Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 11
Um næstu helgi verður fjórða og síð- asta en jafnframt stærsta Goðamót vetrarins haldið á Akureyri. Þá koma saman 64 lið úr 6. flokki drengja frá 18 félögum víðsvegar að landinu. Nú þegar hafa stelpur í 5. og 6. flokki og strákar í 5. flokki keppt um Goða- mótsbikara og þykja mótin hafa tek- ist með eindæmum vel. Það er líf og fjör sem ríkir í Boganum á Akureyri þar sem framtíðarfótboltamenn og konur landsins fá tækifæri til að kynnast krökkum sem deila áhuga þeirra á íþróttinni. 1.600 krakkar halda til Akureyrar að spila fótbolta Ljósmyndir/Palli Jó. Goðamótið á Akureyri hefur farið sívaxandi á 10 árum Fjallagarpar Ánægja ríkir í Gönguhópi Vatns og heilsu eftir að hafa sigrast á Þverártindsegg. Hópurinn gekk þar upp síðastliðið vor en stefnir í ár á að ganga upp Hvannadalshnjúk og Snæfellsjökul. þarf að hafa til að geta gengið upp fjöll. Upphaflega var fjallganga einu sinni í mánuði en í dag eru þær orðnar tvær og þá alltaf um helgar. Önnur gangan er þá svona raun- veruleg fjallganga og hin er kannski meiri láglendisganga með ein- hverjum hólum og hæðum. Það er ofboðslegur metnaður í þessu hjá þeim,“ segir Bogga. Hrútfjallstindar erfiðari en Hvannadalshnjúkur Hópurinn hefur farið nokkrum sinnum upp á Hvannadalshnjúk og í eitt skiptið fór Bogga með. „Það gekk rosalega vel. Mér fannst Hvannadalshnjúkur ekki erfiður, Hrútfjallstindar voru erfiðari. Það var búið að undirbúa okkur svo rosalega vel. Leiðinni hafði verið lýst svo nákvæmlega fyrir okkur, andlegur undirbúningur var góður og það var farið tiltölulega hægt upp.“ Hópurinn stefnir á aðra ferð á hnjúkinn í vor en Bogga hyggst ekki fara með að þessu sinni. „Það er einhvern veginn ekki komið að því aftur hjá mér. Mig langar að fara eitthvað nýtt. Það er líka á stefnuskránni að ganga Snæfells- jökul og ég fer örugglega í þá göngu. Þá ætlum við að gera það þannig að það verði 1.000 metra hækkun. Síðan á að taka eitthvert annað fjall á leiðinni heim sem er 7- 800 metra hátt. Hópurinn er nú þegar búinn að fara upp á Hvannadalshnjúk, Hrút- fjallstinda, Þverártindsegg, Eyja- fjallajökul og Sveinstind í Öræfa- jökli. „Þetta hafa verið mjög stórar göngur og þær hafa oftast verið á vorin. Við förum svo oft á minni fjöll en það er oft heilmikil áskorun í því yfir vetrartímann. En þær göngur eru til þess að undirbúa okkur fyrir þessar miklu vorgöngur.“ Mikill keppnisandi í hópnum Bogga segir áhugann á fjalla- mennsku hafa kviknað fyrir löngu en þátttakan í gönguhópnum hafi eflt hann til muna. Hún segir að það sem hafi komið sér einna mest á óvart eftir að hún fór að stunda fjallamennsku reglulega er keppn- isskapið sem hún býr yfir. „Það er ekki bara ég, það ríkir gífurlegt keppnisskap í hópnum og ég held að það sé eitthvað sem drífur marga áfram. Margir eru að uppgötva það í fyrsta sinn á ævinni. Það vill samt enginn viðurkenna þessa keppni en ef það er einhver sem ætlar að taka fram úr þá herðist á öllum hópnum. Það er síðan misjafnt hver er fremsti maður hverju sinni. Það er mikill kraftur í þessu og við göngum oft á 7,5 kílómetra meðalhraða. Við lítum kannski út fyrir að vera svolít- ið klikkuð þegar við örkum um göt- ur bæjarins,“ segir Bogga og hlær. Íþróttakennarinn sem fylgir hópnum gætir þess að aftasti maður dragist ekki aftur úr og stundum er æfingunum hagað þannig að þeir sem fara hægar yfir fara styttri hring en þeir sem fara hraðar yfir. „Það er reynt að miða við að allir fái það sem þeir vilja út úr þessu og geti gengið á sínum hraða. Ég er búin að vera svo lengi að ég reyni auðvitað að vera með þeim fyrstu.“ Karlarnir mættu vera fleiri Eiginmaður Boggu, Ragnar Pálsson, slæst oft í för með hópnum í fjallgöngur þó að hann mæti ekki á æfingar. „Honum finnst þetta mjög skemmtilegt. Þegar hann kemst þá kemur hann. Við erum um tuttugu sem mætum reglulega á æfing- arnar, bæði karlar og konur. Karl- arnir mættu samt alveg vera fleiri. Það er líka mjög breitt aldursbil í hópnum sem samanstendur af fólki á unglingsaldri og upp í sjötugt. Það er til dæmis ein 13 ára sem ætlar á Hvannadalshnjúk í vor. Við þekkj- umst orðið mjög vel en öllum nýjum fjallgöngugörpum er fagnað.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Niðurstöður úr rannsókn semgerð var í Surrey-háskólanum í Bretlandi sýnir fram á að langvarandi svefn- leysi getur haft víðtæk áhrif á starf- semi líkamans. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Rannsóknin fór þannig fram að blóð úr 26 einstaklingum var greint þegar þeir höfðu fengið nægan svefn eða allt að 10 klukkustundir á nóttu í heila viku. Seinna var blóð þeirra aftur skoðað eftir að svefn- tími þeirra hafði verið styttur niður í 6 klukkustundir eða færri í heila viku. Þeir báru niðurstöðurnar sam- an og fylgdu eftir starfsemi hjá ríf- lega 700 frumum. Niðurstöður leiddu í ljós að svefnleysi getur vald- ið ýmsum kvillum. Þó er ekki enn vitað hvað það er í svefninum sem er okkur svona nauðsynlegt. Dramatískar breytingar Hver fruma fær upplýsingar um að byggja upp próteinmagn í lík- amanum og því virkari sem frum- urnar eru því meiri próteinfram- leiðsla fer í gang sem breytir efnastarfsemi líkamans. Prófessor við háskólann, Colin Smith, sagði í samtali við BBC að „dramatískar breytingar hefðu átt sér stað á starfsemi mismunandi frumna,“ sagði prófessor Smith í samtali við BBC. Hann sagði að mestu breytingarnar hefðu orðið m.a. á ofnæmiskerfinu en einnig brást líkaminn misjafnlega við streitu og áreiti. Hjartasjúkdómar, sykursýki, offita og hæg heila- starfsemi væru kvillar sem allir hefðu verið tengdir við svefnleysi. Það væri því hægt að gefa því gaum að svefn væri ansi nauðsynlegur fyrir líkamann til þess að endur- hlaða batteríin og viðhalda heils- unni. „Ef við getum ekki endurbætt og skipt út frumum á meðan við sofum getur það leitt til hrörnunarsjúk- dóma,“ bætti Smith við. Smith taldi svefnleysi vera al- gengt og sagði að eflaust þjáðist margt fólk af mun meira svefnleysi í daglegu lífi heldur en þeir sem tóku þátt í rannsókninni. Dr. Akhilesh Reddy er sérfræð- ingur í líkamsklukkunni við Cam- bridge-háskóla og sagði rannsókn- ina áhugaverða. Hann taldi lykilatriðin í niðurstöðum rann- sóknarinnar vera áhrifin á ónæm- iskerfið og sjúkdóma á borð við syk- ursýki, en þar væri möguleiki á að sjá einhver tengsl. Þá sagði hann niðurstöður bjóða upp á að reynt yrði að finna svar við svefnþörfinni. Til dæmis væri hægt að kanna hvort lyf gæti komið í veg fyrir þessa svefnleysiskvilla. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það er sem veld- ur þessum breytingum í líkamanum meðan á svefni stendur en ef hægt væri að þrýsta á „af eða á hnapp“ hvað svefninn varðaði, þá gæti fólk, með hjálp lyfsins, komist af án þess að þurfa að sofa,“ sagði dr. Reddy. Svefninn er mikilvægur öllum Nauðsynlegt Líkaminn þarf góðan svefn til að endurhlaða batteríin. Áhrif svefnleysis á starfsemi líkamans LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 - SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Gjafir sem gleðja 7.200 15.900 6.500 8.500 7.950 12.000 7.950 7.300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.