Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 1

Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 1
AUKIN RÉTTINDI FLUGFARÞEGA F I M M T U D A G U R 1 4. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  61. tölublað  101. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLG MORGUNBLAÐINU Í DAG HAFSTEINN HUGMYNDARÍKUR HÖNNUÐUR JOHN GRANT AFTUR KOMINN Á GELGJUSKEIÐIÐ VIÐSKIPTI SAMSTARF VIÐ BIRGI 50HÖNNUNARMARS 32 SÍÐUR Hörður Ægisson hordur@mbl.is Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur væntingar um að hægt verði að ná fram 75% niðurskriftum á krónueignum erlendra kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna. Þetta kom fram í erindi hans á íslenska fjárstýringardeginum í HR sl. föstu- dag. Már sagði að nauðasamningsleið- in yrði aðeins farin ef það næðist „pakkalausn“ um hvernig losa mætti um krónueignir kröfuhafa. Talaði seðlabankastjóri um „krónuhreins- un“ í því sambandi, auk þess sem hann benti á að „fullt af kröfuhöfum væri nákvæmlega sama“ um krónu- eignir gömlu bankanna – þær nema um 450 milljörðum króna – og þeir „vilji bara“ fá erlendu eignirnar. Seðlabanki Íslands skikkaði Glitni í árslok 2012 til að skuldbreyta gjaldeyrislánum innlendra fyrir- tækja í íslenskar krónur. Áætlaðar heimtur lánanna eru 21 milljarður. Sérfræðingar á markaði telja að með þessu ætti að draga úr þrýst- ingi á gengi krónunnar þar sem fyr- irtækin, sem hafa tekjur í krónum, þurfi ekki lengur að sækja sér gjald- eyri á markaði til að standa undir erlendum skuldbindingum sínum. Á meðal sviðsmynda sem kröfu- hafar Glitnis og Kaupþings leggja upp með í nauðasamningaferlinu er að bjóða innlendum kröfuhöfum, sem eiga 7% allra krafna í búin, hærri endurheimtur – að því gefnu að þeir fái aðeins greiddar krónu- eignir. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur til að mynda verið nefnt að þeir fái 18% allra heimtna, en erlendir kröfuhafar fái á móti 82%. MSeðlabankastjóri »Viðskipti Væntir 75% niðurskrifta  Seðlabankastjóri boðar „krónuhreinsun“ kröfuhafa  Glitnir skuldbreytti 21 milljarðs evruláni í krónur  Innlendum kröfuhöfum boðnar hærri heimtur „Krónuhreinsun“ » Seðlabankastjóri segir nauðasamningsleiðina aðeins farna ef „pakkalausn“ næst um hvernig losa megi um krónueignir kröfuhafa. » Seðlabanki Íslands frest- aði birtingu á nýrri skýrslu um erlenda stöðu þjóðarbús- ins á síðustu stundu fyrir helgi. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Leitt hefur verið í ljós í nýrri ís- lenskri rannsókn að tengsl eru á milli hjartsjúkdómsins gáttatifs og minnkaðs heilarúmmáls og minnis- skerðingar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í vísindatímaritinu Stroke en höfundar hennar eru vísindamenn við Landspítala – háskólasjúkrahús og Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Davíð O. Arnar hjartasérfræðingur og Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar, stóðu fyrir rannsókninni. 4.251 þátt- takandi var skoðaður í öldrunar- rannsókn Hjartaverndar. Að sögn Vilmundar eru niðurstöð- urnar mikilvægt viðbótarframlag til skilnings á afleiðingum þessa hjarta- sjúkdóms. Sérstaklega var skoðað sambandið milli gáttatifs, heila- starfsemi og vefrænnar uppbygg- ingar heilans í eldri einstaklingum. Í ljós kom að gáttatif hefur neikvæð áhrif á heilastarfsemi óháð heila- blóðföllum. Þessum tengslum gáttatifs og heilarýrnunar, sem svarar til u.þ.b. eins og hálfs árs öldrunar heilans, hefur ekki verið lýst áður. »4 Gáttatif hefur áhrif á heilarýrnun  Ný rannsókn sýnir að gáttatif hefur neikvæð áhrif á heilastarfsemi og minni Vilmundur Guðnason Davíð O. Arnar  Lyktarmengun af urðunarstað sorpúrgangs í Álfsnesi hefur verið íbúum í Leirvogstunguhverfi í Mos- fellsbæ til ama undanfarin ár. Lykt- armengunarvarnir Sorpu hafa ekki borið árangur. „Við sjáum enga lausn nema þá að starfsemin fari af svæðinu,“ segir Rúnar Þór Guð- brandsson, formaður íbúasamtaka Leirvogstunguhverfis. »6 Ólykt íbúum í Mosfellsbæ til ama  Skortur er á sérhæfðu vinnu- afli í ferðaþjón- ustu, þar með tal- ið kokkum, og þarf því að flytja inn starfskrafta. Þetta segir Kristófer Oli- versson, fram- kvæmdastjóri Center Hotels. Eyðsla erlendra ferðamanna í janúar sló met og var þá 151 milljón króna að meðaltali á dag. Það er 54% aukning milli ára. »24 Þurfa að flytja inn vinnuafl Skortur er á kokkum.  Í nýútkominni bók um búsá- haldabyltinguna, eftir Stefán Gunn- ar Sveinsson, er rifjuð upp fram- ganga Álfheiðar Ingadóttur, þing- manns Vinstri grænna, þegar hún stóð á gler- brúnni á milli Al- þingishússins og viðbyggingarinnar. Í kjölfarið mun hún m.a. hafa sagt við Sigurð F. Gunnarsson, sem tilheyrði sérsveit ríkislögreglustjóra: „Já, farðu bara, lífvarðatitturinn þinn sem eltir ráðherraræfil alla daga.“ »21 Lífvarðatittur sem eltir ráðherraræfil Mótmæli Búsá- haldabyltingin. Jorge Bergoglio, kardináli frá Argentínu, var í gær kosinn páfi kaþólsku kirkjunnar. Hann hef- ur tekið sér nafnið Frans I. Hann er 76 ára gam- all og fyrsti páfinn sem er frá Suður-Ameríku. Bergoglio varð kardináli árið 2001. Frans I. ávarpaði mannfjöldann á Péturstorgi í gær og sagði að svo virtist sem bræður sínir í kirkjunni hefðu farið langa leið til að velja næsta biskup Rómar. »28 Fyrsti páfinn sem er frá Suður-Ameríku AFP Jorge Bergoglio frá Argentínu er nýskipaður páfi kaþólsku kirkjunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.