Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Aðdragandi. 1) Hinn 1. mars 2005 var þinglýst hjá sýslu- manni á Hvolsvelli stofnskjali lóðar úr landi jarðarinnar Áskots. Stofnskjalið hafði verið sent sýslu- mannsembættinu 25. febrúar 2005. Með þessum gjörningi verð- ur lóðin ásamt íbúðar- húsi sjálfstætt veð- andlag. 2) Hinn 3. mars 2005 þinglýsir sýslumaður skuldabréfi Íbúðalána- sjóðs. Mistök verða við útgáfu skuldabréfsins og sem veð eru gefin upp bæði jörðin og íbúðarhúsið á lóðinni. Þ.e. tvö veðandlög. Íbúða- lánasjóður áttar sig ekki á að íbúð- arhúsið er ekki lengur á jörðinni og gefur fastanúmer íbúðarhússins sem veðandlag ásamt landnúmeri jarðarinnar. 3) Sýslumaður þinglýsir skulda- bréfinu á jörðina en ekki á íbúðar- húsið. 4) Eiganda íbúðarhússins verður ekki ljóst hvað um er að ræða fyrr en hin svokallaða 110% leið til skuldaléttingar verður virk. Þá hvíl- ir of lítið á íbúðarhúsinu til þess að njóta megi 110% leiðarinnar. Skuld- in hvílir á jörðinni. Hinn 20. júní sl. sendir Íbúðalánasjóður sýslumanni bréf og óskar eftir að veðskulda- bréfinu verði þinglýst á íbúðarhúsið. 5) Sýslumaður hafnar þessari beiðni. 6) Málinu var vísað til úrskurðar héraðsdómara á Selfossi, sem taldi að uppgefin veð á veðskuldabréfinu hafi verið óskýr og sýslumanni hafi borið að vísa skjalinu frá þinglýsingu. 7) Málinu var áfrýjað og Hæstiréttur úr- skurðaði að ekki hefði verið tilefni fyrir þing- lýsingarstjóra til að vísa skjalinu frá þing- lýsingu og dæmdi eig- anda íbúðarhússins til að greiða málskostnað. Frá sjónarhóli leik- manns koma eftirfar- andi atriði til skoð- unar: a) Veðskuldabréfið bar með sér tvær eignir sem upp- gefin veð, tvö veðandlög. Sýslu- manni er óheimilt að velja annað veðandlagið og sleppa hinu án at- hugunar. Embættið hafði tveim dögum áður með þinglýsingu skilið að eignirnar jörð og íbúðarhús. b) Í 1. gr. laga nr. 45/2000 segir að „vísa skuli frá þinglýsingu skjali ef ekki sé ótvírætt við hvaða eign skjal eigi, hvaða aðila skjal varði eða hvert efni þess sé að öðru leyti“. Augljóst er að embættinu mátti vera ljóst að um tvær sjálfstæðar eignir var að ræða, gallar voru á uppgefnum upplýsingum og bar að vísa skjalinu frá. c) Í lögum um Íbúðalánasjóð seg- ir: „ILS-veðbréf eru skuldabréf sem kaupandi eða eigandi íbúðar- húsnæðis gefur út til Íbúðalánasjóðs með veði í íbúðarhúsnæði.“ Með að- gerð sinni þinglýsir sýslumaður veð- bréfinu á jörð sem ekki er á íbúðar- húsnæði. Skilja má lagagreinina þannig að Íbúðalánasjóði sé óheimilt að lána nema út á íbúðarhúsnæði. Íbúðalánasjóður er nú með veð í jörð með engu íbúðarhúsnæði. d) Hæstiréttur segir að veðbréf Íbúðalánasjóðs segi að þinglýsa skuli á 2. veðrétt en 2. veðréttur hafi ekki verið laus á íbúðarhúsinu og því sé skýrt hversu með skuli fara, þinglýsa skuli á jörðina. Mistök Hæstaréttar Venjulegum borgara er ljóst að veðskjal Íbúðalánasjóðs er óskýrt og því bar að vísa frá samkvæmt lögum um þinglýsingar. 1) Lög virðast brotin með því að veðsetja jörð með engu íbúðarhúsi fyrir láni Íbúðalánasjóðs. Þetta benti eigandi íbúðarhússins á. 2) Íbúðalánasjóður gefur upp tvö veðandlög og lýsa skuli á 2. veðrétt sem ekki er laus nema í öðru tilvik- inu. Bæði sýslumanni og Hæstarétti átti að vera ljóst að óska átti skýr- inga frá Íbúðalánasjóði hvað væri um að ræða. Frá sjónarhóli leikmanns verða Hæstarétti hér á grundvallar- mistök. Upphaflega verða mistök hjá Íbúðalánasjóði við útgáfu skjals- ins og síðan hjá sýslumanni við þinglýsingu. Hæstiréttur kórónar svo mistökin. Rétturinn sviptir hús- eigandann rétti sínum til lagfær- ingar og dæmir húseigandann sem verður hér fórnarlamb mistaka í kerfinu til að greiða málskostnað þegar hann freistar þess að fá fram leiðréttingu. Við hljótum að spyrja okkur: Hvernig á að leiðrétta mistök sem þessi? Leikmaður deilir á Hæstarétt Eftir Guðm. G. Þórarinsson » Frá sjónarhóli leik- manns verða Hæsta- rétti hér á grundvall- armistök. Guðmundur G. Þórarinsson Höfundur er verkfræðingur. Bréf til blaðsins Tækjasalir íþróttafræðinga til hjálpar reykingafólki eru víst í tísku nú sem aldrei fyrr en virka á mig eins og sér- trúarsöfn- uðir. Á með- an reykfíklar reyna að sigr- ast á fíkn sinni í tækja- sölum þá eru steratröll ein- mitt að pumpa sig ómennsk í sama sal. En tískusölum tækja- fíkla þarf að vera hægt að breyta í fleiri tískur því að við erum jú öll mjög mismunandi og höfum þar með ólíkar þarfir og langanir, en jafnvel sumt fólk er mjög ómeðvitað í með- almennsku sinni og á sér engin sérstök áhugamál en ýmsir hafa jafnvel að atvinnu að kveikja sér í og eru fastir í reyk eða öðrum fíknum. En varðandi tóbaksreykingar þá reykti ég mikið í mörg ár en breytti um tíma yfir á nikótín-tungrót- artöflur og tyggjó. En mér fannst fitumyndun í munni meiri af nikótínefnum en reykn- um og ég fór því í reykinn aftur en þó miklu minna en áður og ég þakka ekki síst starfi mínu í listum þann árangur að halda huganum við skapandi iðju og gleyma tóbakinu á meðan. Þar sem ég er ekki sport- áhugamaður en hef þess í stað áhuga á fleiri listgreinum en eru á færi eins manns að stunda. Og fyrir þá sem hafa ekki áhuga á íþróttum – jafnvel ekki áhuga á neinu – þá er mér ljúft að kynna mínar listgreinar sem ögra mér það mikið í at- hafnir að mér líður eins og á vertíð, 150% vinna flesta daga: Ritlist: Blaðagreinar/handritsv- inna við leikritun/söng- textaskrif. Myndlist: List- málun/pappaskurðarlist (útskurður/ný listgrein) – skúlptúrar/veggmyndir. Tón- list: Tónsmíðar/ hljóðfæra- leikur: Hugmyndavinna hvenær og hvar sem er og þróun þeirra inn á forrit með því að forrita inn hljóðfærin eða lifandi hljóð- ritun á trommur, bassa, gítar, hljómborð, söng. En ég vinn þetta allt sem einyrki en ég get vonandi vakið það fólk til um- hugsunar sem á sér engin áhugamál. Það að þroskast í agaþjálfun í heilbrigðu við- fangsefni á dagplani bætir líðan hvers einasta einstaklings í að vinna með styrkleika sína þó að veikleikarnir fylgi oftast með. Við höfum jafnvel ekki styrk- leika nema af því að við höfum veikleika, þess vegna komumst við í gengum alla daga með bar- áttu og viljastyrk. ATLI VIÐAR ENGILBERTSSON, listamaður Listar án landa- mæra 2013. Listin að reykja til reykleysis Frá Atla Viðari Engilbertssyni Atli Viðar Engilbertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.