Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 SIEMENS - Þvottavél WM 14S464DN Vindur upp í 1400 sn./mín. Mjög hljóðlát. Tækifærisverð: 163.900 kr. stgr. (Fullt verð: 199.900 kr.) Kolalaus mótorOrkuflokkur Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Það sem kemur fram í þessum mælingum og þessari samantekt Veðurstofu Íslands er það að ein- ungis veðurfarslega séð er flug- völlur á Hólmsheiði ekki eins ákjós- anlegur kostur og flugvöllurinn í Vatnsmýrinni,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, um skýrslu Veð- urstofu Íslands og minnisblað Mannvits sem lögð voru fram í um- hverfis- og skipulagsráði Reykja- víkurborgar í gær. Júlíus nefnir sem dæmi að í skýrslu Veðurstofunnar komi fram að uppi á Hólmsheiði sé 50% oftar hiti við eða undir frostmarki held- ur en í Vatns- mýrinni. Þá sé rakastigið á Hólmsheiðinni hærra en í Vatnsmýrinni og oftar megi vænta þar þoku og súldarveðurs. „Ég mun leggja fram tillögu í borgarráði á morgun [í dag] um að leitað verði álits flugmálayfirvalda, þ.e. Isavia, og flugrekstraraðila á Reykjavík- urflugvelli, sérstaklega Flugfélags Íslands, þar sem fengin verði við- brögð frá þeim við þessum skýrslum vegna þess að niður- stöður Veðurstofunnar segja ein- ungis hálfa söguna,“ segir Júlíus en hann gagnrýnir jafnframt að meirihlutinn hafi hingað til farið leynt með skjölin sem um er að ræða. Skarast á við fangelsi Þá bendir Júlíus á að verið sé að bjóða út jarðvegsvinnu fyrir fangelsi á Hólmsheiði sem kosta mun um 3 milljarða króna. „Fang- elsið stendur svo gott sem rétt við suðurenda norður/suður- flugbrautarinnar,“ segir Júlíus og bætir við að einnig þurfi að hafa samráð við íbúa í hverfunum í kring áður en lengra er haldið. Hólmsheiði ekki jafn góð- ur kostur og Vatnsmýrin  Leggur fram tillögu um að leitað verði álits hagsmunaaðila Júlíus Vífill Ingvarsson Hlé verður gert á meðferðarstarfi Reykjalundar, endurhæfing- armiðstöðvar SÍBS í Mosfellsbæ, í þrjár vikur í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem hlé er gert á starfsemi hennar yfir sumartímann. Meta á reynsluna af lokuninni í lok sumars. „Undanfarin ár höfum við dregið verulega úr starfseminni yfir allt sumarið og það hefur þýtt að stofn- unin hefur verið rekin á hálfum dampi. Það helgast af því að við höf- um ekki ráðið neitt afleysingafólk því við höfum bara ekki haft efni á því,“ segir Birgir Gunnarsson, for- stjóri Reykjalundar. Um tvö hundruð manns vinna á Reykjalundi en hléið á meðferð- arstarfinu hefst eftir 12. júlí og stendur það fram yfir versl- unarmannahelgi, eða til 6. ágúst. Stofnuninni sjálfri verður þó ekki lokað. Að sögn Birgis hefur legu- deild miðstöðvarinnar verið lokað um helgar á sumrin undanfarin ár en svo verði ekki í sumar, fyrir utan umrætt tímabil þegar hún verður al- farið lokuð. kjartan@mbl.is Sumarhlé á starfsemi Reykjalundar Framsóknar- flokkurinn held- ur áfram að auka fylgi sitt og er kominn upp í 25,9% fylgi, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmála- flokka. Flokkurinn var með 23,8% í síðustu mælingu. Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi og mældist það nú 27,2%, en var 28,5% í síðustu mælingu MMR. Um síðustu áramót var fylgi flokksins um 38%. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lít- illega, segir í frétt MMR. Samfylk- ingin er með 12,4% fylgi, VG með 9,6%, Björt framtíð með 15,2%, Dögun 1,9%, Hægri grænir 2,1%, Píratar 3,6% og önnur framboð fá samtals 2%. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 26,5%. Könnunin var framkvæmd dag- ana 7. til 12. mars 2013, heild- arfjöldi svarenda var 875 ein- staklingar á aldrinum 18-67 ára. Framsókn nálgast Sjálf- stæðisflokk Egill Ólafsson Skúli Hansen „Málefni heimilanna eiga að vera í fyrirrúmi,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, í eldhúsdagsumræðum sem fram fóru á Alþingi í gærkvöldi. Í ræðu sinni rakti Bjarni m.a. helstu áherslur Sjálfstæðisflokksins í málefn- um heimilanna. Sagði hann að gefa ætti tekju- skattsafslátt vegna afborgana af lánum, að fleyta ætti séreignarsparnaði beint inn á lán, án skatt- lagningar og það þyrfti að lækka og einfalda skatta þannig að krónum í launaumslaginu fjölgi. „Skuldir heimilanna hafa vaxið gríðarlega, eign- ir rýrnað og þúsundir fjölskyldna berjast í bökk- um. Það líður vart sá dagur að ég heyri ekki frá fólki í þessu landi sem er við það að gefast upp. Það á jafnt við einstæðinga, barnafjölskyldur, ör- yrkja og eldri borgara sem hafa þurft að sæta óheyrilegum, ósanngjörnum skerðingum,“ sagði Bjarni í ræðu sinni í gær. Þá gagnrýndi hann skuldasöfnun ríkissjóðs og lagði áherslu á að auka þyrfti hagvöxt. Benti hann þannig á að hagvöxtur væri lítill og að hallinn á ríkissjóði hefði verið 60 milljarðar í fyrra og 300 milljarðar á árunum 2010 til 2012. Friður á þjóðarheimilinu Árni Páll Árnason sagði í ræðu sinni í eldhús- dagsumræðunum að friður yrði að ríkja á þjóð- arheimili Íslendinga. Þá benti Árni Páll á að und- anfarin ár hefðu leitt yfir þjóðlíf landsins meiri átök, harkalegri orðaræðu og ábyrgðalausara daður við ofbeldi en dæmi eru um í nútímasögu okkar. „Framundan er að þróa nýja íslenska stjórn- málamenningu sem byggist á því besta úr þing- ræðishefð okkar, nýtir afl almennings í þjóðarat- kvæðagreiðslu en gefur þinginu líka stöðu til að standast áhlaup háværra en fámennra þrýstihópa. Stjórnmálin eru að læra að nýta þjóðaratkvæða- greiðslur. Við virtum þjóðarviljann í Icesave-mál- inu og við munum líka þurfa að virða hann í stjórn- arskrármálinu,“ sagði Árni Páll í ræðu sinni. Jafnframt sagði Árni Páll að stærsti vandi hags- tjórnarinnar síðustu ár væri sá að krónan koll- steyptist og skildi eftir illleysanlegan skuldavanda og gjaldeyrishöft. Þá minntist hann á að fyrir að- eins nokkrum dögum hefði verið samþykkt að framlengja gjaldeyrishöftin ótímabundið. Benti hann á að síðast þegar höft voru sett á hér á landi voru þau við lýði í 65 ár. „Viljum við vera áfram þjóð í höftum þegar við verðum komin á eftirlaun og börnin okkar kannski líka?“ spurði Árni Páll í ræðu sinni. Enginn hefur svörin við öllu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fjallaði í ræðu sinni um hugmyndafræðileg átök hægri- og vinstriflokk- anna og gagnrýndi þá fyrir að vilja ekki taka á vanda heimilanna. „Í slíkum herópum vinstri- og hægrimanna gleymist að fólkið í landinu glímir við raunveruleg vandamál sem eru þess eðlis að engin ein hugmyndafræði hefur lausnir á þeim öllum,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðunni. Þá sagði hann eitt mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar að koma til móts við skuldsett heimili og skapa já- kvæða hvata fyrir fólk til að vinna sig úr vand- anum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í ræðu sinni að stjórnmálin snerust um hið hversdagslega í lífi okkar og að Íslendingar hefðu tækifæri til þess að skapa samfélag velsældar. Þá benti hún á að óþarfi væri að óttast vinstristjórn sem hefði m.a. séð til þess að hér á landi væri hald- ið úti heilbrigðis- og menntakerfi. Morgunblaðið/Kristinn Eldhúsdagsumræður á Alþingi Vandi heimila landsins var efst á baugi á Alþingi í gærkvöldi þegar svokallaðar eldhúsdagsumræður fóru fram. Vandi heimila efst á blaði  Formenn stjórnmálaflokkanna lögðu flestir lykiláherslu á vanda heimilanna í eldhúsdagsumræðum  Formaður VG sagði óþarfa að óttast vinstristjórn Eldhúsdagsumræður » Vandi heimilanna var efst á baugi hjá formönnum stærstu stjórnmálaflokkanna í eldhúsdagsumræðum í gær. » Bjarni sagði málefni heimilanna vera í fyrirrúmi, Árni Páll gagnrýndi krónuna og höftin, Sigmundur Davíð sagði verkefni næstu ríkisstjórnar vera að koma til móts við heimilin og Katrín sagði óþarfa að ótt- ast vinstristjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.