Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Keppt verður í tölti í fjórða móti meistaradeildarinnar í hestaíþrótt- um sem fram fer í Ölfushöllinni í kvöld kl. 19. Margir af bestu knöp- um landsins mæta með góða tölt- ara. Knapar hafa æft stíft og fram hefur komið að margir ætla sér stóra hluti í kvöld. Ráslistar hafa verið birtir. Sigur- steinn Sumarliðason byrjar á Skjönn frá Skjálg og næstur er Guðmundur Björgvinsson á Hrímni frá Ósi en Guðmundur er með for- ystu í einstaklingskeppni meistara- deildarinnar. Sara Ástþórsdóttir sigraði í tölt- keppninni fyrir ári á Dívu frá Álf- hólum. Þær taka ekki þátt í vetur. Jakob Svavar Sigurðsson sem varð í öðru sæti og Hulda Gústafsdóttir sem var í því þriðja mæta til keppni en á öðrum hestum en í fyrra. Íslandsmeistararnir í tölti, Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herr- íðarhóli, taka þátt. Töltveisla í Ölfushöll- inni í kvöld  Vel er æft og margir ætla sér sigur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Dívur Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum sigruðu síðast. Magnús Hall- dórsson, við- skiptaritstjóri Vísis og Stöðvar 2, hefur sagt upp störfum. Magnús skrifaði pistil á vefinn Vísi.is ný- verið þar sem hann gagnrýndi afskipti Jóns Ás- geirs Jóhannes- sonar af ritstjórn miðlanna. Jón er eiginmaður Ingibjargar Pálmadótt- ur, aðaleiganda 365. Magnús mun starfa hjá 365 til 1. júní nk. Miklar mannabreytingar hafa verið í helstu stjórnunarstöðum 365 undanfarna daga. Þórður Snær Júl- íusson, viðskiptaritstjóri Frétta- blaðsins, sagði upp í síðustu viku. Mikael Torfason var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins við hlið Ólafs Steph- ensen nokkrum dögum áður. Skömmu síðar hætti Steinunn Stef- ánsdóttir, aðstoðarritstjóri Frétta- blaðsins, störfum. Magnús sagði upp hjá 365 Magnús Halldórsson Skúli Hansen skulih@mbl.is Framganga Álfheiðar Ingadóttur, þáverandi þingmanns og núverandi þingflokksformanns VG, í bús- áhaldabyltingunni svokölluðu er rifj- uð upp í nýrri bók, eftir sagnfræð- inginn Stefán Gunnar Sveinsson, sem kemur í verslanir í dag. Í bókinni, sem ber heitið Bús- áhaldabyltingin - sjálfsprottin eða skipulögð?, fer Stefán Gunnar yfir atburðarás mótmælanna en við vinnslu bókarinnar ræddi hann við fjölda fólks sem tók beinan eða óbeinan þátt í atburðum þessum auk þess sem hann hafði aðgang að áður óbirtum trúnaðargögnum. Álfheiður virtist skemmta sér Í bókinni ræðir Stefán Gunnar við ekkju Sigurðar Freys Gunnars- sonar, en hann var meðlimur í sér- sveit ríkislögreglustjóra í um áratug og einn af lífvörðum Geirs H. Haarde meðan á mótmælunum stóð. Sigurður Freyr var einmitt í gler- brúnni 20. janúar 2009 á sama tíma og Álfheiður stóð þar og veifaði til mótmælenda. Áð- ur en hann lést greindi Sigurður Freyr eiginkonu sinni frá því sem gerðist þann dag. „Sá hann [Sig- urður] síðan hvar hún veifaði til einhverra í mannfjöldanum og virtist honum sem hún væri að hvetja fólk, mót- mælendur, áfram með handahreyf- ingum þarna í glerhýsinu. Virtist sem hún hefði skemmtun af því sem var að gerast fyrir utan og talaði hún um það hvar lögreglumenn væru staðsettir og vísaði mótmæl- endum veginn,“ segir í bókinni um atvik þetta. Þá mun Sigurður hafa fengið kaldar kveðjur frá Álfheiði þennan dag. „Hún sagði við lögreglumann- inn þegar hann var að ganga frá henni: „Já, farðu bara lífvarðatitt- urinn þinn sem eltir ráðherraræfil alla daga,“ segir í bókinni. „Mér bauðst tækifæri til að fá sjónarhorn lögreglumanna og fannst áhugavert og í raun mjög þarft að koma því á framfæri,“ segir Stefán Gunnar, spurður um aðdrag- anda bókarinnar. Að sögn Stefáns Gunnars kom honum margt á óvart við skrif bók- arinnar. „Sérstaklega þá hversu hart var gengið að lögreglumönn- unum kvöldin 20. og 21. janúar 2009,“ segir Stefán Gunnar og bend- ir á að hann hafi talað við þó nokk- urn fjölda lögreglumanna við vinnslu bókarinnar, bæði almenna lögreglumenn, yfirmenn og sérsveit- armenn. „Já, farðu bara, lífvarðatitturinn þinn“  Ný bók um búsáhaldabyltinguna kemur út í dag  Mótmælin skoðuð frá sjónarhorni lögreglu Stefán Gunnar Sveinnson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.