Líf í fullri gnægð um
alla eilífð. Þar sem
spurningunum verður svarað, tárin
verða þerruð og réttlætið full-
komnað. Þar verður hvorki vanlíðan
eða ótti, harmur né vein, sársauki eða
kvöl.
Ævi mannsins er eitt en líf hans
annað. Þó samofin uns dauðinn skilur
að. Ævin er stundleg og stutt en lífið
er tímalaus eilífð. Ævinni lýkur við
síðasta andvarp en lífið heldur áfram.
Þannig er ævin eins og meðganga
sem fylgja oft harðar og erfiðar hríð-
ir, inn til lífsins ljóma, þeirrar dýrðar
sem okkur hefur verið heitið að koma
skuli og engan enda muni taka. Him-
nesk eilífð utan tíma og rúms. Þar
sem einn dagur er sem þúsund ár og
þúsund ár sem einn dagur.
Aðeins eitt líf
Ég á aðeins eitt líf. Það er mér
mjög dýrmætt. Ég reyni að lifa því og
ég vanda mig. Samt veikist ég, verð
fyrir vonbrigðum og særist. Að lok-
um slokknar á líkama mínum, hann
deyr og verður að moldu.
Ég á aðeins eitt líf, en það gerir
ekkert til, ég sætti mig við það. Því líf
mitt er í Jesú og það varir að eilífu.
Lífið er nefnilega það dýrmætasta
sem við eigum. Þess vegna finnst mér
svo mikilvægt og gott að fá lifa í
þakklæti fyrir hvern dag. Njóta
hverrar stundar og þess að vera í
núinu í ljósi þeirrar himnesku eilífu
dýrðar sem koma skal.
Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Lífið er það dýrmæt-
asta sem við eigum.
Þess vegna er svo gott
að lifa í þakklæti fyrir
hvern dag í ljósi þeirrar
himnesku eilífu dýrðar
sem koma skal.
Höfundur er ljóðskáld og rithöf-
undur.
Eilíft líf
Fyrir rúmu ári var
myndaður nýr meiri-
hluti í bæjarstjórn
Kópavogs eftir ótrú-
legan farsa valdagí-
rugra vinstrimanna
sem einungis hugsuðu
um völd og vegtyllur í
stað velferðar bæj-
arbúa. Kópavogur var
aftur orðinn að at-
hlægi meðal sveitarfé-
laga í landinu sem staðnað samfélag
þar sem sundurleit bæjarstjórn
áorkaði engu.
Tækifærið sem vinstrimenn í
Kópavogi fengu til að hafa jákvæð
og skapandi áhrif á umhverfi sitt er
glatað og mikilvægt að Kópa-
vogsbúar sjái og finni muninn á
vinnubrögðum núverandi meirihluta
og þeim óheillasamsetningi sem
fyrri meirihluti samanstóð af. Hver
er þessi munur? Í stað upphróp-
unar- og öskurstjórnmála þar sem
valdagræðgi og virðingarleysi ræð-
ur ríkjum er hófsöm framfara- og
framkvæmdastjórn komin í Kópa-
voginn. Farið í bíltúr og skoðið þá
uppbyggingu sem nú
þegar er hafin í hverf-
um bæjarins. Hinn
trausti og prúði bæj-
arstjóri Ármann Kr.
Ólafsson ásamt Rann-
veigu Tryggvadóttur,
oddvita Y-listans, og
eðal-Kópavogsbúinn
Ómar Stefánsson, odd-
viti B-listans, eru sam-
hentur hópur forystu-
manna sem vinna
bæjarfélaginu gott og
uppbyggjandi starf. Þetta sjá allir
og finna.
Kreppan endar
í Kópavogi
Eftir Jón Kristin
Snæhólm
Jón Kristinn Snæhólm
» Í stað upphrópunar-
og öskurstjórnmála
þar sem valdagræðgi og
virðingarleysi ræður
ríkjum, er hófsöm fram-
fara- og framkvæmda
stjórn komin í Kópavog-
inn.
Höfundur er alþjóðastjórnmálafræð-
ingur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Eldri borgarar Hafnarfirði
Föstudaginn 8. mars 2013 var
spilað á 13 borðum hjá FEBH
með eftirfarandi úrslitum í N/S:
Jens Karlsson – Björn Karlsson 349
Jón Lárusson – Bjarni Þórarinsson 336
Örn Ingólfsson – Örn Ísebarn 332
Ólafur Ingvarsson – Ásgeir Sölvason 327
Auðunn Guðmundss. – Guðm. Péturs. 323
A/V:
Ólöf Hansen – Ólöf Jónsdóttir 402
Nanna Eiríksd. – Bergljót Gunnarsd. 374
Ásgr. Aðalsteinss. – Kristín Jóhannsd. 344
Örn Einarsson – Sæmundur Björnss. 336
Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 335
Sveitirnar sem spila
um Íslandsmeistaratitilinn
Fjörutíu sveita undanúrslit voru
spiluð um helgina en spilað var í
fjórum riðlum um 12 sæti í úrslit-
um.
Eftirtaldar sveitir munu spila til
úrslita 25.-28. apríl nk.
A-riðill:
Garðsapótek 182
VÍS 172
Sparisjóður Siglufjarðar 167
Úr B-riðli:
Grant Thornton 169
Sigtryggur vann 168
www.myvatnhotel.is 154
Úr C-riðli
Karl Sigurhjartarson 192
Chile 181
Vestri 171
Úr D-riðli
Lögfræðistofa Íslands 170
Hreint ehf. 162
VÍS Rvík 155
Bridsdeild Breiðfirðinga
Eftir tvö kvöld í þriggja kvölda
hraðsveitakeppni hefur sveit þeirra
Magnúsar, Halldórs, Árna og Odds
náð góðri forystu. Röð efstu sveita
er þessi:
Magnús Sverrisson, Halldór Þorvaldsson,
Árni Hannesson og Oddur Hannesson
1231
Ragnar Haraldsson, Bernhard Linn, Frið-
rík Jónsson og Jón V. Jónmundsson 1157
Þorleifur Þórarinss., Haraldur Sverriss.,
Garðar V. Jónss. og Sigurjón Guðmss.
1139
Sturlaugur Eyjólfsson, Birna Lárusd., Jón
Jóhannsson og Birgir Kristjánss. 1132
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI
R AF
FERMINGARBORÐUM.
Fjölbreyttir réttir smáréttabo
rðanna
okkar henta bæði í hádegis-
og kvöldveislur.
Steikarhlaðborðin eru alltaf
vinsæl, sérstak-
lega ef um kvöldveislu er að
ræða. Bjóðum
upp á tvær gerðir kaffihlaðb
orða, en einnig
er í boði að panta einstaka h
luta úr þeim. t.d
Kaffisnittur, fermingartertur.
Pinnahlaðborð
eru þægileg og slá hvenær s
em er í gegn.
Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
æðisleg
veislan
verður
Ferming
ar-
Góð ferm
ingar-
veisla lifi
r lengi
TapasSmáréttir Kalt borð P
innamatur
SÚPA BRAUÐ OG SMÁRÉTT
IR
Hádegisveisla á milli kl 12 -
14
Verð frá kr. 2.412
TAPASVEISLA 9 RÉTTIR
Síðdegisveisla 16 -19
Verð frá kr. 3.095
TERTU OG TAPASBORÐ.
Miðdegisveisla 13 - 15
Verð frá kr. 3.222
STEIKARBORÐ
Kvöldveisla 17 - 20
Verð frá kr. 3.095
FERMINGARKAFFIHLAÐBO
RÐ
Miðegisveisla 14 - 17
Verð frá kr. 2.090
LÉTTIR FORRÉTTIR OG
STEIKARBORÐ
Verð frá kr. 3.640
PINNAMATUR
Miðdegisveisla 14-17
Verð frá kr. 2.460
KALT HLAÐBORÐ
FISKRÉTTIR
Verð frá kr. 4.687
- með morgunkaffinu