Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Farðu í gegnum þá hluti í fórum þín- um sem tilheyra öðrum. Þú hefur ákveðið að hreinsa upp vitleysuna eftir einhvern annan. Haltu þínu striki og þá mun allt fara vel. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gefur mikið af sjálfri/um þér og læt- ur skoðanir þínar sterklega í ljós. Samskipti við stórar stofnanir og stjórnvöld munu ganga vel og bæta hag þinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú munt njóta góðs af einhverju og skalt ekki gleyma þeim sem minna mega sín. Njóttu athyglinnar sem þú átt skilið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Notaðu tímann til samstarfs við aðra og farðu jafnvel í ferðalag með einhverjum. Það er ástæðulaust að þú látir skoðanir þínar liggja í láginni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mundu að virða skoðanir annarra þótt þær komi ekki alveg heim og saman við það sem þér finnst. Látið það ekki fara í taug- arnar á ykkur, takið því sem sjálfsögðum hlut. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Neitaðu þér ekki um ánægjuna af góð- um félagsskap. Kaupirðu þér föt skaltu klæð- ast þeim oftar en einu sinni eða tvisvar og ekki fleygja þeim inn í skáp og aldrei fara í þau aftur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt það freisti að láta berast með straumnum skaltu íhuga hvað er í húfi hverju sinni. Líklega hefur þér tekist að framkvæma eitthvað sem aðrir töldu óhugsandi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú færð endalaust nýjar hug- myndir, eiginlega svo margar að þú verður að reyna að setja þér mörk. Sýndu meiri auð- mýkt gagnvart öðrum og umhverfi þínu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu vakandi fyrir tækifærum sem kunna að bjóðast í fjármálum. Talarðu kannski fyrir daufum eyrum? Það skyldi þó aldrei vera. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinalegt eðli þitt kemur að góðum notum í dag. Forðastu ákvarðanir í stórum málum og umfram allt reyndu að ná jarð- sambandi aftur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt það sé freistandi að leggja ýmislegt á sig til þess að komast hjá rifrildi eru takmörk fyrir því sem öðru. Gagnrýni, þótt hún sé uppbyggjandi, hjálpar ekkert. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þér leiðist að fara ofan í saumana á málum aftur og aftur er það nauðsynlegt ef þú vilt hafa allt á hreinu. Greindu möguleika þína og einbeittu þér að þeim. Guðmundur Ó. Guðmundssonbenti á innsláttarvillu umsjón- armanns í vísu eftir Guðmund Jóns- son í Vísnahorni á dögunum, en hún er rétt svona: Hér á að vera, hér á að bera niður, hér á að laga handfærin, hér á að draga þyrsklinginn. Vísan var sótt í öndvegisritið Skagfirðingabók og þar er einnig að finna skemmtilega frásögn úr skúffuhorni Hannesar Péturssonar af séra Bjarna í Felli: „Dálítið hefur geymzt af kveð- skap eftir Bjarna prest, þar á meðal er staka ein. Henni fylgir sú sögn að prestur hafi gist á bæ einum í Fellssókn og væri mikil óværð í rúminu, þar sem honum var vísað til svefns. Þá kvað hann: Flærnar setjast fljótt til borðs, flá og naga gestinn. Það mun þykja illt til orðs, ef þær drepa prestinn! Bjarni prestur slapp lifandi úr þessari sæng og dó seinna á öðrum bæ í sókn sinni.“ Sá mæti hagyrðingur og góðvin- ur Vísnahornsins Jón Ingvar Jóns- son hefur farið öfugum megin fram úr þegar hann orti: Mér er sæmst að hengja haus og horfa niður, enda hæfileikalaus ljóðasmiður. Ekki stóð á viðbrögðum. Davíð Hjálmar Haraldsson kastaði fram: Auðvitað kannt’að yrkja brag en ekkert mun ganga hjá þér glápir þú nótt sem nýtan dag niður á punginn á þér. Pétur Stefánsson kastaði fram: Vísnasmiður vappar burt, veldur trega sárum. Jón Ingvar ég kveð með kurt og krókódílatárum. En bætti við vísum undir yf- irskriftinni „Sorgardagur í Leir- heimi“: Þessi lipri kvæðakjaftur kætti vora þjóð. Kveða vill hann enn og aftur aldrei framar ljóð. Ævi mín er öll í tjóni eins og vera ber. Að lesa ekki ljóð frá Jóni, leiða veldur mér. Þá Helgi Zimsen: Öfugum sannleik oft þó þeysi eins og mesta flón. Skortur á hæfileikaleysi löngum þjakar Jón. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af þyrsklingi, presti og ótrúlegri yfirlýsingu Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EKKI TAKA NEINA RAUÐA PILLU, OG EF ÞAÐ VIRKAR EKKI, EKKI ÞÁ TAKA NEINA BLÁA PILLU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar laglínan vekur minningar. ÞVÍLÍKUR DAGUR! VIÐ KOMUMST FRÁ SKOTLANDI MEÐ RÁNS- FENG, VIÐ ILLAN LEIK ... ... OG SIGLDUM SVO Á ÍSJAKA SEM SÖKKTI SKIPINU. ERTU VISS UM AÐ ÞÚ VILJIR ÞETTA SKOSKA VISKÍ Á ÍS, SEM ÞÚ VARST AÐ PANTA? LANGAR ÞIG AÐ HJÁLPA MÉR AÐ PRÓFA NÝJU STEIKARPÖNNUNA MÍNA? ENDI- LEGA! EN GAMAN! ÉG ÆTLA AÐ BJÓÐA ÖLLUM VINUM MÍNUM LÍKA. BÍDDU, ÉG KEM FLJÓTT AFTUR! KANNSKI VAR ÞETTA RÁÐABRUGG AÐEINS OF AUGLJÓST. ENGIN AFSÖKUN VINSAM- LEGAST GEFIÐ USS, USS! Fit Hostel nefnist ný heimild-armynd í leikstjórn Ingvars Ágústs Þórissonar og Kolfinnu Baldvinsdóttur sem frumsýnd var í Bíó Paradís í gærkvöldi. Þar fær áhorfandinn að fylgjast með daglegu lífi tíu hælisleitenda og viðureign þeirra við kerfið, sem er svifaseint og þungt í vöfum, á þriggja ára tíma- bili, frá 2008 til 2011. Hælisleitend- urnir segja sögu sína af æðruleysi, einn frá Írak, annar frá Afganistan, þriðji frá Indlandi, fjórði frá Gana og fimmti frá Rússlandi. Þeir eru þol- inmóðir, en kannski ekki ýkja von- góðir; líta svo á að þeir séu ekki au- fúsugestir. Í myndinni er enginn dómur lagður á sögu þeirra, áhorf- andanum er látið eftir að leggja mat á frásögnina. Eru hælisleitendurnir í raunverulegri hættu? Hefur eigandi indversks rútufyrirtækis slík ítök að hann geti látið elta fjandvin sinn um alla Evrópu til að klekkja á honum? Samtal við rússneska konu í hæl- isleit á Íslandi er sérlega átakanlegt. Það fer ekki á milli mála að fyrir henni er ógnin raunveruleg. x x x Í myndinni koma fyrir Íslendingar,sem taka upp hanskann fyrir hæl- isleitendurna. Íslendingunum er mun meira niðri fyrir. Barátta þeirra hefur ugglaust orðið til þess að vekja athygli á örlögum hælisleit- enda sem virðast vera að daga uppi í skriffinnskulimbói. Íslendingarnir eru hins vegar tilbúnir að ganga það langt að sú spurning vaknar hvort aðgerðir þeirra þjóni í raun hags- munum hælisleitendanna eða skemmi fyrir. x x x Það er greinilegt að hælisleitend-urnir búa ekki við neinn munað á gistheimilinu Fit í Reykjanesbæ. Þeir eru hver ofan í öðrum líkt og í verbúð og eins gott að sam- komulagið sé í lagi og þeir hafi ekki ofnæmi fyrir návígi, að ekki sé talað um þegar dvölin teygist í mörg ár. Í myndinni kemur fram hversu erfitt er að fá hæli á Íslandi, en það er þó ekki með öllu vonlaust. Í lokin fær áhorfandinn að vita að helstu við- mælendurnir hafi fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi. víkverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir. (Jóhannesarguðspjall 6:35) F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M ! KRINGLUNNISími: 5513200 ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR FYRIR DÖMUR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.