Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 „Alþýðufylkingin mun berjast skil- yrðislaust fyrir eflingu sjálfstæðis þjóðarinnar með því að beita sér gegn aðild að Evrópusambandinu og gegn erlendri skuldasöfnun og fjár- magnsinnflutningi. Fjármagnsinn- flutningur í formi lána og erlendrar fjárfestingar er aðeins ávísun á að ræna íslenskt samfélag arðinum af vinnu sinni.“ Þetta segir í kosningaáherslum Alþýðufylkingarinnar, sem stefnir að framboði í öllum kjördæmum í al- þingiskosningunum í vor. Forsvars- menn hennar kynntu undirbúning og áherslur framboðsins í gær. Alþýðufylkingin hefur fengið út- hlutaðan listabókstafinn R og segja forsvarsmenn hennar að söfnun meðmælenda með framboðinu sé vel á veg komin í Reykjavíkurkjördæm- unum en styttra annars staðar. Fyrir liggur ákvörðun um að for- maður samtakanna, Þorvaldur Þor- valdsson trésmiður, muni leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norð- ur og Vésteinn Valgarðsson, stuðn- ingsfulltrúi og varaformaður sam- takanna, mun leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Langt er komið að manna listana í Reykja- víkurkjördæmum en eftir er að raða þeim innbyrðis. „Almenningur hefur verið miskunnarlaust féflettur“ Í kosningaáherslunum segir að þörf sé á róttækum breytingum á ís- lensku samfélagi. Undanfarna ára- tugi hafi ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í ís- lenskum fjármálaheimi. „Almenn- ingur hefur verið miskunnarlaust fé- flettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðislánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan yfir þúsund milljarða skuld- um er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, lífeyrissjóði og húsnæðis- skuldir,“ segir þar. Í umfjöllun um aðgerðir vegna skulda heimilanna segir m.a. að þó að leiðrétting á lánunum aftur í tímann sé mikilvæg þá sé ennþá mikilvæg- ara að huga að nýju félagslegu kerfi til fjármögnunar húsnæðis fyrir al- menning. „Með því að hætta að sækja fé að láni á okurvöxtum á markaði til hús- næðislána en safna þess í stað sam- félagslegu eigin fé til að lána til hús- næðiskaupa að vissu hámarki án vaxta og verðbóta er hægt að létta miklu oki af almenningi og spara miklar greiðslur frá samfélaginu til fárra auðmanna.“ Auðmenn sölsa undir sig gróða Alþýðufylkingin leggur sérstaka áherslu á að endurreisa velferðar- kerfið og að niðurskurður verði dreginn til baka. Þá leggur hún til al- gera uppstokkun á lífeyriskerfinu. „Greiðslur í lífeyrissjóði verði stöðv- aðar og hætt að þvinga fólk til að kaupa sér ótrygg lífeyrisréttindi með greiðslum í fjárfestingasjóði. Stefnt verði að því að einfalda lífeyr- iskerfið og koma á samræmdri fram- færslutryggingu fyrir alla sem ekki geta unnið fyrir sér á vinnumarkaði,“ segir í kosningaáherslunum. Alþýðufylkingin ætlar að beita sér fyrir þjóðareign á auðlindum og er á móti útflutningi raforku um sæ- streng. Fyrirséð sé „að það spretta fram auðmenn sem eru reiðubúnir að sölsa undir sig gróða af framkvæmd- unum og viðskiptum með orkuna en kostnaði af fjárfestingunni verður velt yfir á samfélagið“. omfr@mbl.is Stefna á framboð um allt land  Alþýðufylkingin berst gegn ESB-aðild og er á móti raforkusölu um sæstreng Morgunblaðið/Ómar Stefnan kynnt Alþýðufylkingin kynnti í gær kosningaáherslur í nýopnaðri kosningamiðstöð. Þorvaldur Þorvalds- son, sem er fremstur á myndinni, er formaður samtakanna og mun leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Á meðan óveður var um allt í síð- ustu viku og víða ófært, grisjuðu starfsmenn Vesturlandsdeildar á Stálpastöðum í Skorradal í ágætu veðri. „Skorradalurinn liggur þannig við norðanáttum að hér er alltaf gott veður þegar norðanáhlaupin eru,“ segir Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi, á heimasíðu Skógræktarinnar. Ver- ið er að grisja efni sem á að af- hendast Elkem, en áætlað er að afhenda 250 rúmmetra af timbri af Vesturlandi á Grundartanga í vor. Grisjað í Skorradal fyrir vinnslu Elkem Hagstofan hefur á heimasíðu sinni birt leiðréttingu á áætlun um útgjöld hins opinbera til heil- brigðismála, sem birt var á þriðjudag. „Inn í útgjaldatöluna vantaði útgjöld vegna sjúkra- húslyfja, 5,7 milljarða, svo og vegna byggingar hátæknisjúkra- húss, 1,3 milljarða. Í leiðréttum tölum er gert ráð fyrir að útgjöld til heilbrigð- ismála hafi aukist um 3,4% (dreg- ist saman um 2,6% á föstu verði). Þar af jukust útgjöld til sjúkra- húsa um 3,2 milljarða eða um 4%. Samkvæmt uppfærðum nið- urstöðum námu heilbrigðisútgjöld 8,9% af vergri landsframleiðslu árið 2012. Hagstofan biðst velvirðingar á þessum mistökum en vill árétta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða,“ segir á heimasíðunni. Hagstofan leiðréttir áætlun um útgjöld Ný lög um Ríkisútvarpið voru sam- þykkt á Alþingi í gær með 35 at- kvæðum. Fjórir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins greiddu atkvæði á móti, átta greiddu ekki atkvæði og 16 voru fjarstaddir. Ein af meginbreytingunum sem nýju lögin hafa í för með sér er tak- mörkun á umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lagt er bann við að Ríkisútvarpið afli sér tekna með kostun dagskrárliða, nema í ákveðnum undantekningartilvikum, þ.e. við útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýning- arrétti og við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá. Bann er lagt við því að einstakir dagskrárliðir séu brotnir upp með auglýsingum nema að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þá eru sett takmörk á hámarksauglýsingatíma, sem mest má nema 8 mínútum á klukkustund í stað 12 mínútna há- marks í gildandi lögum. Að mati Ríkisútvarpsins má ætla að árleg tekjurýrnun vegna þessara breyt- inga verði 395 milljónir kr. Í nýju lögunum er aukin áhersla lögð á almannaþjónustuhlutverk Ríkisútvarpsins. Skilið er á milli svo- nefndrar fjölmiðlaþjónustu í al- mannaþágu og annarrar starfsemi Ríkisútvarpsins, sem fara muni fram í dótturfélögum þess. Við atkvæðagreiðsluna í gær var felld breytingartillaga Sivjar Frið- leifsdóttur um að Ríkisútvarpið skuli veita öllum gildum framboðum til Alþingis jafnan útsendingartíma til að kynna stefnumál sín. Þá var einn- ig felld breytingartillaga Þorgerðar K. Gunnarsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um að minnst 20% af fjárveitingum til dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins skuli varið til kaupa á innlendu efni af sjálfstæðum fram- leiðendum. Illugi Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir lýstu bæði áhyggjum við umræðurnar í gær af því að þessi löggjöf yrði brátt úrelt vegna örra tæknibreytinga. Sagði Illugi að í lög- unum væri hlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint of vítt. Sat Illugi hjá við atkvæðagreiðsluna. Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra sagði brýna þörf í samfélaginu fyrir öflugan almannaþjónustumiðil. Ný lög Skilið er á milli fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu og annarrar starf- semi Ríkisútvarpsins, einkum á sviði samkeppnisreksturs, í nýju lögunum. Þrengt að auglýs- ingaumsvifunum  Ný lög um Ríkisútvarpið samþykkt www.snakk.is Fitness popp er á HEILBRIGÐI ER LÍFSTÍLL Hreyfing - Næring - Jákvæðni Létt og trefjaríkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.