Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 lÍs en ku ALPARNIR s Bakpokar – mikið úrval Summit 50+10 - Verð kr. 19.995 TILBOÐSVERÐ 15.996,- Panther 65 - Verð kr. 29.995 TILBOÐSVERÐ 19.995,- Panther 65F - Verð kr. 29.995 TILBOÐSVERÐ 19.995,- Alpiniste 35+10 - Verð kr. 25.995 TILBOÐSVERÐ 17.996,- Frábærar fermingargjafir – góð gæ ði betra verð Svefnpokar Grár – Kuldaþol -19°, Þyngd 1,7 kg Easy Camp Devil 300 Verð kr. 11.995 TILBOÐSVERÐ 8.996,- Bleikur – Kuldaþol -12°, Þyngd 2,2 kg SprayWay Challenger 350W Verð kr. 15.995 TILBOÐSVERÐ 10.996,- Rauður – Kuldaþol -8°, Þyngd 2 kg SprayWay Challenger 250 Verð kr. 13.995 TILBOÐSVERÐ 9.996,- ZAJO Montana Tjöld Vatnsheldni 3.000mm, þyngd 2,6 og 3,2 kg 2 manna - Verð kr. 19.995 TILBOÐSVERÐ 15.996,- 3 manna - Verð kr. 23.995 TILBOÐSVERÐ 18.996,- www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 | KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 | FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hverfisnefnd Giljahverfis óskaði nýlega eftir því við Akureyrarbæ að leyfilegur hámarkshraði í hverfinu yrði lækkaður niður í 30 km á klst. en ekki er langt síðan hann var hækkaður í 50 km.    Hámarkshraða var breytt, að sögn fulltrúa Akureyrarbæjar á fundi með nefndinni, til þess að strætisvagninn gæti haldið áætlun. Hverfisnefndin telur það ekki við- unandi svar og bendir á að 30 km há- markshraði sé á sambærilegum göt- um annars staðar og bætir við aðbörn Giljahverfis hlytu að vera jafn verðmæt og í öðrum hverfum.    Nýtt nafn kom fram í pólitíkinni í vikunni, þegar Björt framtíð birti lista sinn í Norðausturkjördæmi fyr- ir alþingiskosningarnar í vor. Bryn- hildur Pétursson verður í fyrsta sæti eins og áður hafði komið fram en Rögnvaldur B. Rögnvaldsson verður í 20. og síðasta sæti.    Rögnvaldur þessi er titlaður listaverkamaður á framboðslist- anum. Hann er betur þekktur sem Rögnvaldur gáfaði, uppistandari og fyrrverandi meðlimur í hljómsveit- inni Hvanndalsbræðrum.    Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi hélt í fyrra Mottuboð í samstarfi við Krabbameinsfélag Ak- ureyrar og nágrennis í tilefni Mottu- mars. Gríðarlega vel tókst til og nú verður leikurinn endurtekinn.    Mottuboðið verður í Hofi í næstu viku, fimmtudagskvöldið 21. mars. Aðgangseyrir verður 3.000 krónur og rennur upphæðin óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis en innifaldar eru léttar veitingar, einir 20 réttir og afbragðs skemmtiatriði.    Tilgangur Mottuboðsins er að vekja athygli á krabbameini karla, stuðla að forvörnum og styrkja starf Krabbameinsfélags Akureyr- ar og nágrennis. Við innganginn verður Krabbameinsfélag Akureyr- ar og nágrennis með kynningu á starfsemi sinni og fræðslu um krabbamein og krabbameinsleit.    Þegar Eyrarrósin var afhent í Hofi í fyrradag spann kammerkór- inn Hymnodia út frá gömlu og sjaldheyrðu lagi: Ég er að byggja bjarta höll. Afskaplega fallegt verk, en það merkilegasta við lagið er að höfundurinn samdi það eftir andlát- ið! Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi Hymnodiu, sagði lauslega frá þessu.    Höfundurinn, Guðrún Böðv- arsdóttir, er fædd 1902 en lést úr berklum 1936. Skömmu eftir að hún lést birtist Guðrún móður sinni, Ragnhildi Teitsdóttur, í draumi og söng fyrir hana lagið. „Sú gamla lærði það en kunni ekkert að spila á píanó eða orgel en söng lagið fyrir son sinn daginn eftir og hann skrif- aði það niður,“ sagði Vilborg Guð- mundsdóttir, sem búsett er á Ak- ureyri, við Morgunblaðið í gær, en Ragnhildur var amma hennar.    Guðrún var alltaf kölluð Dúna Böðvars, segir Ragnhildur sem var ung stúlka þegar Guðrún lést en þekkti hana vel. „Ömmu dreymdi bæði vísuna og lagið,“ segir Vilborg. Móðir Vilborgar var Þórey Böðv- arsdóttir og bróðirinn sem skrifaði niður lagið Bjarni Böðvarsson, faðir Ragnars Bjarnasonar tónlistar- manns. Bróðir Þóreyjar og Bjarna, Ágúst, samdi á sínum tíma marga texta við lög Bjarna.    Eiríkur Björn Björgvinsson, bæj- arstjóri á Akureyri, ávarpaði gesti í Hofi þegar Eyrarrósin var afhent og sagði verðlaunin hafa sannað gildi sitt, rétt eins og Hof, „sem þörf og mikilvæg hvatning til þeirra sem standa að merkilegu og góðu menn- ingarstarfi á Íslandi“. Sagði hann ýmsa sem hugsa út fyrir rammann hafa fengið verðlaunin.    Í því samhengi minntist bæjar- stjórinn á að fyrir skömmu lést í Hollandi Akureyringurinn Þorvald- ur Þorsteinsson „og varð okkur öll- um harmdauði. Þorvaldur kunni svo sannarlega að hugsa út fyrir ramm- ann og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín,“ sagði Eiríkur Björn.    Eiríkur vitnaði í grein sem Þor- valdur birti í Morgunblaðinu vorið 2008. „Það virðist að við séum orðin svo háð mælingum, skiltum og sannanlegum staðreyndum að við séum tilbúin að fórna ævintýrinu, sköpunareðlinu og uppgötvuninni ef það má verða til þess að koma til- verunni undir hatt hins skilgrein- anlega og mælanlega. Málvísindi verða þannig mikilvægari en málið. Bókmenntafræðin verður forsenda skáldskaparins. Skýrsla um mann- leg samskipti verður marktækari en mannleg samskipti.“    Bæjarstjórinn hvatti fólk til þess að hugsa út fyrir rammann, eins og Þorvaldur hefði gert, og fagnaði því sérstaklega að Eyr- arrósin skyldi afhent í Hofi að þessu sinni.    Nei hættu nú alveg, spurn- ingaþátturinn vinsæli í umsjón Villa naglbíts í Ríkisútvarpinu, verður tekinn upp á Græna hattinum í kvöld. Raunar verða teknir upp tveir þættir og sendir út um páskana. Fólki er boðið að mæta og hlusta og aðgangur er ókeypis. Upptökur hefjast kl. 20.    Hljómsveitin Ojba Rasta verð- ur með tónleika á Græna hattinum annað kvöldi. Þetta er 11 manna stórsveit sem spilar reggímúsík.    Bloodgroup, sem gaf nýverið út sína þriðju plötu, Tracing Echoes, verður svo með útgáfutónleika á Græna hattinum á laugardaginn. Samaris hitar upp. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hymnodia Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi Hymnodiu, spilaði á hljóðfærið psaltary, sem kallað er saltari á íslensku. „Ég er að byggja bjarta höll“ Tilnefnd Elvar Logi Hannesson, forsprakki Act Alone, Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, og Tinna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skaftfells á Seyðisfirði, sem fékk Eyrarrósina 2013, í Hofi í fyrradag. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps hefur heimilað sveitarstjóra að skrifa undir samninga við Veiði- félagið Hreggnasa ehf. um leigu á Fossá og Rauðá í Þjórsárdal. Leigu- takinn er með hugmyndir um að koma upp veiðihúsi við ána og hefja fiskirækt. Eigendur árinnar, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Skógrækt ríkisins, buðu veiðiréttinn út. 20 til- boð bárust og voru flest á bilinu 2-4 milljónir samtals fyrir fjögurra ára leigutíma. Er það mun hærri fjár- hæð en greidd hefur verið. Hæsta tilboðið var mun hærra, eða 8,5 milljónir og er sex sinnum hærra en leigan síðustu fjögur ár. Unnið hef- ur verið að samningum, að sögn Kristófers A. Tómassonar sveit- arstjóra en ekki hefur verið skrifað undir. Almenningur eigi kost á veiði Fjórar stangir eru í Fossá og Rauðá, tvær fyrir ofan Hjálparfoss og tvær fyrir neðan. Skráð veiði hef- ur ekki verið mikil undanfarin ár en þarna veiðist aðallega urriði en einn- ig lax. Sú krafa er gerð í samningum að veiðileyfi verði boðin til sölu á al- mennum markaði enda eru það op- inberir aðilar sem eiga veiðiréttinn. Veiðifélagið Hreggnasi er með nokkrar ár á leigu, meðal annars Grímsá í Borgarfirði og Laxá í Kjós. Félagið er í eigu feðganna Jóns Þórs Júlíussonar og Júlíusar Jónssonar sem eru í Nóatúnsfjölskyldunni. Leigjendurnir eru með hug- myndir um að ráðast í fiskirækt til að auka veiðina. Kristófer segir að það myndi styrkja veiðisvæðið mjög ef leigutakinn réðist í það að koma þar upp veiðihúsi. Hann tekur þó fram að eftir sé að útfæra hvernig það verði gert. helgi@mbl.is Greiða sexfalt hærra verð fyrir veiðina  Hugmyndir um veiðihús við Fossá Morgunblaðið/Ómar Við Hjálparfoss Fjórar stangir eru í Fossá / Rauðá í Þjórsárdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.