Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Athyglisverð orðaskipti áttu sérstað í fyrirspurnartíma á Al- þingi í gær og undirstrikuðu þau þá stöðu ríkisstjórnarinnar að geta ekki upp á eigin spýtur komið mál- um í gegnum þingið.    Jón Gunnarssonspurði Svandísi Svavarsdóttur um- hverfisráðherra að því hvort hún styddi stjórnarfrumvörp Steingríms J. Sigfús- sonar, flokksbróður síns, um stóriðju á Bakka. Svörin voru loðin en gátu ekki misskilist.    Svandís sagði aðhafa þyrfti varann á um slík áform og það gilti einnig þó að orku- nýtingarsvæðið væri komið í nýting- arflokk.    Nýsamþykkt rammaáætlun ásem sagt ekki að hafa vægi í þessu og má segja að þar með hafi ráðherrann endanlega gert út af við það plagg.    Svandís bætti því við að á kjör-tímabilinu hefði verið settur skýrari rammi um ívilnanir vegna fjárfestingar í stað „tilviljanakenndra ákvarðana“. Hún gagnrýndi einnig að frumvörp Steingríms gerðu ráð fyrir miklum fjárútlátum ríkisins. Að öllu samanlögðu má því ljóst vera að Svandís styður ekki umrædd stjórn- arfrumvörp.    En hverju breytir það svo sem íallri vitleysunni sem ríkis- stjórnin býður upp á um þessar mundir? Ráðherrar dæla út ókláruð- um frumvörpum sem engin áform eru um að klára. Hvers vegna skyldi ríkisstjórnin við þær aðstæður gera ráð fyrir stuðningi ráðherra við stjórnarfrumvörp? Jón Gunnarsson Innra ósætti um Bakkafrumvörpin STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Veður víða um heim 11.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 4 skýjað Kirkjubæjarkl. 4 léttskýjað Vestmannaeyjar 3 skýjað Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 skýjað Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -5 léttskýjað Lúxemborg -1 snjókoma Brussel -2 snjókoma Dublin 1 skýjað Glasgow 2 léttskýjað London -1 snjóél París 2 skúrir Amsterdam -1 skýjað Hamborg -2 snjókoma Berlín -2 snjókoma Vín 8 skýjað Moskva -7 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg -10 alskýjað Montreal 6 alskýjað New York 8 alskýjað Chicago 4 alskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:56 19:20 ÍSAFJÖRÐUR 8:03 19:23 SIGLUFJÖRÐUR 7:46 19:06 DJÚPIVOGUR 7:26 18:49 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Aðeins einn fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar er nú staðsettur á Keflavíkurflugvelli. Þeir voru áður tveir en ekki hefur enn verið fyllt í skarð annars þeirra sem veiktist og drapst í fyrra. Úttekt er nú í gangi innan embættisins á því hvort bætt verður við hundum en búist er við miklu álagi á flugvellinum í sumar ef áætlanir um fjölgun ferðamanna ganga eftir. Að sögn Kára Gunnlaugssonar yfirtollvarðar eru þó þrír leitar- hundar í Reykjavík sem vinna á móti þeim sem er á flugvellinum. Mun auðveldara sé að færa mannskap á milli svæða eftir að tollembættin voru sameinuð í eitt árið 2009. Mis- jafnt er hins vegar hvernig hundarn- ir eru þjálfaðir en þeir eru ekki allir fullþjálfaðir. Kári segir það ekki nóg að hafa einn hund á flugvellinum og verið sé að gera úttekt á hundamálum toll- gæslunnar með það fyrir augum að hafa tvo fasta þar. „Það hefur verið mikið álag og lít- ur út fyrir að sumarið verði svaka- legt. Það stefnir í að það verði það stærsta sem við höfum fengið frá upphafi eins og áætlanirnar líta út núna. Það verður mikið álag á öllum starfsmönnum. Þetta hefur heldur ekkert dottið niður í vetur, það hafa ótrúlega margir farþegar verið á ferðinni,“ segir hann. Hafa forvarnaráhrif Snorri Olsen tollstjóri segir að reynslan af fíkniefnaleitarhundun- um sé afar góð. Þeir hafi fundið tals- vert af efnum og þá telji hann þá hafa forvarnaráhrif. Meiri líkur séu á að smyglarar náist ef slíkir hundar séu við eftirlit. Hann segir það álitamál hvort það sé nóg að einn hundur sé staðsettur á Keflavíkurflugvelli. Hundamál emb- ættisins séu nú til skoðunar áður en lengra er haldið en ekki hafi enn ver- ið tekin afstaða til þess hvað verði gert í þeim. „Í tengslum við niðurskurð þarf að skoða hvernig að fjármunir nýtast best en frá 2008 hafa fjárveitingar farið lækkandi til embættisins. Við viljum fá yfirsýn yfir það með hvaða hætti eigi að velja hunda og þjálfa þá og við töldum tímabært að skoða það áður en við ákveðum að fjölga hund- um,“ segir Snorri. Morgunblaðið/Jim Smart Þefvís Fíkniefnaleitarhundur að störfum. Góð reynsla hefur verið af hund- unum að sögn tollstjóra. Hann telur þá hafa fælingaráhrif á innflutning. Vilja fjölga leitarhundum  Leitarhundum tollsins hefur fækkað Evrópusamvinna frá sjónarhóli Norðurlandanna Opinn fundur á Hótel KEA miðvikudaginn 13.mars, kl. 12-13:30 Reynsla Dana af sjávar- útvegsstefnu ESB Ole Poulsen, sviðsstjóri sjávarút- vegsmála í matvæla-, landbún- aðar- og sjávarútvegsráðuneyti Danmerkur, fjallar um reynslu Dana, stærstu fiskveiðiþjóðar ESB, af sjávarútvegsstefnu ESB. Súpa og kaffi verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi. Fundurinn er annar í fundaröðNorrænu upplýsingaskrifstofunnar, Norræna félagsins og Evrópustofu, í samstarfi við sendiráð hinna norrænu landa, þar sem fjallað er ummál semeru ofarlega á baugi í Evrópuumræðunni. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.