Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Formenn aðildarfélaga NSO (Nordiska statstjänstemannar org- anisationen) lýsa yfir áhyggjum sín- um af þróun velferðarkerfisins á Norðurlöndunum. Í þessari grein lýsa þau aðstæðum í löndunum sex og skora á stjórnvöld að endurskoða áherslur sínar varðandi stjórnun og skipan almannaþjónustunnar. Ekki skal gera lítið úr lýðræðis- legum, óspilltum og skilvirkum opin- berum rekstri. Á tímum efnahags- kreppu er sérstaklega mikilvægt að stofnanir þjóðarinnar séu sterkar og hlutverki sínu vaxnar. Til þess að lönd Evrópu nái að koma sér út úr þeirri hættulegu efnahags- og lýð- ræðislegu kreppu sem nú ríkir er nauðsynlegt að stjórnvöld örvi fjár- festingar, að eftirlit með fjármála- geiranum verði eflt, að skatt- og dómskerfin séu skilvirkari og að nægt fjármagn sé veitt í innviði sam- félagsins, menntun og rannsóknir. Opinber rekstur á Norðurlönd- unum hefur í sögulegu samhengi ver- ið árangursríkur og almenningur hefur haft mikla tiltrú á hinu opin- bera. Skipan og uppbygging velferð- arkerfisins hefur leitt til þess að löndin okkar hafa getað tekist vel á við erfið áföll. OECD hefur í skýrsl- unni Government at a glance greint hið opinbera kerfi með hliðsjón af stærð, starfsemi og árangri. Norð- urlöndin standa sig ekki bara vel í rannsókninni, þau eru meðal þeirra bestu. Þrátt fyrir að Norðurlöndin tróni á toppnum samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum, bæði hvað varðar tiltrú almennings á almannaþjónust- unni og það hversu vel stofnunum hins opinbera gengur, sjáum við ógn- vekjandi teikn á lofti um að sprungur séu komnar í uppbyggingu sam- félagsins. Af því höfum við áhyggjur. Þetta á því miður ekki einungis við um einstök lönd eða atburði heldur viljum við halda því fram að þetta sé tilhneiging á alþjóðavísu og því vilj- um við vara við. Hér að neðan eru nokkur dæmi frá Norðurlöndunum. Við sjáum að í Svíþjóð er ábyrgð stjórnvalda á samgöngukerfum landsins ekki lengur sem skyldi, þar eru komnar sprungur í kerfið. Lest- arkerfin virka einfaldlega ekki. Þrátt fyrir fögur fyrirheit kom í ljós nú í vetur að mikilvæg samgöngukerfi standast ekki væntingar og það hef- ur neikvæð áhrif á almenning og at- vinnulíf. Einnig hefur skýrt komið fram að almenningur hefur litla tiltrú á mikilvægi opinberra stofnana eins og Vinnumála- og Tryggingastofnun. Félagsmenn innan þessara stofnana eru í afar erfiðri stöðu því þeim er gert að vinna verkefni í umhverfi þar sem fjármagn er ekki nægilegt. Al- menningur tekur út óánægju sína á opinberum starfsmönnum sem leiðir til þess að vinnuumhverfi og að- stæður verða enn erfiðari og trú al- mennings á hinu opinbera minnkar enn frekar. Í Noregi hefur opinbera kerfið verið byggt upp í góðri samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sem hafa komið að ákvörðunum um gæði op- inberrar þjónustu. Þetta er að breyt- ast. Nú er einblínt á markmiða- og árangursstjórnun sem hefur áhrif á stjórnun og menningu innan hins op- inbera. Stefna stjórnvalda um að blanda almenna atvinnumarkaðnum í of miklum mæli inn í almannaþjón- ustu hefur einnig haft áhrif á gæði og framboð velferðarþjónustunnar. Hið opinbera verður að finna sérstöðu sína aftur, leggja til hliðar nýskipan í ríkisrekstri, þróa stjórnarhætti sína og nýta sér hina miklu þekkingu sem opinberir starfsmenn búa yfir. Við viljum gjarnan sjá breytingar í þá veru að við getum haldið uppi al- mannaþjónustu í heimsklassa. Í Danmörku hefur velferðarríkið og hið opinbera verið undir mikilli pressu. Þar er kallað á nýjan hugs- unarhátt. Því kalli verður ekki svarað með nýskipan í ríkisrekstri, miðstýr- ingu, útboðum eða einkavæðingu. Svarið felst frekar í umbótum innan almannaþjónustunnar sem byggðar eru á trausti, afregluvæðingu og ný- sköpun. Stjórnendur, starfsmenn og almenningur eiga að vinna að því saman að finna út hvernig hægt er að ná settum markmiðum. Stjórn- málamenn, starfsmenn og atvinnu- rekendur eiga að standa saman að þróun á almannaþjónustukerfi í heimsklassa. Í Finnlandi hefur fólk sannarlega fundið fyrir afleiðingum efnahags- kreppunnar sem reið yfir heiminn. Opinber útgjöld hafa verið skorin niður og skattar hækkaðir. Aðgerðir sem hafa áhrif á allan almenning í landinu. Núverandi ríkisstjórn held- ur áfram á braut endurnýjunar og umbreytinga innan stjórnsýslunnar líkt og fyrri ríkisstjórn. Markmiðið er að fækka starfsmönnum hins op- inbera. Við getum staðfest að op- inberum starfsmönnum í Finnlandi hefur fækkað úr ríflega 220.000 manns á níunda áratugnum í það að vera u.þ.b. 84.000 manns í dag. Þetta er afleiðing úthýsingar, einkavæð- ingar og endurskipulagningar í al- mannaþjónustunni og niðurskurður leiðir svo til þess að hið opinbera dregur úr þjónustu til almennings. Af þessu leiðir að almenningur býr við afar ójöfn réttindi. Sérstaklega hefur þetta áhrif á einstaklinga sem búa í dreifbýli þar sem grundvall- arréttindi þeirra hafa verið verulega skert. Ísland hefur einnig verið undir miklu álagi í kjölfar efnahagskrepp- unnar 2008. Niðurskurður innan heilsu-, velferðar- og mennta- kerfisins hefur verið umfangsmikill. Þessi skipulagði samdráttur sem til skamms tíma var liður í endurreisn samfélagsins hefur haft neikvæð áhrif á styrk stjórnsýslunnar. Í mörgum tilvikum hafa laun starfs- manna í almannaþjónustu verið skert og ríkisstarfsmönnum verið fækkað. Niðurstaðan er aukið álag á þá sem eftir eru og lakari þjónusta til not- enda almannaþjónustunnar. En nú er tími uppbyggingar kominn. Nauð- synlegt er að styrkja íslenskt velferð- arsamfélag þannig að það hljóti ekki varanlegan skaða af. Almannaþjón- ustan verður að endurnýja sig í takt við þær áskoranir sem hún stendur frammi fyrir. Við viljum sjá almanna- þjónustu sem er fagleg og sveigj- anleg. Hún þarf að byggjast á ný- sköpun og hafa samvinnu allra aðila að leiðarljósi. Stjórnvöld brugðust í aðdraganda hrunsins. Nú verða þau að standa sig þannig að Íslendingar geti áfram verið stoltir af því að vera hluti af norrænu velferðarsamfélagi. Færeyingar hafa gengið í gegnum margar og alvarlegar breytingar á síðastliðnum árum. Harkalegar að- gerðir gegn skattkerfinu voru inn- leiddar á skömmum tíma þar sem flötum skatti var komið á og það án vilja til að greina afleiðingar og hlusta á mótmæli almennings. Þessi flati skattur og þær skerðingar sem honum fylgdi hafa leitt til þess að gæðum samfélagsins er misskipt og velferðarkerfið og hið opinbera er orðið veikara. Á sama tíma væntir al- menningur þess að velferðarþjón- ustan sé góð. Síðustu ár hafa ein- kennst af niðurskurði og sameiningum. Nú upplifum við einn- ig að mikilvæg eftirlitskerfi sem og lýðræðislegar reglur eru lagðar nið- ur eða skertar. Það að stjórnvöld vilji halda uppi sambærilegri þjónustu með minna fjármagni gerir enn frek- ari kröfur til starfsmanna almanna- þjónustunnar. Við, fulltrúar starfsmanna al- mannaþjónustunnar á Norðurlönd- unum, höfum verulegar áhyggjur. Því miður ekki af þessum einstöku dæmum sem við höfum tekið heldur frekar af þeirri þróun á alþjóðavísu hvað varðar uppbyggingu samfélags- ins, eins og bent var á hér í upphafi, hana verður að stöðva. Kreppur seinni ára hafa haft mikil áhrif á mörg lönd í Evrópu. Til þess að kom- ast út úr þeim og standast önnur áföll verða ríkin að vera sterk og með þróaða stjórnsýslu. Atvinnuleysi, mikil efnahagsleg lægð og umhverf- isslys krefjast þess að stjórnvöld fjárfesti til langs tíma í þróun innviða samfélagsins og starfsþróun starfs- manna þess. Stjórnmálamenn verða að taka ábyrgð á þessum verkefnum sem nauðsynleg eru til að þróa nor- ræna stjórnsýslu. Almannaþjónusta í heimsklassa Eftir Árna Stefán Jónsson, Antti Palola, Brittu Lejon, Pål Arnesen, Ritu Baumgaard og Selmu Ellinggaard. » Þrátt fyrir að Norð- urlöndin tróni á toppnum bæði hvað varðar tiltrú almenn- ings á almannaþjónust- unni og það hversu vel stofnunum hins opin- bera gengur sjáum við ógnvekjandi teikn á lofti um að sprungur séu komnar í uppbyggingu samfélagsins. Antti Palola, formaður Pardia, Finnlandi, Selma Ellinggaard, formaður Starvsmannafelag, Færeyjum, , Rita Baumgaard, formaður HK / Stat, Dan- mörku, Britta Lejon, formaður Fackförbundet ST, Svíþjóð Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Ís- landi, Pål Arnesen, formaður YS, Norei Árni Stefán er formaður SFR stétt- arfélags í almannaþjónustu, Íslandi, Antti Palola formaður Pardia, Finn- landi, Britta Lejon formaður Fackför- bundet ST, Svíþjóð, Pål Arnesen for- maður YS, Noregi, Rita Baumgaard formaður HK/Stat, Danmörku og Selma Ellinggaard formaður Starvs- mannafelag, Færeyjum. Því hefur verið hald- ið fram að við sem er- um á móti aðild að Evrópusambandinu séum hrædd við að sjá niðurstöðu samn- ingaferlisins og að leggja samning fyrir þjóðina. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert um að semja og það felst engin skynsemi í því að halda aðildarferli Íslands að Evr- ópusambandinu áfram. Það er vitað mál að aðild að Evr- ópusambandinu felur í sér víðtækt valdaframsal. Þannig mun t.a.m. valdið til þess að stjórna íslenskum sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum færast til Brussel samkvæmt 3. grein Lissabon-sáttmálans og samn- ingsumboð um deilistofna mun einn- ig færast á borð sambandsins. Rétt- urinn til þess að gera viðskipta- samninga við önnur ríki ásamt réttinum til þess að setja á og af- nema tolla mun eins færast til Evr- ópusambandsins. Æðsta dómsvald landsins verður Evrópudómstóllinn, sáttmálar sambandsins verða æðri stjórnarskrá Íslands og öðrum ís- lenskum lögum og laga- setning þess mun hafa beina réttarverkan hér á landi við aðild. Ef fólk er á annað borð mótfallið slíku víð- tæku valdaframsali, sem óhjákvæmilega ætti sér stað við aðild að Evrópusambandinu, skiptir engu máli hvað kann að standa í aðildarsamningi við sambandið enda verður ekki um þetta samið. Rökrétt framhald máls- ins er því að hætta aðildarferlinu. Semja um hvað? Eftir Gunnlaug Snæ Ólafsson Gunnlaugur Snær Ólafsson » Það er ekkert um að semja og það felst engin skynsemi í því að halda aðildarferli Ís- lands að Evrópusam- bandinu áfram Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar. Heildsöludreifing: Oddi Höfðabakka 7, S: 515 5000 m ag gi @ 12 og 3. is 21 .8 52 /0 1. 13 sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni Lífrænir maíspokar Pokarnir henta vel við flokkun á lífrænum eldhúsúrgangi sem fer til jarðgerðar. Þeir eru fram- leiddir úr maíssterkju og samlagast moltunni við jarðgerðina á nokkrum vikum. Þessir pokar eru allt öðru vísi en hefðbundnir plastpokar sem eyðast afar hægt og geta verið skaðlegir náttúrunni. Fást í öllum helstu verslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.