Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013
Jóhanni föður Friðleifs að aldrei
hefði hann kynnst betri vélstjóra
eða séð jafn þrifalegt og hreint
vélarrúm og þau sem Jóhann réð
ríkjum í. Kannski mætti líkja
starfi Friðleifs við hlutverk vél-
stjórans og aðstæðum í hinum
siglfirsku happafleyjum. Jafnvel
örlaði á vertíðaranda í stíl við
síldarárin þegar mest gekk á.
Á fjölbreyttum vinnustað hjá
embætti ríkisskattstjóra nutu
hæfileikar Friðleifs sín vel.
Starfsferill Friðleifs þar á bæ
hófst í upphafi áttunda áratug-
arins. Í hönd fóru á næstu árum
miklir umbrotatímar í samfélag-
inu. Þá reyndi á. Friðleifur var
góður í mannlegum samskiptum,
vandaður í vinnubrögðum, fljótur
að setja sig inn í aðstæður og gat
skýrt flókna hluti í stuttu máli.
Verkefni hans voru mörg og mis-
munandi. Allt frá því að svara
spurningum landans um skatt-
framtalið sitt upp í að miðla upp-
lýsingum til löggjafans og æðstu
aðila framkvæmdavaldsins um
áhrif hugmynda sem snertu
flóknustu uppgjör atvinnurekstr-
ar.
Á skrifstofu ríkisskattstjóra
ríkti þægilegur starfsandi þrátt
fyrir mikið álag á starfsmenn.
Miklar kröfur voru gerðar til hins
unga viðskiptafræðings. Friðleif-
ur stóð undir þeim kröfum. Þegar
mest gekk á var Friðleifur að
koma upp fjölskyldu. Stóð hann
sig með sóma í öllu því stússinu
með lífsförunaut sínum Snjólaugu
Sigurðardóttur. Var augljós
gagnkvæm ást og virðing ríkjandi
þeirra í milli. Sonum sínum
tveimur var hann besti faðir og
stoltur var hann sem tengdafaðir
og afi.
Friðleifur var hógvær og
kannski að sumra áliti hlédrægur
maður. Hann var ekki mikið að
trana sér fram eða sækjast eftir
vegtyllum og metorðum. Léttur
var hann og kátur. Skaplaus var
hann alls ekki og gat látið álit sitt
hispurslaust í ljós ef svo bar við.
Eins og margir í hans ætt var
Friðleifur keppnismaður, hafði
stundað fótbolta með KS á sínum
yngri árum, var velspilandi
briddsari og til þessa dags hand-
hafi 1. verðlauna í harðri borð-
tenniskeppni RSK, en sú íþrótt
reynir á snerpu, hraða, útsjón-
arsemi og þolgæði.
Einhvers staðar segir að orða
fegurst í merkingu á íslensku sé
nafnorðið drengur.
Friðleifur var drengur góður.
Við hjónin minnumst Friðleifs
með hlýju og söknuði og vottum
Snjólaugu, Jóhanni, Sigurði og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Friðleifs
Jóhannssonar.
Steinþór Haraldsson.
Öðru hvoru erum við minnt á
að við séum aðeins hluti í lífkeðju
jarðarinnar, að allt sem lifir visn-
ar og deyr. Eftir erfið veikindi í
langan tíma hefur vinur okkar,
Friðleifur, kvatt þetta jarðneska
líf. Hann var í eðli sínu einstak-
lega hóglátur og fámálugur mað-
ur en bjó yfir einhverjum styrk
sem ekki öllum er gefið. Hann
hafði góða nærveru og kunni að
hlusta, var vel að sér á mörgum
sviðum og lá ekki á skoðunum
sínum ef því var að skipta.
Lengi bjuggu Friðleifur og
kona hans Snjólaug í Stallaseli, í
húsi sem einkenndist af mynd-
arskap þeirra og snyrtimennsku,
en fluttu seinna í Mosfellsbæ.
Heima undi Friðleifur sér vel og
átti það til að sýna listir við mat-
reiðslu í eldhúsinu, en þrátt fyrir
að vera heimakær hafði hann
yndi af ferðalögum og öllum
mannfagnaði. Það var reglusemi
og tillitssemi í öllu líferni Frið-
leifs og hann uppskar um margt
mikla gæfu, ágætis atvinnu, gott
heimili og góða fjölskyldu. Það
eru hörð örlög að veikjast á besta
aldri og berjast við að ná bata,
sem vissulega tókst á köflum, og
þá gat Friðleifur með eigin seiglu
og dyggri hjálp Snjólaugar sinnar
notið lífsins og jafnvel ferðast til
fjarlægra landa. Við minnumst
með mikilli ánægju okkar reglu-
legu leikhúsferða, gönguferða í
náttúrunni og samverustunda
heima og heiman. Veikindi setja
mark sitt á menn og það er sárt
að geta ekki verið virkur í sam-
félaginu, einkum ef manni finnst
„efri ár“ langt framundan. En
enginn ræður för og minningar
samverustunda verða dýrmætar
fyrir þá sem hefja förina seinna.
Við vottum Snjólaugu, Jóhanni,
Sigurði og fjölskyldum þeirra
innilega samúð.
Margrét og Jón Kristinn.
Blærinn sem hreyfir laufblöðin mjúk-
lega
og gerir ekki kröfur
fær oft meiru áorkað
og gleður fleiri
en sá sem með krafti sínum
hyggst vinna borgir
(E.G.Ó.)
Samheldinn hópur ungs fólks
útskrifaðist frá Menntaskólan-
um á Akureyri vorið 1964 fyrir
49 árum. Hópurinn var eins og
samfélagið í heild, sumir meira
áberandi meðan aðrir gengu
hljóðlega um ganga. Þeir hæg-
látu voru eins og hlýir vindar
með sinni þægilegu vinalegu
nærveru. Einn þessara einstak-
linga var Friðleifur Jóhannsson
frá Siglufirði. Það fór ekki mikið
fyrir honum en hann var alltaf til
staðar í námunda við hópinn
brosandi og hlýlegur. Við vorum
samferða í heimavistinni
menntaskólaárin og aldrei minn-
ist ég erfiðleika í samskiptum
við aðra gangfélaga á þessum ár-
um. Við áttum síðan samleið í
viðskiptafræðináminu í HÍ.
Friðleifur helgaði líf sitt
skattamálum og hóf störf hjá
ríkisskattstjóra árið 1970 26 ára
gamall. Hann vann við embættið
í 35 ár að undanskildum nokkr-
um mánuðum árið 1991 þegar
hann var settur skattstjóri á Ísa-
firði. Friðleifur var um tíma for-
stöðumaður tekjuskattsskrif-
stofu
ríkisskattstjóraembættisins en
lét af þeim störfum árið 1999 af
heilsufarsástæðum og starfaði
síðan við ráðgjafarstörf við emb-
ættið þar til hann hætti störfum
árið 2005. Við höfðum ekki mikil
samskipti gegnum árin nema
helst í tengslum við hans ynd-
islegu og kraftmiklu eiginkonu
Snjólaugu sem er frænka og
samstúdent Elínar. Friðleifur
kom sér afar vel í starfi og naut
mikils trausts. Erfitt var að
fylgjast með honum í veikindum
hans síðustu árin sem hann og
fjölskylda hans mættu af æðru-
leysi. Við sendum Snjólaugu og
fjölskyldu hennar innilegar sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
blessa minningu góðs og trausts
félaga.
Elín G. Óskarsdóttir og
Þráinn Þorvaldsson.
Erfiður lokakafli í lífi góðs
vinar er á enda. Við Friðleifur
kynntumst á 1. ári í viðskipta-
deildinni í Háskóla Íslands. Við
höfðum báðir verið í MA, hann
ári á undan, en við kynntumst
ekki þar en vissum þó hvor af
öðrum. Ég sá fljótt að þetta var
rólegur, yfirvegaður og traustur
nánungi og tókst með okkur
mikil og góð vinátta á háskóla-
árunum.
Það æxlaðist þannig að ég
lauk námi ári á undan og var er-
lendis í námi næsta veturinn.
Þegar ég
kom heim í jólafrí komst ég
strax að því að Friðleifur var
orðinn hrifinn af stúlku og lagði
mikla áherslu á að ég kæmi aftur
í heimsókn á Gamla Garð næsta
kvöld til að hitta hana. Þarna
hitti ég í fyrsta skipti hana Snjó-
laugu, einstaka kjarnakonu, sem
hefur fylgt honum síðan í gegn-
um lífið og sinnt honum einstak-
lega vel í hrakandi heilsu hans
síðustu árin.
Þau gengu í hjónaband tæp-
lega ári síðar. Ekki var tilstandið
mikið né lúðrar þeyttir við það
tilefni. Við Sigurður Þórarins-
son, faðir Snjólaugar, vorum
gerðir ábyrgðarmenn fyrir ráða-
hagnum og síðan var haldin
fimm manna brúðkaupsveisla á
heimili foreldra Snjólaugar í Álf-
heimunum.
Friðleifur vann allan sinn
starfsferil að námi loknu hjá rík-
isskattstjóra að einu ári undan-
skildu og undi hag sínum vel þar.
Þegar hann stóð á fimmtugu
veikist hann og þurfti í fram-
haldinu að minnka sína vinnu
lengst af þar til hann fór á eft-
irlaun í kringum sextugt. Fljót-
lega eftir það tók heilsu hans að
hraka nokkuð en þó mest síðasta
árið sem hann lifði.
Ég átti reglulegar heimsóknir
til þeirra hjóna í Blöndubakkann
á áttunda áratugnum þar til ég
flutti aftur á Skagann og stofn-
aði fljótlega heimili þar. Þráð-
urinn var síðan tekinn upp aftur
nokkrum árum síðar og stofnað
til reglulegra menningarferða
eins og það var kallað, þar sem
snæddur var góður kvöldverður,
síðan farið í leikhús og oft endað
á pöbb eða heima hjá þeim hjón-
um.
Við Marta kveðjum góðan vin
og sendum Snjólaugu, sonum og
fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur og þökkum fyr-
ir fjölmargar ánægjustundir í
gegnum árin.
Gylfi Þórðarson.
Ljúfur, hlýr og notalegur eru
þau lýsingarorð sem fyrst koma
í hugann þegar ég minnist Frið-
leifs. Við hjónin kynntumst
Friðleifi og Snjólaugu fyrir um
þrjátíu og fimm árum er við
gerðumst frumbyggjar ásamt
öðrum góðum grönnum í Stalla-
seli í Seljahverfi. Þarna vorum
við á kvöldin og um helgar að
skafa timbur, naglhreinsa og
spjalla saman um húsbyggingar
okkar. Eitt sinn er foreldrar
okkar Snjólaugar komu í heim-
sókn til þess að sjá hvernig
gengi, þá kom í ljós að feður
okkar Snjólaugar voru ekki
bara sveitungar heldur einnig
samkennarar við MR og vinir.
Þetta tengdi okkur Snjólaugu
strax sérstökum böndum og
höfum við verið vinkonur æ síð-
an. Friðleifi og manninum mín-
um heitnum, Óskari Gunnari
Óskarssyni, varð einnig vel til
vina en þeir voru báðir mennt-
aðir viðskiptafræðingar.
Þarna voru börn í hverju húsi
og ekki amalegt að alast upp í
þessu ævintýralega umhverfi
með stóru óbyggðu svæði. Snjó-
laug og Friðleifur fluttu nokkru
seinna en við í hús nr. 9. Ekki
leið á löngu áður en smásnáði,
þ.e. fimm ára sonur okkar, trítl-
aði yfir til þeirra, bankaði upp á
og sagði: „Heyrðu manni, eru
strákarnir þínir heima.“ Þannig
byrjaði þeirra vinskapur.
Mér eru minnisstæð mörg
kvöld eftir góðan grillmat, þeg-
ar setið var lengi frameftir í
kvöldsólinni á pallinum og mikið
spjallað og hlegið. Brúðkaups-
dagar okkar voru 8. og 9. októ-
ber. Þegar Friðleifur og Snjó-
laug höfðu verið gift í 30 ár og
við í 40 ár, þ.e. á árinu 2000, þá
fórum við í afar eftirminnilega
brúðkaupsafmælisferð til París-
ar. Héldum við upp á stóráfang-
ana í lífi okkar með kvöldverði á
siglingu um Signu.
Í mínum huga var Friðleifur
hinn sanni embættismaður,
heiðarlegur, traustur, nákvæm-
ur og orðvar. Hann var einnnig
ótrúlega umburðarlyndur og
skilningsríkur eiginmaður.
Hann skildi að konan hans hafði
mikla félagsþörf og var í krefj-
andi starfi. Friðleifur var mjög
heimakær og honum leið best í
Stallaseli í faðmi fjölskyldunnar.
Minningin lifir um góðan mann,
góðan vin og einstaklega góðan
fjölskylduföður sem allir gátu
treyst.
Elsku Snjólaug, Jóhann,
Siggi, tengdadætur og barna-
börn. Við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kolbrún Valdimarsdóttir
og fjölskylda.
Friðleifur Jóhannsson hóf
störf hjá ríkisskattstjóra á tutt-
ugasta og sjötta afmælisdegi
sínum. Þar með var framtíðin
ráðin og hann starfaði við skatt-
framkvæmd í 35 ár. Friðleifur
varð fljótt einn af lykilmönnum
skattyfirvalda og það var
löngum svo að erfiðari málin
rötuðu inn á borð til hans. Álita-
mál um gjaldfærsluheimildir
eða endurálagningu flókinna
fyrirtækjasamstæðna hvíldu á
herðum hans. Allt var það unnið
á skilmerkilegan og greinargóð-
an hátt.
Á þessum árum fékk ríkis-
skattstjóri það hlutverk að inn-
leiða ný tekjuöflunarkerfi þar
sem yfirleitt fór saman skamm-
ur undirbúningstími og miklar
breytingar. Friðleifur var
drjúgur liðsmaður í þeim verk-
um. Við upptöku á staðgreiðslu
og fjármagnstekjuskatti var lið-
veisla hans ómetanleg. Hélt
hann fyrirlestra út um allt land
og samdi fræðsluefni og leið-
beiningar. Öll þau störf vann
Friðleifur eins og honum var
ætíð lagið með hljóðlegum og
átakalausum hætti.
Og árin liðu, Friðleifur efldist
jafnt og þétt. Reynsla hans og
margþætt störf skópu honum
yfirburðaþekkingu í skattamál-
um og reikningshaldslegum
álitamálum. Brátt kom svo að
honum var trúað fyrir að stýra
tekjuskattsskrifstofu embættis-
ins þar sem að jafnaði voru flest
álitamálin. Hann tók sæti í yf-
irstjórn stofnunarinnar og
sinnti fjölmörgum öðrum trún-
aðarstörfum, sat í starfshópum
um skattamál og var settur
skattstjóri í Vestfjarðaumdæmi.
Friðleifur var ætíð tilbúinn til
að miðla af reynslu sinni til að
bæta skattframkvæmd og neit-
aði ekki samstarfsfélögum um
stuðning í einstökum verkefn-
um. Hann var mikilvægur leið-
beinandi á skattanámskeiðum.
Nákvæmur og afkastamikill og
hann varð smám saman eins og
hryggjarstykkið í stofnuninni
eins og einn samstarfsmaðurinn
sagði um Friðleif þegar lát hans
spurðist.
Svo dundi ógæfan yfir. Frið-
leifur veiktist alvarlega nýorð-
inn fimmtugur og var lengi frá
vinnu. Með seiglu og bjartsýni
að vopni tókst honum að ná
sæmilegri heilsu í nokkur ár og
komast aftur til starfa. Veikind-
in forðum settu þó sitt mark á
hann og ákvað hann því að láta
af stjórnunarstörfum fáum ár-
um síðar og fór á eftirlaun sex-
tugur að aldri. Hann jafnaði sig
aldrei til fulls.
Það var einstaklega ánægju-
legt að eiga samskipti við Frið-
leif enda var hann gæddur mikl-
um persónutöfrum.
Heilsteyptur maður, góðmenni
fram í fingurgóma og hafði af-
skaplega þægilega nærveru.
Hlýja handtakið, brosið og glað-
værðin gerðu samskiptin
skemmtileg. Hann var vinsæll
og vel látinn af öllum samstarfs-
mönnum í gefandi samfylgd og
trygglyndi. Öllum þótti vænt
um þennan afbragðsmann sem
með hófstillingu sinni lagði
metnað sinn í að vinna störf sín
á vandaðan og ósérhlífinn hátt.
Síðustu misserin voru honum
erfið og í síðasta samtali okkar
var af honum dregið. Samferða-
menn hans hjá ríkisskattstjóra
minnast öðlingsins sem stóð
vaktina meðan honum var stætt.
Góður drengur er genginn, hafi
hann þökk fyrir árin og störfin.
Eftirlifandi eiginkonu, sonum
og fjölskyldunni allri er vottuð
innilegasta samúð. Blessuð sé
minning Friðleifs Jóhannsson-
ar.
Skúli Eggert Þórðarson.
✝
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, systur og
frænku,
IÐUNNAR LÚÐVÍKSDÓTTUR,
Tjarnarbóli 4,
Seltjarnarnesi,
sem lést mánudaginn 4. mars, verður gerð
frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 14. mars
kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
Sigurður B. Oddsson,
Gerður Lúðvíksdóttir,
Styrgerður Hanna Jóhannsdóttir.
✝
Elskuleg dóttir mín, móðir, systir, tengda-
móðir og amma,
BJÖRK LÍNDAL
sjúkraliði frá Raufarhöfn,
lést í faðmi okkar á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi laugardaginn 9. mars.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
15. mars kl. 13.00.
Bergljót R.L. Þorfinnsdóttir, Einar Magnússon,
Grímur Atlason, Helga Vala Helgadóttir,
Bergljót Eleni Nikulásdóttir,
Edda Bára Guðbjartsdóttir, Ingólfur Jóhannesson,
Snærós, Eva, Ásta Júlía og Arnaldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
ÁRNI VILHJÁLMSSON,
fyrrverandi prófessor,
Hlyngerði 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 15. mars og hefst athöfnin
kl. 13.00.
Ingibjörg Björnsdóttir,
Ásdís Helga Árnadóttir, Guðmundur F. Jónsson,
Birna Björk Árnadóttir, Sigurður Tómas Björgvinsson,
Auður Kristín Árnadóttir, Einar Þór Harðarson
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN REYKDAL
ökukennari,
leigubifreiðastjóri
og sunnudagaskólakennari,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík föstudaginn 8. mars.
Útför fer fram frá Fíladelfíukirkju föstudaginn 15. mars kl. 15.00.
Sigurjón Reykdal, Nakkaew Sara Seelarak,
Ásmundur Reykdal, Stella Stefánsdóttir,
Ingibjörg Reykdal, Margeir Margeirsson,
Anna Sigríður Reykdal, Snæbjörn Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GUNNLAUGUR TOBÍASSON,
Geldingaholti,
Skagafirði,
sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 5.
mars verður jarðsunginn frá Sauðárkróks-
kirkju laugardaginn 16. mars kl. 14.00.
Gerður Hauksdóttir,
Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir,
Jóhann Gunnlaugsson, Eva Dögg Bergþórsdóttir,
Kristín Björg Emanúelsdóttir, Ísak Hrafn Jóhannsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi,
ANDRÉS HAFLIÐI GUÐMUNDSSON
lyfjafræðingur,
Miðleiti 7,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hring-
braut sunnudaginn 10. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristín Magnúsdóttir,
Örn Andrésson,
Guðbjörg Erla Andrésdóttir,
Ingibjörg Ólöf Andrésdóttir,
Magnús Andrésson,
afa- og langafabörn.