Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 21

Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Keppt verður í tölti í fjórða móti meistaradeildarinnar í hestaíþrótt- um sem fram fer í Ölfushöllinni í kvöld kl. 19. Margir af bestu knöp- um landsins mæta með góða tölt- ara. Knapar hafa æft stíft og fram hefur komið að margir ætla sér stóra hluti í kvöld. Ráslistar hafa verið birtir. Sigur- steinn Sumarliðason byrjar á Skjönn frá Skjálg og næstur er Guðmundur Björgvinsson á Hrímni frá Ósi en Guðmundur er með for- ystu í einstaklingskeppni meistara- deildarinnar. Sara Ástþórsdóttir sigraði í tölt- keppninni fyrir ári á Dívu frá Álf- hólum. Þær taka ekki þátt í vetur. Jakob Svavar Sigurðsson sem varð í öðru sæti og Hulda Gústafsdóttir sem var í því þriðja mæta til keppni en á öðrum hestum en í fyrra. Íslandsmeistararnir í tölti, Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herr- íðarhóli, taka þátt. Töltveisla í Ölfushöll- inni í kvöld  Vel er æft og margir ætla sér sigur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Dívur Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum sigruðu síðast. Magnús Hall- dórsson, við- skiptaritstjóri Vísis og Stöðvar 2, hefur sagt upp störfum. Magnús skrifaði pistil á vefinn Vísi.is ný- verið þar sem hann gagnrýndi afskipti Jóns Ás- geirs Jóhannes- sonar af ritstjórn miðlanna. Jón er eiginmaður Ingibjargar Pálmadótt- ur, aðaleiganda 365. Magnús mun starfa hjá 365 til 1. júní nk. Miklar mannabreytingar hafa verið í helstu stjórnunarstöðum 365 undanfarna daga. Þórður Snær Júl- íusson, viðskiptaritstjóri Frétta- blaðsins, sagði upp í síðustu viku. Mikael Torfason var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins við hlið Ólafs Steph- ensen nokkrum dögum áður. Skömmu síðar hætti Steinunn Stef- ánsdóttir, aðstoðarritstjóri Frétta- blaðsins, störfum. Magnús sagði upp hjá 365 Magnús Halldórsson Skúli Hansen skulih@mbl.is Framganga Álfheiðar Ingadóttur, þáverandi þingmanns og núverandi þingflokksformanns VG, í bús- áhaldabyltingunni svokölluðu er rifj- uð upp í nýrri bók, eftir sagnfræð- inginn Stefán Gunnar Sveinsson, sem kemur í verslanir í dag. Í bókinni, sem ber heitið Bús- áhaldabyltingin - sjálfsprottin eða skipulögð?, fer Stefán Gunnar yfir atburðarás mótmælanna en við vinnslu bókarinnar ræddi hann við fjölda fólks sem tók beinan eða óbeinan þátt í atburðum þessum auk þess sem hann hafði aðgang að áður óbirtum trúnaðargögnum. Álfheiður virtist skemmta sér Í bókinni ræðir Stefán Gunnar við ekkju Sigurðar Freys Gunnars- sonar, en hann var meðlimur í sér- sveit ríkislögreglustjóra í um áratug og einn af lífvörðum Geirs H. Haarde meðan á mótmælunum stóð. Sigurður Freyr var einmitt í gler- brúnni 20. janúar 2009 á sama tíma og Álfheiður stóð þar og veifaði til mótmælenda. Áð- ur en hann lést greindi Sigurður Freyr eiginkonu sinni frá því sem gerðist þann dag. „Sá hann [Sig- urður] síðan hvar hún veifaði til einhverra í mannfjöldanum og virtist honum sem hún væri að hvetja fólk, mót- mælendur, áfram með handahreyf- ingum þarna í glerhýsinu. Virtist sem hún hefði skemmtun af því sem var að gerast fyrir utan og talaði hún um það hvar lögreglumenn væru staðsettir og vísaði mótmæl- endum veginn,“ segir í bókinni um atvik þetta. Þá mun Sigurður hafa fengið kaldar kveðjur frá Álfheiði þennan dag. „Hún sagði við lögreglumann- inn þegar hann var að ganga frá henni: „Já, farðu bara lífvarðatitt- urinn þinn sem eltir ráðherraræfil alla daga,“ segir í bókinni. „Mér bauðst tækifæri til að fá sjónarhorn lögreglumanna og fannst áhugavert og í raun mjög þarft að koma því á framfæri,“ segir Stefán Gunnar, spurður um aðdrag- anda bókarinnar. Að sögn Stefáns Gunnars kom honum margt á óvart við skrif bók- arinnar. „Sérstaklega þá hversu hart var gengið að lögreglumönn- unum kvöldin 20. og 21. janúar 2009,“ segir Stefán Gunnar og bend- ir á að hann hafi talað við þó nokk- urn fjölda lögreglumanna við vinnslu bókarinnar, bæði almenna lögreglumenn, yfirmenn og sérsveit- armenn. „Já, farðu bara, lífvarðatitturinn þinn“  Ný bók um búsáhaldabyltinguna kemur út í dag  Mótmælin skoðuð frá sjónarhorni lögreglu Stefán Gunnar Sveinnson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.