Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 kaupir allt hráefni en er ekki með eigin útgerð. Fyrirtækið kaupir um tvö þúsund tonn af fiski á ári. Fastir starfsmenn eru ellefu en á vertíðinni eru þeir um tuttugu. Meðalaldur starfsmanna er nálægt fimmtugu og þeir kunna vel til verka, að sögn Olafs. Nokkrir Portúgalar koma á hverja vertíð og vinna m.a. við salt- fiskverkunina. Þeir taka m.a. með sér flatningshnífa að heiman. Vertíðarþorskurinn er að mestu Vertíðarstemning í Røst  Um 250 bátar eru nú gerðir út frá eynni Røst, syðst í Lofoten í Norður-Noregi  Það var rífandi stemning þegar hlaðnir bátarnir streymdu að landi  Þorskurinn er að miklu leyti verkaður í skreið Morgunblaðið/Guðni Einarsson Á landleið Bátarnir tóku að streyma í land þegar leið á daginn. Halarófan náði eins langt og augað eygði og Stórfjallið gnæfði í baksýn. Góður afli Bátarnir fiskuðu vel af þorski og voru líka með ýsu og ufsa. Sneri aftur heim Olaf Johan Pedersen, framkvæmdastjóri Glea AS í Røst. BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Það var rífandi vertíðarstemning á eynni Røst, syðst í Lofoten í Norður- Noregi, í síðustu viku. Í vetur gera um 250 bátar út frá Røst, mest smærri bátar sem veiða í net og á línu. Um fimmtungur þeirra á heimahöfn á Røst en hinir eru að- komubátar, flestir frá Nordland- fylki og þar fyrir sunnan. Eyjan Røst er um 100 km frá meginlandi Noregs og um 25 km frá næstu byggð í Lofoten. Þar búa um 600 manns á 11 km2 stórri eyju. Út- flutningstekjur á hvern íbúa eru hvergi hærri í Noregi en á Røst. Þegar degi tók að halla fóru bát- arnir að streyma í land. Stundum náði halarófan svo langt sem augað eygði. Þar mátti sjá frambyggða nú- tímalega plastbáta og afturbyggða eikarbáta, dæmigerða vertíðarbáta eins og tíðkuðust hér eftir miðja síð- ustu öld. Margir voru með aftursegl uppi til að auðvelda andófið. Einn af öðrum skriðu þeir inn í höfnina misjafnlega signir undan afl- anum. Sumir þurftu að bíða eftir að komast að til að landa því lönd- unarkranarnir voru ekki nógu marg- ir til að anna öllum í einu. Um borð voru körin sneisafull af rígaþorski komnum að hrygningu. Þorskurinn kemur norðan úr Bar- entshafi til að hrygna þarna. Heima- menn kalla göngufiskinn „skrei“ eða skreið enda skríður hann knúinn ástarbríma hundruð kílómetra á hið árlega stefnumót sitt við vest- urströnd Noregs. Þar klekjast svo hrognin og seiðunum vex fiskur um hrygg í næringarríkum sjónum á landgrunninu. Hafstraumar bera þau fyrsta spölinn norður í Barents- haf þar sem þorskinum fjölgar nú sem aldrei fyrr. Heimahagarnir toguðu sterkt í Olaf Johan Pedersen er fram- kvæmdastjóri fiskvinnslunnar Glea AS á Røst. Afi hans stofnaði fyr- irtækið árið 1936. Olaf byrjaði ungur að vinna í fiski, gellaði þorskhausa og vann við að hirða skreið af hjöll- um. Hann fór til náms og vann í átta ár í tölvubransanum og banka í Ósló. Heimahagarnir toguðu sterkt í og hann sneri aftur heim fyrir 13 árum ásamt ítalskri eiginkonu sinni. „Ég var alltaf með það í kollinum að koma aftur heim,“ sagði Olaf. „Það voru ekki peningarnir sem drógu mig hingað en hér finn ég meiri ró í hjartanu og í sálinni. Yf- irleitt er ég mjög ánægður að vera hér.“ Glea AS er lítil fiskvinnsla og Á vertíð í Loftoten Laugavegi 2 • 101 Reykjavík • sími 552 1103 www.jurtaapotek.is • jurtaapotek@jurtaapotek.is „Við í Jurtaapótekinu trúum því að viska og kærleikur búi í hverju jurtaglasi sem frá okkur fer. Í jurtunum okkar má finna lífsorku og við leggjum okkur öll fram við að leiðbeina þér um hvernig má leysa þessa orku úr læðingi. Með réttum lífsstíl, næringu, hreyfingu og jurtum hefur þú eigin lífsorku í hendi þér. Gangi þér vel.“ Kolbrún grasalæknir Lífsorka í hendi þér Vörur Jurtaapóteksins fást íverslun okkar að Laugavegi 2, í netversluninni www.jurtaapotek.is og hjá endursöluaðilum um allt land. Finndu okkur á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.