Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 AF TÓNLIST Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Það er upplifun sem seintgleymist þegar fyrst var far-ið á lokakvöld Melodifesti- valen í Stokkhólmi í mars 2011, undankeppni Svía fyrir Eurovision. Í mínum huga var ég að fara til Stokkhólms á tónleika með unnusta og vinum. Hafði aðeins hlustað á lögin á YouTube til að geta tekið þátt í umræðunum en vissi ekki að kvöldið myndi hafa svo mikil áhrif á líf mitt. Tilhlökkunin var fyrst og fremst sú að sjá Stokkhólm í fyrsta sinn og kynnast næturlífinu. Hins vegar fór það svo að Mel- odifestivalen opnaði algjörlega huga minn fyrir því hvað hægt er að gera söngvakeppni skemmtilega. Síðan hef ég ekki misst af loka- kvöldinu. Ég var í húsinu þegar Er- ic Saade vann með lagið „Popular“. Ég kaus „Euphoria“ í fyrra og sagð- ist strax sannfærður um að hún myndi vinna Eurovision. Ég fór svo um síðustu helgi til að sjá Robin Stjernberg á sinni sigurgöngu með lagið „You“ þar sem hann syngur svo oft línuna „það er vegna þín“ og vísar til föður síns sem reyndist honum vel í erfiðri æsku. Þetta árið var lokakvöldið enn stærri viðburður en áður. Hin fyrri ár fór það fram í Ericsson Globe með 14.000 áhorfendum. Í ár var viðburðurinn færður í Friends Arena sem tekur yfir 50 þúsund manns í sæti en einungis rúmlega helmingurinn af honum var notaður og gestirnir voru 28 þúsund. Að auki horfðu um 3,8 milljónir á keppnina í sjónvarpi og enn aðrir í gegnum netið um heim allan. Keppnin í ár var ekki eins hörð og fyrri árin en hún var mjög spennandi. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrst gefa 11 dóm- nefndir jafnmargra landa stig eins og í Eurovision og deila samtals út 473 stigum. Íslensk dómnefnd var meðal þeirra í ár. Síðan kýs sænska þjóðin og deilir út öðrum 473 stig- um í hlutfalli við atkvæði í síma- kosningu. Í ár virtust lögin, að mati þess sem hér skrifar, ekki endilega svo sterk og einungis tvö til þrjú sem komu til greina við fyrstu áheyrn. Hins vegar hljómuðu þau öll frekar vel á sjálfu lokakvöldinu – þótt vin- sældir þeirra væru misjafnar. Ég held að það megi fullyrða að lagið „You“ hafi unnið nokkuð óvænt og það var ekki lagið sem sænska þjóðin valdi til sigurs því „You“ fékk einungis 15,8% atkvæða frá þjóðinni og 75 stig á meðan „Heartbreak Hotel“ með YOHIO fékk tæp 23% atkvæða og 103 stig. Í sænskum blöðum fyrir keppnina var lagi YOHIO spáð sigri og þar virðast blöðin hafa verið með putt- ann á púlsinum hvað varðar Svía. Hins vegar voru dómnefndirnar ekki hlynntar lagi YOHIO því það fékk einungis 30 stig frá þeim og var næstneðst áður en stig Svía bættust við. Lag Stjernbergs var hins vegar efst með 91 stig hjá dóm- nefndunum og vann því keppnina með 166 stig alls. Melodifestivalen fer fram sex laugardagskvöld. Fyrstu fjögur kvöldin keppa átta lög hvert kvöld og tvö efstu í símakosningu komast beint í úrslit. Næstu tvö lög hvert kvöld keppa svo fimmta kvöldið á svokölluðum „öðrum séns“ þar sem tvö efstu komast áfram. Robin Stjernberg var meðal þeirra sem komust áfram fimmta kvöldið og er sá fyrsti sem vinnur keppnina eftir að hafa komist í úrslit í gegnum „annan séns“. Það má því vel tala um sígandi lukku hjá Stjernberg í ár en alls óvíst að það verði áfram- hald á í Malmö þar sem Eurovision- keppnin fer fram þetta árið þótt erfitt sé að spá um það. Ef marka má dómnefndina frá Íslandi gæti lagið fallið í kramið hér heima því íslenska dómnefndin gaf laginu 12 stig ásamt Króatíu og Ísrael. Það er þetta fyrirkomulag frænda vorra Svía sem heillar ákaf- lega þann sem hér skrifar. Þarna hafa Svíar fundið góða leið til að prófa framlag sitt áður en til keppn- innar kemur. Þeir náðu litlum sem engum árangri í Eurovision árin 2000 til 2010. En eftir að þetta fyr- irkomulag var tekið upp komust Svíar á ný á sigurbrautina. Höfnuðu í þriðja sæti árið 2011 með lagið „Popular“ og unnu í fyrra með lagið „Euphoria“ í flutningi Loreen. Hún steig einmitt á svið á loka- kvöldinu í Svíþjóð í ár og söng lag sitt ásamt kór heyrnarlausra og nemendum í tónlistarskóla í Sví- þjóð. Útfærslan var afar falleg og mikil tjáning í gangi sem hreyfði ögn við þeim sem hér skrifar. Eitt er ljóst að höfundur mun ekki láta keppnina fara fram hjá sér að ári og í ár var hún ákaflega góð upphitun fyrir sjálfa Eurovision í Malmö í maí. Ef einhver þjóð hefur reynsluna til að halda söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þá eru það Svíarnir hjá SVT. Þeir kunna þetta Svíarnir og gera það vel Ljósmynd/SVT Þú Robin Stjernberg kom, sá og sigraði í úrslitunum um helgina með lag- inu „You“ sem fjallar um samskipti hans við föður sinn og erfiða æsku. »Ég held að þaðmegi fullyrða að lag- ið „You“ hafi unnið nokkuð óvænt og það var ekki lagið sem sænska þjóðin valdi til sigurs Euphoria Loreen söng sigurlagið í fyrra ásamt kór heyrnarlausra og tónlistarnemendum frá Stokkhólmi. m.a. Besta leikkona í aukahlutverki FRÁÞEIMSEMFÆRÐUOKKUR ALICE INWONDERLANDOG LEIKSTJÓRA SPIDERMANÞRÍLEIKSINS. MÖGNUÐ ÆVINTÝRA- MYND Í STÓR- KOSTLEGRI ÞRÍVÍDD Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna! -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is IDENTITY THIEF Sýnd kl. 8 - 10:20 OZ THE GREAT AND POWERFUL 3D Sýnd kl. 5 - 8 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D Sýnd kl. 6 VESALINGARNIR Sýnd kl. 6 - 9 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! L 10 HHHH - K.N. Empire ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS DANIEL DAY-LEWIS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -EMPIRE IDENTITY THIEF KL. 5.40 - 8 - 10 12 21 AND OVER KL. 10.10 14 THIS IS 40 KL. 5.40 12 / JAGTEN KL. 8 16 IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 IDENTITY THIEF LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.40 L DIE HARD 5 KL. 8 - 10.20 16 DJANGO KL. 9 16 HÁKARLABEITA 2 KL. 3.40 L - H.S.S., MBL Yippie-Ki-Yay! IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THIS IS 40 KL. 8 - 10.40 12 LINCOLN KL. 6 - 9 14 LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10 Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.las.is af öllum bíllyklum í mars* *T ilb oð ið gi ld ir ím ar s 20 13 af bí lly kl um og vi nn u eð a m eð an bi rg ði r en da st . 25 Afsláttur Tilboð á bíllyklum í mars Smíðum og forritum flestar gerðir % bíllykla, eitt landsins mesta úrval. ðVantar nokku aukalykil? Líttu við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.