Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 1
AUKIN RÉTTINDI FLUGFARÞEGA F I M M T U D A G U R 1 4. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  61. tölublað  101. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLG MORGUNBLAÐINU Í DAG HAFSTEINN HUGMYNDARÍKUR HÖNNUÐUR JOHN GRANT AFTUR KOMINN Á GELGJUSKEIÐIÐ VIÐSKIPTI SAMSTARF VIÐ BIRGI 50HÖNNUNARMARS 32 SÍÐUR Hörður Ægisson hordur@mbl.is Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur væntingar um að hægt verði að ná fram 75% niðurskriftum á krónueignum erlendra kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna. Þetta kom fram í erindi hans á íslenska fjárstýringardeginum í HR sl. föstu- dag. Már sagði að nauðasamningsleið- in yrði aðeins farin ef það næðist „pakkalausn“ um hvernig losa mætti um krónueignir kröfuhafa. Talaði seðlabankastjóri um „krónuhreins- un“ í því sambandi, auk þess sem hann benti á að „fullt af kröfuhöfum væri nákvæmlega sama“ um krónu- eignir gömlu bankanna – þær nema um 450 milljörðum króna – og þeir „vilji bara“ fá erlendu eignirnar. Seðlabanki Íslands skikkaði Glitni í árslok 2012 til að skuldbreyta gjaldeyrislánum innlendra fyrir- tækja í íslenskar krónur. Áætlaðar heimtur lánanna eru 21 milljarður. Sérfræðingar á markaði telja að með þessu ætti að draga úr þrýst- ingi á gengi krónunnar þar sem fyr- irtækin, sem hafa tekjur í krónum, þurfi ekki lengur að sækja sér gjald- eyri á markaði til að standa undir erlendum skuldbindingum sínum. Á meðal sviðsmynda sem kröfu- hafar Glitnis og Kaupþings leggja upp með í nauðasamningaferlinu er að bjóða innlendum kröfuhöfum, sem eiga 7% allra krafna í búin, hærri endurheimtur – að því gefnu að þeir fái aðeins greiddar krónu- eignir. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur til að mynda verið nefnt að þeir fái 18% allra heimtna, en erlendir kröfuhafar fái á móti 82%. MSeðlabankastjóri »Viðskipti Væntir 75% niðurskrifta  Seðlabankastjóri boðar „krónuhreinsun“ kröfuhafa  Glitnir skuldbreytti 21 milljarðs evruláni í krónur  Innlendum kröfuhöfum boðnar hærri heimtur „Krónuhreinsun“ » Seðlabankastjóri segir nauðasamningsleiðina aðeins farna ef „pakkalausn“ næst um hvernig losa megi um krónueignir kröfuhafa. » Seðlabanki Íslands frest- aði birtingu á nýrri skýrslu um erlenda stöðu þjóðarbús- ins á síðustu stundu fyrir helgi. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Leitt hefur verið í ljós í nýrri ís- lenskri rannsókn að tengsl eru á milli hjartsjúkdómsins gáttatifs og minnkaðs heilarúmmáls og minnis- skerðingar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í vísindatímaritinu Stroke en höfundar hennar eru vísindamenn við Landspítala – háskólasjúkrahús og Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Davíð O. Arnar hjartasérfræðingur og Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar, stóðu fyrir rannsókninni. 4.251 þátt- takandi var skoðaður í öldrunar- rannsókn Hjartaverndar. Að sögn Vilmundar eru niðurstöð- urnar mikilvægt viðbótarframlag til skilnings á afleiðingum þessa hjarta- sjúkdóms. Sérstaklega var skoðað sambandið milli gáttatifs, heila- starfsemi og vefrænnar uppbygg- ingar heilans í eldri einstaklingum. Í ljós kom að gáttatif hefur neikvæð áhrif á heilastarfsemi óháð heila- blóðföllum. Þessum tengslum gáttatifs og heilarýrnunar, sem svarar til u.þ.b. eins og hálfs árs öldrunar heilans, hefur ekki verið lýst áður. »4 Gáttatif hefur áhrif á heilarýrnun  Ný rannsókn sýnir að gáttatif hefur neikvæð áhrif á heilastarfsemi og minni Vilmundur Guðnason Davíð O. Arnar  Lyktarmengun af urðunarstað sorpúrgangs í Álfsnesi hefur verið íbúum í Leirvogstunguhverfi í Mos- fellsbæ til ama undanfarin ár. Lykt- armengunarvarnir Sorpu hafa ekki borið árangur. „Við sjáum enga lausn nema þá að starfsemin fari af svæðinu,“ segir Rúnar Þór Guð- brandsson, formaður íbúasamtaka Leirvogstunguhverfis. »6 Ólykt íbúum í Mosfellsbæ til ama  Skortur er á sérhæfðu vinnu- afli í ferðaþjón- ustu, þar með tal- ið kokkum, og þarf því að flytja inn starfskrafta. Þetta segir Kristófer Oli- versson, fram- kvæmdastjóri Center Hotels. Eyðsla erlendra ferðamanna í janúar sló met og var þá 151 milljón króna að meðaltali á dag. Það er 54% aukning milli ára. »24 Þurfa að flytja inn vinnuafl Skortur er á kokkum.  Í nýútkominni bók um búsá- haldabyltinguna, eftir Stefán Gunn- ar Sveinsson, er rifjuð upp fram- ganga Álfheiðar Ingadóttur, þing- manns Vinstri grænna, þegar hún stóð á gler- brúnni á milli Al- þingishússins og viðbyggingarinnar. Í kjölfarið mun hún m.a. hafa sagt við Sigurð F. Gunnarsson, sem tilheyrði sérsveit ríkislögreglustjóra: „Já, farðu bara, lífvarðatitturinn þinn sem eltir ráðherraræfil alla daga.“ »21 Lífvarðatittur sem eltir ráðherraræfil Mótmæli Búsá- haldabyltingin. Jorge Bergoglio, kardináli frá Argentínu, var í gær kosinn páfi kaþólsku kirkjunnar. Hann hef- ur tekið sér nafnið Frans I. Hann er 76 ára gam- all og fyrsti páfinn sem er frá Suður-Ameríku. Bergoglio varð kardináli árið 2001. Frans I. ávarpaði mannfjöldann á Péturstorgi í gær og sagði að svo virtist sem bræður sínir í kirkjunni hefðu farið langa leið til að velja næsta biskup Rómar. »28 Fyrsti páfinn sem er frá Suður-Ameríku AFP Jorge Bergoglio frá Argentínu er nýskipaður páfi kaþólsku kirkjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.