Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Skyndileg fjölgun hælisleitenda á fyrstu mánuðum þessa árs veldur því að Reykjanesbær er orðinn uppi- skroppa með íbúðir fyrir þá. Nú gista tvær fjölskyldur frá Króatíu sem hér hafa sótt um hæli á hóteli í bænum en slík gisting er töluvert dýrari en íbúðarleiga, eins og gefur að skilja. Nú hafa rúmlega 40 króatískir ríkisborgarar sótt hér um hæli frá nóvember í fyrra og nýjustu þrjár umsóknirnar eru frá því á sunnudag. Alls eru hælisumsóknir orðnar 58 en þær voru 117 allt árið í fyrra. Eiga rétt á skólagöngu Að sögn Iðunnar Ingólfsdóttur, fulltrúa hælisleitenda hjá Reykja- nesbæ, eru níu fjölskyldur í hópi hælisleitenda frá Króatíu og í þeim er samtals 21 barn undir 18 ára aldri. Þar af eru níu börn á grunnskóla- aldri og þau eiga lögbundinn rétt á skólagöngu. Iðunn segir að félags- þjónusta Reykjanesbæjar hafi ávallt lagt áherslu á að börn fengju við- unandi skólaúrræði innan þriggja mánaða frá komu þeirra til landsins. Hún bendir á að hælisumsóknir Kró- atanna séu í flýtimeðferð hjá opin- berum aðilum og börn í þeim hópi hafi ekki þurft að bíða lengur en í þann tíma sem félagsþjónustan hafi sett sem viðmið. Nokkrum verið synjað Eins og fyrr segir fá umsóknir Króatanna, sem margir tilheyra serbneska minnihlutanum, flýtimeð- ferð og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur Útlendinga- stofnun þegar synjað nokkrum þeirra um hæli eða dvalarleyfi. Þeir hafa þá rétt á að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Stofnun- in hefur í engum tilfellum fallist á umsóknir Króatanna. Útlendingastofnun veitir ekki upplýsingar um tilefni hælisum- sókna en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur a.m.k. hluti hópsins frá Króatíu óskað eftir hæli á efnahagslegum forsendum. Þar með fellur umsókn þeirra ekki und- ir ákvæði flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar má veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða en þá þarf viðkomandi útlendingur að sýna „fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum, eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna við- komandi eða erfiðra almennra að- stæðna í heimaríki eða í landi sem honum yrði vísað til eða vegna annarra atvika sem ekki má með réttu gera honum að bera ábyrgð á,“ eins og segir í lögum um útlend- inga. Sérstaklega skal taka tillit til þess ef um barn er um að ræða. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra ætlar að gera ríkisstjórn- inni grein fyrir stöðunni í málum hælisleitenda í dag. Tveimur fjölskyldum komið fyrir á hóteli  Uppiskroppa með íbúðir fyrir hælisleitendur  Útlend- ingastofnun búin að afgreiða nokkrar umsóknir frá Króatíu Morgunblaðið/Sigurgeir S. Flugstöð Flestir hælisleitendur koma hingað til lands með flugi. Þegar útlendingur sækir um hæli hér á landi er umsóknin skoðuð út frá þremur sjónarmiðum, að sögn Þorsteins Gunnarssonar, forstöðu- manns hælissviðs Útlendingastofn- unar. Í fyrsta lagi er kannað hvort um- sækjandi eigi rétt á hæli vegna þess að hann telst vera flóttamaður í skilningi útlendingalaga og flótta- mannasamnings Sameinuðu þjóð- anna. Ef hann á ekki rétt á því er kannað hvort útlendingurinn eigi rétt á viðbótarvernd sem veitir hon- um að mörgu leyti sama rétt og flóttamanni. Ef hvorugt á við er kannað hvort hann eigi rétt á dval- arleyfi á grundvelli mannúðarsjón- armiða. Ef ekkert af þessu á við er tekin afstaða til þess hvort viðkom- andi skuli vísað frá landinu. Þó megi ekki senda fólk á staði þar sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu. „Öll mál krefjast þess að við skoð- um þau ítarlega áður en við tökum ákvörðun. Við getum ekki sagt að á grundvelli þess að umsókn kemur frá ríkisborgara tiltekins ríkis þá gildi hitt eða þetta um málið,“ segir hann. Jafnvel þótt margir komi frá sama ríkinu geti umsóknir verið með ýms- um hætti og misjafnt hvaða ástæður fólk nefni fyrir umsókn. Aðspurður hvort umsóknir um hæli frá t.d. Þjóðverjum og Afgönum hljóti nákvæmlega sömu meðferð, segir hann að umsóknir séu að sjálf- sögðu metnar hverju sinni og mis- jafnt sé hversu mikla vinnu hælis- umsóknir útheimti. Reglugerð ekki til Hælisleitendum hefur fjölgað mjög í Kanada undanfarin ár og hafa ríkisborgarar landa í Evrópusam- bandinu verið áberandi í þeim hópi. Kanadamenn brugðust m.a. við með að gefa út lista yfir „örugg ríki“ og lýstu því yfir að hælisumsókn frá ríkisborgurum þeirra ríkja gæti ekki tekið lengri tíma en 30-45 daga. Þorsteinn kveðst ekki geta svarað því hvort Ísland geti gefið út slíkan lista og vísar á innanríkisráðuneytið um svör. Hann bendir þó á heimild í 50. gr. d í lögum um útlendinga þar sem fjallað er um sérstaka máls- meðferð en þar er tekið fram að um- sókn sé bersýnilega tilhæfulaus t.d. ef útlendingur hefur ríkisfang í ríki þar sem hann þarf ekki að óttast of- sóknir eða meðferð sem brýtur gegn 44. gr. laganna. Þar er tekið fram að setja skuli í reglugerð frekari skilyrði fyrir því að beita megi slíkri meðferð en slík reglugerð hafi ekki verið sett. Öll mál krefjast ítarlegrar skoðunar  Heimilt að setja reglugerð um flýtimeðferð Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ég tel þetta vera mjög brýnt mál,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra aðspurður hvort hann leggi áherslu á að frumvarp hans um happ- drætti (Happdrættisstofa og bann við greiðsluþjónustu) verði afgreitt fyrir þinglok. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum en það gerir m.a. ráð fyrir banni við greiðslu- miðlun til ólöglegra happdrættissíðna. Í áliti meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarpið kemur fram að fyrir nefndinni hafi komið fram það sjón- armið að slíkt bann skerði samkeppn- isstöðu íslenskra greiðslumiðlunar- fyrirtækja gagnvart erlendum og frumvarpið næði ekki markmiðum sínum vegna þess að slík starfsemi færðist þá í auknum mæli til erlendra fyrirtækja. Þá komu þar einnig fram þau sjónarmið að frumvarpið fæli í sér ráðstafanir sem jafna mætti við rit- skoðun. Skerðir tekjur happdrætta Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að svokölluð Happdrættisstofa verði fjármögnuð með eftirlits- og forvarna- gjaldi sem lagt verður á hreinar happ- drættis- og spilatekjur þeirra félaga sem reka happdrætti, spilakassa eða veðmálastarfsemi samkvæmt lögum. Undir þetta ákvæði falla m.a. happ- drætti Háskóla Íslands, happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna og happdrætti SÍBS. Fyrir nefndinni kom fram að tekjur þessara fyrir- tækja á síðustu árum hefðu dregist mikið saman bæði vegna aukinnar samkeppni og ólöglegrar netspilunar og að með umræddu gjaldi væri verið að minnka veltu þeirra enn frekar. „Þetta er afar vel undirbúið og byggist á víðtækri sátt. Það eru vissu- lega ýmsir sem gagnrýna ýmsa þætti frumvarpsins en það hefur verið unn- ið vel að því að mynda sátt um málið og við höfum gert ýmsar málamiðl- anir til að ná henni fram,“ segir Ög- mundur og bætir við að hann telji að þarna sé verið að stíga skref sem þjóni hagsmunum happdrættanna jafnframt því að hafðir séu að leiðar- ljósi hagsmunir þeirra sem ánetjast hafa spilafíkn. Morgunblaðið/Heiddi Fjárhættuspil Innanríkisráðherra segir brýnt að afgreiða frumvarpið. Áhersla lögð á happ- drættisfrumvarp Happdrættisfrumvarp » Frumvarpið leggur til að stofnuð verði ný stofnun, Happdrættisstofa, sem muni sinna eftirliti með happdrætt- ismálum. » Frumvarpið bíður nú 2. um- ræðu á þinginu. Fremur fátítt er að útlendingar fái hér dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum. Tveir fengu slíkt leyfi í fyrra; annar er frá Írak en hinn frá Íran. Á níu ára tíma- bili, frá 2004- 2012, fengu sam- tals 38 útlend- ingar dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum eða að meðaltali rúmlega fjórir á ári. Flestir fengu slíkt leyfi árið 2009 eða tólf, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossi Íslands. Rúmlega fjórir á ári MANNÚÐARÁSTÆÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.