Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisstjórninnáði þeimótrúlega ár-
angri í fyrra að
fjárfesting dróst
saman um 5% frá
fyrra ári þegar
horft er framhjá
fjárfestingu í skipum og flug-
vélum. Fjárfesting er í sögulegu
lágmarki og hefur verið öll þau
ár sem vinstri stjórnin hefur
setið. Hlutfall fjárfestingar af
landsframleiðslu var aðeins
14,4% í fyrra, sem er langt und-
ir því sem þekkist í þeim lönd-
um sem við berum okkur saman
við og jafnframt langt undir því
sem við þurfum á að halda til að
efnahagur landsins rétti úr
kútnum.
Afleiðingin af stjórnarstefnu
sem hefur svo að segja útrýmt
fjárfestingu er að hagvöxtur er
hverfandi. Hagstofan telur nú
að hann hafi í fyrra verið 1,6%
en í fyrra spáðu bæði Hagstofan
og Seðlabankinn því að meðal-
tali að hagvöxtur yrði 2,7% það
ár, sem hefði verið allt of lítið.
En nú er jafnvel talið að 1,6% sé
ofmat og að þegar árið verði
gert endanlega upp komi í ljós
að hér hafi í raun verið sam-
dráttur í fyrra.
Þessar staðreyndir um efna-
hagsástandið segja líka töluvert
um hvert ferðinni er heitið að
óbreyttri stjórnarstefnu. Engar
fjárfestingar og sáralítill hag-
vöxtur leiðir aðeins til áfram-
haldandi stöðnunar í atvinnulíf-
inu, atvinnuleysis, óviðunandi
lífskjara og á endanum sams
konar fólksflótta og
sést hefur á kjör-
tímabilinu.
Þetta er sú fram-
tíð sem stjórn-
arstefna Samfylk-
ingar og VG býður
upp á og eins og
heyra má á forystumönnum
þessara flokka eru engin áform
uppi um breytingar. Þvert á
móti keppast forystumennirnir,
nýir og gamlir, við að mæra
stefnuna og árangurinn sem
náðst hafi á kjörtímabili hinnar
fyrstu hreinu vinstri stjórnar.
Enginn þessara forystu-
manna kannast við að ríkis-
stjórnin hafi þvælst fyrir nýrri
fjárfestingu í landinu og beri
fulla og alla ábyrgð á því að hún
dróst saman í fyrra í stað þess
að vaxa hröðum skrefum eins og
eðlilegt hefði verið. Enginn
þessara forystumanna hefur
heldur sýnt fram á vilja til
breytinga sem geti orðið til þess
að snúa af braut stöðnunar til
uppbyggingar og framfara.
Enginn þeirra hefur sýnt að
hann vilji almennar skattalækk-
anir fyrir atvinnulífið, enginn
þeirra vill heldur einföldun
skattanna og enginn vill þær
breytingar á orkunýting-
arstefnunni sem liðkað gætu
fyrir atvinnuuppbyggingu. Og
engar vísbendingar eru um að
þessum forystumönnum vinstri
flokkanna muni takast að losa
gjaldeyrishöftin af atvinnulíf-
inu, enda hefur ekkert þokast í
rétta átt á því sviði allt kjör-
tímabilið.
Þar sem sýndarveru-
leika stjórnarliða
sleppir er ófagurt
um að litast í efna-
hagsmálum}
Enn bætast við
neikvæðar hagtölur
Vandræðabrag-ur er á þing-
störfunum síðustu
daga þessa kjör-
tímabils. Það fer
ekki illa á því.
Vandræðagangur hefur ein-
kennt hina deyjandi vinstri-
stjórn frá hennar fyrsta degi.
Bautasteinarnir á þeirri veg-
ferð eru svo kunnir að óþarft er
að nefna þá sérstaklega til sög-
unnar.
Skilgetnum stjórnarliðum og
hinum óskilgetnu, Bjartri
framtíð og Hreyfingu, þykir
mjög aumt að horfa upp á af-
raksturinn, þegar dæmið er
gert upp. Þá dettur þeim helst í
hug að „lengja þingið“.
Stærstur hluti þess hóps
þingmanna sem munu óviljugir
kveðja þinghúsið í vor, einkum
vegna tregrar eftirspurnar,
kemur úr stuðningsliði rík-
isstjórnarinnar. Þeir hljóta að
vita að það stendur lýðræð-
iskrafa á íslenska stjórnkerfið
núna. Fólkið í landinu þarf að
kjósa til nýs þings
eftir aðeins sex
vikur. Það virðist
ljóst að mun fleiri
hyggist bjóða sig
fram til þings en
áður hefur gerst. Við þær að-
stæður er forkastanlegt að sitj-
andi þingmenn, m.a. þeir sem
ætla að reyna að verja sín sæti,
skuli reyna að koma í veg fyrir
að fólk á framboðslistum og
ekki síst ný framboð geti feng-
ið þá athygli og kynningu sem
þau og kjósendur eiga kröfu til.
Það er óumdeilt, að á meðan
vettvangur hinna pólitísku
átaka og umræðu er enn á Al-
þingi mun athygli allra fjöl-
miðla landsins beinast þangað.
Þeir sem vilja kynna sig, sínar
tillögur og fyrirheit hafa ekk-
ert svigrúm á meðan sá darrað-
ardans stendur. Það væri þó í
stíl, ef stjórnarmeirihlutinn
ætlaði að bregðast þeirri lýð-
ræðislegu kröfu, sem stendur
upp á hann í lok kjörtímabils-
ins.
Það er sitt hvað að
„lengja“ þingstörf
og bæta þau}
Bregðast lýðræðislegri kröfu
N
ú þegar líður að kosningum er
runninn upp tími hinna glæsi-
legu yfirboða stjórnmálaflokk-
anna. Tilboðin eru svo lokkandi
að það er úr vöndu að ráða hjá
almenningi sem getur einungis kosið einn
flokk. Þá er helsta ráðið hjá ansi mörgum að
kjósa þann flokk sem býður best.
Framsóknarflokkurinn er í vænlegri stöðu
fyrir þessar kosningar enda leggur hann til
atlögu við óvininn, hina svæsnu verðtrygg-
ingu, og segist ætla að fella drekann. Þjóðin
er tryllt af fögnuði og breiðir út faðminn í átt
að Framsóknarflokknum því fátt hatar hún
meir en verðtrygginguna. Meira að segja
útgerðarauðvaldið verður eins og göfug
skátahreyfing í samanburði við þær fanga-
búðir sem verðtryggingin er í huga þjóð-
arinnar.
Samfylkingin á sína töfralausn og víkur ekki frá henni
þrátt fyrir að engir aðrir hafi trú á áhrifamættinum.
Abrakadabra Samfylkingarinnar er Evrópusambandið
sem á víst að virka sem smyrsl á öll þau sár sem hrjá
þessa þjóð – og þau eru mörg. Kjósendur eru samt ekki
sannfærðir. Þessi tregða þjóðarinnar við að láta frelsast
veldur vissri gremju hjá Samfylkingunni sem lætur
samt ekki bugast. Eins og óbilandi trúboði heldur hún
áfram að boða fagnaðarerindið.
Vinstri-grænir eiga líka sína lausn á vandanum. Þeir
vilja einfaldlega lækka laun og hækka skatta. Kjósendur
eru ekki alvitlausir og láta sér fátt um finn-
ast. Enda verður ekki séð hverjum sú leið á
að þjóna – öðru en kommúnistamálstaðnum.
Björt framtíð vill öllum vel – sem er ósköp
fallega hugsað – en fátt annað er vitað um
stefnumál þess flokks.
Stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru svo
annað hvort furðu óljós eða beinlínis aft-
urhaldssöm. Skapar þetta nokkurn rugling í
huga hægri-krata sem í umkomuleysi sínu
vita ekki lengur hvert þeir eiga að snúa sér.
En það er svosem hægt að búa við verra
hlutskipti en það að vera munaðarlaus í póli-
tík.
Framboðið á flokkum er gríðarlegt því ör-
flokkar hafa sprottið upp eins og gorkúlur.
Flestallir stjórnmálamenn sem hafa farið í
fýlu út í eigin flokk eru búnir að skjóta sér
inn í pínulitla flokka sem enginn virðist líklegur til að
kjósa aðrir en nánustu ættingjar. Kverúlantar þessa
lands blómstra sem aldrei fyrr, hafa fundið sinn stað í
örflokkunum og sjá fram á að geta breitt úr sér í fjöl-
miðlum. Það finnst þeim nú aldeilis gaman.
Þrátt fyrir fylgisleysið vefst ekki fyrir forsvars-
mönnum örflokkanna að skilgreina flokk sinn sem flokk
fólksins. Þessir flokkar fólksins eru nú orðnir allmargir,
reyndar svo margir að fólk er farið að rugla þeim illilega
saman. Það er vont að vera í kjörklefa og ætla sér að
kjósa flokk fólksins en muna svo ekki nafnið á honum.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Yfirboð á pólitískum markaði
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Frumvörp atvinnuvega-ráðherra um kísilver áBakka við Húsavík bíða nú2. umræðu á Alþingi, eftir
að hafa verið í umfjöllun þingnefnda.
Nokkrar umsagnir bárust við frum-
vörpin og eru þær almennt jákvæðar,
að því undanskildu að fjárlagaskrif-
stofa fjármálaráðuneytisins og ASÍ
gera athugasemdir við þær ívilnanir
sem kísilverið á að njóta í greiðslu op-
inberra gjalda, einkum við undan-
þágu tryggingargjalds. Umsagnar-
frestur við frumvörpin var skammur
og ekki náðu allir að skila umbeðinni
umsögn, eins og Landvernd. Gagn-
rýnir formaður Landverndar máls-
meðferðina, keyra eigi málið í gegn
fyrir kosningar þó að ekki liggi t.d.
fyrir álit ESA um ríkisaðstoðina. Al-
menningi sé ekki heldur gefinn kost-
ur á að kynna sér málið vandlega.
Fjárlagaskrifstofan segir í sinni
umsögn að viðbótarskattaívilnanir
veki spurningar um hvort fordæmi
hafi verið skapað fyrir þá umsókn-
araðila sem á eftir kunna að koma
með sams konar fjárfestingarverk-
efni og kynnu að vera mun stærri í
sniðum. Nauðsynlegt sé að skoða það
nánar að kísilverið verði alfarið und-
anþegið greiðslu almenna trygginga-
gjaldsins.
Einnig bendir fjárlagaskrifstofan á
að öll frávik frá almennum reglum
skattkerfisins geri skattaframkvæmd
flóknari og eftirlit skattyfirvalda erf-
iðara. Þá dregur fjárlagaskrifstofan í
efa að tekjur af stækkaðri Húsavíkur-
höfn komi til með að standa undir
rekstrinum.
ASÍ leggur í sinni umsögn áherslu
á mikilvægi þess að auka fjárfest-
ingar til að efla hagvöxt og fjölga
störfum. Styður ASÍ byggingu kísil-
vers, enda sé hún í anda þeirrar yfir-
lýsingar sem ríkisstjórnin gaf út á
vordögum 2010 í tengslum við undir-
ritun kjarasamninga. ASÍ gerir hins
vegar þær athugasemdir að eðlilegt
sé að nýta heimildir í lögum um íviln-
anir vegna nýfjárfestinga (nr. 99/
2010) frekar en að gera sértækan
fjárfestingarsamning á grundvelli
sérstakra heimildarlaga frá Alþingi.
Leggst ASÍ gegn því að félagið
PCC Bakki-Silicon hf. verði undan-
þegið almennu tryggingargjaldi.
Bendir sambandið á þá hluta gjalds-
ins sem renna eiga í starfsendurhæf-
ingarsjóði, Fæðingarorlofssjóð og til
lækkunar á örorkubyrði lífeyrissjóða.
Undanþágan geti m.a. haft í för með
sér ákveðna réttindaóvissu fyrir
starfsmenn kísilversins og sam-
keppnisstaða fyrirtækja á svæðinu
geti skekkst.
Gott en dugar ekki til
Samtök atvinnulífsins og Samtök
iðnaðarins skiluðu inn sameiginlegri
umsögn. Þar er kísilverinu fagnað og
hvetja samtökin til þess að frum-
vörpin verði að lögum fyrir þinglok.
Ekki megi verða frekari tafir á því að
ráðast í „mikilvæga og nauðsynlega
uppbyggingu í tengslum við sjálf-
bæra nýtingu orkulinda í Þingeyjar-
sýslu,“ segir í umsögninni.
Benda samtökin á að fjárfesting í
hagkerfinu hafi verið alltof lítil und-
anfarin ár. Þær þurfi að ná 21-24% af
landsframleiðslu á næstu fimm árum.
Kísilverið eitt og sér dugi ekki til
þess, enn vanti mikið upp á til að ná
æskilegu marki en með kísilverinu
verður hlutfallið 17-18% til 2017.
Umsagnarbeiðnir bárust Land-
vernd og öðrum aðilum sl. föstudag
og þeim gefnir þrír dagar til að skila
inn umsögn. Guðmundur Hörður
Guðmundsson, formaður Land-
verndar, segir samtökin ekki hafa
náð þessu á tilskildum tíma. Hann
segir kísilver setja minni þrýsting á
orkuöflun af svæðinu en álver. Engu
að síður sé verið að virkja á við-
kvæmum svæðum eins og Bjarnar-
flagi, sem Landvernd hefur krafist að
verði stöðvað.
Kísilveri fagnað en
undanþágum ekki
Bakki Til margra ára stóð til að reisa álver á Bakka við Húsavík en af því
varð ekki. Nú eru uppi áform um að reisa þar kísilver og byggja upp innviði.
Heildar-
fjárfesting
við byggingu
kísilvers á
Bakka er
metin á um
28 milljarða
króna. Þar af
nema útgjöld
ríkissjóðs
vegna hafn-
ar- og vega-
framkvæmda 3,4 millörðum
króna, eða um 12% af heildar-
fjárfestingunni. Þjóðhagsleg
áhrif kísilvers eru sögð jákvæð,
íbúum á svæðinu geti fjölgað
um 750-1.130 manns.
Guðmundur Hörður hjá Land-
vernd bendir á að samkvæmt
frummatsskýrslu verði talsvert
neikvæð áhrif á gróður, ásýnd,
landslag og haf- og strand-
svæði. Sjónræn áhrif séu einnig
neikvæð frá svæðum norðan
kísilversins. Losun gróðurhúsa-
lofttegunda verði minni en frá
álveri en samlegðaráhrif hafi
ekki verið skoðuð vegna bygg-
ingar fleiri iðjuvera við Bakka.
Talsverð um-
hverfisáhrif
28 MILLJARÐA KÍSILVER
Guðmundur Hörður
Guðmundsson