Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Tugir þúsunda manns bera þungar byrðar af verð- tryggðum húsnæð- islánum sínum. XG Hægri-grænir, flokkur fólksins, vill taka á þessum málum og leið- rétta og endur- fjármagna þessi lán og leggja grunn að nýrri framtíð viðkomandi fái flokkurinn nægilegan stuðning í alþingiskosningunum til þess að geta hrint þessum áformum í framkvæmd. Þekkt og þrautreynd lausn Lausnin var fundin af færustu hag- fræðingum og sérfræðingum heims. Bandaríkjamenn fóru hana m.a. til þess að bjarga bandaríska húsnæð- iskerfinu og fengu til þess sérstaka lagaheimild Bandaríkjaþings eftir að kreppan skall á þar (enska TARP – Troubled Asset Relief Program). Hægri-grænir vilja fara þessa sömu leið, sem gekk svo vel, og vill miða við lán tekin 1. nóvember 2007 eða síðar, þegar MiFID-tilskipun (Markets in Finacial Instruments Directive) ESB/EES um neyslulán var lögleidd hér á landi, en í henni felst bann við sölu á flóknum fjármálaafurðum til almennings eins og flokkurinn hefur lengi haldið fram að verðtryggð lán væru. Lántakar verðtryggðra lána hér á landi vita aldrei hvað næsta af- borgun verður, hvað þá hvernig allt lánið verður þegar upp er staðið, því enginn veit fyrr en eftir á hver áhrif vísitalan á það verður. Aðferðin – einföld og gengur upp Hægri-grænir vilja setja á neyð- arlög, sem í fyrsta lagi afnema að verðtryggja, afleiðutengja, megi venjuleg lán til almennings og í öðru lagi heimila Seðlabankanum að stofna sérstakan sjóð innan sinna eigin veggja, sem keypti af fjármálastofn- unum verðtryggð hús- næðislán fólks og skuld- breytti þeim með útgáfu nýrra skuldabréfa (enska Quantative eas- ing). Nýju lánin yrðu þá færð niður í nýjan höf- uðstól eða eins og lánin hefðu verið án verð- tryggingarinnar og yrðu á föstum óverð- tryggðum vöxtum og til langs tíma, jafnvel til allt að 75 ára, til þess að stilla greiðslubyrðina við greiðslugetuna. Seðlabankinn lánaði þessum sjóði sínum á 0,01% vöxtum og með því að nýju bréfin bæru 7.65% vexti tæki það sjóðinn níu ár að kom- ast í jafnvægi. Þannig er það vaxta- munurinn og tíminn sem borga þetta upp og segja má að þetta sé eins kon- ar bókhaldsaðgerð innan Seðlabank- ans, en ávinningurinn, vaxtamismun- urinn, rynni til réttra aðila, þ.e.a.s. fólksins í landinu, í stað banka, þrota- búa og vogunarsjóða. Lánardrottnarnir fengju gamla lánið greitt að fullu og töpuðu engu, en væri gert með bindiskyldu að geyma féð í Seðlabankanum og fengju það ekki til baka nema sam- kvæmt ákvörðunum bankans út frá peningastjórn sinni. Þannig gengi þetta upp fyrir alla. Stórlækkun lánanna – stórlækkuð greiðslubyrði – nýtt líf fyrir fólk Miðað við 1.11. 2007 yrði lækkun lánanna um 45% og hlutfallslega lægri fyrir yngri lán. Svo furðulegt sem undirrtuðum finnst það hefur ekkert stjórnmálaafl utan Hægri- grænna áttað sig eða komið með raunhæfar alvörulausnir á mikilli óhæfu. Reyndar vill flokkurinn fara út í aðrar mikilvægar aðgerðir sam- hliða þessu, þ.e. upptöku nýrrar ís- lenkrar myntar, ríkisdals, m.a. til þess að ná tökum á verðbólgunni, lækka vexti og ná varanlegum stöð- ugleika. Ef þér líst vel á að stórlækka lánin þín strax og lengja í þeim til þess að létta verulega á greiðslubyrð- inni verður þú að setja X við G í apríl. Það er lífsspursmál, því ef menn ætla að kjósa eitthvað t.d. af gömlum vana eða út frá ímynduðum óútfærðum hugmyndum og Hægri-grænir fá ekki rokkosningu í vor og þar með nauðsynlegt áhrifavald mun ekkert skynsamlegt gerast í þessum efnum. Aðeins fleiri nefndir og athuganir. Ef menn lesa stefnuskrár allra hinna stjórnmálaflokkanna er það alveg orðið ljóst. Leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána – tækifæri til að skapa nýja framtíð Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson » Lántakar hér á landi vita aldrei hver næsta afborgun verður. Höfundur er fyrrverandi forstjóri. Veffang www.xg.is. Atvinnulífið er eins og samfélagið allt í stöð- ugri þróun. Þótt mikið hafi áunnist, þá er enn verk að vinna. Mik- ilvægt er að menn um- gangist viðfangsefnin með viðunandi virðingu svo mest verðmæti ná- ist sem afrakstur sér- hvers starfs. Í sjávar- útvegi má með lágmarksaga innleiða á einfaldan hátt vönduð fagleg vinnu- brögð sem stuðlað geta að aukinni verðmætasköpun. Heilindi í samskiptum manna á meðal skipta máli, nú sem fyrr. Með heilindum ávinna menn sér traust. Traust er forsenda farsælla viðskipta. Siðferði í matvælavinnslu snýst um virðingu, virðingu fyrir viðskiptavinum sem og hráefnum. Lengi dugði Íslendingum að afla tekna að hætti frameiðslustuddrar virðiskeðju. Aðgengi að gjöfulum fiski- miðum var lykilatriði. Reynt var að laga vinnslu að því sem aflaðist, fremur en að því sem seldist. Með því að setja markaðsdrifna virðiskeðju á hjól efna- hagslífsins er miðað að því að fram- leiða þær vörur sem eru eftirsóttar og selst geta við eftirsóknarverðu verði, í stað þess að framleiða einungis það sem er þægilegt og einfalt að framleiða óháð eftirspurn efir slíkum vörum. Vel- flest ríki sem Íslendingar eiga í við- skiptum við búa að þegnum sínum með fyrirkomulagi markaðsbúskapar, að meira eða minna leyti, því skiptir markaðssetning íslenskra afurða máli. Það undirstrikar mikilvægi þess að ræða útflutnings- og markaðsmál í sömu andrá og ekki síður hvernig auk- in verðmætasköpun genur nýst við markaðssetningu íslenskra afurða. Nýsköpun er mik- ilvæg fyrir vöxt og við- gang efnahagslífsins. Með þolinmæði og þraut- seigju hefur íslenskt at- vinnulíf náð þeim árangri að standa undir þeim lífs- kjörum sem Íslendingar búa við. Framþróun í sjávarútvegi stuðlaði oft á tíðum að kaupmátt- araukningu almennings. Við þurfum þolinmæði til að gera verðmæti úr tækifærum. Tryggja þarf stöðugleika í atvinnu- lífinu með lausn sem flestir geti sætt sig við til framtíðar, við skipan sjáv- arútvegsmála hér við land. Stöðugleiki þarf að nást svo framþróun geti átt sér stað til að varðveita og bæta megi samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Án þróunar í sjávarútvegi er hætt við að sá dagur renni upp að samkeppnis- forskot íslensks sjávarútvegs glatist. Því þarf íslenskur sjávarútvegur að vera vakandi fyrir mögulegum vaxt- arbroddum. Nærtækt er að nýta þann styrk sem felst í öflugum sjávarútvegi til að hlúa að framtíðarvexti hagkerf- isins með rannsókna-, þróunar- og markaðsstarfi, frekar en að dreifa kröftunum um allar koppagrundir. Með vexti og viðgangi styrkra stoða má auka arðbærni atvinnulífsins. Arð- bærni atvinnulífsins þjónar samfélag- inu öllu, því arðbært atvinnulíf er for- senda aukins kaupmáttar og bættra lífskjara. Aukin verðmæta- sköpun – allra hagur Eftir Arnljót Bjarka Bergsson Arnljótur Bjarki Bergsson » Við þurfum þolin- mæði til að gera verðmæti úr tækifærum. Höfundur er sviðsstjóri vinnslu, virð- isaukningar og eldis hjá Matís. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. GÓÐ GJÖF GENEVA S (iPod fylgir ekki). Verð 55.000,- Ármúla 38 | Sími 588 5010 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.